Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1967.
—jtjornu
ólzipiÉ
EFTIR
KRISTMANN
GUÐMUNDSSON
ingin var fögiur kona, og skein
af svip hennar tign og göfgi.
En dóttir þeirra hjóna vakti þó
mesta athygli Ómars. Hún var
hávaxin, grönn og vaxtarfögur.
Hið silfurbjarta hár sitt bar hún
slegið niður um herðar og bak.
Áfallri persónu hennar ljómaði
svo hrein og töfrandi fegurð
að hugur íslendingsins fylltist
lotningu, er hann horfði á hana.
Andlitið var fjarska fíngert, og
þó svipmikið, augun mjög stór,
og blámi þeirra hreinn, Ijúfur
og taer. Tillit hennar virkaði á
hann eins og blessun. Er þau
horfðu hvort á annað þótti Óm-
ari sem hánn skynjaði lo’ks til
fullnustu það, sem frænlka hans
hafði sagt honum, um engla
Guðs. Þessi góðfagra stúlka
hefði vel getað verið ímynd
himneskrar ástar, þeirrar ást-
ar er þekkir hvorki losta né
girnd. Og umhverfi hennar gat
einnig minnt á hugmyndh
manna um Himinmn. Hreinleika
og tæra fegurð var hvarvetna
að líta, en fólkið og umhverfi
þess virtist laust við allt gróm.
En geimfararnir voru gestir í
þessari veröld og gátu aldrei átt
þar heima. Það vakti Ómari
ósjálfráða blygðun, er hann var
kynntur fyrir konungsfjölskyld-
unni, sem heilsaði honum með
handabandi, að taka í þessar fín
gerðu hendur með laftþéttum
vettlingum. Honum kom í hug
að í rauninni væru þeir félagar
allir mjög skoplegir á þesum
stað.
Þeir sátu veizlu í höllinni, en
gátu vitanlega einsikis neytt, því
að öll fæða var þeim eitruð, eins
og andrúmsloftið. En heimamenn
neyttu ávaxta og drykkjar, þeim
til heiðurs, og konungurinn sjálf
ur bauð þá velkomna í vingjarn
legri ræðu.
Ómar hlaut sæti við hlið prins
essunnar, og ræddu þau allmik-
ið saman. Rödd hennar var al-
varleg og blíð, en hún talaði
nær eingöngu um heimspekileg
efni. Á hnetti hennar hafði ver-
ið óslitin menningarþróun um
eina milljón ára, og þjóðin átti
miklar bókmenntir, er nutu
virðingar víðsvegar um sólna-
hverfið. Hún mælti reiprenn-
andi á tindra, en kunni auk þess
mikinn fjölda annarra tungu-
mála.
ómar Holt hlustaði sem í
leiðslu á orð hennar, en jafn-
framt var hann að velta því fyr-
ir sér hvernig færi, ef maður
frá súrefnisjörð og kona frá
chlorinehnetti festu ást hvort á
öðru.
Það var eins og hún hefði að
einihverju leyti lesið hugsanir
hans, því að hún fór allt í einu
að tala um samskipti ólíkra kyn
þátta: „Við erum dálítið ein-
angruð, því að meirihluti mann-
kynja í sólnakerfinu hefur þró-
ast í súrefnisandrúmlofti. Þó eru
allmargar chlorinejarðstjörnur,
en þær eru mjög dreifðar og
víðast langt á milli þeirra. Aðr-
ir eru samt verr settir en við,
þvi að til eru mannkyn er anda
að sér gasi, sem er baneitrað öll
um öðrum en þeim. Og sumt af
því er háþróað fólk, sem mikill
gróði er að kynnast — en kynn-
ingin getur stundum valdið sár-
um erfiðleikum. Á okkar máH
eru til skáldrit, er lýsa ástum
manns og konu af kynþáttum
er ekki geta mætzt á eðlilegan
hátt.“
ómar roðnaði ósjálfrátt og
varð niðurlútur. „Ég get vel
skilið að slíkt geti komið fyrir,“
mælti hann. „En hvernig fer
þá?“
Bros prinsessunnar var mjög
fallegt en dálítið angurvært.
„Þau geta að sjálfsögðu hitzt og
talað saman, jafnvel dvalið lang
dvölum hvort hjá öðru. En allt
annað er þeim meinað — og
vera má að það geri ást þeirra
enn fegurri og hreinni, en sárt
er það eigi að síður “ Hún laut
höfði og hikaði eilítið, en hélt
svo áfram: „Ég veit hvernig
þetta er, því að sjáif á ég góð-
an vin, er myndi deyja þegar í
stað ef hann andaði að sér því
lofti sem mér er nauðsyn. Við
hittumst oft og hörmum það jafn
an að geta ekki notið ástar okk-
ar. Og við tilheyrum bæði mjög
langlífum kynþáttum. En við höf
um þá huggun að vita, að þegar
þessu lífi okkar lýkur, munum
við hittast á hinum æðri svið-
um, og síðar endurfæðast á sama
hnetti, þar sem ekkert getur að-
skilið okkur.“
Rödd hennar var svo fögur að
hann gleymdi stað og stund og
horfði á hana frá sér numinn.
Hann sá ekki betur en að gull-
inn ljómi léki um höfuð hennar
og barm. Einnig hún virtist hafa
gleymt umhverfi sínu. Hún
horfði fram fyrir sig og snjó-
hvítir fingur hennar léku að
bláu glasi, er hún loks lyfti að
vörum sínum, og drakk honum
til.
Síðan um daginn tóku geim-
fararnir þátt í guðsþjónustu í
fallmusteri einu skammt frá höU
inni. Það var geysistórt hús,
reist á hvítum súlum, og svo
fagurt, að bugur manns hlaut
að fyllast lotningu er inn í það
var gengið. Þar var hin fegursta
hljómlist, söngur og dans ungra
meyja, en djúp þögn á milli atr-
iða. Ómar Holt, sem aldrei hafði
veríð trúaður maður á venjuleg-
an hátt, en jafnan borið mikla
virðingu fyrir Guðshugmynd-
inni, fann nú í fyrsta sinn ná-
lægð þeirrar helgi er hrein og
einlæg guðsdýrkun skapar.
Einnig þarna sat hann við hlið
prinsessunnar fögru. og nærvera
hennar átti sinn þátt í því að
lyfta huga hans í þær hæðir, sem
jarðarbúum er oftast örðugt að
kanna Um kvöldið voru geim-
HREIIMAR
léreftstuskur [stórar) kaupir
prentsmiðjan
fararnir leystir út með gjöfum,
og flugu síðan aftur til stjörnu-
skipsins. Ómar Holt sat við
gluggann og virti fyrir sér hina
fögru og björtu jarðstjörnu í
síðasta sinn. í lófa sér hélt hann
á stórum, bláum eðalsteini, er
prinsessan hafði gefið honum að
skilnaði.
„Næst eigum við að rannsaka
sólkerfi, sem enginn veit neitt
um,“ mælti Miro Kama, er þeir
voru aftur komnir í geimþyt.
„Það er að vísu merkt á stjörnu-
kortunum, en skip Hnattasam-
bandsins hafa aldrei lent þar
áður.“
Þegar skipið kom úr geim-
þyt, voru þeir að nálgast stóra,
ofurlítið rauðleita sól. Enn voru
þeir á ystu mörkum vetrarbraut
arinnar, því að hún sást nú öll,
eins og sporöskjulagað ljóshaf,
er var því bjartara sem innra
dró.
Farþegarnir voru mjög for-
vitnir að skoða þetta ókannaða
sólkerfi, en stjórnendur skipsins
logðu svo fyrir að þeir mættu
ekki lenda á neinni á plánetun-
um fyrr en árásasveitin og vís-
indamennirnir voru búnir að at-
huga hana nákvæmlega. Fáeinir
fengu þó undanþágu, þar á með-
al Ómar Holt, Kallie frá Satúrn-
usi, Me-Lú Ga-la og ímenna
Kha, ásamt nokkrum fleirum.
Ómar og Míró fóru að þessu
sinni í diski árásasveitarinnar,
en Danó foringi hennar var orð
inn mikill vinur beggja. Þar eð
foringinn talaði ágæta íslenzku,
hafði Ómar látið kenna sér Lai-
mál í dásvefni, og var nú orð-
inn fullfær í því. En gaman
þótti honum að ræða við þenn-
an nýja vin sinn, er bjó þrjú
bundruð ljósár frá Jörðinni, á
tungu feðra sinna. Danó var
kátur og eldfjörgur maður, og
þótt hann virtist mjög fíngerð-
ur, hafði hann mikla krafta í
kögglum. Hann bafði ferðast ná-
lega allt sitt líf, og var þó orð-
inn meira en hundrað ára gam-
all, farið víðsvegar um vetrar-
brautina og kunni frá mörgu
að segja. Nú hlakkaði hann
ákaflega til að koma á nýjar
slóðir. „Það er ekkert eins gam-
an og að kanna hnetti, sem eng-
inn veit deili á,“ sagði hann
hlægjandi. „Maður veit aldrei
hvað komið gefcur fyrir, og
kannske finnur maður hinar
furðulegustu lífverur, hver veit?
Ég uni mér aldrei lengi heima,
þótt þar sé fagurt og yndislegt
að vera.“
„En landi minn kann vel við
sig hjá ykkur?“
, „Ingi Vítalín, já. En hann er
líka giftur konu af okkar kyn-
þætti, og þau eru fjarska ham-
ingjusöm, enda þótt upplag
þeirra sé dálítið ólíkt — ég hef
víst sagt þér að konurnar okk-
ar eiga ekki börn, heldur verpa
eggjum, og kynlíf okkar er frá-
jörð. Ég hef stundum fengið að
kenna á því þegar ég hef orðið
brugðið því sem gerist á ykkar
ástfanginn af stúlkum, sem líkj-
ast ykkur að þessu leyti. En Ingi
og Nanía eru samt sæl og ánægð,
og þau eiga indæla stráka, sem
mér þykir mjög vænt um. — En
nú erum við að koma að yztu
jarðstjörnunni!“
Hún Ijómaði í gulrauðri birtu,
að mestu hulin ís og snjó, ein-
ungis nokkur hundruð mílna
breitt gróðurbelti kringum mið-
jarðarlínuna. Diskar farþeganna
flestra voru skildir eftir ofar-
lega í gufuhvolfinu, en árásar-
sveitin og vísindamennirnir
flugu niður í þúsund metra hæð,
og fóru nokkra hringi umhverf-
is hnöttinn.
Þetta var ævagömul jörð, fjöll
nálega engin, en frostnar túndr-
ur hvarvetna. Andrúmsloftið var
þó enn heilnæmt mönnum, en
nokkuð farið að þynnast. Hið
íslausa belti var vaxið runna-
gróðri og grænu grasi, en aUt
var bersýnilega hrjáð af vind-
um og veðurofsa. Borgarrústir
sáu þeir nokkrar á víð og dreif
um hin grónu svæði, og dálítið
dýralíf var þar enn: stór, kafloð
in naut, er lítust vísundum, og
nokkur afbrigði af minni skeprr
Þeir lentu á torgi einnai
stærstu borgarinnar, og rann-
sökuðu rústirnar. Það var sýni-
lega mjög langt síðian vitverui
höfðu búið þar, minnst hundrað
þúsund ár. Þarna var ekkert aí
sjá, nema hrunda veggi og auð*
ar götur. En af steinstyttum
nokkrum, er þeir fundu, gátu
þeir ráðið hvernig íbúarnir
höfðu litið út. Þeir voru í manns
mynd, mjög hærðir og skeggj-
aðir, og raunar líkari tröllum
en mönnum. Aðeins ein styttan
var konumynd, og stóð hún í
húsi einu, er vel hefði getað ver-
ið musteri, því að þar voru súlur
margar úr fögrum steini, og það,
sem eftir var af veggjunum,
su'msstaðar þakið gulli, eða
málmi, sem líkist því. En kona
þessi var hvorki fögur né heill-
andi, heldur lýstu andlitsdraettir
hennar grimmd og köldu þeii.
Munnurinn var stór og vara-
þykkur, en nefið heldur flatt og
brúnirnar geysimiklar. Hárið var
slegið allt að beltisstað, en
allsstaðar var hið sama að finna
Þetta hafði verið frumstætt
mannkyn, og guðdómur þess
sennilega eiruhverskonar frjó-
semdargyðja.
’ Næsta jarðstjarna var í líku
ástandi, en dýralífið þó nofckru
fjölbreyttara, og ekki nema tæp
fjörutíu þúsund ár síðan mann-
kyn hafði dáið þar út.
Þriðja jarðstjarnan, er þeir
heimsóttu, var ekki öllu kaldari
en Jörðin, en þar var ill aðkoma.
Borgir og býli voru hvarvetna
í rúsum, og svo geislavirk, að
hvergi var hægt að lenda,
Árásasveitin flaug í þúsund
metra hæð víðsvegar um hnött-
inn, en þar var allsstaðar sama
sagan: Enginn gróður, ekkert
dýralíf, hvergi kvikt að sjá. En
einhvern tíma fyrir svo sem
þúsund árurn hafði þarna ver-
ið mikil byggð og blómleg. Þrjú
mikil meginlönd lágu nokkuð
langt hvort frá öðru, og stór
höf á milli, en nálega engar eyj
ar. Einnig sjórinn var aldauður.
Tæki vísindamannanna sýndu
að hvergi var nokkurt líf að
finna. Andrúmsloftið var einnig
spillt af geislavirkni, og var því
hafður hraðinn á að komast burt
frá þessari eyðilögðu jarðstörnu.
Fátt var sagt, en Ómar Holt varð
þess var að ýmsir gáfu honum
auga. Það var ekki um að vill-
ast að hér hafði gerst það, sem
Jarðarbúar óttuðust: frumeinda-
orkan hafði verið leyst úr læð-
ingi, og ábyrgðarlaus notkun
hennar orðið mannkyninu að
bana.
. Innan við þessa jarðstjörnu
komu þeir að miklu belti smá-
stirna og loftsteina. Þar hafði
stór hnöttur sprungið sundur og
gereyðilagzt. En næst þessu belti
var lítil jarðstjarna, á stærð við
Marz, og hafði 'hún orðið fyrir
þungum búsifjum af sprenging-
unni, því hún var alþakin loft-
steinagígum. En þarna var mik-
iH gróður og fjölbreytt dýralíf,
innan um nálega gereyddar rús.t
ir af fornum borgum. Vísinda-
mennirnir töldu, að þær vits-
munaverur, er þar hefðu byggt,
væru útdauðar fyrir þúsundum
ára, enda fundust litlar leifar
af menningu þeirra.
Var nú enn flogið innar í
sólkerfið og komið að fögrum
hnetti, þar sem skiptust á blá
höf og iðjagræn lönd. íshettur
pólanna voru mjög litlar, og feg-
urð landslagsins slík að þarna
virtist vera paradís manna og
dýra. Glæsilegar borgir blöstu
við hvarvetna um alla jarðstjörn
una, og hver blettur virtist rækt
aður, nema hæstu fjöll.
„Þarna hittum við hamingju-
samt mannkyn," sagði Ómar við
sinn Miró Kama, er þeir flugu
niður í gufufhvolf hnattarins 1
diski árásasveitarinnar.
Miró horfði í firrðsjána og dró
við sig svarið. „Vonandi hefur
þú rétt fyrir þér,“ sagði hann
hikandi. „En eittihvað finnst mér
á vanta þarna niðri. Ég sé enga
hreyfingu neinsstaðar.“
Og það voru orð að sönnu. Með-
an þeir flugu yfir hnöttinn 1
þúsund feta hæð og skoðuðu hin
ar líflausuborgir glæsHega
mannabústaði, sem báru vitni
um háþróaða menningu, rækt-
aða reiti og akra, og glæsilega
lystigarða, er höfðu þó bersýni-
lega ekki verið 'hirtir um noikk-
urt skeið. Og enga threyfingu
var að sjá nokkurs staðar. Þeir
flugu yfir land eftir land, borg
eftir borg. Á höfunum voru að
vísu skip, en þau hreyfðust held
ur ekki, allt var kyrrt, eins og
tíminn hefði 'hætt að líða.
Stjörnuskipið nam staðar ut-
an við gufuhvolfið, og árása-
sveitin fór í einum diski niður
að yfirborðinu. Ómar Holt og
Mro Kama fengu að fara með
henni, en öðrum farþegum var
ebki leyft að nálgast hnöttinn
fyrr en búið væri að' rannsaka
hann ýtarlega.
Danó sat við hlið þeirra félaga
við firrðsjána og starði, ásamt
þeim, niður á jarðstjörnuna.
„Hér hafa ein/hver þau tíðindi
gerst, sem ég skil ekkert í,“ sagði
hann ílhugandi. „Lítið þið nú á:
þarna sitja fjórar manneskjur á
þessum svölum, og á borðinu
miUi þeirra standa bikarar og
kanna, sem gæti vel verið full
af víni. Þetta virðist haía verið
tæknilega háþróað fólk, en það
er auðsjáanlega dáið fyrir all-
löngu síðan. Nú eru þetta nánast
beinagrindur, en það hafa verið
manneskjur okfkur líkar. Aug-
ljóst virðist að dauða þeirra hef-
ur borið mjög brátt að. Þið sjá-
ið menn á ökrunum og í aldin-
görðunum, og út um stræti og
torg; það er eins og þeir hafi
lagst til hvíldar aUt í einu og
fyrirvaralaust. Við verðum að
fara mjög varlega hérna, þetta
gæti hafa orsakast af gerla-
stríði.“
Vísindamennirnir staðfestu
orð hans. Allt andrúmsloft var
þarna svo mengað 'hryllilegium
sóttkveikjum, að ekki var nokk-
ur leið að lenda. Þeir urðu að
flýta sér aftur út í hinn ískalda
geim þar sem kenjulegir gerlar
geta ekki lifað nema eina sek-
úndu eða svo.
Var nú haldið lengra inn, í átt
til sólar.
Þar var enn einn hnöttur sem
bersýnilega hafði verið, eða var
byggður vitsmunaverum. Þetta
var vatnslítil jörð, og þúsundir
mílna út frá miðbaugi hennar
sviðnar og brenndar af hita sól-