Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 6

Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAf 1967. IUSTASAFNIISLANDS í LISTASAFNI íslands hefur undanfarnar vikur staðið yfir sýning á verkum Nínu heitinnar Sæmundsson, þeim er hún gaf safninu eftir sinn dag — einnig eru sýnd verk þeirra myndlist- armanna, er luku námi á svipuðu tímaskeiði. í>að er mjög virðingarvert að setja upp slíkar sýningar í söl- um safnsins, því að þær auka þekkingu vora á myndlistamönn um, sem sumir eru dánir en aðrir sýna kannski örsjaldan, svo þetta er eina leiðin til að kynna sér ákveðin tímatoil í list þeirra og verður svo þar til Listasafnið er 'komið undir viðunnandi þak. Ég get ekki stillt mig um af þessu tilefni að setja fram nokkra hugleiðingu um safnið, vegna þess að hún hefur leitað fast á að undanförnu og raunar um langt skeið. Ég hefi hugleitt hvar við værum staddir í dag ef áhrifamenn allra flokka hefðu sett sér það mark, að láta það verða eitt fyrsta verk hins ný- srbofnaða lýðveldis, að reisa lista safn, til aðhalds og þroska mynd listarmenningu þjóðarinnar og til þess að innlendir sem erlendir fengju rnokkurnvegin rétta mynd af því hvar við vorum og værum jafnan á vegi staddir á þessu sviðL Við hefðum getað notað örlítið af auði okkar, t.d. skjót- fengnum stríðsgróða, og komið honum í varanlegri málm, er ryð fengi ekki grandað — keypt nokk uð af erlendum myndlistarverk- um, sem nóg var af á markaðin- um og þá föl fyrir hóflegt verð. Listasöfn víða um heim fórnuðu þá gjarnan einu og einu góðu verki til upptoyggingar inn á við eftir eyðileggingar stríðsáranna. Á lausu lágu þá ágæt verk im- pressionrstanna og fjöldi af nú- tímamáluruan, eins og Matisse, Jóns Stefánssonar rituð árið 1935 eða jafnvel fyrr vakti menn ekki af svefni, því hefði svo verið myndi flest hið fyrrnefnda vera fyrir hendi í dag. En þetta tæki færi var ekki notað og það er óþægileg stáðreynd að það kem- ur alldrei aftur, og mun jafnan vera hugsað með trega til þessa glataða tækifæris af öllum þeim sem skynja gildi myndlistar og listmenningar yfirhöfuð. Afleið- ing þess að búa laklega að listinni kemur fram í margri mynd. Dæmi: Danskur listjöfur, er safn að hafði málverkum á áratugi og átti mikið og gott safn danskrar listar, toað prófessor við list- akademíuna í Höfn að velja niokkur málverk, sem gjöf til Listasafns íslands. Prófessorinn hafði frjálsar hendur um val en hann gekk þó hiklaust fram hjá því foezta. En hefði hann gert það ef hann hefði vitað að hér biðu veglegir veggir málverk- anna?. Skyldu líka ekki flestir þeir listjöfrar, er hugleitt hafa að gefa okkur málverk, auðga menningu vora með mólverkum úr söfnum sínum, hafa hugsað sig tvisvar um er þeir vissu um andaraleysi vora. Énn þann dag í dag eygjum við myndlistamenn listasafn rétt í hillingum. Böl- sýni hefur oft gripið um sig með al vor. Nú í dag á tímum stórra orða er talað um listasöfn í sveitum lamdsins, löngu áður en þjóðin hefur eignast hús yfir sitt eigið safn. Hugsum oss hinn mikla við burð, er listasafn Súðarvíkur opnar sadi síná að viðstöddum oddamönnum þjóðarinnar á með an sjálft jþóðarsafnið hýsist í bráðafoirgðahúsnæði. Utibúið opnað áCur en sáijlf miðstöð myndlistarinnar í landinu er komin undir eigið þak! tolekkjast af ímynduðu ágæti, sem er mesti ávinningur grunnfærðra kennda í list þjóðarinnar. — En víkjum nú að sjálfri list sýningunni, sem grein þessi á að fjalla um. Nína Sæmundsson dvaldi í Evrópu í áratug, sýndi og tók viða þátt í sýningum við góðan orðstír. Fluttist svo til Bandaríkjanna og dvaldi þar í heila þrjá áratugi og var orðin þar vel þekkt listakona er hún snéri loks heim til íslands, þar sem hún dvaldi síðasta áratug æfi sinnar, en hún lést 29. jan. 1965. Ég tel að list hennar í heild verði varla dæmd af verk- um þeim er við sjáum á sýningu þessari og að jafnvel sé hætta á að margur fái alranga hugmynd um list hennar T.d .er mér ekki kunnugt um að hún hafi snúið sér að miálverkinu fyrr en á síðustu árum æfinnar a.m.k. ekki í jafn ríkum mæli .Það er ekk- ert vafamál, er litið er á mál- verkin á sýningu þessari, að þair hefur hún verið á alrangri hillu og margar höggmyndirnar valda einnig vonbrigðum — vonlbrigð- um vegna þess hve gjarnt henni var að víkja frá þeim einföldu hugþekku formum, er voru styrk ur hennar frá upphafi og jafn- an er hún nálgaðist þau á löngum listferli sínum. Við sjáum þetta greinilega í sal nr. I, sem allur hefur verið lagður undir verk hennar, í myndum eins og nr. 2 Köttur, 3 Torsó, 4 Torsó og 7 Sofandi guð. En þegar hún gefur sig að formum er lei'ða hugann að 19 aldar höggmyndum, sem maður skilur ofurvel að hafi gert hana vinsæla í Hollywood þar sem hún dvaldi lengst vestra, þá er sem tilfinninguna vanti í verk in. Þau verða einhvernvegin svo líflaus þrátt fyrir mikla vinnu og baráttu til að ná áranigrL í næsta sal eru sýndar myndir eftir þá Guðmund Einarsson frá Miðdal og Gunnlaug Blöndal, en báðir eru þeir látnir fyrir fáum árum. Hvað Guðmund snertir eru myndir hans þarna ákaflega einkennandi fyrir list hans, svo sem ég þekki til og ekki sakna ég höggmynda hans né leirmuna. Af sjö myndum hans í þessum sal fanst mér málverkið Kerl- ingarfjöll heilust í formum og lit. Myndir hans bera oft ein- kenni ferðalagsins og náttúru- skoðandans, sem ekki ílendist lengi á hverjum stað. Frekar þróttmikil augnabiLksriss en að skyggnst sé undir yfirborð hlut- anna og vandamálin tekin til yfirvegunar. Gunnlaugur Blöndal er mjög misjafn í hinum 14 myndum þeim, er hann á þarna. Ég hef jafnan kunnað bezt að meta þennan málara í þeim myndum hans er hann er látlausastur í lit og þá hefur mér einnig fund- ist hann sterkastuæ í myndtoygg- ingu. Svo er sem myndir Gunn- laugs leysist upp í formi er hann fer út á hálan ís í sterkum litasaimsetningum, er oft virka furðu væmnar og sykraðar. f þriðja aðalsal ber mikið á Jónl Þorleifssyni er lengi var kennd- ur við Blátún. Hann er einnig lát inn fyrir fáum árum. Um hann má hiklaust segja að fáir eða engir málarar héldu á fínni blæ- brigðum í Ht írá þvi rétt fyrir l:930-‘40. Þeir sem aðeins þekkja myndir eftir hann siðar gera sér ekki ljóst hve góðan málara við áttum í JónL (Éig var einn af þeim lengi vel) Það er líkast þvi sem Jón hafi alveg glatað þessum sérstöku fersku blæ- brigðum, sem svo mikil dýft var í, á stríðsárunum og hann var vissulega ekki eini málarinn um að ganga í björg & þeim tíma. Maður sér gremilega mikla breyt ingu frá fyrri myndum í mynd hans, frá Sightftrði. Það, er kom ið meira los í byggingu og form, liturinn þykkri og efniskenndari, sem i þessu tilviki er ekki til bóta. Við þurfum bara að líta á eldri myndir, eins og t.d. JBauIa" „Pramman" og „Flosagjá", svo eitthvað sé nefnt, sem allar prýð ir þessi sérstaki svipur eldri mynda hans og sannfærir okkur um að hann á merkilegan kafla í íslenzkri list, sem ekki verður gengið fram hjá. Mér fannst hann heilastur allra á þessari sýningu. Finnur Jónsson, sem er með honum í þessum saþ er mikil and stæða hans með sína hrjúfu efnis kenndu liti, þar sem stóru form in eru áberandi en ekki alltaf ; afn sannfærandL Ég hefi ekki kunnað að meta þennan lista- mann og viðurkenni að svo er enn, en þetta er persónulegt mat og breytingum háð — allavega verður ekki gengið fram hjá >eirri staðreynd að Finnur er málari. MálVerkin: Síðustu Geir- fuglahjónin frá 1936 og Hrafna- björg frá 1942 orkuðu mest á mig. Ég er sannfærður um að mynd hans á Vorsýningunni nú fyrir skömmu „Káetugluggi mundi falla vel í þessa uppheng- ingu. Raunar grunar mig að hægt muni að setja upp sann- verðiugari upphengingu á list hans en þetta. í endasal eru m.a. myndir eft ir hinn skammlifa Brynjólf Þórðarson frá Bakkakoti í Sel- tjarnarnesi Ég hefi ekki þekkt mikið til þessa málara hingað til, séð eina og eina mynd og svo nokkrar í heimahúsi stl. ár, sem vöktu athygli mína. Enginn vafi er á að hér var hæfileikamaður á ferð, um það bera myndir hans ótvírætt vitni. Þarna sá ég tvær fallegar landslagsmyndir, svo sem: „Frá Mývatni“ máluð 1922 og „Hengill" (1932), sem ég felldi mig enn betur við. Höfuð hans af munki er einnig vel málað, sem og fcyrralífsmynd hans. Það var eitthvað fínt í þessum manni og ska'ði að fráfalli hans un.gum að árum. Hjónin Karen Agnete og Sveinn Þórarinsson, leggja undir sig það sem etftir er af salnum með, í mörgium tilvikum risa- stórum myndum (Sveinn). Það er æði þungur svipur yfir mörg- um myndum Sveins og mikil dimma — Þó eru þær einhvern- vegin svo lausar í byggingu og teikningu, að þær sannfæra mig enganvegin. Mér fanst litla myn4 Sveins „Húsavík um vetur“ sannverðugasta málverkið. Ég hefði séð sterkari myndir en þetta frá hálfu Sveins í heima- húsum og er leiðinlegt að þetta samsafn skuli vera þarna sam- ankomið, sem fátt virðist pýrða annað en stærðin, og þetta 1 níðþunigum römnvum! Karen Agnete á veikan vegg. Mynd hennar „Gullna hliðið,** skil ég ekki hvaða erindi eigi þarna. í mynd hennar „Systur“, kemur fram stór galli í byggingu. Vasi er abstrakt málaður og virkar flatur á borðinu, en konurnar fígiúratívar — vasinn er undar lega fjarlægur öðrum eigindum málverksins. Einnig eftir hana hef ég séð miklu jákvæðari mynd ir. Ekki er gott er iUa tekst um val mynda á opinlber söfn. Á því sést áð menntamálaráði hafa oft verið mislagðar hendur hér áð- ur fyr. Listráð er tvímælalaust mikil framför þó að vafalítið megi finna veikar hiiðar á því eirvnig. Þyrfti erindreka er leit- aði upp myndir hjá myndlista- mönnum og helst fleiri en einn. I. Við lítum nú inn í hliðarsali safnsins. Einn salurinn er nær eingöngu helgaður Hösskuldi Bjömssynl frá Hveragerði, sem lést fyrir fáum árum. Hann var að mestu sjálflærður í list sinni og algjör andstæða flestra slíkra manna í dag, því hann sýnir sér lega heiðarlega vinnuforögð og var jafnan manna hógværastur, tilfinningarík listamannsál, er gerði mjög þokkaleg verk, sem þó rista ekki djúpt. f mynd hans „ADðarfu'gl“ (82) koma fram mjög fíngerð tilbrigði, sem þó koma ekki nægjanlega vel til skila vegna óheppilegs ramma, sem bæði þrengir að myndinni á alla vegu og er of hrjúfur. Alla vega er gott að hafa átt Hösskuld. Ásgeir Bjarnþórsson á í þess- um sal tvær myndir, og er jafn ánægjulegt að virða fyrir sér eldri myndina „í ljósaskiftum" sem er vel gerð sjálfsmynd i krít, sérkennilega þróttmikil i útfærslu og leikni í meðhöndl- un ljóss og skugga — sem það er leiðinlegt að sjá þá yngri, sem er líflaus útþynna, Magnús Á. Árnason frá Narfa- koti í Innri Njarðvík, á í næsta. sal tæra mynd er nefnist Niku- lásargjá, þar er vafalítið með betri myndum hans. í þeim sal eru einnig myndir eftir ólaf Túbals og Kristján H. Magnússon er dó kornungur. Þessar myndir þeirra hrifu mig lítið. í næsta sal er skemmtileg mynd eftir Eggert Laxdal, eldri d. 1951, er nefnist Vetur við Reykjavík og er frá 1929. Má kenna þar sterk áhrif frá Jóni Stefánssyni, en þó er eitthvað persónulegt við myndina, sérlega er grjótið vel málað. Eggert var oft skemmti- lega prímatívur í málverkum sínum. Og þá er í þessum sal mynd eftir Freymóð Jóhannsson í veglegum gullrammia er nefnist SnæfelL Frammi í hlíðarsal fyrir miðju eru nokkrar vel á- sjálegar myndir m.a. vatnslita- mynd eftir Finn Jónsson, fínleg en í alltof þungum ramma til að njóta sín og málverk eftir sama úr safni Magnúsar ívarssonar, er nefnist „Úr Laugarhrauni" frá 1932 — mijög sérkennileg. Úr sama safni er þama mynd Sveins Þórarinssonar „Úr Keldu hverfi. Fleiri ágæt verk eru I sama sab sem skákar jafnvel suraum aðalisölunum. í fremsta hliðarsal eru nokkrar myndir eftir Kristin Péturssou og finst mér hann geta verið sterkari en þaraa kemur fram Ólafur Túíbals á í því herbergi huigþeleka litla vatnslitamynd. Á þessari sýningu er það á- berandi hve raimmar fara oft illa við myndir og væri sýningin mun sterkari eí listar einir væru utan um margar þeirra í stað níðfþungra ramraa eða skraut- umibúðir. Rammar gera mynd alWrei betri en hún er 1 sjálfri sér, en geta aftur á móti dregið mjög úr áhrifum hennar, kæfl hana og misþyrmt eins og þarna á sér alltof oft stað. í helld er sýningin ekki rismikil og mjög misjöfn en ekki hefði ég viljað missa af því að sjá myndir Jóna Þorleifssonar sem geymast lengi eftir að út er komið og haldast; ljóslifandi í minni og sinnL Bragi Ásgeirsson. . Braique, Picasso, o.fl., og jafnvel verk eldri snillinga mátti þá töfra fram. Væri æska vor ekki betur sett ef hún gæti li'tið slík verk höfuðsnillinganna augum í höfuðborg vorri og væri þá höfuð borg vor og þjóðin ekki mieiri af verkum þessum? Verkum sem voru oft föl á lægra verði en flestir geta gert sér í hugarlund í dag, en sem hafa nú söluverð er skiftir milljónum og oft tug- um milljóna króna. Fyrir löngu hefðu listaverk þessi endurgreitt margfaldlega þann pening er hefði farið í slíka byggingu og kaup listaverka, gefið þjóðinni meiri tekjur og varanlegri en nokkur nýsköpunartogari. En það er ekki aðalatrið- ið heldur það menningairlega gildi sem slíkt hefði haft — það aðhald sem jákvæður listasmekk ur hefði framkallað. En það vair ekki hlustað á þá, er gagnrýndu andvaraleysið þá og áður í þess sm efnum. Afburðasnjöll grein Þeðar ísraelsmenn stofnuðu lýðveldi sitt var það þeirra fyrsta verk að reisa listasöfn í aðal- borgunum, senda erindreka um allar jarðir, er krvöddu dyra hjá beztu myndlistarmönnunum og komust oft að ágætum kjörum. Árangurinn er sá, að þeir eiga nú ágæt söfn nútímalistar og eitthvað af eldri list. Þeir styrktu ungt efnilegt fólk til listnáms eft- ir mætti, enda eiga þeir þegar á- gæta myndlistarmenn og raunar listamenn í öllum greinum. List og menning er undirstaða hvers þjóðlfélags — án þessa hrynur það fyr eða síðar. Þetta vissu Israelsmenn og reistu ríki sitt á þeim grunnL Það er löngu kominn tími tfl að við íslendingar opnum okk- ar ríki að öllu leyti fyrir breytt um hugsunarhætti hins nýja tíma einnig í listum og það af fyllstu reisn og framkvæmdavilja nú- tímamannsins og hættum að láta Vandlátir reykja MULATA — FORTUNA — HALF CORONA DUET — VADA — MEDIA — PICO. Lán að upphæð kr. 300.000.— óskast til tveggja eða þriggja ára, tryggt méð öðrum véðrétti í góðu ein- býlishúsi í Kópavogi. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt „Lán-----4879“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.