Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967. 11 ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR ÚM: KVIKMYNDIR TÓNABÍÍ A9 kála konu sinni. (How to Murdur your wife). FORVININ er, ásamt ágirnd og ást, eitt af sterkustu öflum í mannlífinu og það er varla hægt annað en að verða forvitinn, þeg- ar maður sér- nafn eins og þessi kvikmynd hefur. Myndin fjallar um mann, sem teiknar mýndasögur (Jack Lemm on). Aðalpersónan í myndasög- unni er leynilögreglumaður, sem lendir í ótrúlegustu ævintýrum. Teiknarinn hefur þann óvenju- lega hátt á að hann tekur ekk- ert það atvik í myndasöguna, sem hann ekki hefur Ieikið áður, með öllum nauðsynlegum sögu- persónum. Þjónn hans (Terry Thomas) tekur svo myndir af öllu saman. Maðurinn er ríkur, einhleypur og hamingjusamur. En svo skella ósköpin yfir. í drykkjusam- kvæmi, vegna væntanlegrar gift- ingar vinar síns, hittir hann stúlku og giftist henni í ölæði (Virna Lisi). Hún reyndist vera ítölsk og tala enga ensku. Þjónninn yfirgefur hann og stúlkan fer að sjá um eldamennskuna, með þeim ár- angri að hann byrjar að safna ístru, sér til mikillar skelfingar. Og svo byrjar hann að leggja á ráðin um að losna við hana, með drengilegri hvatningu frá þjónin- um, sem hann hittir gjarnan á bar í nágrenninu. Verður úr því mjög flókið máL Jack Lemmon er skemmtilegur gamanleikari og einn af fáum mönnum, sem lag hefur á „slapstick humor", sem nokkuð er af í þessari mynd. Hann er persónugervingur hins ábyrgðar- lausa stráks, sem býr innra með jafnvel stilltustu karlmönnum, alltaf ungur, án tillits til aldurs. Terry Thomas er mjög ólík- ur leikari. Fólk hér setur lát- bragð hans og talsmáta mjög £ samband við það að hann er Breti, sem er að nokkru leyti réttmætt, en ekki er ég viss um að Bretar myndu fallast á að hann sé dæmigerður. Þriðja aðalhlutverk leikur Virna Lisi. Þetta mun vera önnur kvikmyndin sem hún leikur í, sem sýnd er hér. Ekki hefur hún áberandi hæfileika til að leika, en það bjargar miklu að hún er aldeilis óvenjulega falleg, svo falleg að hún getur varla verið raunveruleg. En hver er að leita að raunveruleikanum á svona mynd? Mynd þessi er skemmtileg og oft mjög fyndin. I blaðaskrifum um kvikmyndir undanfarnar vik- ur, héldu menn því fram að það væri skylda gagnrýnenda að hafna öllum þeim kvikmyndum, sem ekki hefðu listrænt gildi. Ekki er mér kunnugt um neinn öruggan mælikvarða á listrænt gildi, fremur en önnur hugtök. Þó tel ég víst að lista-gildis- mennirnir hér á landi myndu ekki telja þessa mynd réttu megin. Yfirleitt eru þeir óþarf- lega tjóðraðir við Renoir, Bunuel, Bergman, Antonioni og slíka. og missa því oft af ágætum kvik- myndum, sem ekki hafa rétt nöfn í leikskránni. Sérstaklega á þetta við um gamanmyndir, sem þurfa RAGNAR JÓNSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla. hæstaréttarlögmaður. Rverfisgata 14. — Sími 17752. HÁKON H. KRISTJÓNSSON lögfræðingur Þingholtsstræti 3 Sími 13806 kL 4,30—6 flúseigenðafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. helzt að vera eftir Shakespeare gamanleikjum, ef þær eiga að teljast með. Það athuga fáir núna, að fyrstu kvikmyndirnar voru nær allar gamanmyndir og frá byrj- un byggðist kvikmyndaiðnaður á þvl, að veita áhorfendum skemmtun og framleiðendum hagnað. Létt skemmtiefni hefur einn stóran kost, hvort sem það er kvikmynd, sjónvarpsþáttur eða létt bók, það léttir um stundar- sakir af herðum manna byrðum raunveruleikans og er því hvíld. Það er þörf á þessari hvíld og hún er sálarlífinu gagnleg. Vel gerðar gamanmyndir gera lífið svolítið léttara, þó að þær kenni ekki neitt og flytji engan boð- skap. Leðurjakkar tilvalin fermingargjöf. Verð aðeins kr. 2.338.— Telpna- og unglingastærðir. U bOidír* Laugavegi 31. Málverkamarkaður Málverkasalan að Týsgötu 3 hefur opnað málverkamarkað með um eitt hundrað málverkum. Hann mun verða opinn í hálfan mánuð, frá kl. 1—6 virka daga. Mikill afsláttur. Reykvíkingar og nærsveitafólk mætti gjarnan bera saman ummæli Þorvaldar Skúlasonar listmálara í Morgunblaðinu 16. marz síðastliðinn. Komið og gerið góð kaup. MÁLVERKASALAN, sími 17602. Eladióver sf. Skólavörðustíg 8. — Sími 18525. Kaupið úrin hjá úrsmið — Örugg viðgerðaþjónusta P9ERPOIMT fermingaúr Nýjustu model. Dömuúr: Vatnsþétt, högg- varin skrautglas. Herraúr: Vatnsþétt, högg- varin, dagatal. Sendi í póstkröfu. Kaupið úrin hjá úrsmið. Örugg viðgerðaþjónusta. MAGNÚS E. BALDVINSSON, úrsmiður Laugavegi 12 og Hafnargötu 49, Keflavík. Postulínsveggflísar Enskar postulínsveggflísar. Stærð 7V,>xl5 og 15x15 cm. — Gott verð. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262. 1 Tilboð óskast í blikksmíði 6 fjölbýlishúsa framkvæmdanefndar byggingaráætlunar í Breiðholtsverfi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora frá þriðjudeginum 4. apríl 1967 gegn kr. 1000.00 skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 SÓLÖ-húsgögn auglýsir SELJUM NÆSTU DAGA FRÁ VERKSTÆÐI VORU LÍTIÐ SEM EKKERT GÖLLUÐ Stálhúsgögn í eldhús og kaffistofur Á MJÖG HAGSTÆÐ VERÐI. NOTIÐ ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI. SÓI.Ó-HÚSGÖGN HRINGBRAUT 121 — SÍMI 21832. /mm % sliS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.