Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967.
27
Ályktanir Þjó5málastefnn Vðkn
Alyktun um
stjórnarskrármál-
efni
ÞJÓÐMÁLARÁÐSTEFNA Vökn
leggur áherzlu á aö hið fyrsta
Terði hafin heildarendurskoðun
Stjórnarskrár lýðveldisins ís-
lands og harmar jafnframt það
sinnuleysi, sem þessu brýna máli
hefur verið sýnt allt frá stofnun
lýðveldsins. Meginþætti núgild-
andi stjórnarskrár má rekja
tii upphafs 19, aldar og er ein-
sýnt, að nútíma þjóðfélagi hæfir
ekki að öllu leyti sá stakkur,
sem þá var sniðinn.
Við væntanlega endurskoðun
stjórnarskrárinnar verði enn
byggt á þeim meginatriðum,
sem stjórnskipun ríkisins hvíl-
ir á; lýðræði, þingræði og þrí-
greiningu ríkisvaldsins.
Þjóðmálaráðstefna Vöku legg
uir áherzlu á eftirtalin atriði:
1. Vald forseta íslands við lausn
stjórnskipulegra erfiðleika
verði skýrgreint nánar en nú
og vald. hans við stjórnar-
myndanir aukið.
2. Tekið sé til athugunar, hvort
forseta lýðvelidsins skuli veitt
frestandi neitunarvald á lög-
gj af armálefnum.
3. Tekið verði til afhugunar,
hvort ekki sé rétt að afnema
deildaskiptingu Alþingis og
þá jafnframt tryggt, að máls-
meðferð verði ekki óvandaðri
en nú er. Ráðnir verði til AI-
þingis lögfræðilegir ráðunaut
ar, er aðstoði við undirbún-
inig og samningu löggjafar.
4. Starfsaðstaða stjórnarandstöð
unnar verði viðurkennd í
stjórnarskránnL
5. Búsetuskilyrði kosningarétt-
ar til Alþingis verði færð til
samræmis við kosningaréttar
skilyrði til sveitarstjóma.
6. Grundvallarskipan dómsvalds
ins sé ákveðin í stjórnarskrá.
7. Ráðstefnan telur, að efla
þurfi eftirlit með einstökum
handhöfum framkvæmdar-
valdsins og bendir í því sam-
bandi á stofnun embættis
„umboðsmanns Alþingis“.
8. Tillögur til stjórnarskrárbreyt
inga verði lagðar undir
þjóðaratkvæðL
9. Mannréttindaákvæði stjðrnar
skrárinnar verði endurskoðað
til samræmis við það, sem
fullkomnast þekkist með öðr-
um þjóðum.
10. í>essi verði gætt, að fram-
kvæmdavaldið geti á örugg-
an hátt gegnt þeirri frum-
skyldu að halda uppi lögum
og rétti í þjóðfélaginu.
11. Stjórnskipunarvenjur, er
varða afstöðu og starfskipt-
ingu milli æðstu handhafa
ríkisvaldsins, þ.á.m. um
þingræði og úrskurðarvald
dómstóla um stjórnskipu-
legt gildi laga, verði lögfest
ar í stjórnarskránnL
Ályktun um
málefni stúdenta
L
Þjóðmálaráðstefna Vöku, hald
in í Reykjavík 4.-5. marz 1967,
vekur athygli á:
að einungis 10% af 20 ára ald-
ursflokki Ijúka hérlendis
stúdentsprófi að meðaltali ár
hvert. Sambærileg tala í ná-
grannalöndunum er 16-17%;
að aðeins 35,7% innritaðra stúd-
enda við Háskóla íslands
ljúka kandidatsprófi að með-
altalL
Ráðstefnan bendir á, að auk-
in og betri menntun, aukin sér-
hæfing og sérþekking er undir-
staða stöðugra framfara og auk-
innar velmegunar í nútíma
menningarríki. Því er það
vandamál alþjóðar, að laða fleiri
og fleiri til langskólanáms.
Hlutfallistala stúdenta svo og við
koma kandidata sýnir greinilega
að vandamálið er alvarlegt og
brýnt. _
n.
Ráðstefnan vekur athygli á:
að þeir, er langskólanám stunda,
geta ekki helgað sig eðlilegu
heimilis- og fjölskyldulífi
fyrr en 5-10 árum síðar en
aðrir þjóðfélagsþegnar.
að nám hvers stúdents dregst
oftast nær óþarflega mikið
á langinn, vegna mikillar
vinnu með námL
Ráðstefnan bendir á, að ungt
fólk fer ekki í langskólanám af
hugsjón einni saman. Því er von
um betri kjör og lífsafkomu það,
sem hvað þyngst er á metunum.
Ráðstefnan ályktar því að
skoða 'beri aðbúnað stúdenta og
lífskjör og afkomu kandidata í
nánu samhengi. Til að gera
langskólanám eftirsó'knarvert og
til að nýta námstímann sem
bezt, verður að gefa stúdentum
tækifæri til að lifa mannsæm-
andi lífi á íslenzkan mælikvarða,
án þess að það komi niður á
námi þeirra, og síðan að greiða
sérstaklega fyrir menntun
þeirra, þegar þeir hefja störf í
þjóðfélaginu.
m.
Ráðstefnan bendir á:
að aðbúnaður að félagslegum
þörfum stúdenta hefur lítið,
sem ekkert breyzt sl. 215 áir,
Strigoskór
Lágir og uppreimaðir.
Allar stærðir nýkomnar.
KVENGÖTUSKÓR,
gott úrvaL
KARLMANNASKÓR
og
KARLMANNASANDALAR
SWSMSMinJMM
'uunn&3 ihc^i Q
en á sama tírna hefur fjöldi
stúdenta nær þrefaldast;
að fjárhagsstuðningur þjóðfélags
ins við stúdenta hefur á
undanförnum áratugum ver-
ið með þeim hætti, að þeir
hafa orðið að afla sér tekna
samhliða námL
Ráðstefnan fagnar því fram-
komnum tillögum í Stúdentaráði
og Háskólaráði um Stúdenta-
stofnun. Telur ráðstefnan til-
löguna þá raunhæfustu, er fram
hefur komið hérlendis til að
bæta úr aðbúnaði stúdenta við
H.Í. Hvetur ráðstefnan stúd-
enta til að standa fast saman
um þessa tillögu, svo að koma
megi Stúdentastofnun heilli í
höfn.
Þá lýsir ráðstefnan eindregn-
um stuðningi sínum við frum-
varp til laga um Lánasjóð ísL
náunsmanna, er nú liggur fyrir
AlþingL Telur ráðstefnan þá til-
högun, er gert er ráð fyrir í frum
varpinu líklega til árangurs á
þessu sviðL en hvetur um leið til
þess að reynt verði að ná mark-
miði lagana á sem skemmstum
tíma.
IV.
Ráðstefnan fagnar þeim
breytingum, er gerðar hafa ver-
ið á félagslegum samtökum
stúdenta og leggur til að endur-
skoðun fari fram á lögum
Stúdentaráðs með tilliti til feng-
innar reynslu undanfarið ár
samhliða breytingum, sem gera
verður með tilkomu Stúdenta-
stofnunar. Þá hvetur ráðstefnan
til samstarfs milli S.H.Í.' og
S.Í.S.E. á þeim sviðum er eðli-
legt þykir og aðstæður gefa til-
efni tiL
©
9
Komvörumar firá General Miíls fáið þér í
hverri verzlun. Ljáffeng og bœtiefinarík
fieða fyrir alla jjölskylduna.
HtlLDSÖLUBIRGÐIR
)) EHSgM & WBM (dgff
DANISH
GOLF
Nýr stór! gódur
smávinaill
Smávindill {réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gæðatóbakL DANISH GOLF, nýr, stóri
SmávindilljSem ánsegja erad kynnast.DANISH GOLF
erframleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir i mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kaupid i dag DANISff GOLF i þagilega 3stk.þakkanum.
cgj|
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK