Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara en nakkurt annað íslenzkt blað Lang stœrsta og fjölbreyttasta blað landsins ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967 Loftleiðir fái 3 ferð- ir á viku til Norður- landa með RR 400 — sagði utanríkisráðherra á fundi Norðurlandaráðs Frá fréttamanni Mbl. í Helsingfors: I RÆÐU sinni á fundi Norður- landaráðs í gær ræddi Emil Jóns son utanr.r. lendingarrétt Loft- leiða á Norðurlöndum. Hann ssagði að embættismenn og sam göngumálaráðherra hefði án ár- angurs rætt um óskir íslenzkra yfirvalda um að Loftleiðir fengju að nota hina nýju RR 400 flugvél sína á flugleiðinni mili Norðurlanda og Bandaríkj- anna. „Óskir fsiands eru þær“, sagði utanríkisráðh., „að Loft- leiðir fái 3 vikulegar ferðir til Norðurlanda allt um árið um kr- ing með RR 400 flugvélum þannig Lyfjafræðingar boða verkfall LYFJAFRÆÐINGAR hafa boðað verkfall frá og með kl. 09.00 mánudaginn 10. apríl. Munu þeir vinna aðfaranótt mánudagsins, svo sem venja er. Lyfjafræðingar boðuðu verk- fall fyrir um það bil mánuði, en sættust á að bíða átekta á meðan málið væri í rannsókn í ráðu- neyti. Nú hafa þeir hins vegar ákveðið að til verkfalls komi á fyrrnefn-dum tíma, hafi samning- ar ekki tekizt áður. að yfir vetrartíma yrði farþega- fjöldinn takmarkaður eftir nán- ára samkomulagi t.d. um þriðj- ung. Þetta þýðir sætaaukningu um 43% og farþegafjöldinn hef- ur aukist á flugleiðinni norður um Bandaríkin frá 1960 til ’66 en á sama tíma hefur sætafjöldi og fjöldi ferða orðið að vera ó- Framhald á bls. 12. Matthías tckur á nióti stóra vinningnum úr hendi Baldvins Jónssonar. Efinn og glcðin skipt- ast á sessi í huga þessa heppna unga manns. ISv. Þorm., ljósm Mbl tók myndina). .Þetta gerir mér kleift að halda áfram námí' i— segir Matthías Sœvar Steingrímsson, sem í gœr varð tveim milljón krónum ríkari „ÉG hef nú alltaf haldið, að það myndi líða yfir mann, þeg ar maður fengi stóra vinning- inn,“ sagði Fjóla Sigurðardótt ir, móðir Matthíasar Sævars Steingrímssonar, sem í gær fékk tilkynningu frá Happ- drætti D.A.S. um, að hann hefði unnið hús að eigin vali fyrir 2 milljónir. Það var um kl. 6.30 í gær- dag, sem það var Ijóst, að Matthías Sævar hafði unnið 2 milljónir, og fóru þá strax Baldvin Jónsson, forstjóri D.A.S., og Pétur Sigurðsson, alþingismaður, formaður stjórnar D.A.S., á vettvang að Melabraut 6, Seltjarnar- nesi, þar sem þessi lukkunnar pamfíll átti heima. Við fylgdumst með fyrir ein skæra tilviljun og velvilja Baldvins, blaðamaður og ljós myndari Mbl. og urðum vitni að þeim atburði, þegar ungur piltur varð sér þess vísari, að hann væri ekki aðeins orðinn milljónamæringur, heldur of- an í kaupið tveggja milljóna- mærmgur. Fyrst var eins og kæmi hik á alla. Baldvin spurði, hvort hér væri ekki Matthías Sævar til húsa, sem ætti miða nr. 60658 í happdrætti D.A.S.? Þau vissu ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Hvað var eigin- lega að gerast? Jú, Matthías var heima, og hann hafði endurnýjað þenn- an miða, og þá tilkynnti Bald- vin honum, að hann hefði unnið hús að eigin vali fyrir 2 milljónir. Það var þögn uim stund. Það var eins og efasemdirn- Kapprœðufundur Heimdallar og F.U.J. „Þjóönýting, opinber rekstur og verðgæzla" Innstæðufé Iðnaðar- bankans 536 milljónir Hefst kl. 8.30 e.h. í Sigtúni húsið opnað kl. 8 AÐALFUNDUR Iðnaðarbankans hf. var haldinn í veitingahúsinu Lídó síðastliðinn laugardag. — Meðal fundargesta voru Jóhann Hafstein Iðnaðarmálaráðherra og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Sveinn B. Valfells, formaður bankaráðs flutti skýrslu um starfsemi bankans á síðastliðnu Birgir Hörður f KVÖLD verða háðar kapp- ræður milli Heimdallar F.U.S. og Félags ungra jafnaðar- manna um efnið: „Þjóðnýting, opinber rekstur og verð- gæzla“. Fer fundurinn fram í Sigtúni við Austurvöll og hefst kl. 8.30 e.h. — en húsið verður opnað kl. 8. Ræðumenn úr hópi Heim- dallar verða þeir Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfulltrúi, Hörður Einarsson, héraðs- dómslögmaður, og Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur, en af hálfu F.U.J. tala Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræð- ingur, Eyjólfur Sigurðsson, Sigfinnur Kristján prentari og Kristján Þor- geirsson, bifreiðastjóri. — Fundarstjórar verða Kristján Kristjánsson, trésmiður, frá Heimdaili, og Óttar Yngva- son. lögfræðingur, frá F.U.J. Kappræðurnar skiptast í fjór r umferðir, 20 mín., 10 mín., 15 min. og loks 10 mín, þannig að hvort félag hefur alls 55 mínútur til umráða Ekki leikur vafi á, að marga muni fýsa að fylgjast með umræðum þessum, enda bend- ir allt til þess. að þær muni verða hinar fjörugustu. Eru þeir, sem fundinn ætla að sækja hvattir til að mæta stundvíslega. Fimm innbroi um lielgina FIMM innbrot voru framin hér í borg um eða fyrir helgina sl. Aðfaranótt föstudagsins var brotizt inn í radíótæknideild landsímans, og var stolið þaðan litlum peningaskáp með um 9-10 þús. krónum í. Tveimur nóttum síðar var svo brotizt inn í Alli- ance að Tryggvagötu 4 og fleiri fyrirtæki í því húsi. Frá Alliance var stolið peningaskáp ásamt fleira smádóti, en engir veru- legir fjármunir munu hafa horf ið. Lögreglan handtók tvo menn í gær, sem játað hafa á sig þessa þjófnaði. Ennfremur var aðfararnótt sunnudags brotizt inn í Kennara skólann nýja, Blaðaturninn í Eymundssonarhúsinu og geymslu skúr bak við Vöruflutningamið- stöðina, en ekki mun horfið neitt að ráði. Ekkert þessara innbrota er enn upplýst. ári, Bragi Hannesson bankastjóri las upp reikninga bankans og Pétur Sæmundsen bankastjóri, skýrði reikninga iðnlánasjóðs. Heildarinnstæðufé bankans nemur 536 milljónum króna og ar byggju um sig í huga þessa unga manns, en svo var allt í einu Ijóst, að hann hafði átt- að sig á aðstæðum, og hélt öruggur inn til glæstrar fram- tíðar. Við urðum vitni að geysi- Xegum fögnuði allrar fjölskyld unnar, og það var ekki að furða, þegar við heyrðum hvernig svona vinningar geta virkilega komið á réttan stað, og valdið á einu andartaki gerbyltingu á lífshlaupi einn- ar fjölskyldu. Því skyldu all- ir samgleðjast svo skemmtileg um endalokum stóra vinnings ins í happdrætti D.A.S. Framhald á bls. 2. varð innlánsaukning 30% á árinu en aukning útlána var tæplega 25%. Staða Iðnaðarbankans gagn vart Seðlabankanum var góð á árinu og nam bundið fé í Seðla- bankanum 96 milljónum króna um áramótin. Heildarútlán Iðn- lánasjóðs eru 194,4 milljónir kr. en eigið fé sjóðsins er 102,6 milljónir króna. Bankaráð Iðn- aðarbankans var endurkjörið og skipa það þessir menn: Sveinn B. Valfells, Sveinn Guðmunds- son, Vigfús Sigurðsson, Einar Gíslason og Guðmundur R. Odds- son. 250 hlutahafar sóttu fundinn. Enn tekur skip niðri á Djúpavogi FÆREYSKI línuveiðarinn Col- | umbus tók niðri rétt norðan við j innsiglinguna til Djúpavogs um kl. 18 í fyrradag. Sat skipið, sem er 280 lestir, á rifi, sem kall-1 að er Ribbur í um það bil klukkustund, en þá losnaði það sökum þess að fallið var að. Columbus var á leið til Djúpa Framhald á bls. 12. Brezkir togarasjómenn með ólæti á Seyðisfirði Seyðisfirði, 3. apríl. HÉK kom skömmu eftir eitt í nótt brezki togarinn Grimsby Town, með miklum gauragangi. Klukkan að ganga 3 vöknuðu Seyðfirðingar flestir, við hávært og langdregið skipsflaut og skömmu síðar var hringt til lög- reglunnar Henni var tilkynnt að brotin hefði verið rúða í bygg ingavöruverzlun Hjalta Nielsrn Klukkan hálfátta í morgun sá .ögregluþjónn staðarins einn skipverja af togaranum ganga inn í kirkjuna en sá mun ekkert hafa gert af sér þar. í kvöld skar einn af skipverjum togarans, vél bátinn Vingþór frá bryggju og félagar hans réðust á bíl lög- regluþjónsins og skemmdu hann nokkuð. Nú hafa verið fengnir nokkrir menn lögreglunni til að- stoðar, til að halda þessum óþjóðalýð í skefjum. Að undan- förmi hafa nokkrir togarar kom- ið til Seyðisfjarðar og venjulega verið einhver vandræði með áhafnirnar. — Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.