Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967. 21 - VOPNAHLÉ FramíhaM aí bls. 1. Bandaríkjanna hjá SÞ, Art- hur Goldberg, sagði á sunnu- dag, að Bandarikin stæðu fast við hið jákvæða svar við þriggja liða tillögu U Thants frá 14. marz sl., en Indland og stjórn S-Vietnam lýstu sig einnig samþykka tillögum hans í meginatriðum. Við- brögð Hanoi-stjórnarinnar voru hins vegar mjög nei- kvæð og sagði stjórnin þar að Sameinuðu þjóðirnar væru að blanda sér í málefni, sem þeim kæmu ekki við. Greindi Hanoi þar lítt á við Peking, sem kvað tillögu U Thants „falska“, og lýsti að- alritaranum sem „sendisveini árásarstefnu Washington í Vietnam“. í yfirlýsingu Goldbergs á sunudag sagði: „Okkur hefur verið tilkynnt sð yfirlýsing aðalritarans í gær væri hvorki tillaga né beiðni. Við höfum þegar s 5ákvætt svar við síðustu t. gum U Thants frá 14- marz og við það munum við standa“. Aðalmálgagn Hanoi-stjórnar- innar, dagblaðið Nhan Dan, sagði á sunnudag, að „tilraun til að leysa vandamálin í S-Vietnam án þess að taka tillit til Viet Cong væri að leiða hjá sér raunveru- leikann“. Blaðið bætir viðt „Réttlæti — og réttsýn skoð- un heimsins og þeirra, sem í ein- lægni þrá lausn Vietnam-vanda- málsins á grundvélli virðingar fyrir grundvallar þjóðfélagsrétt- indum Vietnama, getur ekki ver- ið sammála tillögum U Thants". f»á endurtók blaðið umraæli Ho Chi Minh, forseta N-Vietnam í svari hans við friðarumleitun- um Johnsons forsieta. Krafðist Ho þess, að Bandaríkin hættu skilyrðislaust loftárásum á N- Vietnam og öllum öðrum hernað- araðgerðum í Vietnam. - JOHAN BORGEN Framhald af bls. 3. sem er eða einmitt þessvegna þá tölum við ekki um veika löngun heldur um allt það í okkur sjálfum og kringum okkur, sem speglar ófriðinn. Athafnasöm friðarást finnur margar leiðir. Þess verð ég oft var í hinum unga skáld- skap Finnlands. Og það eiga Norðurlönd að standa saman um“. HÁSETA vantar strax á m.b. Aðalbjörgu. Uppl. í síma 51851. Heildsalar - heldsalar Ungur maður, sem lokið hefur gagnfræðasprófi, ásamt prófi frá Verzlunarskóla íslands, óskar eftir starfi hjá heildsölufyrirtæki. Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 8. þ.m. merkt: „Reglusamur“. - ISLENSKA Framhald af bls. 1. ekki andvíga aðild Færeyinga að Norðurlandaráði, en þeir ættu þó við önnur vandamál að etja. Per Borten, forsætisráðherra Noregs, sagði, að Norðmenn hefðu samúð með stefnu Færey- inga og að norska ríkisstjórnin mundi taka jákvæða afstöðu til málsins. Hann sagði að afstaða Finna væri einna erfiðust vegna Álandseyja. Tage Erlander for- sætisráðherra Svíþjóðar sagði að finna yrði lausn á þessu máli, en benti á að Norðurlandaráð væri myndað af frjálsum og sjálf- stæðum þjóðum og ef horfið vaeri frá þeirri reglu mundu ýmis vandamál skapast. í ræðu sinni sagði Emil Jóns- son utanrikisróðherra m.a. að danska ríkisstjórnin hefði lagt fram tillögu og lagt áherzlu á að Færeyingar fengju aðild að Norðurlandaráði, og að sam- þykktum þess yrði breytt á þann veg, að löglþingið í Færeyjum fengi tvo fulltrúa í Norðurlanda- ráð og heimastjórn tilnefndi einn fulltrúa. Mál þetta hefði verið rætt á fundi forseta Norður- landaráðs og forsætisráðherr- anna í desember í sendinefndum og að einhverju leyti í ríkis- stjórnum landanna. í ljós hefði feomið, að formlegir erfiðleikar væru á því að taka ákvörðun í þessu máli nú, og huigsanlegt væri að það skapaði fordæmi sem erfitt yrði að komast hjá síðar. Síðan lýsti Emil Jónsson yfir fullum stuðningi íslenzku rikisstjórnarinnar við óskir Fær- eyja u maðild. Hann kvað hins vegar nauðsynlegt að ná svo mikilli einingu um þetta mál og hægt væri oð nauðsynlegt væri vegna framgangs þess. Væri eðli legt að nokkur frestur yrði gef- in til að athuga það. „Við teljum að það hafi ekki úrslitaþýðingu að ganga frá má'linu nú“, sagði Emii Jónsson. „En mikilvægast er að það sé undirbúið svo vel som unnt er“. Jens O. Krag sagði í ræðu sinni að mikill áhugi væri á norrænni samvinnu í Færeyj- um. Færeyingar væru 6. Norður landaþjóðin, sagði Krag og bæru í brjósti ósk um þátttöku í starfi Norðurlandaráðs á jafnræðis- grundvelli. Eftir stríðið hafði orðið ör framþróun í Færeyjum og þar hefði verið byggt upp nútímaþjóðfélag, sem starfaði með svipuðum hætti og hin Norð urlöndin. Færeyjar hafa þörf fyr ir að taka þátt í samvinnu Norð- urlandaráðs og geta haft ýmis- legt jákvætt til málanna að leggja, ekki sízt í sambandi við sjávarútveginn. Danski forsætis- ráðherrann vék síðan að stjórn- arfarslegum forsendum fyrir að- ild Fæneyinga, og benti á að heimastjórnarlög Færeyinga fré 1948 hefðu veitt Færeyingum rétt til að stjórna eigin málum að verulegu lejrti. Harm kvað dönsku ríkisstjórnina hafa lagt öll mál sem fram koma í Norður- landaráði ag varði hagsmuni Fær eyja fyrir heimastjórn Færeyja. í sama tilgangi hefði danska þjóðþingið 1958—1964 og 1966 fcosið einn af tveimur fulltrú- um Færeyja í þjóðþinginu í Norðurlandaráð, en 1965 hefði færeyskur þjóðþingsmaður setið 1 ráðinu sem varamaður. Þessi þáttur í starfi Norðurlandaráðs væri hinsvegar ekki fullnægj- andi fyrir Færeyinga, sem á síð usrtu árum hefðu lagt vaxandi áherzlu á beina aðild að ráðinu, og í apríl 1966 hefði Landsþingið gert samþykkt um beina aðild að Norðurlandaráði og var þá skoðun dönsku stjórnarinnar, að öll Norðurlöndin hlytu að óska etfir því að Færeyjar tækju full- an þátt í norrænu samstarfi og að samþykkfir Norðurlandaráðs væru einnig framkvæmdar í Færeyjum. - VALTUR í SESSI hai og Harbin. Er þetta í fyrsta sinn, sem aðalmálgagn kín- verska kommúnistaflokksins, Dagblað Alþýðunnar, hefur skýrt frá mótmælagöngum gegn forsetanum og öðrum pólitísk- um valdamönnum í Kína. í gærkveldi bárust þær fregn ir, að Chen Yi hafi opinberlega játað, að hann væri innst inni gegn menningarbyltingunni og hefði „ómeðvitað tekið sér stöðu við hlið forsetans.** Ritaði Chen Yi játningu i „Dagblað rauðu varðliðanna**, þar sem hann gagnrýnir sjálfan sig ákaft, og segir m.a., að eiginkona Maós Chiang Ching, hafi fyrst allra komizt á snoðir um innræti sitt. Álitið er að Liu Shao-chi muni segja af sér innan skamms tíma, enda eigi hann einskis annars úrkosta. Dregið í DAS í GÆR var dregið í 12. fl. Happdrættis D.A.S. um 260 vinn- inga og féllu vinningar þannig: Einbýlishús eftir eigin vali fyrir kr. 2.000.000,00 feom á nr. 60658. Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 200.000,00 kom á nr. 20914, Eyrar bakki. Bifreiðir eftir eigin vali fyrir kr. 150,000 : 24869, 3'9357, 57824, 62236. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 50 þús.: 8693. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 26 þús. 11082. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20 þús. 56217 — 60271. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr- kr. 15 þús. 18866 — 23886 — 35818. (Birt án álbyrgðar). Símastúlka óskast til afgreiðslustarfa. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir Sími 33500. EYKUR FRAMLEIKANDI: SÚLÚHÚSGOGN HF. HRINGBRAUT121 SlMl:21832 Framhald af bls. 1. þess, að til sams konar mómæla aðgerða haíi verið efnt í Shang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.