Morgunblaðið - 13.05.1967, Side 17

Morgunblaðið - 13.05.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 17 vill aukið skuldir sínar við Seðla bankann samtímis eða aflað sér fjár með skuldaaukningu erlend is. Sparifjáraukning Iðnaðar- bankans frá árslokum 1962, eða á síðustu 4 árum, nemur tæp- um 300%, en sparifjáraukning Búnaðarbankans er á sama tíma um 225%, Landsbankans um 200% og Útvegsbankans nokkuð minni. En ætla verður, að haft hafi hvað mest áhrif á minni sparifjáraukningu Útvegs bankans stofnun annars vegar Iðnaðarbankans og svo síðar meir Verzlunarbankans. Það ei-u ýmsir fleiri þættir lánsfjármála iðnaðarins, sem máli skipta. Ég skal ekki að þessu sinni tefja tímann við að rekja þá, en kem ef til vill að þeim að einhverju leyti síðar í ræðu minni í öðru sambandi. UPPHAF STÁLSKIPASMÍÐI Ég vil nú víkja að einum þýð- ingarmesta þætti í iðnþróun síð ari ára hér á landi, en það er upphaf stálskipasmíða í landinu og nýbygging dráttarbrauta, til þess að annast viðgerðarþjón- ustu við fiskislkipaflotann. Að vísu hafa einstök stálskip verið smíðuð áður, en bæði minni og ekki stöðug framleiðsla. Það mun hafa verið í júnímán uði 1964, að ríkisstjórnin fól Efnahagsstofnuninni að kanna þörfina fyrir aukningu dráttar- brauta og skipasmíðastöðva i landinu með tilliti til hinnar stór felldu aukningar bátaflotans, sem átt hafði sér stað undanfar- in ár. Fyrir dyrum stóð stækkun bátanna og breytingar á gerð þeirra. í september sama ár skil aði Efnahagsstofnunin áætlun um þörf fyrir byggingu dráttar- brauta og skipasmíðastöðva til þjónustu við bátaflotann. í skýrslu Efnahagsstofnunarinnar var reynt að meta þörf bátaflot- ans að f jórum til fimm árum liðn um fyrir allt í senn, dráttarbraut ir, viðgerðarverkstæði og skipa- smíðastöðvar. Voru niðurstöðurn ar í stórum dráttum þær, að heppilegt gæti verið að byggja þrjár tiltölulega stórar og full- kiomnar stöðvar á suðvesturlandi, en fjórar til sex minni stöðvar, sem í fyrstu hefðu ekki eins al- hliða útbúnað 1 öðrum lands- hlutum. Talið var nauðsynlegt, að heildarfjárfesting í þessu skyni yrði um 200 millj. króna eða 40 til 50 millj. króna á ári. Síðar tók Seðlabanki fslands að sér frekari athugun á þörfinni fyrir dráttarbrautir og skipa- smíðastöðvar auk fjáröflunar í samráði við ríkisstjórnina vegna þessara framkvæmda. Á undanförnum tveim til þrem árum hefur átt sér stað mjög athyglisverð iðnþróun á þessu sviði. Á þessu ári verður aðstaða til stálskipasmíða innan- húss á íslandi á fjórum stöðum. I>að er hjá Stálvík við Arnar- vog; hjá Dráttarbrauitinni sf., Akranesi; hjá Marselíusi Bern- harðssyni, ísafirði; og hjá Slipp- stöðinni hf„ Akureyri. Af þess- «m stöðvum er aðeins ein, sem eingöngu fæst við skipasmíðar, Stálvík Tvær stunda jöfnum höndum skipaviðgerðir og skipa- smíðar. Stöðin á Akureyri er sjálfstætt fyrirtæki um skipa- smíðar, en hefur dráttarbrautina á leigu hjá Akureyrarbæ og sér um rekstur hennar. Á síðastliðnu óri vildi svo einkennilega til, að á einni og sömu viku var hleypt af stokkunum í íslenzkum skipasmíðastöðvum þrem stál- skipum, allt að 350 smálestum að stærð. Um síðastliðin áramót imunu 6 stálfiskiskip hafa verið í smíðum í íslenzkum skipa- smíðastöðvum. Ef litið er á áætlaðan heildar- kostnað og fjáröflun til fram- kvæmda við þessar fjórar skipa- smíðastöðvar, lætur nærri, að það nemi um 70 millj. króna. Gert hefur þá verið ráð fyrir, að innlend lánsfjáröflun nemi um 65% af heildarfjárfestingunni og erlend lánafjáröflun tæpum 18% eða lánsfjáröflunin samtals ixærri 73%. Eigið fé er þá gert ráð fyrir að sé um 27%. Ef mið- að er við, að fjárfestingin falli að langmestu leyti á 5 ár, 1964 til 1968 er meðaltalið um 14 milli. króna á árL í samhanrfí við áætlanir um heildarkostn- að og fjáröflun verður að hafa íyrirvara, þvá að gera verður ráð fyrir, að áður áætlaður kostn aður við þessar skipasmíðastöðv- ar verði meiri en ráðgert var og verður því með einhverju móti að auka fjáröflunina, ef tíma- ákvarðanir eiga aft standast. Afkastageta þessara skipa- smíðastöðva er af viðkomandi aðilum áætluð þessi: Stálvík: Þar verður hægt að smíða innanhúss allt upp í 1000 tönna skip. Afkastagetan er nú áætluð um tvö 3—400 tonna fiski skip á ári. Akranes: f Dráttarbrautinni á Akranesi verður hægt að smíða allt upp í 450 tonna stálskip. Áætluð afkastageta þar er 1—2 fiskiskip á ári. ísafjörður: Marselíus Bern- harðsson kveðst geta smíðað allt að 450 tonna stálskip, en gerir ekki ráð fyrir að smíða nema eitt skip árlega. Akureyri: Slippstöðin á Akur- eyri hefur nú samið um smíði tveggja 530—550 lesta skipa og má gera ráð fyrir, að smíði hvers um sig taki um 10 mán- uði. Þegar stöðin verður komin að fullu í notkun, ætti afkasta- getan að geta verið allt að tvö skip á ári, og er þá miðað við nokkru minni skip, eða 3—400 tonn. Hið reisulega verksmiðjuhús Samkvæmt þessu er áætluð heildar-afkastageta þessara fjög- -urra stöðva um 6—7 skip á ári af stærðinni 3—400 tonn, en væntanlega fleiri, ef skipin eru minni. Ég skal nú víkja að því að gera nokkra grein fyrir væntan- legri aukningu stálskipaflotans og þar með hugsanlegum verk- efnum stöðvanna á næstu ár- um. Miða ég þá við fiskiskip, 100 tonn og stærri, en gera má ráð fyrir, að fiskisikip af þeirri stærð og þar yfir verði almennt smíð- uð úr stáli í framtíðinni. Undanfarinn áratug hefur brúttóaukning þessa hluta flot- ans verið 160 skip. Þar af eru að- eins 8 smíðuð innanlands á síð- ustu fimm árum, en 152 inn- flutt. Sveiflur á aukningunni frá ári til árs eru afar miklar, en meðalaukning á ári er á þessu tímabili 16 skip. Sé miðað við heldur styttra tímabil, t.d. 6 und anfarin ár, er árleg aukning held ur meiri eða 19 skip. í árslok 1967 verður fiskiskipa flotinn um 210 skip yfir 100 tonn. Miðað við endurnýjun hans á 15 árum ( á sama tíma og lán til sikipanna endurgreiðast til Fiskveiðasjóðs) og skipunum í heild fjölgi ekki, er endurnýjun- arþörfin um 14 ný skip á ári. Auk þess kemur til eðlileg aukn ing á flotanum, sem hér er áætl- uð 3% á ári, eða um 6 skip og mundi þá árleg aukning verða samtals 20 skip. Með tilliti til þess, sem nú hef- ur verið sagt, má áætla, að ár- leg meðalfjölgun fiskiskipa yfir 100 tonn verði 15 til 20 á næstu ántino TWTiftaifi vi/S flllla afikasta- getu þeirra stálskipastöðva, er fyrir eru, þ.e.a.s. 6—7 skip á ári af stærðinni 3—400 tonn og eitt hvað fleiri, ef skipin eru minni. Er sýnilegt, að næg verkefni eru fyrir þær og þó fleiri stöðvar bættusit við, eða þær sem nú eru fyrir auki afkastagetu sína. Jafn framt má ætla, að eitthvað yrði um smíði annarra skipa í þess- um stöðvum, t.d. minni flutninga skipa. Þeim áfanga hefur þá verið náð á undanförnum 3—4 árum, að íslenzkar skipasmíðastöðvar virðast hafa afkastagetu til þess að smíða um þriðja part af aukn ingu fiskiskipaflotans, sem þörf verður fyrir á næstu árum. Þetta er ekki ómerkilegur árangur. Nú verður að sjálfsögðu um það epurt, hvort innlend stál- skipasmíði sé samkeppnisfær við erlendar skipasmíðastöðvar, hvað verð snertir, enda þótt ekki sé vófengt, að gæðin stand- ist fyllilega samanburð. Um þetta hef ég nýlega fengið upp- lýsingar frá einni stálskipasmíða stöðinni, þar sem borið er saman verð á norskum bát, 355 rúm- lestir, og bát af sömu stærð í þessari skipasmíðastöð og þess gætt, að miðað sé við sömu tæki í báðum bátunum. Kemur þá í ljós, að norski báturinn með tækjum kostar 20.220.000 krón- Lindu h.f. á AkureyrL ur, en íslenzki báturinn með sam bærilegum tækjum 20.020.000 krónur eða 200.000 krónum ódýrari. Ég hef einnig upplýsing ar um verð á hollenzkum bát, sem kom til landsins á þessu ári, en er ekki nema 318 rúmlestir og kostar 20.400.000 krónur Ég hef hins vegar ekki enn get- að aflað upplýsinga um, hvort tæki í þessum bát eru að öllu leyti sambærileg við hina tvo bátana. Mér er heldur ekki grun laust um, þó ég hafi ekki um það óyggjandi upplýsingar, að bæði í Noregi og Hollandi njóti skipasmíðastöðvar beinna og óbeinna fríðinda. NÝJAR OG STÆRRI DRÁTTARBRAUTIR Nú skal vikið að dróttarbraut- unum. Bygging hinna nýju drátt arbrauta, sem staðið hefur yfir á undanförnum árum og miðuð er við þörf hins nýja skipastóls, 'hefur í aðalatriðum farið eftir áætlun þeirri, sem lá fyrir í árs- lok 1964 frá Efnahagsstofnun- inni, en hún var gerð á grund- velli þeirra ráðagerða, sem þá voru uppi hjá einstaklingum og fyrirtækjum og sveitarfélögum um byggingar dráttarbrauta. En hins er að geta, að þessi áætlun hefur jafnan verið endurskoðuð árelga, og verulegar breytingar 'hafa orðið á áætluninni vegna 'hækkandi verðlags á tímabilinu, mikilla ófyrirséðra kostnaðarliða og breytinga á framkvæmdum. Framkvæmdir við byggingu dráttarbrauta hafa staðið yfir í Njarðvíkum, á Akranesi, Nes- kaupstað og Akureyri og ráða- gerðir eru um byggingu dráttar- brauta í Hafnarfirði og Vest- mannaeyjum, en á hvorugum staðnum eru framkvæmdir hafn ar. Hins vegar er lokið fram- kvæmdum við byggingu dráttar- brautarinnar á ísafirði. Heildar- fjárfestingin í dráttarbrautunum sex, að Vestmannaeyjum frá- töldum, en þar liggja ekki fyrir áætlanir, eru um 157 milljónir króna . eða árlega frá 1965—1970 að meðaltali rúmar 26 milljónir króna á ári. Um helmingur þessa kostnaður er greiddur af inn- iendu lánsfé, sem aflað er gegn- um fr'amkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar, auk þess sem til kemur framlag Hafnarbótasjóðs til þeirra dráttarbrauta, sem eru í eigu viðkomandi bæjarfélaga. f árslok 1967 verða fiskiskip, 101 tonn eða stærri, samtals um 210 að tölu, þar af um 140 skip stærri en 150 tonn. Af skipum 101—150 tonn að stærð eru flest, eða 35—40 skip, á bilinu 101— 110 tonn. Fyrir skip af þessari stærð eru nú fyrir hendi nægi- legir upptökumöguleikar hjá eldri brautum. Það vandamál, sem verið er að leysa með byggingu nýju dráttarbrautanna, er því vegna upptöku og við- halds um það bil 170 fiskiskipa yfir 110 tonn. Á þessu ári verða upptöku- möguleikar fyrir fiskiskip yfir 110 tonn hjá eftirtöldum aðilum: Slippfélaginu í Reykjavík; Drátt arbrautinni sf., Akranesi; í Stykkishólmi; hjá Marselíusi Bernharðssyni, ísafirði; Dráttar- brautinni hf., Neskaupstað og Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Gera má ráð fyrir, að Slippfélag ið í Reykjavík, sem er sá eini af ofangreindum aðilum, sem ekki er með nýjam slipp, geti ann að um 150 upptökum árlega á skipum af þessari stærð, og er þá miðað við reynslu síðustu þriggja ára. Um slippinn í Stykk ishólmi er lítið vitað, en hér er gert ráð fyrir um 30 upptökum þar á árL Hinir slipparnir geta hver um sig annað 70—80 upp- tökum árlega, og er þessi tala bæði byggð á reynslu síðustu ára og áætlunum viðkomandi að- ila um væntanleg viðskipti. Hins vegar er rétt að benda á, að nýt- ing brautanna getur verið miklu meiri en þessar tölur sýna. Sam- kvæmt ofangreindu verða sam- tals möguleigar á um 480 upp- tökum á ári fyrir fiskiskip yfir 110 tonn. Æskilegt þykir, að skip þau, sem hér um ræðir, komi að með- altali í slipp þrisvar á ári, en al- gengara mun þó, að þau fari ekki í slipp nema tvisvar eða jafn- vel einu sinni árlega. Flestar upp tökur eru vegna minni háttar við gerða, og stoppa skipin þá í slipp í 2—5 daga og eru þau þá ým- ist tekin út á hliðarstæði eða höfð í sjálfum sleðanum, meðan viðgerð fer fram. Enn sem komið er, þá er þessi hluti fiskiskipa- flotans svo nýlegur, að lítið er um stærri „klassanir“, sem taka töluvert lengri tíma. Ganga má út frá bvL að dráttarbrautirnar hafi næg hliðarstæði fyrir þessar „klassanir“, þegar að þeim kem- ur, enda vart að ætla, að vinnu- afl sé fyrir hendi til fullkom- innar nýtingar á mörgum stæð- um. Hér verður því engin áætl- un gerð um þörf fyrir hliðar- stæði, heldur aðeins fyrir þörf flotans fyrir uppsetningar, en áætlunin miðuð við 2.5 upptök- ur á skip árlega og 170 skip yfir 110 tonn, eða samtals 425 upp- tökur. Miðað við upptökumögu- leika, sem, eins og að framan greinir, eru um 480, er því vel séð fyrir þessari þörf. Auk þeirra brauta, sem hér hef ur verið getið, eru ákveðnar framkvæmdir við dráttarbrautir á Akureyri og í Hafnarfirði. Á Akureyri verður byggð stór braut, sem á að geta tekið upp í 800 tonna skip í hliðarfærslu og allt upp í 2000 fenna skip í dráttarbrautarsleðann. Fram- kvæmdum við þessa braut á að verða fulllokið á árinu 1968. í eldri braut, sem fyrir er á staðn- um, er hægt að taka allt að 120 tonna skip, en framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri gerir ráð fyrir, að upptök- ur í nýju brautina verði varla færri en 100 árlega, en afkasta- geta hennar getur raunverulega verið miklu meiri. Dráttarbrautin í Hafnarfirði er gert ráð fyrir, að geti tekið skip allt upp í 5—600 tonn. Þar eru áætlaðar um 80 upptökur á ári. Brautinni á að vera fulllokið 1970. í þessum 2 brautum, þ.e. á Akureyri og í Hafnarfirði, bæt- ast þannig við möguleikar til am 180 uppsetninga á ári, lágt áætlað, en það jafngildir þjón- ustu við um 70 skip. Erfitt er að áætla fjölgun fiskiskipa næstu árin, en vart fjölgar fiskiskipum, yfir 110 tonn, um 70 á skemmri tíma en 3—5 árum. Sé gert ráð fyrir fjórum árurn, verður þörf in í árslok 1971 fyrir 600 upp- setningar alls, en hins vegar möguleikar á 750 uppsetningum. Þetta þýðir nokkurn veginn, að þörfinni yrði fullnægt fram til 1974—75. Af þessu, sem nú hefur verið sagt, má sjá, að við eigum ekki á næstu árum að þurfa að senda fiskiskip okkar til útlanda til þess að fá viðgerðarþjónustu. Ennfremur, að íslenzkar skipa- smíðar eru verulega í uppsigl- ingu. Við þessa merku iðnþróun f landinu vil ég bæta því við, að Landssamband skipasmíðastöðva hefur leitað eftir aðstoð Iðnþró- unarráðs, til þess að stöðvarnar geti hafið „seríubyggingu“ á skipum, en þær telja sig hafa möguleika til þess að byggja 12 skip á 2 árum af sömu gerð, en verði að því ráði horfið, telja þær sig geta lækkað byggingar- kostnaðinn um 10%. Ég geri ráð fyrir þvi, að stöðvarnar sjálfar muni efna til markaðskönnun- ar á næstunni, en Iðnþróunar- ráð muni samtímis gera ráðstaf anir til þess að kanna fjáröflun- armöguleika, til þess að slíkar ,seríu.byggingar‘ geti átt sér stað hér innanlands. Við sjáum m.a. hversu þýðingarmikil hin inn- lenda skipasmíði er, ef haft er f huga, að við þurfum að byggja árlega um 20 skip, sem kosta e.t.v. nálægt 20.000.000 krána, eða alls um 400.000.000 króna. Þá er gert ráð fyrir, að helming- ur af þessu kostnaðarverði wkipa sparnaði um 200.000.000 króna. þau smíðuð innanlands, en það samsvarar árlegum gjaldeyris- sparnaði um 200.000.000 'jferóna. Hér vil ég geta þess, afS fisk- veiðasjóður og Fiskifélag íslands hafa skipað nefnd til þess að kanna hvers konar gerð fiski- skipa muni henta hér bezt, og munu fulltrúar Landsi/ambands skipasmíðastöðva hafa samxáð við þessa nefnd. Ég læt nú lokið máli mínu um þennan merka þátt iðriþróunar á íslandi, s,em orðið hefur á síð- ustu 3—4 árum. RÁÐSTAFANIR TIL AÐ EFLA VEIÐARFÆRAIÐNAÐ Því miður er ekki sömu sögu að segja um iðnþróun á öðru sviði í tengslum við útgei'ðina. en bar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.