Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 15
MOROUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. JUNt 1901. 15 Um 17. júní - hátíðahöldin og fleira árið 1945 OTflNTN 17. júní síðastliðinn héldu íslendingar hátíðlega af mikilli fcurteisi 23. ártíð lýðveldisins. Klukkum var hringt, Jóns Sig- urðssonar var minnzt með ræð- nm og blómsveigum, og kórar irm land allt kyrjuðu sálma og ættjarðarljóð. Það voru farnar skrúðgöngur, og lúðurþeytarar í Sveinn Björnsson litklæðum dilluðu göngufólkinu með hornakvaki. Trúðar og töframenn, leikarar, söngvarar og búktalarar skemmtu börnum og fullorðnum. Forsætisráðherr- ann og fjallkonan ávörpuðu þjóð ina. íþróttamenn kepptu um glæsta bikara, og hátíðargestum gafst kostur á að skoða „þarf- asta þjóninn" og arftaka hans á bifreiðastæðinu vestan iþrótta- leikvangsins. Síðan voru þeytt- ir sönglúðrar og sýndir þjóðbún ingar. Þegar komið var kvöld hófst dansskemmtan með sérstöku til- liti til unglinga, þar sem hljóm- sveit Ólafs Gauks lék fyrir dansi, og þar að auki tveir tón- listarflokkar aðrir, sem bera þau framahdlegu nöfn „Lúdó" og „Toxic“. Mig minnir, að um það leyti, er ég var að vaxa úr grasi, hafi þeir ,Lúdó-menn“ fcennti sig við hundkvikindi nokkurt sem frægt er í skrípi- myndum, og nefnt hljómsveit- ina ,,Plúdó“, en síðan fellt einn staf framan af og þannig fengið út nafnið „Lúdó“, sem reyndar er rammasta latína og merkir: JÉg leik mér". Hitt nýyrðið, „Toxic“, hefur ekki jafnléttúð- uga merkingu, því að enskt orð, sem er alveg eins skrifað þýðir á voru máli ,sem viðkemur eitri, eitraður". En þessi skrif eru nú farin að fjalla um annað en í upphafi var gert ráð fyrir. — Veðurguðirnir hafa löngum verið lítt hliðhollir útiskemmt- unum og hátíðabramibolti hér á landi, og 17. júní síðastliðinn gerðu þeir ýmsar mannanna fyrirætlanir að engu. í Vest- mannaeyjum, Stykkishólmi, Keflavík og víðar, varð að 'breyta eða jafnvel fella niður ýmis dagskráratriði. En þrátt fyrir öll veðurskilyrði var þjóð- in samtaka um að fagna þess- ari hátíð sjálfstæðisins og minn- ast hinnar löngu frelsisbaráttu, hver maður á sinn hátt. En nú væri ekki úr vegi að skyggnast lítið eitt aftur í for- tíðina, — ekki margar aldir aft- ur i tímann — heldur til ársins 1945, þegar fslendingar bjuggu sig undk að gleðjast yfir fyrsta afmæli Lýðveldisins fslands. Klukkan 1 eftir hádegi hinn 8. dag maímánaðar 1946, endur- varpaði ríkisútvarpið ræðu Churchills, þar sem hann til- fcynnti, að hinir stríðandi Þjóð- verjar hefðu lagt niður vopn og gefizt upp skilyrðislaust. Styrj- öidinni 1 Evrópu var lokið. Að vísu héldu Japanir, synir sólar- innar, stríðinu áfram, en það stríð var háð hinum megin á hnettinum, fjarri bæjardyrum ís lendinga, og snerti okkur ekki eins náið. Það var ekki fyrr en 1. september 1945, nákvæmlega 6 árum eftir að styrjaldarbrjál- æðið hófst, sem uppgjafarsamn- ingur Japana var undirritaður, og Japan hafði beðið ósigur í fyrsta sinn. Seinna um daginn fluttu for- seti íslands og forsætisráðherra ræður af svölum Alþingishúss- ins, og biskupinn yfir íslandi söng messu í Dómkirkjunni. Þessi farsælu endalok blóðug- ustu styrjaldar, sem mannkynið hefur háð, eru efalaust hið merk asta, sem við bar á fyrsta ári lýðveldisins. — Það ár hafði samt verið eftirminnilegt og við burðaríkt. Ný ríkisstjórn tók við völdum 21. október 1944, ný- skipunarstjórnin, sem mynduð var af þrem flokkum, Sjálfstæð- isflokknum, Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum. Hana studdu 32 þingmenn af 52. Forsætisráð- herra var Ólafur Thors, og aðrir ráðherrar í stjórninni voru Pét- ur Magnússon, Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Brynjólfur Bjarnason og Áki Jaköbsson. Á árinu hafði stríðið heimtað fórnir af Íslendingum, engu síð- ur en öðrum þjóðnum. — f nóv- ernber 1944 sökkti þýzkur kaf- bátur Goðafossi undan Garð- skaga, — skipið sökk á örfáum mínútum og 24 fórust. í febrúar- mánuði næsta árs var Dettifossi einnig sökkt, — þar hurfu í haf- ið 15 manns. En þrátt fyrir stríðið gekk 1íf- ið í landinu sinn gang. Snorri Hjartarson og Halldór Laxness og fleiri skáld gáfu út bækur, og Kjarval hélt málverkasýn- ingu, þar sem kaupendur voru álíka gírugir og hefði verið út- sala í áfengisverzluninni. Lárus Salómonsson, lögreglu- þjónn, skaut sel með skamm- byssu á 40 metra færi, — geri Oýrlingurinn og Harðjaxlinn bet ur, og húsvilltur minkur olli uppnámi á dansleik á Hótel Borg, þar sem kvenfólk stökk með hvíi og skrækjum upp á stóla og borð og stóð þar unz einn riddaralegur maður greip það sem endi var næst, brenni- vínsflösku, og greiddi minknum höfuðhögg, svo að hann lá í óviti. Þjóðhátíðardaginn, 17. júní 1945, bar upp á sunnudag. Vik- an fram að þeim degi leið án stórtíðinda, en eigi að síður er gaman að fletta Morgunblaðinu í þeirri viku til að sjá sjálft bæjarlífið endurspeglast, og reyna að lilfa sig inn í tíma sem eru liðnir og koma aldrei aftur. í Morgunblaðinu þriðjudag- inn 12. júní 1945 kennir margra grasa. Frétt dagsins er, að ástralskar hersveitir séu gengn- ar á land á Borneó. Þar er einnig skýrt frá því, að útsvörin séu lægri en í fyrra, og 50 skatt- greiðendum sé gert að borga 100 þúsund krónur eða meira í skatt og útsvar. Hæstu gjaldendur eru Kveldúlfur h.f. 2.612.487 kr., Fylkir h.f. 609.319 kr„ SÍS 436.723 kr., Bergþór E. Þorvalds- son, heildsali, 431.101 kr. og íSlippfélagið h.f. 428.979 kr. Þótt fæstum sé á móti skapi að komast í blöðin má gera ráð fyrir, að fáií vilji það til vinna að hljóta hæstu tölurnar í skatt- skránni til að fá nafnið sitt á prent. Vísitalan þennan góðviðrisdag í júní fyrir 23 árum hafði verið reiknuð og reyndist vera 275 stig. í Happdrætti Háskóla íslands var drætti í 4. flokki lokið, og hæsti vinningur, 15 þúsund krón ur kom á miða númer 1008. Næst hæsti vinningur var 5 þúsund krónur og auk hans voru ýmsir vinningar á 2000, 1000, 500, 320 og 200 krónur. Eins og venjulega var hægt að lesa í Morgunblaðinu ýmsar fregnir og auglýsingar úr skemmtanalífinu. Þeir, sem ekki hugðust sitja heima gátu valið um kvikmyndahús eða knatt- spyrnu: Knattspyrnumót Reykja Víkur í kvöld kl. 8.30 — KR og Valur. KR vann síðast. Vinnur Valur nú? Þeir, sem ekki höfðu áhuga á gönguferðum eða kaffihúsaset- um, gátu valið um þrjú kvik- myndahús. Nýja bíó: Ali Baba og hinir 40 ræningjar. (Litskreytt æfin- týramynd. Aðalhlutverk: Jon Hall, Maria Montez og Thuran Bey. Sýnd kl. 5, 7 og 9). Tjarnarbíó: í háalofti. (Bráð- skemmtileg músik-, dans-, trúða- og fimleikamynd með Eleanor Powell. Sýnd kl. 5, 7, og 9). Gamla bíó: Hrói Höttur. (Lit- mynd með Erroll Flynn kl. 5). Viðbúnir til atlögu. (Amerísk sjóhernaðarmynd. Bönnuð börn- um innan 14 ára. Aðalhlutverk: Robert Taylor og Charles Laugh- ton. Sýnd kl. 7 og 9). Þegar menn voru komnir á skrifstofuna miðvikudaginn 13. júní 1945, gátu þeir lesið í Morgunblaðinu, að daginn áður var Eisenhower ákaft fagnað 1 Lundúnum, er hann var gerður að heiðursborgara. Þar gaf einnig að líta frétta- tilkynningu frá rrkisstjórninni, þess efnis að Rögnvaldur Sigur- jónsson hefði haldið píanótón- leika í National Gallery of Art í Washingtonborg. Meira en 1000 gestir skutu upp kollinum, og að tónleikunum afstöðnum var gestamóttaka til heiðurs Rögnvaldi á heimili íslenzka sendiherrans. Önnur forsíðugrein skýrir frá því, að komið hafi upp úr kaf- inu, að fyrsta flugvél, sem Bandaríkjamenn skutu niður í stríðinu, var skotin niður yfir fslandi. Það afrekaði Joseph B. Shaffer nokkur flugliðsforingi, 14. ágúst 1942. Inni í blaðinu kennir margra grasa. Þar er löng grein tun bændaför Suður-Þingeyinga um Suðurland, og lítil klausa, sem flytur þann fagnaðarboðskap, að heilsufar manna á Bretlandi sé nú allgott. Framhaldssagan heitir „Á sama sólarhring“ eftir Louis Bromfield og þetta er 66. hluti hennar. Hjá Haraldi Hagan, Austur- stræti 3, er sérstaklega fallegur silfurrefur til sölu. Á vellinum kvöldið áður tókst Val að hefna fyrri ófara með því að sigra KR með 4:0. Dansleikur á Röðli í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar á staðnum, Hljóm sveit hússins. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Gift eða ógift“ — skopleik 1 þremur þáttum eftir J. B. Priest ley kl. 8. Tjarnarbíó hefur skipt um myndir og sýnir nú kl. 5, 7 og 9 „Mongólíu", rússneska þjóðlifs- mynd frá Mongólíu, og rússnesk- ar fréttamyndir í kaupbæti. Og þannig leið hinn 13. júni 1945 hér í Reykjavik, öðrum dög um líkur, en þó einstæður og óafturkallanlegur. Fimmtudaginn 14. júni var frá því skýrt, að ákveðinn hefði ver ið staður og stund fyrir ráð- stefnu „hinna þriggja stóru“ til að þeir gætu ákveðið, hvernig málum skyldi skipað að stríðinu loknu, en ekki er sagt hvar né hvenær sú ráðstefna skuli hald- in. Þá er einnig tilkynnt, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði settur kl. 5 um daginn í sýningarsalnum við Kirkju- stræti. Formaður flokksins, Ólaf ur Thors forsætisráðherra, ræð- ir stjórnmálin frá síðasta lands- fundi. í síðustu viku lönduðu tíu botnvörpungar í Englandi. Gengi sterlingspundsins er 26.22 krón- ur. I.K. dansleikur verður í Al- þýðuhúsinu í kvöld kl. 10. Ólafur Thors Gömlu og nýju dansarnir. Að- göngumiðar frá kl. 6. Sími 2826. Ölvun bönnuð. Tjarnarbíó hefur nú enn skipt um mynd og sýnir hið ágæta sjónarspil „Söng vegfarandans“, og Silli & Valdi auglýsa vanillu- stengur, stórar og safamiklar. Þannig leið vikan fram að 17. júní 1945. Þegar hann rann upp var ekki útlit fyrir gott veður, fremur en árið áður, en er leið á daginn glaðnaði til, og úti- skemmtanirnar fóru fram I Hljómskálagarðinum af mikilii prýðL Þjóðhátíðarnefnd hafði ákveð ið, hvernig hátíðarhöldunum skyldi háttað: 8.00 Fánar dregnir að hún. 1.30 Biskupinn yfirt íslandi, dr. Sigurgeir Sigurðsson, mess ar í Dómkirkjunni. 2.10 Forseti fslands leggur blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. 2.20 Forsætisráðherra og borg- arstjóri flytja ræður af svölum Alþingishússins. 2.45 Gengið verður í skrúð- göngu til íþróttavallar. 3.00 17. júní mótið sett að við- stöddum forseta íslands. 8.30 Kvöldskemmtanir hefjast 1 Hljómskálagarðinum. Sig- urður Eggerz, fyrrverandi forsætisráðherra, flytur ræðu. Almennur söngur undir stjórn Páls ísólfssonar. (Þjóðkórinn). Lárus Pálsson leikari og fleiri lesa ættjarðarkvæði. Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur syngja. Lúðrasveit Reykjavíkt’r leikur og Pjetuir Jónssoni óperusöngvari, syngur við undirleik hennar. Að þessum dagskráratriðum loknum var stiginn dans til kl. 2:00 eftir miðnætti á 300 fer- metra stórum palli, sem reistur hafði verið í tilefni dagsins. Þjóðhátíðarnefnd hlutaðist til um, að engar félagsskemmtanir væru haldnar í samkomuhúsum bæjarins og skoraði á borgarana að neyta áfengis í nófi og á bqrn, þeirra að ganga um með lþla íslenzka fána til að gera sitt til að auka á hátíðarblæ dagsins. Þennan 17. júní fyrir 23 árum brautskráði Verzlunarskóli fs- lands stúdenta í fyrsta sinn. Hópurinn var ekki ýkja stór, — sjö nýstúdentar, sem ásamt félögum sínum í Menntaskólan- um í Reykjavík tóku þátt í há- tíðahöldunum þennan júnídag á fyrsta afmæli Lýðveldisins ís- lands. ^ — Þráinn. Þeir skemmtanasjúku hafa nú úr nógu að velja í næturlífinu: Frá hátíffarhöldunum 17. júní 1945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.