Morgunblaðið - 04.04.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1967.
Kári B. Helgason sakar
horgarfógeta um afglöp
f! HBRRA ritstjóri.
Vegna fréttar í blaði yðar 1.
apríl sl. um uppboð það er halda
átti að Njálsgötu 49, óska ég eft-
ir að taka eftirfarandi fram.
Uppboð það sem haldið var á
eignarhluta mínum í Njálsgötu
49, föstudaginn 31. marz kl. 2,
byrjaði þannig:
Fógeti kom nokkrum minút-
trm fyrir tímann ásamt öðrum
fógeta og starfsmönnum embætt
isins, og sá ég þá strax, að fógeci
var mikið undir áhirfum áfengis.
Fógeti gekk til mín, ávarpaði
mig og sagði, „að nú ætti að
ganga enn betur að mér en áð-
ur, því nú skyldi húsið fara“.
Ég sagði við fógeta: — Það er
hart að sjiá upp á þær aðfarir,
sem þú hefur beitt mig og bú
mitt í þínum embættisstörfum,
og ég get engum vörnum við
feomið. Þú neyddir mig í nóvem-
ber-mánuði 1965 til að lýsa yfir
gjaldþroti Almennu bifreiðaie'g-
unnar h.f. með því að he'-miia
bifreiðaumboði hér í bæn í.n að
taka út 15. nóvember 1965
500.000.00 kr. af opinberri skrif-
stofu hér í bænum og fastsetja
hundruð þúsunda króna, sem ég
átti sjálfur í vændtum að fá og
notast áttu til að bjarga mínum
lausaskuldum, og í dese nber-
mánuði sama árs þegar ég kom
til landsins eftir dvöl mi la i
Ohicago, en þar hafði ég verið
með sjúkan dreng minn til lækn
inga, varst þú, fógeti, búina að
umturna öllum fjárhag mínum.
Þú neitaðir mér öllum fresti á
uppboði á þeim bifreiðum sem
Almenna bifreiðaleigan átti,
selja um 40 bifreiðir fyrir brot
af því verði sem hægt var að íá
fyrir þær á frjálsum markaði, og
ráðast að fjiánhag mínum og tæta
allan í sundur, án þess að ég
gæti nokkurri vörn við komið.
Fógeti svaraði með þessum
orðum: „Hvers vegna á maður
að hafa mannlegar tilfinning-
ar?“ Þetta voru hans eigin orð.
Ég gekk þá frá honum.
Þar rétt á eftir settti fógeti
uppboðið. Bftir að fögeti var bú-
inn að tala smá stund, gekk ég
til Unnsteins Beck sem er full-
trúi yfirborgarfógeta, og bað
hann um að tala við mig og var
það ætlun mín að ganga með
honum afsíðis í verzlunarpláss-
inu sem uppboðið var haldið í
og fá hann til að stöðVa yfir-
boigarfógetann í þvi embættis-
verki sem hann var byrjaður að
vinna, sökum þess að yfirborg-
arfógeti væri mjög undir áhrif-
um áfengis. Unnsteinn Beck svar
aði mér engu, stóð fastur í sín-
um sporum og tók ég því það
til ráðs, að ég gekk að fógeta
og krafðist þess að hann hætti
uppboðinu á þeim forsendum, að
hann væri ekki til þess hæfur
vegna ölvunar. Fógeti neitaði og
hélt áfram. Gekk ég þá á dyr
og læsti útidyraihurðinniá verzl
unarplássi því, sem uppboðið
var haldið í, og króaði ég þannig
yfirborgarfógeta ásamt öðrum
fógeta, nokkrum starfsmönnum
fógeta embættisins og nokkrum
öðrum, sem þarna voru viðstadd
ir.
Fór ég síðan á efri hæð húss-
ins í sítna og hringdi á lögregl-
una, náði sambandi við Axel
Kvaran yfirlögregluþjón, og ósk
aði eftir því, að lögregla yrði
strax send á staðinn, fógeti tek-
inn og farið með hann til blóð-
rannsóknar, Axel Kvaran sagði,
að hann skyldi senda lögreglu á
staðinn, en hann gæti ekki far;ð
með yfirborgarfógetann til blóð-
rannsóknar, nema leyfi sinna yf
irmanna væri fengið fyrir því.
Axel tjáði mér, að það væri
bétra fyrir mig að ná tali af
Bjarka Elíassyni og tjá honum
vandræði mín. Ég reyndi árang-
urslaust að ná tali af Bjarka í
þeim síma sem mér var gefinn
upp, en síminn var alltaf á taii.
Þegar hér var feomið, var kom-
ið til mín og mér tjáð, að búið
væri að reisa upp stiga að norð-
anverðu við húsið og einhver
maður hefði farið niður stiganr..
Datt mér þá í hug að verið væri
að reyna að koma yfirborgat-
fógetanum undan. Fór ég þá frá
símanum og út á götuna artur,
en þegar ég feorn út úr húsinu
kom þar að starfsmaður embætt
isins, Ingólfur að nafni, með
reiddan hnefa og krafðist af mér
tafarlaust að ég afhenti lykilinn,
svo hægt væri að hleypa fógeta
út. Kom þarna til orðaskipta
milli okkar, og sýndi hann s’g
líklegan til að ráðast að mér, en
í því feom lögregluþjónn á vett-
vang og var gengið á milii okk-
ar.
Ég tjáði lögregluþjóninum, a?
flógeti hefði sett uppboðsrétt og
væri lokaður inni og ég skyldi
hleypa honum út, ef tryggt væri
að farið væri með hann til blóð-
rannsóknar, svo að ég gæti sann
að mitt mál um að hann væri
ölvaður.
Lögregluþjónarnir vildu ekki
lofa því, en komu með mér upp
á aðra hæð hússins, og þar var
síminn í gangi milli mín annars
vegar og lögreglustöðlvarinnar,
því nú var mér tjáð, að lögreglu
stjóri gæti ekki gefið þá fyrir-
skipun, að færa fógeta til blóð-
rannsóknar, nema fyrir lægi úr-
skurður Baldurs Möllers ráðu-
neytisstjóra um það, að það yrði
gert. Lögregluþjónarnir fóru nú
fram á það, að ég aflhenti lykil-
inn svo hægt væri að opna fyrir
flógeta, en ég neitaði og var stað-
ráðinn í því að fá að tala við
ráðuneytisstjóra eða ráðherra áð
ur.
Að lokum tókst svo vel til, að
ég náði sambandi við Baldur
Mölller ráðuneytisstjóra og tjáði
honum vandræði mín. Fór ég
fram á það við hann að leyfi
fengist til að farið yrði með yfir-
borgarfógetann til blóðrannsókn
ar. En því miður endaði þetta
samtal mitt við ráðuneytisstjóra
öðruvísi en ég bjóst við, og varð
ég fyrir vonbrigðum. Nú vissi ég
ekki hvað ég átti að gera. Mér
fannst eins og allar útgöngudyr
Framhald á bls. 24
Myndina tók Skúli Sigurðsson, er Eiríkur var í þann veginn að lenda í nánd við Loft
leiðahótelið.
Fallhlífarstökk yfir Reykjavík
í VEÐURBLIÐUNNl í gær
brá Eiríkur Kristinsson —
fyrsti og eini íslendingurinn,
sem hlotið hefur kennararétt
indi í fallhlífarstökki — sér
í Cessnu 172, sem Sigurður
Thorsteinsson, flugumferðar-
stjóri, flaug, og varpaði sér
út í fallhlíf yfir Reykjavík-
urflugvelli, fyrstur íslend-
inga til að fremja þá dáð þar,
en á flugdeginum í fyrra
varpaði Bandarikjamaður sér
út í fallhlíf yfir flugvellinum.
Eiríkur stökk í 6000 fetum og
ætlaði að lenda í nánd við
flugstöðvarbyggingu F.Í., en
kom niður standandi norðan
vert við Loftleiðahótelið.
Þetta er 89. falllhlífarstökk
Eirifes og hið fimmtánda hér
á landi. Eiríkur nam falllhlíf-
arstökk í Orange í MSssa-
ohusetts í Bandaríkjunum
með það fyrir augum að
kenna það hérlendis.
í viðtali við blaðið í gær
sagði Eiríkur, að hann hefði,
frá því hann kom frá Banda-
ríkjunum, kennt og þjálfað
hóp Flugbjörgunarsveitar-
manna í fallhlífarstökki.
Fram að þessu hefur kennsl-
an farið fram á jörðu niðri,
en næstu daga mun hópurinn
læra stökkið sjálflt og fer sú
kennsla fram yfir Sandskeii-
inu.
Varðandi stökkið yfir
Reykjavíkurflugvelli sagði
Eirítour, að veður hefði verið
mjög ákjósanlegt. Hann
tovaðst ekkert 'hafa óttazt að
tooma niður á þak Lof-.leiða-
hótelsins, þar eð unnt er að
stýra fallhlífinni í hægum
vindi.
Um Flugbjörgunarsveitar-
mennina, sem Eiríkur hefur
til þjálfunar sagði ha-nn, að
þeir væru duglegir og nám-
fúsir, og víst er um það að
fallhlífarstökk getur orðið
veigamikill þáttur í björgun-
arstarfi sveitarinnar í fram-
tíðinni.
Þess má geta, að fyrstur
manna til að stökfcva í fall-
hlíí á íslandi varð Agnar
Kofoed Hansen, flugmála-
stjóri.
Góðan daginn, krakkar!
É lenti í Ijótu klandri þarna
á sunnudaginn. Þið munið lík
lega eftir þessu með klemm-
una? Ég vil nú helzt gleyma
því; þá er nú eitt'hvað skárra
að rifja upp það, sem við
Rannveig sungum.
Ég byrjaði á því að kyrja
brag um sjálfan mig eftir sjálf
an mig:
Hann krummi er kátur og
vitur,
og kann lítoa fádæma margt.
Hann er fimur og fallega
lipur.
— Mér fer alltaf vel svona
svart.
Hann situr í samkvæmiskilæð-
um
og syngur af prýði og list.
Svo heldur ’ann helling af
ræðum
og hamast í framsóknarvist.
í sjónvarpið syngur hann
kvæði,
sem eru nú hreint ekkert rugl.
Já, krummi í orði og æði
er afburða vandaður fugl.
Hún Ranveig mín varð nú
ekkert hrifin af þessu yrkis-
efni mínu, og næstu vísu sung
um við saman fýfir krakkana
á Stokkseyri:
Allir krakkar, allir krakkar,
eru í skessuleik.
Má ég ek'ki, mamma,
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.
Svo lenti ég í því að fara
með Stebbi stóð á ströndu:
Stebbi stóð á ströndu,
var að troða strý;
strý varð ekki troðið
nema Sbebbi træði strý.
Eintreður Stebbi strý,
tví treður Stebbi strý,
þrítreður Stebbi strý,
og svo áfram, þangað til þið
ruglizt, eða þurfið að draga
andann.
Fuglinn í fjörunni þekkið
þið vel:
Fuglinn í fjörunni,
hann heitir Már,
silkibleik er húfan hans
og gult undir hár.
Fuglinn í fjörunni,
hann er bróðir þinn,
ekki get ég stigið við þig
stuttfótur minn.
Við Rannveig sungum að
lokum vísur um hana Karól-
ínu frænku mína, mikla merk-
iskrummakonu.
Hún Karólína frænka mín var toát og bjó í fjalli,
og krummastelpa engin fannst, sem væri henni lík.
— Ástæðan til þess, að ég hér að þessu spjalli,
er aðaLlega ferðin hennar suð’rí Reykjavík.
Hún flaug af stað um morgun, í feykilegu roki,
já, fimm var klukkan einmitt, — og þetta er alveg satt.
Og festur var um háls á ’enni flauelsöskupoki
með fjórtán varafjöðrum, — og þar geymdi hún líka hatt
Mót storminum hún baksaði, og stóð sig hreint með sóma.
í Stykkishólmi hvíld ’ún sig loks ofurlitla stund.
Hjá bónda efst i Kjósinni var boðið upp á rjóma,
og blessunin hún Karólína var nú hress í lund.
Svo flaug hún yfir sundin með fimum vængjaslætti,
og framundan þá sá ’ún alla Reykjavíkurborg.
Hún sveimaði yfir höfnina, en seinast flugi hætti,
og settist inn í strætisvagn, er stóð við Lækjartorg.'
Þar lét ’ún hatt á kollinn og Iagaði sig alla,
og laumaði í hvelli tveimur fjöðrum í sitt stéL
En viti menn; er Karólina var þetta að bral'la,
þá vatt sér þar inn bílstjórinn og ræsti sína véL
Karólína fór þá loksins kjarkinn sinn að missa,
því kynjamikill undirgangur heyrðist bílnum í.
Hún flaug svo út úr vagninum í fáti, hrædd og hissa,
og flýtti sér að komast upp í loftin blá á ný.
Já, aldrei mun hún Karólína upp í strætó læðast,
ellegar í farartæki manna yfirleitt.
Og ef þeir vilja, krummarnir, um ökuþóra fræðast,
er af og frá að Karólína segi um það neitt.
Þetta var orðinn heilmikill
söngur, og við vorum orðin
hálf þreytt. En þið setjizt við,
setjið saman vísur handa okk-
ur, sendið þær, — og hver veit
nema þið heyrið svo kveð-
skapinn ykkar einhvern tíma
á næstunni.
Með beztu kveðjum.
Krummi.
Nýlenduvöniverzlun
í fullum gangi til sölu. Húsnæði getur fylgt.
Nánari upplýsingar gefur
Málflutningsskrlfstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Aðalstræti 6, III. hæð. Símar: 12002, 13202, 13602.