Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967.
5
stráksa:
—■ Láttu mig hafa meiri
fisk, þér verður kalt af að
standa svona aðgerðarlaus.
Og við skiljum Jónu vel,
okkur er líka farið að verða
kalt af að standa svona úti
„aðgerðarlaus" eins og þessu
fólki hefur stjálfsagt fundist
við vera.
Við gengum nú upp stiga
í húsinu og komum inn í stór
an rúmgóðan sal, þar sem
konur á öllum aldri unnu við
að „blokka“ þorsk, þ.e.a.s.
ganga frá honum til útflutn-
ings. Verkstjórinn í þessari
deild segir okkur að þessi
fiskur eigi að fara á banda-
rískan markað.
Við göngum nú að einni
konunni. Helga Magnúsdóttir,
sem unnið hefur í frystihús-
inu í 5 ár. Við tökum eftir
því, að ljós undir borðinu
hjá henni, lýsir á fiskinn, þeg
ar hún sker hann og hreins-
ar. Við spyrjum hana til
hvers ljósið sé.
Heimsókn ■ Júpiter og IHarz hf.
Togarinn Júpiter landaði 33 3 tonnum fisks um páskana og var því mikið að gera í frysti
hússinu Júpiter og Marz síðustu viku. (Ljósm. Jóh. Long).
Konur á öllum aldri voru a ð vinna í blokk
Jóna: Láttu mig hafa meiri
fisk, strákur
TOGARINN Júpiter landaði
um páskana 333 tonnum af
fiski og hefur því verið unn
ið mikið og vel alla síðustu
viku í frystihúsinu Júpiter og
Marz hf. Við brugðum okk-
ur í heimsókn einn daginn
sem lcið, þegar unnið var
taka af hcnni mynd. til þess
værum við nú komin á stað-
inn. Hún sagðist heita Hulda
Guðmundsdóttir. Þegar við
spurðum hana hvort hún
hefði unnið lengi hjá Júpiter
og Marz, sagðist hún alls ekki
vinna þar, heldur vinna hjá
Hulda og Arnheiður voru a ð spyrða.
við þóttumst skilja brosið.
Huldu á hægri hönd stóð
ung kona Arnheiður Jónsdótt
ir. Hún sagði okkur að þetta
væri fyrsti dagurinn í lengri
tíma, sem þær hefðu unnið
úti við sín störf, svo ógur-
lega kalt hefði verið í veðri.
Samt var mjög kalt þennan
dag og okkur var farið að
sviða í hendurnar af kulda.
Við tókum nú eftir því að
drengur, sem bar frúnum
fiskinn á borðið, dýfði hönd-
um sínum niður í fat með
sjóðandi vatni. Arnheiður
sagði okkur að fatið væri fyr
ir þær — vatnið hlýjar okk
ur um hjartaræturnar, eins
og hún komst að orði.
Við annan enda borðsins
stóðu tvær eldri konur og
unnu ekki síður en hinar
yngri. Þær heita Sveinfríð-
ur Sigurðardóttirí sem unnið
hefur í þessu frystihúsi í 9
ár, og Jóna Guðjónsdóttir.
Við heyrum Jónu nú kalla til
Karl var að hausa og hafði
mikið að gera.
— Það er til þess að ég sjái
orma og blóð í fiskinum.
Við stöndum góða stund
hjá henni og virðum fyrir
okkur vinnuna. Við sjáum
enga orma í fiskinum og höf
um orð á þvi.
Hulda var mjög broshýr og
skemmtileg, enda starfið
henni til mestu ánægju.
— Nei, það er ákaflega mis
jafnt hve mikið er af ormum
í fiskinum, þið skuluð spyrja
verkstjórann hver sé ástæð-
an, ég veit það ekki sjálf.
Verkstjórinn i þessari deild,
Þóra Magnúsdóttir, býður
okkur nú að koma með sér
inn í herbergið þar sem er
flakað. Þarna er alt vélflak-
að og ætlar hávaðinn okkur
í fyrstu alveg að æra. Við
venjumst honum þó furðu
fljótt og fylgjumst nú um
stund með því hvernig vélin
á ótrúlegan hátt flakar fisk-
inn. Þetta er okkur óvenjuleg
sjón, því þegar við unnum
í fiski í gamla daga, var allt-
flakað með höndunum.
Þóra segir okkur að þessi
vél sé búin að vera hjá þeim
í 10 ár og hún flaki 24 fiska
á mínútu, eða 48 flök. Svo
hröð er vinnan, að ef vélin
yrði ekki stöðvuð með nokkru
milibili yrði offramleiðsla
sem stendur.
Á útleiðinni verður Bragi
verkstjóri á vegi okkar. 'Hann
segir okkur af þessum 333
tonnum fisks sem Júpiter
hafi komið með að landi um
páskana, yrðu 100 tonn fryst
en hitt færi í skreið.
þar af miklum krafti við hin
fjöibreyttu frystihússtörf. Við
aflangt borð úti í portinu
stóðu konur nokrar og voru
að spyrða. Þar hjá stóðu
nokrir menn, sem voru að
hausa. Við gengum í áttina til
þessa myndarfólks og tókum
það tali.
Við snérum okkur fyrst að
Karli Jónssyni, þar sem hann
var í óða önn að taka haus-
ana af þorskinum. Karl var
hinn hressilegasti í viðmóti,
sagðist hafa unnið í frystihús
um í 3 ár samfleytt og alltaf
hefði gengið eins og bezt
yrði á kosið. Þar sem við
vorum í hrókasamræðum við
Karl, heyrðum við hvar ein
konan við borðið kallaði til
okkur svipað og litlu börnin
á barnaheimilunum gera:
— Taktu mynd af mér og
sendu mér hana ssvo.
Þessi kona var mjög elsku
leg og við sögðum, að það
væri nú alltaf sjálfsagt að
Sænska frystihúsinu, en
koma bara hingað svona, þeg
ar hún hefði ekkert að gera
á hinum staðnum. Huldu á
vinstri hönd stóð kona nokk-
ur, sem við spurðum hæversk
lega að heiti. Hún brást ekki
vel við, því miður, sagði að
enginn fengi að taka af sér
mynd og því síður að vita
hvað hún héti. Við báðum
hana því afsökunar á mis-
tökunum, því ljósmyndarinn
hafði einmitt í þessu verið að
smella af og sennilega væri
hún á meðal frúnna, sem
kæmu á myndinni. Ef hún
óskaði eftir skyldi sú mynd
eki verða birt. En hún brosti
þá hin blíðasta við okkur og
HDPPDRIEltl SíBS
D r e g i 5
á morgun
GHDURnVJUn IVKUR
n hhdegi nnnnnnDRGS