Morgunblaðið - 20.04.1967, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967.
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstj órar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
í lausasölu kr.
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Simi 22480. J
7.00 eintakið. 5
á mánuði innanlands. )
LÁGKÚRULEG FRAM-
KOMA ÞINGMANNS
CJamkomulagið innan Fram-
sóknarflofeksins hefur
löngum verið grátt. Síðasta
dæmið um það er, þegar
Framsóknarmálgagnið vekur
sérstaka athygli á hinum
l'ágkúrulegu ummælum Jóns
Skaftasonar um Ólaf Thors.
í ræðu, sem Jón Skaftason
flutti hinn 21. des. 1964, þeg-
ar Ólafur Thors lá veikur í
heimahúsum og hafði ekki
setið þingfundi um tveggja
mánaða skeið sökum sjúk-
leika, sagði þessi Framsókn-
arþingmaður: „Hann viður-
kenndi ósigur sinn í verki og
sagði af sér stjórnarforustu,
er verðbólguglíman var töp-
uð og stjórnin stóð uppi ráða
laus og gat ekki komið fram
löggjöf á þingi, sem hún hafði
bundið heiður sinn við að
£ramkvæma.“
í þessum fáu orðum eru
margföld ósannindi. Ólafur
Thors sagði efeki af sér af
þeirri ástæðu, sem þessi
Framsóknarþingmaður full-
yrðir í þessum orðum, og
verðstöðvunarfrumv. ríkis-
stjórnarinnar var efcki stöðv-
að vegna þess, að rí'kisstjórn-
in gæti ekki komið því fram,
heldur af þeim ástæðum, sem
Ólafur Thors tilgreindi í
ræðu hinn 9. nóv. 1963.
í ræðu þessari sagði Ólaf-
ur Thors: „í gærkvöldi og í
dag hafa farið fram viðræð-
ur mil'li ýmissa forustu-
manna launþegasamtaka og
rfkisstjórnar. Hafa þeir tjáð
ríkisstjórninni, að þeir muni
beita sér fyrir því að verk-
föllum þeim, sem nú standa
yfir og þeim, sem boðuð hafa
verið, verði frestað og að ekki
verði stofnað til nýrra verk-
falía a.m.k. fram til 10. des.
n.k., enda verði frv. um
launamál o. ffl. ekki afgreitt
meðan svo stendur. Þar sem
það var megin tilgangur
þessa frv. að fá ráðrúm til
undirbúnings efnahagsað-
gerða og ti'l viðræðna um
kjaramálin, telur rfkisstjórn-
in að svo vöxnu máli ekki
rétt að ljúka nú endanlegri
afgreiðslu frv. og leggur til,
að atkvæðagreiðslu við þessa
síðustu umræðu málsins á
Alþingi verði frestað.“
Eðvarð Sigurðsson var
upphafsmaður að því sam-
komulagi, sem Ólafur Thors
vitnaði til í þessari ræðu og
sömdu hann og Björn Jóns-
son við ríkisstjó.rnina um
mál þetta hinn 8. nóv.
Þegar Ólafur Thors fflutti
ræðu sína 9. nóv 1963, sem
varð síðasta ræða hans í
stjórnarsessi, duldist engum,
sem á hann hlýddu, að kraft-
ar hans voru á brotum sem
og glögglega kom fram í svo-
hijóðandi tilkynningu er
Ólafur Thors sendi frá sér
12. nóv. 1963, en þar.sagði:
„Læknar mínir hafa tjáð
mér, að mér sé nauðsynlegt
að taka mér algera hvíld frá
störfum í nokkra mánuði. Ég
get því efeki unnið að lausn
hinan ýmsu vandamála sem
framundan bíða. Haustið
1961 stóð svipað á fyrir mér.
Tók ég mér þá hvíld frá
störfum í þrjá mánuði. Ég
tel ekfci rétt að hafa sama
hátt á nú og hef því ákveð-
ið að biðjast lausnar frá em-
bætti mínu.“
Af þessu bréfi Ólafs Thors
má ljóst vera hverjar ástæð-
ur lágu til þess, að hann
baðst lausnar frá embætti
sínu og þótt öllum væri þetta
ljóst, efcki sízt alþingismönn-
um, tekur Jón Skaftason sér
fyrir hendur að búa til algjör
lega ósannar staðhæfingar
um ástæðurnar fyrir lausnar-
beiðni Ólafs Thors og þessar
fullyrðingar lét hann sér
sæma að láta frá sér fara öp-
inberlega 10 dögum áður en
veikindi þau, sem leitt höfðu
til lausnarbeiðni Ólafs Thors,
leiddu til andláts hans.
í útvarpsumræðunum í sl.
viku hélt Jón Skaftason enn
áfram þessari þofekalegu iðju
og rangtúlkaði ummæli
Ólafs Thors í síðustu ára-
mótaræðu hans. Þegar svo er
komið, er ástæðulaust annað
en fletta ofan af þessum lág-
kúrulega málflutningi, sem
vafalaust er einhver sá ó-
merkilegasti, sem stjórnmála
maður hér á landi hefur lagt
sig niður við um langt skeið.
ADENAUER
Ijegar Konrad Adenauer
* varð kanzlari V-Þýzka-
lands 1949 var það hernumið
land, efnahagur þess í rúst
og afleiðingar styrjaldarinn-
ar blöstu hvarvetna við. Þeg-
ar hann lét af kanzlaraemb-
ætti í október 1963 hafði V-
Þýzkaland verið frjálst og
sjálfstætt lýðveldi um níu
ára skeið, þýzka efnahags-
undrið var þekkt um víða
veröld og land hans og þjóð
hafði áunnið sér virðulegan
sess í - samfélagi þjóðanna
jafnframt því að vera eitt á-
hrifamesta veldi á megin-
landi Evrópu.
Forusta hins aldna stjórn-
málaskörungs á örlagatímum
í sögu þýzku þjóðarinnar
hafði úrslitaáhrif á uppbygg-
ingu og þróun lýðræðisins í
V-Þvzkialandi. Lvftraaðishuv-
LAOS
eftir Fred 5. Hotfmar
Vientiane, Laos,
Associated Press).
SAVANG Vatthana konung-
ur hefur setið að völdum í
meira en sjö ár, — en hann
hefur ekki verið krýndur
ennþá, því stjörnuspekingar
hans geta ekki fundið heilla-
væniegan dag.
Forsætisráðherrann, Souv-
anna Phouma, kallar sig hlut
lausan, en hann grípur fegins
hendi alla aðstoð, sem hann
getur fengið.
Blómlegasta verzlun Laos
er með ópíum, arðvænleg
aukatekjulind fyrir nokkra
hæstsettu hershöfðingja í
Laos og mikið af tekjum
landsins kemur frá gull-
smygli.
Þrátt fyrir slíka firru hafa
Bandaríkin og aðrar vestræn-
ar þjóðir tekið til við að leiða
,Iand deyfðarinnar" inn í
tuttugustu öldina. Starfið er
unnið af þolinmæði, kaldr-
analegri kýmni og stundum
af dálítilli festu.
Ef ekki hefði verið um að
ræða ágang kommúnista til
að ná völdum í Suðaustur-
Asíu með uppreisnum, kynni
hið innilokaða og allt að því
veglausa, litla kóngsríki,
Laos, að hafa mókt áfram.
En Laos er eitt af aðalmörk-
um þeirrar sóknar, og Banda-
ríkin, Bretland, Astralía og
önnur lönd skárust í leikinn
fyrir nokkrum árum til að
hjálpa því við að halda sjálf-
stæði sínu. Framfara hefur
orðið vart af tveimur ástæð-
um.
í fyrsta lagi, styrjöldin
milli liðssveifca stjórnarinnar
og Pathet Lao uppreisnsr-
mannanna, sem hlynntir voru
kommúnistum og studdir af
Norður-Víetnam skortir að
því er virðist bolmagn til að
styðja Pathet Lao í jafnrík-
um mæli og fyrir nokkrum
árum, og heyr enn stríð við
Bandaríkjamenn í Suður-
Vietnam.
f öðru lagi hefur Souvanna
Phouma, — sem er slóttugur,
viðmótsþýður, franskmennt-
aður prins, — tekizt að koma
á, a.m.k. um stundarsakir og
eftir áralangar byltingiar og
gagnbyltingar, stjórnmála-
jafnvægi í landinu.
Hægrisinninn Phoumi Nosa
van, hershöfðingi og gamall
andstæðingur, hefur verið
sviptur tign af hérrétti, sem
dæmdi hann fyrir að undir-
búa samsæri til að kollvarpa
stjórninni fyrir um það bil
tveimur árum. Hann dvelst í
útlegð í Thailandi. Banda-
rískir sérfræðingar álíta, að
ferli Phoumis sé lokið.
Kong Le, fimm feta hár
hershöfðingi, sem ávallt er
hugsanlegur keppinautur
Souvanna, er í Indónesíu und-
ir því yfirskyni, að hann leiti
sér lækninga og hernaðar-
þjálfunar. Souvanna telur, að
hann muni hafa bægt Kong
Le frá öllum raunverulegum
völdum yfir hlutleysisöflun-
um, um það leyti, sem honum
verður leyft að snúa aftur.
„Stríðið í Víetnam mun
hafa mikil áhrif á framtíð
Laos,“ segir sendiherra Banda
rikjanna William Sullivan.
„Laos hefur verið skotmark
kommúnista engu síður en
Suður-Víetnam. En Laos er
annað skrefið í heildaráætl-
uninni."
Sullivan bendir á, að verði
Norður-Víetnam neytt til að
draga saman seglin í Suður-
Víetnam, muni Pathet Lao
hverfa til stjórnlagalegra
leiða í Laos.
Sendiherrann viðurkennir,
að þetta sé bjartsýnt viðhorf,
en telur jafnmiklar líkur
benda til, að Norður-Víetnam
menn muni snúa til sóknar í
Laos til þess að afla sér hern-
aðarlegs ávinnings til að
bæta upp hernaðarlegt af-
hroð í Víetnam.
Það er almennt viðurkennt,
að málamiðlun í Suður-Víet-
nam, hagstæð málstað komm-
únista, myndi hafa í för með
sér skjótan og þungan hern-
aðar ágang rauðliða á Laos
og Thailand.
„Ég held ekki, að atburðir
í Kína muni hafa mikil áhrif
á Pathet Lao,“ segir sendi-
herra Breta, Fred Warner.
„En ef atburðir í Kína leiða
til minnkandi aðstoðar við
Norður-Víetnam, munu menn
finna fyrir því í Laos.“
Diplómatísk samskipti eru
dálítið ruglingsleg hér um
slóðir. Vingott er með Banda-
rikj amönnum og Rússum.
Ekkert ástríki er með Banda-
ríkjamönnum og Frökkum.
„Laos er eitt af fáum sam-
Souvanna Phouma
komulagssvæðum Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna, sagði
gamalreyndur bandarískur
stjórnarerindreki. „Við álít-
um, að Rússar vilji, að Laos
sé hlutlaust."
Frakkar breiða út sögu-
sagnir um, að Bandaríkin
hefðu verið ábyrg fyrir að
bola burt Kong Le. Ameríkan
ar segja, að Frakkar hafi
hvatt Kong Le til að stofna
til vandræða.
Eins og víða annars staðar
eru aðgerðir CIA, (Banda-
rísku leyniþjónustunnar),
sveipaðar leynd. En starfs-
menn hennar virðast ekki
eins lausir í rásinni og þeir
voru árið 1960, þegar fullyrt
var, að þeir hefðu verið ráð-
gjafar Phoumis í byltingar-
tilraun, sem var upphafið að
löngu óróatímabili.
Til er, að Sullivan sendi-
herra hafi krafizt þess, að
CIA noti sömu leiðir og
stjórnmálamenn til að hafa
samband við Washington,
frekar en sínar eigin leiðir.
Orðrómur er um, að CIA
styðji andstöðustarfsemi inn-
fæddra gegn kommúnistum á
svæðum Pathet Lao. Air
American, flugfélag í eigu
óbreyttra borgara, sem gert
hefur samning við hjálpar-
starfssemi Bandaríkjanna, er
sagt hafa annazt störf fyrir
CIA, svo sem að varpa vopn-
um og skotfærum til manna
af Meo-kynþætti og annarra
„vinveittra."
í orði kveðnu annazt Air
Amerioa um „hrísgrjóna-
sendingar” og flóttamanna-
hjálp. Á launalista félagsms í
Laos eru 1000 manns, af sjö
þjóðernum. Um það bil 100
eru flugmenn. Embættis-
menn Air America segja, að
engir starfandi orustuflug-
menn séu þar á meðal. Flug-
Framhald á bls.22
sjónin stendur nú traustum
fótum í V-Þýzkalandi og það
er engum einum manni frem-
ur að þakka en Konrad Ad-
enauer. Á stjórnartíma naz-
ista hélt hann fast við sfeoð-
anir sínar um lýðræðislega
stjórnarhætti og þegar styrj-
öldinni lauk hafði þessi sí-
ungi gamli maður bæði liífs-
reynslu og vizku til þess að
leiða Þjóðverja á ný til lýð-
ræðislegra stjórnarhátta.
Á sviði utanrífeismála ein-
beitti Adenauer sér að því að
binda V-Þýzkaland traustum
böndum alþjóðlegri sam-
vinnu hinna vestrænu lýð-
ræðisrífeja. Með því treysti
hann enn grundvöll lýðræðis
ins í Þýzkalandi og skapaði
Þióðverium iafnframt smátt
og smátt mikil áhrif meðal
vestrænna þjóða. Framan af
stjórnarferli hans lagði hann
megináherzlu á nána sam-
vinnu við Bandaríki Norður-
Ameríku og á síðustu valda-
árunum átti hann þátt í því
ásamt öðru stórmenni álfunn
ar að leggja grundvöll að
betri tímum í samskiptum
Þjóðverja og Frafeka. Það var
sögulegur atburður í líifi
þjóða sem um aldir hafa bor-
izt á banaspjót. Adenauer
var einn helzti forustumaður
þeirra, sem unnið hafa og
vinna að sameiningu Evrópu
og skildi að í slfkri samvinnu
var þýzku lýðræði bezt borg-
ið. —
Adenauer var mikill bar-
áttumaður. Á litríkum stjórn
málaferli horfði oft illa. En
hann bar jafnan sigur af
hólrni. Jafnvel á síðustu ævi-
árunum, þegar hann átti að
hafa sezt í helgan stein, tók
hann umdeildan þátt í inn-
anflokksdeilum Kristilegra
demókrata. Það sýndi að
þótt hann hefði náð hinum
æðstu virðingairstöðum taldi
hann það ekfei eftir sér að
hætta orðstír sínum, ef hon-
um þótti mikið við liggja.
Konrads Adenauers mun
verða minnzt sem eins stór-
menna sögunnar. í sögu þjóð
ar hans og Evrópu mun nafn
hans standa við hlið þeirra,
sem hæst ber. Með honum er
fallinn í valinn einn þrótt-
mesti baráttumaður _ etftbv
stríðsáiy