Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967.
Stjóm H.Í.P. Fremri röð frá vinstri: Pálmi Arason, Jón Ágústsson, Guðrún Þórðardóttir, Óð-
bm Rögnvaldsson. Aftari röð: Stefán Ögmundsson, Halldór V. Aðalsteinsson og Pjetur Stefáns-
aon.
Hið ísl. prentara-
félag 70 ára í dag
— er elzta starfandi stéttarfélag landsins
1 DAG eru liðin 70 ár ssíðan
Hið íslenzka prentarafélag var
stofnað, en það er elzta starf-
andi stéttarfélag á landinu.
1 tilefni afmælisins hafði Morg
nnblaðið samband við núverandi
formann félagsins, Jón Ágústs-
son. Sagði Jón, að félagar í
H.f.P. væru nú milli 3 og 4
hundruð frá Reykjavík Akran-
nesi, fsafirði, Siglufirði, Akur-
_ eyri,Neskaupstað, Selfossi og
Hafnarfirði. •
Starf félagsins hafði, sem
starf annarra stéttarfélaga,
mótazt mjög mikið af kjara- og
launabaráttu, en Jón sagði að
félagið hefði þó alla tíð látið
menningar- og félagsmál með-
lima sinna til sín taka. Þannig
hefði t.d. strax á fyrsta starfs-
ári félagsins verið stofnað sjúkra
samlag prentara og starfandi
sjóðir félagsins væru nú 7: Fél-
agsmálasjóður — fasteignasjóð-
ur — framfarasjóður — trygg-
ingarsjóður — lánasjóður og líf
eyrissjóður.
Árið 1942 keypti félagið
Hverfisgötu 21 og er nú
skrifstofa og félagsheimi prent-
ara staðsett þar. Félagsheimilið
* tók þó ekki til starfa fyrr en
1956, en það ár keypti félagið
einnig landssvaeði í Miðdal í
Laugardal og reisti orlofsheim-
ili þar með 4 íbúðum. Sagði
Jón að mikil aðsókn væri að
v orlofsheimilinu. Auk þessa væru
félagsmenn H.Í.P. nú búnir að
reisa 28 sumarbústaði í Miðdal.
Þá hiefur H.Í.P. gefið út tímarit
sitt „Prentarann“ í 44 ár.
Fyrsti formaður H.í.P. var Þor
varður Þorvarðarson, en núver-
andi stjórn skipa Jón Agústs-
sson formaður, Stefán Ögmunds
son ritari, Pétur Stefánsson gjald
keri, Pálmi A. Arason 1. með-
stjórnandi, Halldór V. Aðalsteins
son 2. meðstjðrnandi, Öðinn
'Rögnvaldsson varaformaður og
Guðrún Þórðardóttir formaður
kvennadeildar.
Aðalfundur H.I.P. var haldinn
2. april sl. og voru á honum
tveir prentarar kjörnir heiðurs-
meðlimir, þeir Björn Jónsson og
Þorsteinn Halldórsson.
Á aðalfundinum var ennfrem-
ur kjörið í nefndir og ýmsar
merkar tillögur samþyktar m.a.
var samþykkt heimild til þess .
að félagið festi kaup á einu af
orlofshúsum þeim, sem Alþýðu-
bandalag Norðurlands ætlar að
byggja að Illugastöðum í Fjnóska
dag. Þá var samþykkt að láta
fara fram rannsókn á gjaldþoli
Lífeyrissjóðs prentara í því augna
miði að unnið verði að því að
vinnutími prentara styttist eftir
aldri á sama hátt og starfsmanna
í opinberri þjónustu. Einnig var
samþykkt að leita samvinnu við
Félag íslenzkra prentsmiðjueig-
enda og Iðnskólann í Reykjavik
um að komið verði á námskeið-
um fyrir setjara og prentara,
sem veiti aukna þekkingu í
prentiðn. Ennfremur var sam-
þykkt að auka samstarf við stétt
arbræður í öðrum löndum og
senda fulltrúa á ráðstefnu nor-
- TOK NIÐRI
Framháld af blis. 32.
vogs til þess að sækja beitu-
síld, en hann ætlaði á Græn-
landsmið. Hafði skipið farið í
var inn í Berufjörð og legið þar
vegna hvassviðris. Um sexleyt-
ið í fyrradag ætlaði það svo inn
í höfnina sigldi ekki nógu djúft
og steytti á Ribbunum rétt norð
an við innsiglinguna.
Skipið lá á Ribbunum í um
það bil klukkustund, en losnaði
þá af sjálfsdáðun, enda farið að
falla að. Skemmdir voru ekki
fullkannað í gær, en búist var
við að þær væru ekki stórvægi-
legar, enda enginn leki að skip-
inu.
Samkvæmt uplýsingum frétta
ritara Mbl. á Djúpavogi, Dag-
mar Óskarsdóttur var Ijósbauja
við innsiglinguna alt þar til í
haust, er skip sigldi hana niður.
Stóð síðan í stappi í margar vik-
ur, unz ný bauja fékkst, en hún
er ljóslaus og hefur ekki enn
fengist önnur. Við óhappið í
fyrradag kom þó ljósbauja ekki
til greina, þar eð albjart var.
Talið er að færeyski línuveið
arinn fari aftur til Færeyja þar
sem skemmdirnar verða rannsak
aðar til hlýtar.
Svo sem menn rekur minni
til strönduðu bæði Herðubreið
og Blikur á innsiglingunni til
Djúpavogs í vetur — á sama
skerinu. í þessu tilfelli mun ekki
um sama skerið að ræða.
rænna prentara, sem haldin verð
ur í Danmörku í sumar.
Það kom fram á aðalfundi að
hagur félagsins er góður. Eignir
þess eru bókfærðar á rúmlega
4 milljónir króna, og eru þó
fasteignir félagsins aðeins tald-
í félagsheimilinu að Hverfisgötu
ar á kaupverði.
Stjórn félagsins verður stödd
21 eftir kl. 3 í dag, en félagið
mun síðar halda upp á afmæli
sitt með hófi að Hótel Borg laug-
ardaginn 8. apríl.
- LOFTLEIÐIR
Framhald af bls. 32.
breyttur.
„Ég vil einnig benda á“, sagði
Emil, „að 25% af sætunum eru
nýtt fyrir samgöngur fslands og
Norðurlanda. Ég held ekki að
ferðafjöldinn skapi mikið vanda
mál en hins vegar er verðmun
ur Loftleiða og IATA aðalvanda
málið. Eftir 1964 var verðmun-
urinn að meðaltali um 23% og
það þýðir mili Kaupmannahafn-
ar og New York 1000 d. krónur.
Frá 1. jan. 1064 var verðmunur
lækkaður í 15% án breytingar
til hinss betra í flugvélarkosti,
og frá 1. nóv. 1964 var hann
13% og 15% þegar RR 400 flug
vélar voru teknar í notkun, en
þær flugvélar eru nú notaðar
einungis milli fslands og Banda-
ríkjanna. „Nú er það ósk okk-
ar“, sagði utanríkisráðh., „ að
RR 400 flugvélar verði notaðar
á flugleiðinni til Norðurlanda í
dag er verðmunurinn aðeins 500
danskar krónur eða helmingur
þess sem það var áður og fjöldi
Loftleiða farþega milli Norður-
landa og Bandarikjanna hefur
minnkað um 11,7% 1964 og
5,3% 1965 á sama tíma sem far-
þegafjöldi þar hefur aukist um
25% og 11% á þessari flug-
leið. Hlutpr Loftleiða á þessum
um markaði hefur minnkað úr
15% í 10% en hlutur Dana auk-
izt að sama skapi. Þessi verð-
munur minnkar undir 4% á flug
leiðinni Khöfn — Los Angeles
og á leiðinni milli Seattle eru
verð Loftleiða hærri en verð
þar“. Utánríkisráðh. sagði síðan,
að af hálfu Norðurlandanna
hefði verið á það bent að hinar
nýju vélar Lofleiða byðu upp á
slík þægindi, að verðmunurinn
á þeim og þotunum ætti aðeins
að vera til málamynda. „Islend-
ingar geta ekki falizt á þetta
sjónarmið sagði Emil. „Svo sem
kunnugt eru RR 400 flugvélarn-
ar uphaflega byggðar sem flutn
ingavélar og ég er viss um, að
er ' einhverjir viðstaddra hafa
flogið á 6% tíma í þotu beint
frá Kaupm. til New York og
aftur til baka með Loftleiðum
um New York, Keflavík, Kaup
mannahöfn með RR 400 flug-
vélum mundu þeir finna mik-
inn mun á þægindum, svo að
ekki sé talað um tímasparnað-
inn með þotu og beinu flugi.
Af hálfu íslands hefur verið
lagt til að óhlutdrægir sérfræð-
ingar skuli ákveða verðmuninn
mili Loftleiða og IATA. Eðlilegt
mundi vera að verðmunurinn
yrði 20% en við erum reiðubún
ir til samkomulags um að
minnka það. Ég hef gert mín-
ar athugasemdir við það, að SAS
tapi vegna starfsemi Loftleiða á
Norðurlöndum. Ég held að það
sé fremur fræðilegt en raun-
hæft. Meirihluti Loftleiðafar-
þega muni ekki ferðast með
þotum. Þeir munu koma frá öðr
um þjóðfélagshópum og flestir
þeirra munu annaðhvort fara
með skipi eða yfirleitt ekki fara
til Norðurlanda. Loftleiðir skapa
töluverðar ferðamannatekjur fyr
ir Danmörk, Noreg og Sviþjóð.
Ég vil einnig benda á, að við-
skiptajöfnuður og sérstaklega
greiðslujöfnuður milli fslands
og Norðurlandanna þriggja er Is
landi mjög í óhag. Ég vil bæta
því við að Loftleiðir hafa nú
fengið leyfi til að nota hinar
nýju RR 400 flugvélar á Norð-
urlandaleiðinni um tíma vegna
galla á kælikerfi DC. Ég vona
að þetta sé byrjunin á lausn
vandamálsins og ég vona að með
norrænni samvinnu getum við
fundið lausn á þessu máli. Sam
göngur milli íslands og Norð-
urlanda eru þýðingarmiklar fyr-
ir ísland og vegna legu landsins,
og í stórum dráttum er ekki
hægt að leysa þessi samgöngu-
mál með staðbundnum hætti
heldur verður það að gerast sem
liður í stærri heild. Þess vegna
er þetta afar þýðingarmiil mál
fyrir Islendinga og ég vona að
lausn þess finnist sem fyrst“.
Ingólfur Jónsson
Kópavogur
FULLTRÚARÁÐ Sjiálfstæðis-
félaganna í Kópavogi heldur
fund í Sjálfstæðishúsinu miðviku
daginn 5 april kl. 20.30. Fundar-
efni 1. Kosning fulltrúa á lands-
fund Sjálfstæðisflokkisins. 2.
Ræða Ingólfur Jónsson samgöngu
málaráðherra.
*
Arnessýsla
Sjálfstæðiskvennafélag Árnes-
sýslu heldur fund fimmtudaginn
6. apríl í Tryggvaskála á Selfossi
klukkan 20.30.
Dagiskrá fundarins verður:
1) Framhaldsaðalfundur, Stein
þói Gestsson, flytur árvarp, Frú
Goirþrúður Benhöft, flytur ræðu,
Óskar Magnússon flytur erindi
og sýnir litmyndir úr Ameríku-
ferð.
- GRIKKLAND
Framhald af bls. 2.
Kanellopuolos stjórnarmyndun.
Sagði Papandreou að konungur
hefð misnotað vald sitt stórlega
og að hann væri nú í raun og
veru orðinn foringi Róttækra
Þjóðarflokksins. Kallaði Pap-
andreou aðgerðir konungs
hneyksli.
Stjórnin, talið frá vinstri Jón Böðvarsson varaformaður, Lýður
son formaður, Guðmundur Hans ' en gjaldkeri og Gestur Magnús
Björnsson ritari, Erlendur Jóns-
son skjalavörður.
Félog háskólaoienntaðra kennara
FYRIR röskum tveim árum var
stofnað hér í Reykjavík Félag
háskólamenntaðra kennara, en
það er — eins og nafnið bendir
til — stéttarfélag háskólamennt-
aðra kennara í framhaldsskólum
landsins.
Félagið gerðist strax aðili að
Bandalagi háskólamanna og vinn
ur nú að öflun samningsréttar
ásamt öðrum aðildarfélögum
Bandalaesins.
Félagið beitir sér einnig fyrir
því, að sett verði ný lög um
menntun og réttindi bóknáms-
kennara í framhaldsskólum, þar
eð núgildandi lög um þau efni
eru næsta óljós og ruglingsleg.
Þá hefur félagið mikinn áhuga
á, að haldið verði í sumar nám-
skeið í uppeldisfræðum fyrir þá
háskólamenntaða kennara, sem
ekki skortir aðra menntun til
fullra starfsréttinda en uppeldis-
fræðina.
Félag háskólamenntaðra kenn-
ara hefur verið heimilislaust þar
til fyrir skömmu, að það eignað-
ist aðsetur að Brautarholti 20,
en þar eru til húsa nokkur að-
ildarfélög BHM, auk Bandalags-
ins sjálfs. Meðfylgjandi mynd
var tekin á fyrsta fundinum,
sem stjórn félagsins hélt á þeim
stað.