Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1967. 17 Stefunía H. Guðna- dóttir sjötug SJÖTUG er í daig Steíanía Hall- dóra Guðnadóttir, nú til heimilis að Kirkjuivegi 45 í Ketflaivík. Stefanía er fædd í Hælavík á Hornströndum, dóttir hjónanna Guðna Kjantanssonar og Hólim- fríðar fsleifsdóttur. Hún ólst u.pp hjá foreldrum sínum oig átti heimili hjá þeim þar til hún gitftist ■ Sigurði Sigurðssyni, sem einnig óLst að mestu leyti upp í Hælavík. Þau gengu í hjóna- band 5. nóvem'ber árið 1917 og bjuggu í Hælavík til ársins 1936, er þau fliuttiust til Hesteyrar. Þar var Sigurður símstöðvarstjóri næstu 10 árin. Börn þeirra hjóna urðu 13, en 2 þeirra létust í bernsku. Hin eru öll uppkomin og búsett víðs vegar um landið. Má geta þess, að elzta dóttir þeirra er hin landsikunna skáLdkona, Jafcobína Sigurðardóttir. Það liggur í augum uppi, að hlutverk Stefaníu var engan veginn létt eða auðvelt á með- an börnin voru að vaxa upp. En hún var vandanum fyllilega vax in og lá aldrei á liði sínu. Marg- ir foreldrar hafa vafalaust getf- ið börnum sínum meiri jarð- neska fjármuni að veganesti út í lífið en þau Stetfanía og Sig- urður gerðu. En þó hygg ég, að þau hafi mjög mörgum börnum auðugri að heiman farið úr for- eldrahúsum. Því að svo nauðsyn legir og nytsamir sem fjármun- irnir eru, þá hafa þó hin and- legu verðmæti langtum meira gildi, þegar út í lífið er komið. Það var m.a. skoðun Stefaníu og Sigurðar, að hiklaust má full- yrða að reynslan hafi sannað þeim, að sú skoðun var ekki á sandi reist. Árið 1946 fluttust þau hjónini alfarin atf Ströndunum ' og sett- ust að í Keflavík. Þar beið þeirra það þungbæra hlutskipti, að Sigurður var rúmliggjandi sjúklingur í meira en áratug. samfleytt. AUan þann tima stóð Stefania traustan vörð við sjúkrabeðinn og hjúkraði manni sínum af þeirri ástúð og um- hyggju, sem aldrei biiaði eða brást. Fyrstu kynni mín af Stefaníu urðu á þann veg, að mér varð fullljóist, að þar var engin með- almanneskja á ferð hvað gáfur snerti. Og nánari samskipti við hana og heimili hennar hafa leitt það ótvirætt í ljós, að hún er gædd miklu líkams- og sál- arþreki. En það sem mér finnst þó mest um vert, í fari hennar, er góðvild hennar í alira garð, góðhugur og sálargöfgi. Hún er í hópi þeirra alitotf fáu, sem breiða birtu í kringum sig og hafa bætandi áhrif á allt um- hverfi sitt. Sjálf vill Stefanía ekkert af sínum verðleikum vita og alis ekki um þá ræða. „Hafi mér auðnazt að koma einihverju góðu til leiðar í lífinu“. segir htin, „þá er það ekki mín dyggð, heldur er það Homum að þakka, sem yfir okkur öllum vakir, — Hanum, sem hefir leitt mig, stutt mig og blessað á liðnu æviskeiði. Kæra Stefanía mín. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni. Þú og þið hjónin hafið glatt og styrkt trú mína og sigurmátt hins góða í tilverunni. Guð blessi þig á merkum tíma mótum og haldi héðan í frá sem hingað til verndarhendi sinni yfir þér og þínum. Þess skal að lokum getið, að Stefanía verður ekiki heima í dag. En laugardaginn 24. þ.m. dvelur hún að Vestur-götu 2il í Keflavíik og tekur þá á móti vinum sínum, sem vilja flytja henni hamingjuóskir í tiletfni af mælisins. Bj. J. - UTAN UR HEIMI Framihald af bls. 14. á hæð og rödd hans og útlit svipar mjög til John F. Kennedy. Hinn látni forseti sagði eitt sinn um gamanleik- arann Vaughn Meader, sem vanur var að herma eftir hon- um, að „hann líktist meira bróður mínum Teddy“. Limaburður Edwards, handahreyfingar hans, þegar hann vill leggja áherzlu á eitthvert atriði, minna á John Kennedy. Á tímabili var talsvert rætt um Edward sem hugsan- legt forsetaefni á göngum Öldungadeildarinnar og í siðdegisveizlum, en það tal rénaði síðan aftur. Edward sjálfur skýtur sér undan spurningum varðandi mögu- leika hans sjálfs eða bróður hans á því að komast í fram- boð sem forsetaefni. Hvað er takmark hans sjálfs? „Það sem ég er að reyna að gera í Öldungadeild inni er að vinna uppbyggj- andi starf fyrir landið og heimafylki mitt“. Samstarfsmaður Kennedy- anna setur málið skýrar frarn: „Teddy hefur ekki verið næstvaldamesti maður landsins, — en það hefur Bobby verið. Hann veit hverju hægt er að koma í framkvæmd í Hvíta húsinu". Róbert Kennedy tók sæti í Öldungadeildinni áTÍð 1964. Hann var þá þegar fræg per- sóna í opinberu lífi og átti að baki feril sem dómsmála- ráðherra, og samband hans við Johnson forseta var orð- ið þvingað. Edward kom til Washing- ton, þegar Jóhn F. Kennedy tók við í Hvíta húsinu og all- ur stjórnmálaheimur borgar- innar beið eftir að Edward yrðu á fyrstu mistök sín. Hann leys-ti þann vanda mieð því að halda sig frá Hvíta húsinu og taka við hinu lítft áberandi hlutverki nýliða í Öldungadeildinni. Hann ræddi aðeins við blaðamenn frá heimafylki sínu og forð- aðist meira að segja sjón- varpsmenn. Hann leysti atf hendi hið lítilvæga starf nýliða í deild- inni að sitja í forsæiti á hinum langdregnu fundum. Þar var hann 22. nóv. 1963, þegar skilaboð komu um, að Kenne- dy forseti hefði verið skotinn. Edward fékk fregnina frá dyraverði í Öldungadeildinni og bað samþingmann sinn að taka við forsæti og hélt út úr salnum. Jafnvel þá voru fjórir mán- uðir, unz hann flu'tti fyrstu meiriháttar ræðu sína í deild- inni. Hún fjallaði um hinn látna bróður hans og mann- réttindafrumvarpið. „Hann lagði líf og sál í þetta frum- varp“, sagði Kennedy með rödd, sem skalf af geðshrær- ingu. Hlé varð á stfarfi hans í deild inni fyrir þrem árum vegna slyss, sem hann varð fyrir. Hann hryggbrotnaði 1964 í flugslysi í Massachusetts og var ekki vinnufær í sex mán- uði. í slysinu fórust tveir menn. Sími var eina vopn Ed- wards í herferð hans til að ná endurkosningu til sex ára. Hin ljóshærða kona hans, Joan, og her sjálfboðaliða sáu um kosningaundirbúninginn. Kennedy var ennþá á sjúkra- húsinu, þegar hann var end- urkjörinn af kjósendum í Massachusetts með 11 þúsund atkvæða mun, en það er mesti atkvæðamunur, sem nokkur frambjóðandi til Öldunga- deildarinnar hefur fengið í Massachusetts. Með spelkur við bak sÞt hélt Kennedy aftur til Öld- ungadeildarinnar, er 89. lög- gjafarþingið hófst. Hann not- ar ennþá spelkur til stuðnings bakinu, en þrátt fyrir meiðsl- in hefur hann farið á skíði og leikið knattspyrnu. AUGIYSINGAR SIMI SS*4*8Q Börn sem verða á öðru íiámskeiðlnu á Jaðri u greiði vistgjöld sín 21. — 23. júní kl. 4—5.30. NEFNDIN. ATVINNA Fólk vant fiskflökun eða flatningu óskast strax. Mikil vinna. HJALLANES H.F., Kópavogi Sími 40760. Málverkasýmng Höfum opnað kynningarsýningu með 20 málverk- um eftir Sigurð Kristjánsson, listmálara. Þetta eru allt olíumálverk flest stór. MÁLVERKASALAN, Týsgötu 3 — Sími 17602. Til leigu Tvö samliggjandi og eitt sjálfstætt skrifstofuher- bergi eru til leigu rétt við Miðbæinn. Upplýsingar í síma 16694. Iðnaðarhúsnæði á jarðhæð rúmlega 300 ferm. að stærð til sölu eða leigu. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 24. þ.m. merkt: „Iðnaðarhúsnæði —- 768“. Höfum flutt timburaf- greiðslu okkar að Skeifunni 8 ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF. Klapparstígur 11 Lausar 'ibubir o. fl. í húsinu nr. 11 við Klapparstíg eru til sölu 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir á hagstæðum skilmálum. Einnig er þarna um að ræða hentugt verzlunar- eða skrifstofuhúsnæði, svo og til margs koha rannarrar starfsemi. Allt í I. fl. standi og laust nú þegar. Til sýnis kl. 3—4 og 8—10 e.h. Upplýsingar gefur Austurstræti 20 . Sirni 19545 VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA Franskir bakpokar Vönduðustu pokar á markaðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.