Morgunblaðið - 04.03.1967, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967.
4 v : j ú'í «3 (
Cuðlaugur Císlason í bingrœðu:
Togveiðar minni
innan landhelgi
— eiga rétt á sér
— vernda þarf hrygningarsvæðm
Guðlaufur Gíslasen sagði í
rseðu á Alþingi sl. fimmtudag,
að hann væri sannfærður um að
togveiðar innan fiskveiðilögsög-
nnnar ætti rétt á sér, ef viss-
um skilyrðum væri fullnægt. Að
vísu eru skiptir skoðanir um
það, en ég er sannfærður um að
Alþingi mun fyrr eða síðar sam
þykkja að bátar innan tiltekinn
ar stærðar fái auknar veiðiheim
iidir í landhelgi sagði þingmað-
urinn.
Guðlaugur Gíslason lagði
áherzlu á, að hér væri ekki ein-
ungis um að ræða mál útgerðar-
manna heldur allra íbúa í sjávar
plássum. Jafnframt því að nýta
ætti betur ýmis svæði innan
fiskveiðitakmarkanna þyrfti að
gera ýmsar ráðstafanir til þess
að vernda hrygningarsvæðin.
Björn Pálsson f F) talaði fyrir
frv. sínu um auknar veiðiheim-
ildir báta af tiltekinni stærð inn
an fiskveiðitakmarkanna og
sagði að togveiðar hefðu nokk-
uð verið stundaðar en fiskveiði-
lögsagan var færð út 1958, en
xnikið hefði dregið úr henni síð
an, og hefði hún algjörlega lagst
niður norðanlands. Sunnanlands
væri hún enn nokkuð stunduð,
en mikil brögð væru að því að
fiskveiðilögsagan væri ekki virt
sem skyldi. Sagði Bjöm að það
væri ekki eðlilegt, að líða viss-
um bátum fiskveiðar í landhelgi,
þegar öðrum samskonar væri
meinað það.
Ræðumaður ræddi nokkuð um
álit fiskifræðinga á togveiðum
innan landhelgi og kvað hann þá
vera á þeiiri skoðun að auknar
togveiðar væru ekki hættuleg-
Lánasjóð fyrir tækninýjungar
Sveinn Guðmundsson hefur
lagt fram á Alþingi þingsálykt-
unartillögu um lánasjóð fyrir
tækninýjungar í iðnaði. Er efni
tillögunnar, að ríkisstjórnin láti
fara fram athugun á því hvort
tímabært sé að stofnaður verði
lánasjóður til örvunar á fram-
leiðslunýjungum til stuðnings
íslenzkum iðnaði. Verði niður-
staðan sú, skuli leggja fyrir
næsta Alþingi frv. til laga um
stofnun sliks lánasjóðs er hafi
það markmið að styðja með lán-
um og framkvæmd hugmynda
er hafi raunhæfa þýðingu til örv
unar nýjungum í iðnaðarfram-
leiðslu landsmanna.
f greinargerð segir flutnings-
maður:
Undanfarin ár hefur það marg
sýnt sig, að tækniframfarir á
mörgum sviðum hafa gjörbreytt
atvinnuháttum okkar íslendinga.
Margar góðar hugmyndir hafa
komið fram hjá hugvitssömum
mönnum eða þróazt hjá vinn-
ar fyrir fiskistofnana. Hins veg-
ar yrði að stunda veiðarnar £tf
varkámi og hlýða fyrirmælum
fiskifræðingana. í
Ef leyft væri að stunda tog-
veiðar að vissu marki innan land
helgi myndi það bæta mjög hag
manna í sjávarþorpum, og átti
ræðumaður þar ekki sízt við
þorp á Norðurlandi vestra.
Guðlaugur Gíslason (S) sagði,
að hann hefði flutt frv. um
breytingu á þessum lögum, enda
væri hann sannfærður um að
togveiðar ættu fullan rétt á sér
innan fiskveiðilögsögunnar, ef
vissum skilyrðum væri fullnægt
>að væri að vísu mjög skiptar
skoðanir um það, hvort leyfa
ætti togveiðar í landhelgi, en
hann væri sannfærður um að
Alþingi mundi fyrr eða síðar
samþykkja að bátar af tiltek-
inni stærð fengu auknar veiði-
heimildir í landhelgi.
Guðlaugur sagði að það bæri
að nýta betur ýmis svæði inn-
an fiskveiðimarkanna, en gera
yrði jafnframt ráðstaíanir til að
vernda hrygningarsvæði, er
hætta væri á að eyðilegðust
vegna ofveiði. Taka þyrfti bæði
þessi sjónarmið til greina en
styðjast ekki um of við annað
þeirra.
Guðlaugur lagði á það ríka
áherzlu, að hér væri ekki ein
ungis um að ræða mál útgerðar
manna, heldur og íbúa sjávar-
þorpanna. Og það væri ekki síð
ur fjárhagsmál verkamanna en
útvegsmanna. Víða myndi at-
vinnuástand stórbatna, ef tog-
veiðar væru leyfðar og ætti það
ekki sízt við á þeim stöðum,
andi mönnum við dagleg störf.
Getur oft verið það kostnaðar-
samt að gera góðar hugmyndir
raunhæfar, að það tefji fyrir eða
stöðvi eðlilegan framgang
þeirra.
Nágrannaþjóðir okkar, t.d.
Norðmenn, hafa því efnt til sjóðs
stofnunar, er hefur það mark-
mið, að hugmyndir, sem geti
haft raunhæft gildi fyrir norsk-
an iðnað, komist til fram-
kvæmda. Ekki er ólíklegt, að við
íslendingar getum haft reynslu
Norðmanna í þessum efnum okk
ur til fyrirmyndar, en hér á
landi er slíkur sjóður til efling-
ar tækninýjungum í iðnaði ekki
fyrir hendi. Þingsályktunartil-
laga þessi gerir ráð fyrir, að
kannað sér til hlítar hvort ekki
sé tímabært, að slíkum sjóði sé
komið á stofn, t.d. að fyrirmynd
Norðmanna. Gert er ráð fyrir,
að iðnaðarmálaráðherra sjái um,
að slík athugun sé gerð í sam-
ráði við leiðandi samtök iðn-
aðarins.
báta
er fyrst og fremst byggðu af-
komu sína á sjófangi.
Þá vék Guðlaugur að því, að
kanna þyrfti gaumgæfilega
hvaða leiðir ætti að fara, ef A1
þingi samþykkti að veita aukn-
ar heimildir til togveiða. Benti
hann á, að þar ættu ekki við
alls staðar og samhliða auknum
veiðiheimildum þyrfti að tryggja
að hrygningarsvæðin verði ekki
of nýtt.
Hann hefði flutt þingsályktun
artillögu um rannsókn á því,
hvort hætta væri á því að sum
hrygningarsvæðin væri að
skemmast vegna ofveiði Hefði
hún verið samþykkt að efni til
og þá hefðu fiskifræðingar ekki
talið hættu á að togveiðar sköð-
uðu fiskimiðin. En nú væru lið-
in sjö ár frá þeirri rannsókn
og þyrfti nauðsynlega að fá á
ný álit fiskifræðinga um þetta
atriðL
Frumvarpið var samþykkt til
annarrar umræðu og sjávarút-
vegsnefndar.
Nokkrar umræður urðu í neðri
deild við þriðju umræðu frv.
um breytingu á lögum um tekju
stofna sveitarfélaga á síðast iið-
inn fimmtudag. Var til umræðu
breytingartillaga Þórarins Þór-
arinssonar (F) um að elli og
fjölskyldubætur væru algjörlega
undanþegnar útsvari og tekju-
skattl.
Guðlaugur Gíslason (S) og
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra bentu á, að þessi breyt-
ing yrði ekki eins til góða tekju
minni einstaklingum og flutn-
ingsmaður vildi vera láta og
gera þyrfti mjög ýtarlegar rann
sóknir á hag sveitarfélaganna áð
ur en slík tillaga yrði samþykkt.
Bentu þeir einnig á, að stjóm
Sambands ísl. sveitarfélaga væri
fótfallið þessari breytingu og
teldi hana skerða um of rétt ein
stakra sveitarfélaga.
Guölaugur Gíslason, framsögu
maður fjárhagsnefndar, flutti
nefndarálit um breytingartillög-
una. Var hún send stjóm SÍFS.
og Hjálmari VilhjáLmssyni ráðu
neytisstjóra til umsagnar og
lögðust báir aðilar heldur gegn
Washington 2. marz AP.
FULLTRÚADEILD Bandarikja-
þings samþykkti við atkvæða-
greiðslu í gær, að svifta þing-
manninn Adam Clayton Pwvell
sæti sínu í þinginu, vegna fjár-
svika og annara misferla.
Powell, sem er blökkumaður,
hefur verið þingmaður blökku-
mannalhverfisins Harlem í New
York í 22 ár. Er hann þriðji
bandaríski þingmaðurinn á þess
ari öld, sem sviftur er sæti sínu.
Hinir voru Victor Berger sósía-
listi, sem sakaður var um að
hafa stofnað til æsinga í Banda-
ríkjunum meðan á heimsstyrjöld
inni fyrri stóð og Brigham Ro-
berts, mormóni, sem var fundinn
sekur um fjölkvæni
hannessen, Eins og þér sáið og
Jón gamli (hafa nú verið sýndir
16 sinnuim á litla sviðinu í Lind-
arbæ við ágæta aðsókn. Næsta
sýning verður á sunnudagskvöld
GAMLA BIÓ:
PÓKKRSPILARINN
>AÐ sem manni fyrst kemur í
hug, þegar horft er á þessa mynd,
er kvikmyndin The Hustler,
sem sýnd var hér fyrir nokkru,
mjög góð mynd, Fjallaði hún
um menn, sem leika billiard að
atvinnu. >essi fjallar aftur á
henni, m.a. benti Hjálmar á, að
þessi breyting yrði fyrst og
fremst tekjuhærri mönnum til
góða.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, sagði að viss rök mæltu
með vissri ívilnun í þessu sam-
andi og væru þau rök tekjn til
greina í lögum um tekjustofna
sveitarfélaga. En kanna þyrfti
hag sveitarfélaganna áður en svo
róttæk breyting yrði gerð og
hér væri rætt um.
>á benti ráðherra á, að unn-
ið væri að kappi að rannsókn
á skattkerfinu í sambandi við
þær hugmyndir að koma á stað-
greiðslukerfi skatta og væri að
vænta nefndarálits innan
skamms. Yrði það lagt fyrir þing
ið til umræðu á þessu þingi.
>ví væri ekki heppilegt að
gera smábreytingar á lögum um
tekjustofna sveitarfélaga nú,
þótt ýmsum þingmönnum þætti
réttilega að gera þyrfti breyt-
ingar.
Einnig tóku til máls >órar-
inn Oórarinsson (F) og Benedikt
Gröndal (A). Umræðu var frest
að.
Á undan atkvæðagreiðslunni
um brottvikningu Powells voru
greidd atkvæði um miðlunartil-
lögu, þar sem lagt var til að
Powell yrði sektaður um 40000
dalL en leyft að halda sæti sínu.
Tillaga þessi var felld með 222
atkvæðum gegn 202. Varaþing-
manni kjördæmisins Abe Detla-
ring hefur tekið sæti Powells, en
efnt verður til aukakosninga um
þingsætið síðar á þessu ári.
Kunnugir telja líklegt að Po-
well muni bjóða sig fram aftur
og fara auðveldlega með sigur
af hólmL þannig að ekki líði á
löngu þar til fulltrúadeildin
standi aftur andspænis þessu
sama vandamálL
aðalhlutverkið í báðum þáttun-
um og er myndin af honum I
hlutverki sínu í Jóni gamla og
af Lárusi Pálssyni í hlutverki
sínu.
móti um menn, sem lifa á að
spila poker.
Billiard er auðveldari að kvik-
mynda en poker, þar sem bill-
iard er líkamleg íþrótt, en pok-
er andleg. Myndin fjallar um
ungan mann, sem er frábær
pokerspilari (Steve McQueen)
og viðureign hans við hinn ó-
krýnda konung pokerspilaranna
(Edvard G. Robinsson).
í byrjun myndarinnar er
blandað inn í þetta ástamálum.
McQueen býr með ungri stúlku,
sem leikin er af Tueoday Weld.
Sú unga stúlka hefur verið eitt
af vandræðabörnum kvikmynda
iðnaðarins og hegðun hennar í
mörgu ábótavant. Hún virðist
hafa tekið sér til fyrirmyndar
leikstíl Lönu Turner, yfirbug-
andi tilfinningasemi og væmnL
og er því til lítillar prýðL Ann
Margaret leikur unga konu Karl
Malden, sem sem verður að
svindla í öllu, eins og sagt er
í myndinni, og fer meðal annars
á fjörurnar við McQueen. Hún
er lagleg og snyrtileg ung stúlka,
en hefur ekki til að bera þann
kynþokka, sem hlutverkið krefst,
þó hún sé að staðaldri sýnd með
barminn nærri út úr kjólnum og
pilsin upp á miðjum lærum.
>egar losnað er við þær tvær
verður myndin góð.
Myndin umgengst með skiln-
ingi og fínleika það rökkurand-
rúmsloft, sem fylgir mönnum,
sem lifa á valdi fallvaltrar
lukku.
Öll aðalhlutverkin eru vel
leikin. McQueen er maðurinn á
uppleið, svalur og öruggur í
framkomu, en innra með sér
hlýlegur og þarfnast ástúðar.
Edward G. Robinson er gamal-
kunnugt nafn og í uppáhaldi hjá
þeim, sem hafa aldur til, að
þekkja hans feril. Hann leikur
gamlan mann, þreyttan, góðlát-
legan og ákaflega færan og ör-
uggan, sem enn heldur titli hins
ókrýnda konungs, þó aðrir hafi
komið og farið aftur til gleymsk
unnar. Karl Malden leikur einn
þeirra, sem komu og hurfu aft-
ur. Hann leikur enn poker og
lifir á því, en hefur náð eins
langt og hann getur náð.
Eina kvenhlutverkið, sem &
rétt á sér í þessari mynd, er
Joan Bondell í hlutverki Lady-
fingers, eldri konu, sem hefur
lifað á fjárhættuspilum og séð
betri daga. Unga fólkið þekkir
ekki Joan Blondell, en þarna
getur það séð, að það hefur
misst af einni beztu gamanleik-
konu síns tíma.
>rátt fyrir ónauðsynlega mikQ
ástarævintýri er mynd þessi tví-
mælalaust góð. >að verður að
teljast sérstakt, hvílíka spennu
er hægt að byggja upp um spiL
jafnvel fyrir fólk, sem lítið eða
ekkert vit hefuT á póker. Stjarna
Steve McQueen hefur farið ört
rísandi að undanförnu og hér
sýnir hann í fyrsta sinn, að hann
hefur fleira til að bera en kven-
hyllL
Þingsályktunartillaga Sveins Guðmundss.:
Lánasjóður fyrir
tækninýjungar í iðnaði
Samband ísl. sveit-
arfélaga mótfaliið
— tillögu Framsóknarnrcaiina
Powell sviptur
þingsœti sínu
Olafur Sigurðsson skritar um
KVIKMYNDIR