Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 13 x. reytingíhægriumfer segir í bréfi frá Félagi ísl. bifreiðaeigenda f TILEFNI af blaðaskrifum mn afstöðu Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda til breyting'arinnar úr vinstri í hægri umferð, skrif- aði Framkvæmdanefnd hægri umferðar stjórn F.Í.B. bréf, þar sem farið var fram á upplýsing- ar um afskipti félagsins af mál- inu. Svar við þessu bréfi hefur nú borizt og fer hér á eftir: Þökkum bréf yðar frá 12. apríl 1967, þar sem spurzt er fyrir um félagsleg afskipti F.Í.B. af breyt- ingu úr vinstri í hægri umferð vegna blaðaskrifa um það mál. Virífist ljóst að tilefni fyrir- spurnarinnar er fyrst og fremst grein, sem birtist í Morgunblað- inu 5. aprdl sl. og síðar í fleiri blöðum með fyrirsögninni „Var Alþingi blekkt til fylgis við hægri umferð“, og undirrituð þannig: „Frá nokkrum bifreiða- etjórum á B.S.R." í grein þessari stendur: „í greinargerð, sem fylgdi frum- varpinu, frá umferðarlaganefnd um breytingu til hægri umferð- ar stendur meðal annars þetta é bls. 5, 3. gr.: „Við meðferð málsins á Alþingi hafði verið leitað umsagnar ýmissa aðila, m.a. Vegamálastjóra, Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda, Lands- sambands vörubílstjóra og Um- ferðarnefndar Reykjavíkur. All- ir þessir aðilar lýstu stuðningi við hægri handar umferð“. Hér getur að Mta hrein og klár ó- sannindi í greinarformi hvað Landssamband vörubílstjóra og Félag íslenzkra bifreiðaeigenda snertir. Það hefur aldrei verið boðað til umræðufundar hvað þá heldur til atkvæðagreiðslu um málið í þessum félögum." Síðasta málsgrein tilvitnunar- innar og mörg önnur atriði í greininni bera með sér augljósa vanþekkingu á eðli málsins og meðferð þess hjá nefndum félög- um. Landssamband vörubíl- stjóra hefur gert grein fyrir sinni aðild að málinu, en varð- andi meðferð þess hjá F.Í.B., þá viljum við taka fram eftirfar- andi: í „Ökuþór" 1. tbl. 1962 birt- ist saga Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda fná stofnun þess 6. maí 1932 til 1962. Þar stendur á bls. 18, í kafla sem nefnist: „Hægri handar akstur og um- ferðaöryggi“: „Félagið hefur frá upphafi barizt fyrir því, að hér yrði tek- iinn upp hægri handar akstur, sem tíðkast nú um allan heim nema I örfáum löndum, enda eru langflestar bifreiðar, sem flytjast til landsins miðaðar við þess háttar umferð. Benti stjórn félagsins þrásinnis á nauðsyn þess að koma þessu á fyrr eða síðar, því hægri handar akstur mundi óhjákvæmilega sigra að lokum, en kostnaður við breyt- ingu hlyti að aukast og marg- faldast með hverju ári sem liði“. Þarna kemur glöggt í ljós, að allt frá stofnun félagsins árið 1932, hefur stjórnendum og öðr- um forráðamönnum þess verið Ijóst, að óhjákvæmilega yrði að taka upp hægri handar umferð hér á landi, og af þjóðhagsleg- um ástæðum heppilegast að framkvæma þessa breytingu, svo fljótt sem verða má. Aðalfundir félagsins hafa jafn framt verið almennir umræðu- fundir um ýmis mál. í fundar- gerðum kemur glöggt fram, að hægri handar umferð hefur oft verið þar á dagskrá. Fram til 1963 munu aðalfundir hafa ver- ið einu almennu félagsfundirnir, sem F.Í.B. efndi til. Frá 1963 hef ur félagið efnt til nokkurra al- mennra fræðslu og umræðu- funda annarra en aðalfunda, og hafa þar verið tekin fyrir vegamál og öryggismál umferð- arinnar. Þar hefur breyting í hægri umferð borið á góma en engin mótmæli gegn henni kom- ið fram. Þessir fundir hafa ver- ið fremur fræðslunefndir en á- lyktunarfundir, enda aðalf. ætlað síðara hlutverkið, og hafa þar verið gerðar ályktanir, sem að sjálfsögðu eru bindandi fyr- ir stjórn félagsins, og ganga all- ar í þá átt, að mæla með breyt- ingunni í hægri handar umferð. í þvi sambandi má benda á aðalfundarsamþykkt, sem gerð var 1955 en hún er þannig: „Aðalfundur F.Í.B. haldinn föstudaginn 29. apríl 1955 í Skátaheimilinu samþykkir, að beina þeirri áskorun til stjórn- valda, að eigi verði lengur dreg- ið að taka upp hægri handar akstur hér á landi, þar sem slík- ur dráttur verður aðeins til þess að auka kostnað þann sem breyt- ingunni er samfara." Ályktun þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum. í aðalfundargerð frá árinu 1956 segir meðal annars svo frá umræðum um hægri handar um- ferð: „Álit stjórnar F.Í.B. er það, að það hefði átt að vera búið að koma þessu í framkvæmd fyrir mörgum árum, þar sem vitað er að kostnaðurinn við breyting- una frá vinstri til hægri aksturs fari ört vaxandi, eftir því sem bílum fjölgar, sérstaklega stræt- isvögnum og langferðabiferið- um til mannflutninga. Áleit formaður félagsins að fundurinn þyrfti ekki að senda áskorun til rikisvaldsins, þar sem það hefði verið gert oft áður“. Þessi bókun 1956 bendir til þess að ósk hafi komið fram um það, að gerð yrði að nýju sam- þykkt um áskorun til ríkisvalds- ins um að vinna að breytingunni úr vinstri í hægri handar um- ferð, en formaður félagsins bend- ir á að slíkar samþykktir hafi verið gerðar svo oft áður að ekki væri þörf á endurtekningu að þessu sinni. Á aðalfundi F.Í.B. 1961, var frá því skýrt að ítjórn félagsins hefði skipað 8 nefndir, meðal annars til þess að athuga bif- reiðatryggingamál, vegamál, um ferðarmál o.fl. Var umferðar- nefndinni falið að athuga breyt- ingu í hægri umferð. Á aðaifundi F.Í.B. 19. marz ’64 var frá því skýrt að félag- inu hefði borizt til umsagnar frá Alþingi þingsályktunartillaga um, að ríkisstjórnin láti nú þeg- ar fara fram athugun á því að undirbúa hægri handar akstur hér á landi. Félagsstjórnin mælti eindregið með því að hægri handar akstur yrði tekinn upp hér á landi svo fljótt sem kostur er. Þessi ályktun var að sjálfsögðu byggð á fyrri fund- arályktunum, á stefnu félagsins og þeim athugunum sem um- ferðarmálanefnd hafði gert á málinu í heild. Um áramótin 1964—’65 var kunnugt að ríkisstjórnin hefði í undirbúningi lagasetningu um breytingu í hægri handar um- ferð og þótti stjórn F.Í.B. því eðlilegt að mál þetta yrði enn einu sinni borið fram til um- ræðu og atkvæðagreiðslu. Á að- alfundi var lögð fxam eftirfar- andi tillaga: „Aðalfundux F.Í.B., haldinn 3. marz 1965, telur að hraða beri ákyörðun um breytingu í hægri handar akstur hér á landi, þar sem breytingin er framtíðar- nauðsyn og kostnaður við hana efr hraðvaxandi með ári hverju, sérstaklega ef ekki verður haf- izt handa um nauðsynlegan und- irbúning strax“. Ályktun þessi var samþykkt með samhljóða atkvæðum. í „Ökuþór“ 1963 og ’64 ’65 er skýrt í meginatriðum frá afskipt um félagsstjórnarinnar af máli þessu, þannig að félagsmönnum, sem hafa kynnt sér tímarit fé- lagsins og fylgzt með starfsemi þess, er ljóst að stjórnin hefur í einu og öllu farið eftir fund- arsamþykktum aðalfunda félags- ins. Varðandi breytingu í hægri umferð ber þess að geta, að eðli- lega afstöðu til þessa máls er einungis hægt að taka á þekk- ingarlegum grundvelli með hlið- sjón af þróun í bílaframleiðslu og umferðarmálum annarra þjóða, ásamt umferðaraðstæðum hér í framtíðinni. Við mat þetta ber fyrst og fremst að hafa fram sýni að leiðarljósi, og taka fullt tillit til fjárihagslegra hagsmuna og öryggis bifreiðaeigenda og þjóðarinnar allrar, á ókomnum árum. Það er algild og eðlileg regla, að fólk er andvígt breytingum (sbr. símamálið hér fiorðum), sem það ekki þefckir eða skilur. Rökin gegn umferðarbreyting-., unni eru fá og augljós, en þau sem mæla með henni eru marg- slungin og sum flókin, þessvegna eru þeir, sem athuga málið yfir- borðslega og litla þekkingu hafa á því, andvígir breytingu í hægri umferð. í því sambandi viljum við aðeins benda á eftirfarandi atr- iði, sem sumum hafa reynzt tor- skilin, en ýmsum eru með öllu ókunn: 1. Umferðarreglur skapa auk- ið umferðaröryggi, þegar þær miðast við þær aðstæður, sem ríkja á fjölmörgum leiðum. 2. Líkur benda til þess að inn- an 6 ára verði vegir, á fjölförn- ustu leiðum hér á landi, gerðir með sléttu, varanlegu slitlagi, svo sem tíðkast erlendis. ... 3. Samlkvæmit áliti umferðar- sérfræðinga í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar er eitt meðal veigamestu öryggisatriða fyrir umferðina á slíkum vegum, að stýri bifreiða sé nær vegmiðju. 4. Eftir 6 ár má gera ráð fyrir því að talið verði nauðsynlegt, að stýri allra bifreiða í landinu verði nær vegarmiðju, það er stýri hægra megin í bifreiðinni, ef ekki hefði verið breytt í hægri umferð. Bf við breytum ekki umefrðinni þá má gera ráð fyr- ir að við verðum að breyta bíl- um eftir 6 ár, og flytja eingöngu inn bíla fyrir vinstri umferð. Framhald á bls. 23 Peugeot 1967 404 Si£urvegarar Austur-Afríku keppninnar. 404 5 manna kr. 242 þús. Sterkbyggbir Sparneytnir Háir á vegi 204 7 manna station kr. 265 þús. Frábærir aksturshæfileikar — Ódýrastir sambærilegra bila 204 5 manna station kr. 225 þús. Höfum bila á lager af gerðinni 404 HAFRAFELL HF. 5 manna kr. 208 þús. Brautarholti 22. Símar 23511 og 34560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.