Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967.
Svipan fyriríannst engin
Gengið á vit gamalla
minja í Asgrimssafni
stofu Asgríms, og er þar aut
með sömu ummerkjum og áður.
Rúmið er í einu homin.u, og
ofanvert við það hangir mynd
sitt og lauk við hana. Mikið værl
nú gefandi fyrir að eiga mynd
af þeim atburði. Geta séð Ás«
grím eiga við þjóðsagnateikn-
Heklumyndin, ófullgerð, sú sem hann málaði síðast úti í
sept. 1957.
HÚSIÐ, þar sem Ásgrímssafn er
til húsa við Bergstaðastræti 74,
er ekki háreist höll, aðeins ein
hæð, ris og kjallari, en innifyr-
ir eru þó meiri dýrgripir held-
nr en í glæstum fyrirmanna-
höllum hérlendis og erlendis.
Ásgrímssafn er fyrst og fremst
hið fyrra heimili Ásgríms sál-
nga Jónssonar, eins fremsta
listamanns þjóðarinnar. Þar er
vinnustofa hans í risi, íbúð á
hæðinni og allir þeir hlutir, sem
hann hafði í kringum sig á löng-
nm listamannsferli sinum.
Ásgrímur var maður hlédræg-
nr og nægjusamur, þess vegna
er hvorki tildur né hégómi til
á heimili hans. Hann var vandur
að vinum, en vinfastur þeim,
sem hann tók.
Um þessar mundir stendur yf-
ir skólasýning í Ásgrímssafni,
og þangað streyma nú skóla-
nemendur víðs vegar að af land-
inu til að kynnast listaverkum
Ásgríms og heimili hans og
vinnustofu. Ekki vekur þó
minnsta eftirtekt ungmennanna
málverkageymslan mikla í
kjallara hússins. þar sem geymd
ur er sá hluti hinnar miklu mál-
verkagjafar, sem ekki er til sýn-
inga hverju sinni, en málverk
*in gaf Ásgrímur þjóð sinni við
•ndlát sitt.
Frænka Ásgríms, frú Bjarn-
veig Bjarnadóttir. hefur af al-
kunnum dugnaði veitt forstöðu
Ásgrímssafni og verið óþreyt-
andi að vinna að vexti þess og
viðgangi. Hún á líka heiðurinn
af því, að efna til þessara skóla-
sýninga til þess að kynna æsku-
lýð íslands þessa dýrgripi þjóð-
arinnar.
Okkur langaði til þess á dög-
tmum að skyggnast um í Ás-
grímssafni, skoða húsmuni og
aðrar minjar um manninn og
listamálarann Ásgrím Jónsson.
Ásgrímur Jónsson fæddist í
Rútsstaðahjáleigu 1 Gaulverja-
bæjarhreppi í Árnessýslu 4. marz
1876. Ber því afmæli hans upp
á birtingu þessarar greinar.
Foreldrar hans voru Jón
Guðnason bóndi þar og kona
hans Guðlaug Gísladóttir. Ás-
grímur andaðist 5. april 1958.
Hinn 5. nóvember 1960 var svo
Ásgrímssafn opnað í húsi hans
við Bergstaðastræti.
Við göngum inn með lotningu.
IHér inni hæfa engin gamanyrði.
Andrúmsloftið er rétt eins og í
venjulegu heimili, en þrungið
minningu mikilmennis, sem gef-
xxr því sérstæðan svip og forvitni
legan. Við göngum fyrst inn í
stofu Ásgríms, setjumst þar á
stól með trébaki íhvolfu og leð-
ursetu, sem ekki er laus við
málningarslettur. Þetta er stóll-
inn, sem hann hafði í horninu
við uppganginn upp í vinnnu-
stofunni. f hann settist hann,
þegar hann þurfti að athuga hin
stóru málverk sín úr fjarlægð.
Dívanteppi Theódóru
Undir vesturveggnum, út við
gluggann, er gamall legubekkur.
Ofan á honum liggur teppi, sem
okkur verður starsýnt á. Teppi
þetta gaf honum Theódóra Thor-
oddsen, skáldkona, og það er
áreiðanlega gert úr hlutum af
fatnaði hennar. Þama má t.d.
sjá hluta af frönsku sjali og
svuntu. Þarna er líka brokade-
slifsi, sem liggur eftir endilöngu
teppinu. Teppi þetta notaði Ás-
grímur ekki á legubekkinn nema
til hátíðabrigða. svo sem eins og
þegar fræga gesti bar að garði,
eins og t.d. Adolf Busoh, en sá
frægi listamaður mun hafa dáðst
mjög af Ásgrími og keypti af
honum málverk.
Vertu guð yfir og allt um kring
Á legubekknum er einnig sal-
onofið teppi með stöfunum P.P.
og D.A. ásamt ártalinu 1864.
Ekki er vitað um uppruna þess.
Rétt við skápinn í horninu við
dymar inn í svefnstofu lista-
mannsins, en hann líkist altari,
og Ásgrímur mun hafa ráðið út-
liti á honum, en Stefán Eiriks-
son skorið út, en Bjarni frá Galta
felli séð um smíðina, er gömul
rúmfjöl fagurlega útskorin
höfðaletri, og er þar grafið vers-
ið alkunna: „Vertu guð yfir og
allt um kring.“ Á henni stend-
ur einnig ártalið 1769. Gömul
fjöl og góð með forneskjuna
falda bak við verk liðinna lista-
manna.
Munir franska konsúlsins
Margir skemmtilegir munir
prýða heimili Ásgríms, sem
fengnir eru frá búi Brillouin,
sem hér var franskur konsúll og
byggði m.a. Héðinshöfða, sem
allir kannast við. Flesta þessa
hluti notaði Ásgrímur í allskyns
uppstillingar í málverkum sín-
um og má auðveldlega þekkja þá
þar.
Mest ber á hvíta litnum
Inni í stofunni er einnig
paletta Ásgríms og penslar, eins
og hann gekk frá henni síðast.
í>að vekur athygli, hve mikil
heiðríkja er yfir litunum á
spjaldinu. og ber þar mest á
hvita litnum. Skápur úr gleri
hefur verið smíðaður utan um
þessar menjar, svo að þær ryk-
falli ekki.
Síðasta myndin yfir rúminu
Úr stofunni er gengið í svefn-
úr íslenzkum þjóðsögum, síðasta
myndin, sem vitað er til, að Ás-
grímur hefði fengizt við.
Sat hann þá upp við dogg í
rúminu 4 dögum fyrir andlát
ingu sitjandi upp við dogg í rúml
sínu.
Gamli ferðafónninn
f horninu við gluggann er
gamall ferðagrammefónn, svart-
ur að lit, His Masters Voice.
Þenna grammófón hafði Ásgrim-
ur ævinlega með sér á ferðum
sínum um landið, því að hann
var einlægur unnandi sígildrar
tónlistar. Hafði hann með sér
jafnan gott plötusafn með verk-
um eftir Mozart, Hayden, Bach
og Beethoven, en það er alkunna,
að 9. sinfónía Beethovens var
hans uppáhaldsverk.
Músíkin var honum eins mik-
ils virði á ferðalögunum eins og
penslar og málning, og þar sem
hann dvaldist löngum á Húsa-
felli. munaði minnstu, að hann
gerði allt heimilisfólk að unn-
endum sígildrar tónlistar.
4. píanókonsertinn leikinn
Á þenna gamla grammofón
hafði aldrei verið leikið í 20 ár.
Við fengum leyfi frú Bjarnveig-
ar til að reyna hann að nýju.
Við settum plötu á úr safni Ás-
gríms. Völdum við að hlusta á
4. píanókonsert Beethovens, en
Gieseking lék á píanóið. Eftir að
við höfðum dregið grammofón-
inn upp með gömlu sveifinni,
sett fornfálegan hausinn á mefi
kaktusnál, hljómaði músíkin,
Stillt og prúð hlusta börnin á mál íorstöðukonunnar uppi í vinnustofunni, sem nú er notuð
sem sýningarsalur.
Ýmsir hlutir úr búi franska konsúlsins, en þá notaði Ásgrím-
ur sem fyrirmyndir. Athugið kerið á myndinni fyrir ofan.