Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967. Hér sést hin ánægSa fjölskylda að Melabraut 6, Seltjarnar nesi. Talið frá vinstri: Stein- grímur Guðmundsson, Matthías Sævar Steingrímsson, laukur ættarinnar, Fjóla Sigurðardótt- ir og Þórir Steingrímsson. Heimasætuna, Hrönn, sem lokið hefur Kvennaskólanámi, og var fjarverandi vegna náms síns í leikskóla Leikfélags Reykjavíkur, vantar á myndina. Við setjumst stundarkrfm inn í stofu með þessari glöðu fjölskyldu, andrúmsloftið er þrungið spennu augnabliks- ins, rafmagnað. Ófyrirsjáan- legir erfiðleikar hafa skyndi- lega horfið eins og dögg fyr- ir sólu. Við spyrjum hinn heppna, Matthías Sævar Steingríms- son, hvernig þetta horfi við honum? „Ja, ég lauk verzlunarprófi frá Verzlunarskóla íslands á sl. vori, en sá enga leið til að halda áfram til stúdentsprófs, svo að ég samdi við minn ágæta skólastjóra, að ég mætti vinna mér inn náms- eyri þennan vetur og hefja svo nám að hausti aftur. Fyrst fór ég til vinnu við að byggja síldarbræðslu á Eskifirði hjá Héðni h.f., en eftir það réði ég mig á Stapafellið, en ég hef áður bæði verið á bátum og togurum. Þar var ég svo þar til í byrjun desember, að ég réðist til Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg, og þar vinn ég nú. En ég hef alltaf verið ákveðinn að halda áfram, og þetta óvænta happ mitt, gerir mér kleift að halda áfram upp til stúdentsprótfs, svo að ekki sé meira sagt, en um framhaldið er ég alveg óráð- inn. Ég er fæddur 1947“, og í svipinn virtist svö, að Matthí- as Sævar væri búinn í öllu patinu að gleyma sínum eig- in fæðingardegi — „já, það var 29. júlí 1947, og ég get ekki annað sagt, að ég er mjög ánægður, og vona, að þetta mikla happ verði mér og fjöl skyldu minni til góðs“. Við spurðum litla bróðir Matthíasar, Þóri Steingríms- son, hvernig honum fyndist um þessi ósköp? Þórir, sem stundar nám í Mýrarhúsaskóla, svaraði af bragði: „Mér finnst þetta ágætt, en það hefði verið miklu betra að ég hefði fengið þennan vinning“. Og með það kvöddum við þessa ánægðu fjölskyldu, full vissir um það, að allir lands- menn samgteðjast henni cg Matthíasi Sævari með þetia einskæra lán. — Fr. S. - DAS ’ý Framhald af bls. 32. Faðirinn, Steingrímur Guð- mundsson, gamall trollarajaxl, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því slysi, að nú er hann 75% öryrki. Hann er ættaður úr Önundarfirði, frá Vífilsmýrum, innst í firðinum. Lífið hefur leikið fjölskylduna hart, en nú brosir sólin á ný, heit og hlý vorsólin, og þá er ástæða til að gleðjast. Allir óska þeim heppna til ham- ingju. Það er gleðibragur í röddinni, handtakið er hlýtt og umvefjandi, og það er svo sannarlega ástæða til. Enn togor brezkur togari í trossuþvögu íslenzkra báta - Varðskip haíði gefið togurunum upp svœðið, sem bátarnir leggja net sín SVO sem menn rekur minni til gerði brezkur togari frá Fleetwood mikinn usla í net- um Vestfjarðabáta rétt fyrir páskana. Togararnir ætla ekki að gera það endasleppt, því að síðastliðinn laugardag lék ann ar brezkur togari, Carlisle GY 681 frá Grimsby sama leikinn á svipuðum slóðum undan Skor á Breiðafirði. ís- lenzkur skipstjóri, Finnbogi Magnússon á vélbátnum Ilelgu Guðmundsdáttur BA sýndi þá það inarræði að stöðva togar- ann, en skinstjórinu viður- kenndi siðan brot sitt og lof- aði að gefa skýrslu til útgerð- arinnar og tryggingarfélags- ins. Mbl. náði í gær tali af Finn- boga, sem er kunnur afla- maður. og sagðist honum svo frá: — Við komum að togaran- um í dimmviðri og byl um miðjan dag i fyrradag, um kl. 15.30, en hann var þá að toga í miðri trossuþvögu. Við reyndum allt, sem við gátum til þess að stöðva hann og það hafa liðið um það bil 10 mín- útur unz hann stanzaði. Þann tíma, sem við veittum honum eftirför, togaði hann yfir fjórar trossur, en var bú- inn að fara yfir fleiri áður. Við náðum tveimur baujum frá Andra og Pétri Thor- steinssyni og þegar togarinn upp á síðkastið eins og veið- in, sagði Finnbogi að lokum. <$KjarvaIsmálverkið „FIugsund“ e r selt verður á uppboðinu í dag -4> Leitinnn kcstl LEITINNI að Diönnun"m fjárum af færeyska fiskiskipinu Nols- oyar Páli hefur nú verið hætt og þeir taldir af. Skip og flug- vélar leituðu á nærri því hundr- að þúsund fermílna svæði. M.a. tóku bátt í leitinni Sif. flugvél Landhelgisgæzlunnar, Orion eft- irlitsvél frá Keflavík, Shackleton vélar frá Bretlandi og Herkules vélar frá Bandaríska f1”"'hernum í Hamstein í Þýzkalandi, Finnbogi Magnússon, skipstjóri. hífði inn trollið, var mikið af netum í því. — Jú, þetta er feikilega mikið tjón. Þeir skemma á nokkrum mínútum verðmæti, sem nema hundruð þúsunda króna. Við höfðum* 1 strax samband við varðskip, sem hafði síðan tal e skipstjóra togarans, en hann viðurkenndi að hafa valdið tjóninu. Sagðist hann ætla að tilkynna útgerðarfé- lagi sínu atburðinn svo og tryggingarfélaginu og gefa skýrslu. Varðskipið kom á staðinn um kl. 18. — Jú það má búast við sjóprófum á Patreksfirði, en togaraskipstjórinn er ekki skyldugur til að koma þang- að Það er gott, ef hann gefur rétta skýrslu, bví að erf- itt er að eiga við þá og þeir eru ágengir. — Jú varðskipið hafði gefið upp þetta svæði og varað tog- arana við. Togarinn mun hins vegar hafa verið utan land- helgi, en alveg við línuna. Við vorum hins vegar innan þess svæðis, sem varðskipið gaf upp. — Það er svona reitings- fisvirí og áffætt veður nú. Veður hafa verið heldur slæm Mélverkauppboð í Súlnasal i dag Málverk eftir eSdri og yngri listan; STUNDVÍSLEGA kl. 5 í dag hefst í Súlnasal Hótel Sögu mál- verkauppboð er Sigurður Bene- diktsson málverkasali stendur fyrir. Að þessu sínni á að bjóða upp 49 málverk eftir samtals 21 málara, og meðal höfundanna eru þeir Jóhannes Sv. Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson og Gunnlaugur Blönd al. Uppboðið í dag er annað mál- verkaupboð sem Sigurður held- ur í vetur. Á þvi fyrra er haldið var skömmu fyrir jól voru seld- ar margar Kjarvalsmyndir, og seldist þá m.a. eitt málverk eft- ir meistarann á 90 þúsund krón- ur, sem mnn vera mesta verð sem málverk hefur selzt á hér- lendis. I dag verða boðin upp 12 mál- verk eftir Kjarval og eru 5 þeirra ný. Er þar um að ræða málverk er listamaðurinn nefn- ir „Flugsund" og er það 117x173 cm. að stærð. „Ómar úr lands- lági I og II annað 39x53 cm., en hitt 40x52 cm., og „Vetrar- mynd I og II, “ annað 112x128 cm. en hitt 100x130 cm. Allt eru þettá olíumálverk. Þá verða seld ar tvær tússmyndir eftir Kjarv- al og nefnast þær: „Tveir prest- ar“, og „Tveir hrafnar“. Enn- fremur fjórar vatnslitamyndir: Skammdegissr'l og sveitabær, Álfabjörg, Við Furesöen og Landslag. Eftir Þórarinn B. Þorláksson er lítið olíumálverk og er mót- ivið úr Þingvalasveit. Er það málað 1909. Eftir 4sgrím Jónsson verða seldar 6 myndir: Alfadrottning, sem er tússblekmynd 25x45 cm., Frá Múlakoti, olíumálverk 39x58 cm„ Frá Húsafelli 28x45 cm., Baula olíumálverk 28x48 cm., Lómagnúpur og Vatnajök- ull vatnslitamynd 35x105 cm„ og Frá Hafnarfirði olíumálverk 90x110 cm. Eftir Kristínu Jónsdóttur verða seldar tvær myndir: Við Mývatn og Við Eyjafjörð, báðar vatnslitamyndir. Eftir Gunnlaug Blöndal eitt olíumálverk og tvær vatnslita- myndir. Olíumálverkið nefnist Liggjandi Venus. en vatnslita- myndirnar eru Við Þingvalla- vatn og Torfbær og fjárhús. Önnur málverk sem seljast eiga eru: Eftir Þorvald Skúla- son Skýjarof, vatnslitamynd, eft ir Sverri Haraldsson Komposi- tion olíumálverk, eftir Jón Helga son biskup Danskur herragarð- ur, ún og tré í skógarjaðri, það síðast nefnda er olíumálverk, en hitt eru blýantsteikningar. Eftir Jón Þorleifsson er olíumálverk frá Höfn í Hornafirði. Eftir Höskuld Björnsson er olíumálverk Vindbelgur við Mý vatn og vatnslitamynd: Kirkjan að Munkaþverá. Eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur eru tvær vatnslitamyndir: Snæfellsnesjök ull og Klettar og tröll, efiir Ragnar Pál Einarsson þrjú olíu- málverk: Sverðliljur, Botnssúl- ur og gamlir bátar: Eftir Magn- ús Á Árnason tvö olíumálverk: Frá Vestmannaeyjum og Frá Barðaströnd: Eftir Eggert Lax- dal tvö olíumálverk: Bessastað- ir og Álftanes og Rósir; eftir Egg ert Guðmundsson olíumálverk frá Þingvöllum: Eftir Johs. Weise olíumálverk er nefnist árstíðirnar. Eftir Wilhelm And- ersen olíumálverk er nefnist Engillinn birtist hirðingjunum. Sem fyrr segir hefst uppboð- ið kl. 5 í dag, en málverkin eru til sýnis frá kl. 10—4 í dag. Stjórnarkrepps Grikklandi leys Aþenu, 3. apríl — NTB—AP PANAYOTIS Kanellopoulos for ingi Róttæka Þjóðarflokksins í Grikklandi sór í dag embættis- eið, sem forsætisráðherra Grikk lands. Er þar íncð lokið 5 daga stjórnarkreppu í landinu. K m stantín Grikkjakonungur fól Kanellopouos stjornarmyndun eftir að hafa rætt við leiðtoga allra grísku stjórnmálaflokk- anna. Ráðherrar hinnar nýju stjórnar eru allir úr flokki for sætisráðherrans, en Kanellopou- los er eindreginn stuðningsmað- ur konungsveldis. Jafnframt veitti konungur for sætisráðherra heimild til að rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga, ef hin nýja stjórn fær ekki stuðning meirihluta þingmanna, en atkvæðagreiðsla um trauststillögu verður að fara fram innan tveggja vikna frá eiðtöku ríkisstjórnarnnar. Verði tillagan felld skal efnt til kosninga eftir 45 daga. Panay- otis Kanellopuolos er 65 ára að aldri og þekktur menntamaður í hemalandi sínu. Georg Papandreou fyrrver- andi forsaetsráðherra og foringi Miðflckkasambandsins, stærsta stjórnmálaflokks Grikklands gagnrýndi í dag harðlega ákvörðun konungs um að fela Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.