Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIjAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1967. För Voznesenskys til New York hindruð Mosikivu, 20. júní — AP VESTRÆNIR sérfræðingar í menningarmálum í Moskvu létu aS því liggja í dag, að Sovét- stjórnin hefði komið í veg fyrir að Andrei Voznesensky, skáldið unga, færi til New York eins og fyrirhugað var, vegna dvalar Alexeis Kosygins, forsætisráð- herra þar í borg. Voznesensky átti að koma til New York á morgun og lesa upp úr ljóðum sínum á sumar- hátíðinni í Lincoln Center. í gær, mánudag, barst stjórn Lín- coln Centers skeyti, þar sem sagði: „Get ekki komið — Voznesensky". TaLsmaður sovézka rithöÆunda satmbandsins, sem hefur alla uim sjón með ferðum rithöfunda og skálda, sem aðild eiga að þeim, sagði, að Voznesensikiy gæti ekki farið vegna veikinda, en vint- ur hans einn vestrænn, reeddi við hann í sírna í dag og komst a@ raun um, að hann vár við beztu heilsu. Þegar vinurinn s-purði Vozneset.sky um fyrir- huigaða ferð hans til New York, vilidi hann ekkert um hana segja. Fregnir höfðu borizt um það til New Yonk, að afturhaildss-am- ir aðilar í rithötfundasamband- inu h-efðu komið í veg fyrir, að Voznesensky færi, en sú sikýr- ing er talin óisennileg, að minnsta kos-ti í hópi vesitrænna sérfræð- inga í Mosfcvu. Þeir benda á að Voznesensky hafi síður en svo verið í ónáð hjá menningaryfir- völdunum að undanförnu, enda þótt hann sé sami þrákáltfurinn og frjélslyndur sem áður. Hann hefur þó ekkent Mtið til sín taka deilurnar milili afturha-lidssamra og frjálslyndra menntamanna. Ribhöfundasambandið hafði fyr.ir viku beðið bandaróska sendiróðið að útbúa vegabréfs- áritun fyrir Voznesensky, vegna þes-sarar ferðar hans, sem er hin þriðja til Vesturlanda á númu ári. Hins vegar s-sndi samband- ið svo aldrei vegabréf hans til sendiráðsins, eins og um var talað — en þá hafði Kosygin, forsœtisráðherra, ákveðið s-kyndi lega að fara til New York og halda rœðu á AMisherjarþi-nginu. Telja vestrænir sérfnæðingar í Mos'kvu lang láklegast að stjórnin sjálf hatfi kornið í veg fyrir för sikáldsins. Kosningaskemmtun starfsfóíks D-listans SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til tveggja kosn- ingaskemmtana fyrir þá fjölmörgu sem störfuðu fyrir D-listann fyrir og á kjördag í Reykjavík. Kosningaskemmtanirnar verða í Lídó og Hótel Borg föstudagskvöld, 2. júní kl. 8.30. Ómar Ragnarsson skemmtir og Finninn Manu sýnir akrobatik Miðar eru afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu v/ Austurvöll (2. hæð) milli kl. 9 — 6. Sjálfstæðisflokkurinn. Unglingadansleikur DANSLEIKUR verður haldinn í kvöld 21. júní í Sig- túni fyrir þá fjölmörgu unglinga sem störfuðu fyrir D-listann fyrir og á kjördag. Dansleikurinn hefst kl. 20 og lýkur kl. 23.30. Dátar leika fyrir dansi og Finninn Manu sýnir akrobatik. Miðar verða afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í Sjálfstæðishúsinu v/ Austurvöll (2. hæð) milli kl. 9 — 6 í dag. Sjálfstæðisflokkurinn. Sigurður með guUverðlaunin. Birgir ísl. Gunnailison Nýir hæstu- réttorlögmenn SL. föstudag 16. júní, luku próf- málum fyrir Hæstarétti tveir nýir hæstaréttarlögmenn, þeir Birgir ísl. Gunnarsson og Volter Antonsson. Birgir fsl. Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 19. júlí 19G6, sonur hjónanna Jórunnar ísleifs dóttur og Gunnars E. Benedikts- sonar hrl. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og emfoættis- prófi í lögfræði við Háskóla ís- lands 1961. Hann héfur setið í borgarstjóm Reykjavíkur og borgarráði síðan 1962 og jafn- framt rekið málflutningsskrif- stofu í Reykjavík. Voiter Antonsson er fæddur á Eyrarbakka 14. júní 1933 og eru foreldrar hans hjónin Anton Halldórsson, bryti, og Jónína Islendingur hlýt- ur gullverðlaun — á norrænni frimerkjasýningu NORRÆNA frímerkjasýningin, Nordien, var haildin í Tarnby ráðfoúsinu, dagana 1.—3. apríl sl. Þátttakendur á sýningunni voru frá öilum Norðurlöndunum og var keppt um mörg verðlaun, þeirra á meðal fánastöng með fána Reykjavíkurborgar, gefinn a-f borgarstjóranum í Reykjavík. Æðstu gullverðlaun sýningar- innar hlaut Sigurður H. Þor- steinsson fyrir póstsögusatfn sitt, þ.e. safn stimpla og heim- illda um upphaf pósts og póst- leiða á íslandi. Á alþjóðafrí- merkja sýningunni Amphilex 1967 hlaut svo íslenzki frimerkja verðlistinn, bronsverðlaun í bókmenntadeild sýningarinnar, en hann hetfur áður hlotið verð- laun á Wipa og Sipe frímerkja- sýningunum. ísland gekk i alþjóðasamtök frímerkjasa-fnari á þingi þeirra í Amsterdam 23. maí sl. Full- trúi íslands á fundinum var Sig urður H. Þorsteinseon. Hlýnandí loftslag útrým ir haftyrðli á fslandi Frú IVfaJa Egg- ertsson látin FRÚ Maja Eggertsson, eigin- kona Árna Eggertssonar ræðis- manns í Winnipeg lézt í fyrra- dag þar í borg. Útför hennar fer fram í dag. ÖRNINN er ekki eini fugl- inn, sem er að deyja út á íslandL Nýlega frétti Mbl. af því að haftyrðili sé að deyja út og bjafði það samband við Árna Waag, fuglafræðing og spurði hann um málið. Árni sagði, að líklega hefði haiftyrðillinn aldrei verið mjög algengur á íslandi. Hann er hánorrænn fugl, sem fylgir ísnum. Vitað er til þess, að hann hafi or-pið á tveiimur stöðum hér á 1-andi WimWmmz Sumar — í Skoruvík á Langanesi og í Grímsey. Haftyrðill er nú horfinn úr Skoruvík, en eft- ir munu vera 5 hjón í Gríms ey í mesta lagi. Almennt er talið — sagði Árni — að orsök þess, hversu haftyrðlinum fækkaði, sé sú, að veðurfar hefur farið hiýn- andi hér á landi. Fuglin-n, sem er hánorrænn eins og áður er sagt er í milljónatali á Spits bergen og Jan Mayen, þar sem hen-tugt lotftslag ríki-r. ÍS rúá si,?A * V"f Vctur .. :■ J * ■;■, iív;;;.;,'- - ;; ■ í grein, sem dr. Finnur Guðmundsson reit segir hann tfrá sambandi hlýnandi veður fars og breytingum á fjölda fuglategunda. Er talið að haf- tyrðill sé gleggsta dæmið um þetta samfoand, en ein-nig mun hávellu hafa fækkað eitt hvað hér á landi atf sömu á- stæðum. Haftyrðill er af svarttfugla- ætt og er þeirra lang minn-st- ur. Er hann lítið eitt stærri en skógarþröstur. svartur að otfan og hvítur að neðan í sumarbúningi eins og títt er um svartfugla. >ess má geta að algjörlega er bannað að ónáða hatftyrð- il við hreiður s.s. eins og með því að ljósmynda fugl- inn á hreiðri. Einnig er bann- að að ónáða örn, fálka og snæ uglu á hreiðri. Dregið hjá Lionsfélögum Dregið hetfur verið í happ- drætti Lionsumdæmisins á ís- landi. Þessi númer kom-u upp: 1. Flugferð Rvk.-Chicago-Rvk. nr. 1404. 2. Flugferð Rvk.-Brúss el-Rvk. nr. 12. 3. Kvikmynda- tökuvél nr. 247. 4. Kvikmynda- tökuvél nr. 233 . 5. Út-varpstæki nr. 628. 6. Borðkveikjari nr. 848. Volter Antonsson. Gunnarsdóttir. Hann varð stú- dent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1953 með 1. einkunn. Emfoættisprófi í lög- fræði lauk hann vorið 1959 með 1. einkunn. Hann stundaði um skeið blaðamennsku og kennslu, var frá 1963 lögfræðingur í Framkvæmdabanka íslands, nú Framkvæmdasjóði. Héraðsdóms- lögmaður varð hann 9. apríl 1963. Áiehstnr og bílvelta í GÆR kl. 18.35 var allharður árekstur á Reykjanesbraut á móts við svokaliaðan Setbergs- veg. Land-Rover og Volkswagen lentu þar saman með þeim af- leiðingum að Volkswagninn valt. Fernt var í bifreiðinni, sem valt og slasaðist eitt barn svo að flytja varð það á sjúkrahús. Land-roverinn ók norður Reykjanesbraut og gaf stefnu- ljós til hægri, en í sömu mund ætlaði hin bifreiðin fram úr. Kræktist stuðari Land-Roversins i afturbretti Volkswagnsins og valt hann a.m.k. tvær veltur að sögn lögreglunnar. f Volkswagninum voru hjón með 2 börn. Meiddust bæði börn in og kastaðist annað þeirra út úr bifreiðinni. Flytja varð það á sjúkrahús. Var Mbl. ókunnugt um meiðsli þess í gærkvöldL Árbæjorsaín opnar í dag ÁRBÆJARSAFN opnar í dag eftir veturinn. í sumar verður safnið opið alla daga frá kl. 2:30 til 6:30, nema mánudaga. f vetur hafa tvö hús bætzt í hóp þeirra, sem flutt hafa verið að Árbæ. Eru það Hábær. og Efstibær, sem stóðu á Skóivörðu holtinu. Vinnu við húsin er ekíki enn endanlega lo-kið og verða þau því ekki opin gesbum fyrst um sinn. Presta- stefnan PRESTASTEFNUNNI var fram haldið í gær og skiptust fundar menn í umræðuhópa. Umræðu- efni var helgisiðabókin. >á flutti gestur Prestastefnunnar, s-éra Gunnar Östenstad, starfsmaður Lútherska heimssambandsins, erindi, er hann kallaði: Ábyrgð kristins safnaðar. Prestastefnunni lýkur í dag. 17 þúsimd lesta skip í Hafnarfjarðarhöfn UNDANFARNA daga hefur leg- ið í Hafnarfjarðarhöfn 17 þús- und lesta enskt flutningaskip. Flutti það tilbúna húshluta, er fóru til Keflavíkurfluigval-lar. f gærkvöldi var svo væntanlegt annað skip af svipaðri stærð, og var það með sama farm. Eru þetta stærstu skip sem legið hafa í Hafnarfjarðarhöfn. Var a-llgott fyrir skipið að athafna sig i höfninni, sem mun vera ein dýpsta höfn landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.