Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 4
JÆORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1967. , 4 BÍLALEIGAN -FERÐ- Daggjald kt. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDUM SVIAOIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 "" t-O6lM11-44-44 mUF/Ð/fí Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31100. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 1J. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sfffif 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Snndlaugaveg 12. Stmi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f~/-ífíGAM l&M.Mlz’St' RAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 Langavegi 65. Óheiðarleg gagnrýni Málspekingur einn (nafn- laus) hefur undanfarið gagn- rýnt málfár bíaða og utvarps (aðallega sjónvarps, af ein- hverjum ástæðum) í sunnu- dagsfylgiriti ,Tímans‘. Hann hefur orðið uppvís að því að kenna Morgunblaðinu það, sem í Tímanum stóð, (þegar hafísinn rak „inn yfir landið“), svo að eitthvað skjöplast þeim skýra manni við hina ströngu gagnrýni sína. Hann skyldi þó aldrei vera að flýta sér svo mikið, að hann rugli saman jafngerólíkum blöðum sem Morgunblaðinu og Tímanum? Aldrei flýta blaðamenn sér svo mikið. í seinasta þætti hans kastar þó átján yfir, þegar hann birtir (til marks 'am málvillur Morg- unblaðsins) dæmi, sem valin eru úr ádeilubréfi í dálkum Velvakanda. Hver heilskyggn maður (og þá ekki sízt gagn- rýnandi málfars) hlaut að sjá, að bréf þetta var samsett til háðungar blaðamönnum og þýð endum. Það moraði í hvers kon ar ambögum og málvillum, og hefði gagnrýnandinn því auð- vitað átt að birta það allt frá upphafi til enda. En hann hefur e.t.v. ekki komið auga á nema þessi tvö dæmi, sem hann til- færir? Þá ætti hann að lesa ís- lenzku og læra betur. Bréfrit- arinn þóttist vera að herma eftir heimskudálkum á borð við „í fréttaspegli Tímans", eða hvað hann nú heitir, þar sem hrá enska og danska skín hvar- vetna í gegn, auk þess sem íslenzk orðtök eru rangfærð og misskilin, og léleg málkennd ræður pennanum. Nei, slíkum gagnrýnanda er sannarlega sæmst að fella skrif sín niður, nema hann bæti ráð sitt. Óheiðarleg gagnrýni bætir ekki málfar blaða og útvarps. Leiðrétting við athugasemd „Ungur Reykvíkingur", sem fékk hér húsaskjól á þjóð- hátíðardaginn, sendir Velvak- anda skammarbréf og segir mál sitt hafa verið úr lagi fært. Hann segijt alls ekki hafa sagt: ,í íslenzku kemur neitunin eins snemma í setningunni og kost- ur er‘, heldur: „í íslenzku kem- ur neitunin eins seint í setn- ingunni og kostur er“. Við nána athugun á handriti hans kemur í ljós, að svo sagði hann, — en hvernig væri að skrifa skýr- ar eða verða sér úti um ritvél? Þá kveðst hann hafa skrifað: „Nátthagavatn er nafn, sem ætti ekki að falla í gleymsku", — en ekki: „sem ekki ætti .. “. Þetta mun rétt. 'Ar „Keflavík á Reykjanesi“ „Gamall þulur“ kom með eftirfarandi bréf til Velvak- anda í gærmorgun: „Velvakandi góður! Ég hafði gaman af bréfinu frá Dorra í dag, en þess hefði hann mátt láta getið, að það eru hinir „opinberu aðiiljar", sem ganga á undan í örnefna- brenglun og öðrum villum samskonar. Er það ekki vega- málaskrifstofan, vegaþjónustan, útvarpið og aðrir aðiljar, laun- aðir af almannafé, sem verstir eru? Og þið blaðamennknir apið auðvitað eftir í hugsunar- leysi í trausti þess, að „þeir“ viti betur. Hinn frægi vegur „yfir Lyngdalsheiði" var til- búningur „hins opinbera", sem allir hermdu, án þess að hugsa um það, að Lyngdalsheiði sést varla frá umræddum vegi. Og nú undanfarin tvenn jól höfum við Suðurnesjamenn orðið að hlusta á þá hörmung í sjálfu Rikisútvarpinu, að ein- hverjar kirkjuklukkur væru að hringja „í Keflavík á Reykja- nesi“! Ég man nú ekki, hvort blessaðar klukkurnar voru að hringja inn jólin eða nýja árið. Sama er, hvílíkur fáráðlings- háttur! og á að endúrtaka þessa vitleysu ár eftir ár? Því ekki að segja „Reykjavík á Reykja- nesi“ eða „Landakirkja í Suð- urlandskjördæmi", „Önundar- fjörður nálægt ísafirði" o. s. frv.? 'Ar Er Reykjavík á Suðurnesjum? í útvarpsfréttum kl. 22.30 að fevöldi hins hins 17. júní var sagt, að veður hefði verið leið- inlegt í Reykjavík „og annars staðar á Suðurnesjum“. Hve- nær flutti höfuðborgin af Inn- nesjum út á Suðurnes? Nei, reynið ekki að nota stað arheiti og örnefni, nema líta fyrst á landabréfið eða spyrja kunnuga; annað er greinilega of hættulegt fyrir ykkur. Ég læt nú þessum bréfstúfi mínum lokið, en ekki bætti það skap mitt að heyra sjálft Rík- isútvarpið, sem ég greiði fé til, segja í íþróttaþáttum, að mig minnir sjálfan 17. júní, „máttu þeir enn einu sinni horfa upp á“ og „hann plataði hann frsun á völlinn". í von um birtingu, „Gamali þulur". Jæja. Velvakanda fer hú að þykja nóg um öll málvöndun- arbréfin, því að hann er ekki svo sterkur á svellinu sjálfur. Eitthvað bíður enn af slíkum bréfum, og verður vonandi rúm fyrir flest þeirra smám saman. Nú geta allir eignazt vélhjól Mobylette vélhjólin kosta frá kr. 7980-16900 Olafur Kr. Sigurðsson og Co. Stigahlíð 45 — Sími e.h. 38835. Er fluttur að Bræðraborgarstíg 26 (Gengið inn frá Holtsgötu). Viðtalstími kl. 9—10 og 1—4 nema laugardaga. Sími 1-9995. BJÖRN GUÐBRANDSSON, læknir. Fundarboð Aðalfundur Akurs h.f. (Sjálfstæðishússins Akur- eyri) verður haldinn 23. þ.m. kl. 5 e.h. í Litla salnum. STJÓRNIN. Breytt símanúmer Borgarspítalinn í Fossvogi Röntgendeild sími 81200 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Oskila hross hjá hreppstjóra Mosfellshrepps. 1. Rauður hestur mark, sýlt og tvíbitað framan bæði. 2. Jarpskjóttur hestur, járnaður. 3. Brúnsokkótt hryssa, um fjögra vetra. Hafi réttir eigendur ekki vitjað hrossanna fyrir 30. júní og greitt áfallinn kostnað verða þau seld á opinberu uppboði hjá hreppstjóra að Blika- stöðum, sem hefst kl. 14 þann dag. HREPPSTJÓRI. IBUDARHUSNÆDI óskast til leigu 5 LÍTIL EINBÝLISHÚS eða eða GÓÐAR ÍBÚÐIR, 5 EINSTAKLINGSHER- BERGI. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „19667“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.