Morgunblaðið - 04.03.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.03.1967, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. Útgefandi:: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Yigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. FARSÆL LAUSN ¥> íkisstjómin hefur nú lagt **■ fyrir Alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, en með því er ráðgert að lögfesta þær að- gerðir, sem ríkisstjórnin hef- uir þegar hoðað, að hún muni beita sér fyrir til þess að tryggja rekstursgrundvöll vél bátaflotans og frystihúsanna, en hið mikla verðfall á fryst- tim fiskafurðum hefur skap- að frystihúsunum mikla erfið leika og jafnframt gert þeim ókleift að greiða hærra fisk- verð. Meginefni þeirra ráðstaf- ana, sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir er að greidd skuli 8% meðalviðbót á fisk verð til þess að jafna þann mismun, sem annars hefði orðið á kjörum sjómanna á þorskveiðum og annarra starfsgreina, og einnig til þess að draga úr áhrifum hækkunar útgerðarkostnaðar. Jafnframt mun ríkisstjórnin beita sér fyrir stofnun sjóðs, með 130 milljón króna fram- Lagi til þess að veita frysti- iðnaðinum 55—75% verðbæt- uc vegna verðfalls á fram- leiðsluafurðum þeirra, sem jrm síðastliðin áramót nam una 11% miðað við meðalverð ársins 1066 og talið er að frekari verðlækkanir séu framundan. Til þess að standa straum *f þessum útgjöldum mun annars vegar verða ráðstafað 130 mil'ljónum króna af greiðsluafgangi ársins 1966 ttl verðbóta á frystar fiskaf- urðir en hins vegar er ráðgert í frumvarpinu að lækka greiðslur til verklegra fram- kvæmda á fjárlögum ársins 1967 um 10%, en áætlaður sparnaður af því mun nema um 65 milljónum króna. Þá «r jafnframt farið fram á heimild ti‘1 þess að lækka greiðslur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 1966 um 20 milljónir króna og loks er gert ráð fyrir, að í reynd muni framlag til Rfkis- ábyrgðasjóðs á árinu 1967 reynast 15 miilljónum króna lægra en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Samtals nema þessar upphæðir 100 milljónum króna, sem sam- svarar þeirri upphæð, sem leggja verður fram ti'l greiðslu 8% meðalviðbótar á fiskverðið. Auk þessara meginráðstaf- ana, er ætlunin samkvæmt frumvarpinu að greiða 20 milljónir króna til verðbóta á Mnu- og handfærafisk og jafn framt að greiða viðbótarbæt- ur á línufisk, veiddan á tíma- bilinu 1. okt. til 31. des. 1966 umfram þá 25 aura á kíló, sem þegar hafði verið ákveð- ið með lögum að greiða skyldi. Þá er samkvæmt frumvarpinu einnig heimilað að greiða úr ríkissjóði 10 milljónir króna til verðbóta á útfluttar afurðir af öðrum fiski en síld og loðnu. Afla- tryggingarsjóði er heimilt að ákveða, að bætur til togara vegna aflabrests 1966 skuli miðast við úthaldstíma þeirra á því ári, og loks mun ríkis- sjóður leggja fram 50 milljón ir króna 1967 til framleiðni- aukningar frystihúsa. Með þessum fyrirhuguðu ráðstöfunum hefur á farsæl- an hátt tekizt að leysa þau miklu vandamál, sem verð- fallið á útflutningsafurðum íslendinga hefur skapað 1 undirstöðuatvinnuvegi þjóð- arinnar. Og ánægjulegt er, að þetta hefur tekizt með sam- komulagi við útgerðarmenn, sjómenn og frystihúsaeigend- ur og án þess, að lagðir verði á nýir skattar, en óhætt er að fullyrða, að allur almenning- ur í landinu telur eðlilegt, að fremur sé dregið úr ýmsum útgjöldum ríkisins, en að lagðir verði á nýir skattar, enda mundi það ekki sam- ræmast verðstöðvunarlögun- um. ENDURSKIPU- LAGNING FRYSTI- IÐNAÐARINS FMtt meginatriði í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins eru fyrirhugaðar að- gerðir til endurskipulagning- ar hraðfrystiiðnaðarins, en sem undanfari þeirrar endur- skipulagningar er fyrirhug- að, að fram fari athugun á rekstraraðstæðum og fjár- hagslegri upphyggingu frysti iðnaðarins, en á grundvelli þeirra athugana verði gerðar tillögur um betri uppbygg- ingu iðnaðarins, aukna hrá- efnisöflun, tæknibreytingar og fjárhagslega endurskipu- lagningu. í fylgiskjali með stjórnar- frumvarpinu er sérstaklega rætt um þessar fyrirhuguðu aðgerðir og á það bent, að vandamál hraðfrystiiðnaðar- ins eru öðrum þræ$i fólgin í skorti á samræmi milli af- kastagetu á hverjum stað og þess hráefnis, sem fyrir hendi er á staðnum mikinn hluta ársins og jafnvel á öllum árs- tímum. Lagfæringar á þessu eru hugsanlegar annars veg- ar með aðgerðum, sem stuðla að auknu og jafnara framboði Enn um bláeygu Indíán- ana á bökkum Missouri EINS og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu er fyrir nokkru komin út í Englandi bók eftir brezka sagrufræðing- inn Riehard Deacon og ber heitið „Madoc and t'he Discov ery of America". 1 bók þess- ari heldur höfundur því fram að fursti nokkur frá Wales, Madoc Ab Owain Cwynedd hafi gist strendur Ameríku rúmum þremur öldum fyrir daga Kólumbusar og sezt þar að með liði manna er nú heit- ir Alabama, Tennessee og Georgia. Brezka blaðið „The Sunday Express" segir nokkuð frá bók þessari sl. helgi og rekur sum ar þær stoðir er Deacon renn ir undir þessa kenningu sína um vesturför Walesbúa seint á 12. öld eða nánar tiltekið árið 1170. Nefnir blaðið nokk- ur dæmi úr bókinni og segir frá ýmsum atvikum er Dea- con tilfærir og hefur úr ýms- um áttum. Lesendum til fróð- leiks og skemmtunar verður nú drepið á það helzta sem grein Sunday Express getur um. Greinarihöfundur er Robert Pitman. Fyrst segir frá atvi'ki einj, sem átti sér stað 1801 er ung- ur brezkur liðsforingi ættaður úr Wales, staddur á gistihúsi í Washington, atyrti þjón einn, walískrar ættar líka, fyrir slæma þiónustu og mælti á walísku. Honum til mikillar furðu vék sér þá að honum frammi fyrir mér Rauðskinni með málað andlit og talaði þessa fornungu Breta svo vel að helzt var að heyra, sem hann hefði alið allan sinn ald ur í nágrenni Snowdon". Önnur saga segir frá því er prestur nokkur, Morgan Jon- es, féll í hendur Indíánum á heimleið frá Carolina til Virg iniu og bjóst við engu frem- ur en bráðum bana. Þetta var árið 1966. í öngum sínum varð guðsmanninum það fyrir að hann mælti á walísku og skipti þá skjótt um. Indíán- arnir leystu hann úr böndum og tjáðu honum á sömu tungu Framhald á bls. 23. Walískur smabátur, curwyg (coracle á ensku), sem eins og sjá má var borinn á bakinu þegar með þurfti. Myndin er gerð um 1820. Indíáni er sat þar nærri og spurði á sörru tungu: ,,Er þetta móðurmál yðar?“ Sjálf- ur kvað Indíáninn þetta mál sitt móðurmál og ættflokks síns og hefðu þeir það fyrir satt að forfeður þeirra hefðu komið frá fjarlægu landi i austurvegi, handan við höfin. Liðsforinginn vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið, því eins og hann sagði: „Þarna stóð Grind úr „Roogrig" eins og þeim sem Mandanir notuðu. hráefnis og hins vegar með ráðstöfunum, sem miða að breytingu á uppbyggingu iðn aðarins, það er sameiningu frystihúsa eða verkaskiptingu á milli þeirra. Til þess að framkvæmd þeirra tillagna, sem væntan- lega koma fram að lokinni fyrrgreindri athugun geti tekizt sem bezt, er í fyrsta lagi nauðsynlegt, segir í fylgi skjalinu, að þau fyrirtæki, sem hlut eiga að máli hafi sannfærzt um, að til'lögur þessar mundu stuðla að öfl- ugum og fjárhagslega traust- um frystihúsaiðnaði í land- inu og sé jafnframt eðlileg og sanngjörn lausn á vanda- málum einstakra fyrirtækja. í öðru lagi þarf að sjá fyrir allverulegu nýju fjármagni til þess að framkvæma þær breytingar á fyrirkomulagi og rekstri, sem nauðsynlegar kunna að reynast og í þriðja lagi þarf að vera kleift fyrir Ríkisábyrgðasjóð og e.t.v. Atvinnujöfnunarsjóð og Fiski málasjóð að gefa eftir skuld- ir, sem óhjákvæmilegt verð- ur að afskrifa í sambandi við nauðsynlegar skipulags- breytin.gar. Lögð er áherzla á, að þess- ari athugun verði að ljúka innan nokkurra mánaða, þannig að unnt verði að ganga frá heildartillögum á grundvelli þeirra fyrir lok þessa árs, og hefja þá um leið framkvæmd tillagnanna. Með þessum fyrirhuguðu aðgerð- um til endurskipulagningar hraðfrystiiðnaðarins er aug- ljóslega stefnt að því að nota það tækifæri, sem erfiðleikar frystihúsanna hafa skapað til þess að aðlaga rekstur þeirra breyttum aðstæðum og færa hann í nútímalegra horf. Er þess að vænta að rösklega verði staðið að þessum mál- um og samtök frystiiðnaðar- ins sjálfs hafi um það trausta og örugga forustu. VERÐJÖFNUNAR- SJÓÐUR ær neikvæðu verðbreyting- ar, sem orðið hafa á er- lendum mörkuðum undan- farna mánuði, hafa glögglega leitt í ljós nauðsyn þess, að einihverjar ráðstafanir verði gerðar sem auðveldi út- flutningsatvinnuvegunum að bregðast við slíkri þróun, sem verða kann í framtíðinni. í greinargerð með stjórnar frumvarpinu um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins er sér- staklega að því vikið, að stefnt sé að því að stofna verðjöfnunarsjóð og að hugs- anlegt sé, að löggjöf um slík- an sjóð verði lögð fyrir næsta Al'þingi. Meginþættir í starfsemi slíks sjóðs mundu verða þeir, að með innheimtunni í hann og greiðslum úr honum, yrðu að nokkru jafnaðar þær sveifl ur, sem verða á heildarverð- lagi þýðingarmikiMa afurða- flokka á mi'lli framleiðsluára. Við mat á breytingum yrði miðað við meðaltalsverð sömu afurða á nokkrum und- anförnum árum. Sé verð á ákveðnu ári fyrir ofan þetta meðaltal, sé inmheimt í sjóð- inn, en greitt úr honum, ef það er fyrir neðan. Verðjöfn- umargreiðslurnar mundu að sjálfsögðu ekki geta orðið nema hluti af heildarverð- breytingunni og væntanlega ekki meira en um það bil helmingur hennar. Ástæða er til að fagna þess- um ráðagerðum um stofnun verðjöfnunarsjóðs, sem með tíð og tíma mundi væntan- lega ná til aiis sjávarútvegs- ins. Við íslendingar eigum svo mikið undir útflutnings- framleiðslu okkar komið að tryggja verður með eimhverj- um hætti, að þjóðarbúið verði ekki fyrir alvarlegum skakka föllum vegna skyndilegra nei kvæðra verðbreytinga á er- lendum mörkuðum. Að því er er nú stefnt af hálfu ríkis- stjórnarinnar að ganga þann- ig frá þessum málum, að sú reynsla, sem við höfum orðið fyrir vegna verðfallsins und- anfarna mánuði verði hag- nýtt til þess að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar sLíkrar þróunar í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.