Morgunblaðið - 04.03.1967, Page 4

Morgunblaðið - 04.03.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. % BÍLALEIGAN FERÐ SfAff 34406 Daggjöld kr. 309,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM ÍMAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR21190 eftir lokun simi 40381 siM11-44-44 \mtim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílnleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið í leigugjaldl. Sími 14970 BILALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. EfUr lokun 34936 og 36217. RAUOARÁRSTÍG 31 SlMI 22022 22-1-75 r-% PÁSKAFERDIR 1967 RHODOS 16 DAGAR . 19. MARZ NOREGOR 9 DAGAR . 21. MARZ 10ND0N 8 DAGAR . 25. MARZ FEROASKRIFSTOFAN LÖND & LEIDIR Hf. ADALST.RATI 8 RITKJAVIK &IMAR 24) 13 20800 ■jt Einn á ferð Lesandi skrifar: „Velvakandi góður, Vertu mér nú innan handar og kondu þessum línum til Gísla J. Ástþórssonar með þakklæti fyrir þáttinn „Einn á ferð“. I>að útvarpsefni læt ég aldrei fram hjá mér fara, utan einu sinni að ég brá mér til að hlýða á doktorsvörn í háskólanum sem endilega þurfti að vera á sama tíma. Jæja, Gísli minn J. Hér með þakka ég þér allt snjallt og sniðugt, sem ég hef hlegið dátt að oftast nær ein heima. Ekki síður þakka ég hoil ar áminningar um að skilja hismið frá kjarnanum og síðast en ekki sízt þegar þú komst út af mér tárunum er þú lýst- ir skemmtigöngu með börnum þínum og lézt að þú fyndir sælgæti milli blóma og runna. Ekki svo að skilja að þetta væri sorgarsaga, heldur hve sorglega fá börn eiga slikar minningar um feður sina seinna meir. Hvers fara ekki þau börh á mis, sem aldrei áttu þess kost að pabbi leiddi þau sér við hönd niður að sjó eða út i mó, meðan mamma bjó til sunnudagsmatinn? J á, þetta með andagiftina sem grípur mann stundum í strætisvagni, er ég sammála. Ég orti eitt sinn mína skárstu afmælisvísu á slíku ferðalagi. í næst síðasta þætti þínum lastu gagnrýni frá einum hlust anda þínum þar sem lögð var mikil áherzla á Gísla J. >á datt mér þetta í hug: Afbragðsmaður „einn á “ferð, Ástþórssonur Gísli J. Upp sitt reiðir andans sverð, eða stýrir vizkugnoð. Skrafskjóða að vestan. Klukkan Lesandi skrifar: „Vildu nú ekki okkar hátt- virtu þingmenn gera einfalda samþykt í þinginu um að hafa rétta klukku á komandi sumri. Nú hefir sjónvarpið komið til viðbótar í kvöldvökuna. Fljóta klukkan eyðileggur kvöldið, fréttir kl. 8. I>á er lítill tími eftir handa þeim sem fara snemma til vinnu, og þurfa að hátta snemma. Hinum er víst sama sem aldrei fara úr bæl- inu. Mér er nær að halda, að mikill meiri hluti þjóðarinnar sé mótfallinn þessu hringli með klukkuna. í>að er mörgum til óþæginda, en engum til gagns. Gamall VesturbæingUr". ■£■ Sfldveiðar Og enn eitt bréfið: „Alls konar erfiðleikar steðja nú að okkar unga velferðarríki. Erfiðleikar, sem ekki eru neitt óvæntir (þvert á móti ótrúlega síðbúnir). Gúanóframleiðsla okkar (síld armjöl) lækkaði verulega í verði á síðastliðnu ári vegna samkeppni Perúmanna á þess- um frumstæða markaði, sem virtist um tíma ógna þessum höfuðatvinnuvegi okkar og jafnvel stuðla til verkfalls hjá sjómönnum, sem þó ekki varð raunin á (merkilegt nokk). Þessari staðreynd (verðfalli á afurðum hefur verið mætt með meizi veiði (vegna áður óþektra veiðitækja), og allt virðist í bezta lagi. Síldarverksmiðjur austan- lands og norðan kvarta yfir hráefnisskorti og sýna jafnvel taprekstur reikningslega. Á sama tíma eru smíðuð fleiri og stærri skip, að mestu leyti erlendis, til þess a ð leita uppi og drepa síld, hversu langt, sem hún er frá landinu, og skip fylgja þessum vel búnu veiðiskipum til þess að flytja aflann að landi og breyta hon- um í gúanó (frumstæðustu og ódýrustu útflutningsvörur, sem til eru) fyrir hundrað milljón- ir króna. Síldveiði hefur löngum verið dyntótt. Hún hefur gefið mik- inn hagnað á undanförnum ár- um (en hún hefur líka klórað mörgum). A síðustu áratug- um hefur að því er virðist ver ið lagt meira undir í þessu íslenzka fjárhættuspili en nokkru sinni fyrr og nokkru meira en skynsamlegt má telj- ast. Einstaklingar og forráða- menn virðast loka augum fyrir þvi að síldveiði er og hefur alltaf verið happdrætti, sem gefið hefur ágóða eða tap með- an þessi göfugi fiskur fékk að haga sér eftir sínu eðli. En með nútímatækni hefur þetta snú- izt við. Síldin þar ekki að vaða til þess að íslenzkir aflamenn nái í hana. >eir hafa öll tök á að fylgjast méð henni allt ár- ið og ná henni, þótt hún sé á áður öruggu dýpi, drepa hana og breyta henni í gúanó. Þar er deilt um, hvort á að nefna nútimaveiðiaðferðir rán- yrkju eða eitthvað annað, en þegar fiskifræðingar okkar við urkenna, að gengið sé á stofn- inn en rányrkja sé of stórt orð, fer óbreyttur borgari að hugsa sjálfstætt. Er annað að gera. Elliði" ^ Er ekki allt í lagi í Kína? Loks er hér fjórða bréfið: „Kæri Velvakandi, Mikið gengur nú á í Kina. í>að er engu líkara en guðs- lamið hann Mao minn hafi ver ið að missa tökin á öllu sam- an þrátt fyrir hinar göfugu og spaklegu hugsanir sinar, sem jafnvel bíta á gróðri jarð- ar, ef því er að skipta. Ljóst er að eitt og annað hefur gerzt í Kína að undan- förnu og haldi þessu áfram enn um skeið sé ég ekki betur en að útvarpið okkar verði að senda hann Stefán minn Jóns- son austur þangað til þess að kveða niður drauginn. Ekki gleymi ég því, þegar Stefán lýsti því yfir í útvarp- inu staddur austur í Peking, að þar væri bókstaflega ekkert að gerast og allar fréttir er- lendra (auðvaldsins) fréttastofn ana um að vatnið væri grugg- ugt þar eystra væru hreinn upp spuni. Man ég ekki betur er» hann Stefán hefði meira að segja hitt mann á götunni, sem staðfesti þetta allt saman —- að því er okkur og Stefáni skildist. Annars var það skýrt tekið fram í þessari fréttaút- sendingu, að Stefán skildi hvorki né læsi kínversku — og talaði hana enn síður. Enda þorðu þeir ekki að stetja upp veggspjöldin í Peking fyrr en Stefán var farinn. Nú legg ég til, einfald- ur og trúgjarn útvarpshlust- andi, að útvarpið endurflytji fréttaaukana hans Stefáns mínj — einkum þar sem hann legg- ur áherzlu á að ekkert sé að gerast í Kína. Mér mundi líða miklu betur að heyra þetta einu sinni enn frá áreiðanleg- um heimildum, því þessar er- lendu fréttastofur og blaða- menn ljúga upp á Kinverja 1 löngum bunum. Meira að segja Rússar — og hélt ég þó að þeir mundu síðastir manna bregða fyrir sig lyginni. Guð blessi minningu Stalins. — Og gleym ið ekki honum Stefáni. Útvarpshlustandi“ Hvers vegna eftirsóttur ? er Volkswagen svo VW 1500 VW 1300 1600 FASTBACK 1600 A og L 1600 VARIANT Hann er með loftkælda vél, sem aldrei frýs né sýður d. Hann hefur sjólfstaeða snerilfjöðrun á hverju hjóli og er þvi sérstaklega þægilegur á holóttum vegum. Hann er ó stórum hjólum og hefur fróbæra aksturshæfileika i aur, snjó og sandbleytu. Auk þess er vélin staðsett afturi, sem veitir enn meiri spyrnu. (^^ Hann er öruggur ó beygjum, vegna mikillar sporviddar og lógs þyngdarpunkts. Hann er með alsamhraðastilltan gírkassa og því auðveldur í akstri í mikilli borgarumferð. (^) Hann er með viðbragðsmikilli og öruggri vél og veitir skemmtilegan akstur við góð aksturs-skilyrði. ^^) Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn. HEILDVERZLUNIN HEKLA bf SÍMI 21240 LAUGAVEGI 170-172 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.