Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1987. Magdalena Á. Guðjónsdóttir hjúkrunarkona — Minning MAGDALBNA Ágústa Guðjóns- dóttir, hjúkrunarkona, andaðist í Landakotsspítalanum þann 14. þ.m., eftir srtutta^ en erfiða legu, 75 ára að aldri. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. Magdalena var fædd í Hafnar- firði 29. september 1891. Faðir hennar var Guðjón Björnsson, trésmiður, sonur Björns Jónsson ar bónda í Gerðubergi í Mikla- holtshreppi og konu hans Sól- veigar Jónsdóttur, — en móðir hennar var Arndís Jósefsdóttir, Jósefs Sigurðssonar, bónda í Geitareyjum, og síðast á Bústöð um við Reykjavík og konu hans Kristínar Sveinsdóttur, bónda að Álfatröðum í Hörðudal, Dala- sýslu. Þau hjónin, Guðjón og Arndís, flurttust frá Hafnarfirði til Reykjavíkur árið 1897, og byggði hann skömmu síðar mjög vand- að hús fyrir fjölskyldu sína við Mýrargötu 1 og bjó þar með konu sinni og dætrum til dauða- dags, en hann andaðist á miðj- urn aldri aðeins 53 ára. — Þau eignuðust tvær dætur, Magda- lenu og yngri dótturina Kristínu sem síðat giftist Sigfúsi Jóns- syni, framkvæmdastjóra Morg- unblaðsins. Magdalena ólst upp hjá for- eldrum sínum við mikla um- hyggju og kærleika. Frá barn- aesku var henni innrætt reglu- semi og skyldurækni, og bar hún sterkan svip þess al'la sína ®vi. Foreldrar hennar voru bæði framúrskarandi reglusöm, dug- leg og skyldurækin. Minnisrt ég þess frá barnsaldiri, að heimili frú Arndísar var oft sérstaklega get ið vegna þeirrar fágætu snyrti- mennsku, sem þar var í öllu. — Kemur nú upp í huga mér smá- atvik. Ég var send að heiman einhverra erinda á Mýrargötuna. ■í»að var rigning þann dag. — Er ég kom að húsinu, var mér starsýnrt á útidyratröppurnar. Þær voru svo skínandi hrein- ar, að ég nam staðar, leit á tröpp urnar og vaðstígvélin mín til skiptis, — setrtist síðan á neðsta þrepið fór úr stígvélunum og gekk upp tröppurnar á sokka- leistunum. Þetta eru mín fyrstu kynni, sem ég minnisrt, frá Mýrargötu 1. Ung að árum fór Magdalena 1 Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1908. Síð an stundaði hún hér verzlunar- störf í nokkur ár, en árið 1916 fór hún til Danmerkur og hóf nám i hjúkrun við Kommune- hospitalet í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hún burtfararprófi vorið 1919. Síðan srtundaði hún sérnám á skurðstofu á Sundby Hospital frá því um vorið 1919 fram í nóvember árið 1920. Að því námi loknu kom hún aftur heim til íslands. Magda- lena gekk þá strax í Félag ís- lenzkra hjúkrunarkvenna, en það var stofnað í nóvember ár- ið 1919, og var hún varaformað- ur þess árið 1922. Mætti hún þá f.h. félagsins á hjúkrunarkvenna þingi Norðurlanda í Osló, er félagið gerðisrt aðili að samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlönd- um (Sygeplejerskers Samar- bejde í Norden). Var það til mikilla heilla fyrir starf is- lenzkra hjúkrunarkvenna. Hún hóf fyrst störf sín við heimilishjúkrun hjá Hjúkrunar- kvennafélagi Reykjavíkur og Hjúkrunarfélaginu Líkn, en varð síðan heilsuverndar- hjúkrunarkona á Berklavarnar- stöð Líknar þar til 20. ágúst 1924. Þá tók hún við því ábyrgð armikla srtarfi að gerast yfir- hjúkrunarkona á berklahælinu á Vífilsstöðum. Hælið á Vífilsstöðum var stofn að árið 1910. Fyrstu árin voru þar danskar yfirhjúkrunarkon- ur, og varð Magdalena fyrsta ís- lenzka yfirhjúkrunarkonan þar. Miklu fékk hún áorkað í þágu hælisins á meðan hennar naui þar við, og kom þá vel í ljós hin ágæta skipulagsgáfa hennar, enda fylgdist þarna að skyldu- rækni, ósérhlífni og brennandi áhugi fyrir rekstri stofnunarinn ar og vellíðan sjúklinga. Árið 1930 gerðist hún skóla- hjúkrunarkona í Austurbæjar- barnaskólanum, og vann þar samfleytt þar ti'l um haustið 1958. Lét hún þá af störfum til að taka að sér heimilisrekstur fyrir mág sinn, Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóra, sem þá var orðinn ekkjumaður, en Magda- lena bjó alla tíð, nema árin sem hún var á Vífilsstöðum, á heim- ili þeirra hjóna eftir að hann kvæntist Kristínu, systur henn- ar. Síðustu árin helgaði hún þessu heimili á Víðimel 68 alla krafta sína, og enn var snyrti- mennskan og reglusemin sú sama eins og hún var, er ég fyrst kynntist heimili móður hennar á Mýrargötu 1. Er ég nú lít yfir liðnar srtund- ir, er margs að minnast, enda var Malla, eins og hún öftast var kölluð, fyrsta vinkonan mín. Kynni okkar eru nú orðin svo löng, sem unnt er frá minni Mið, þar sem hún tók á móti mér í þennan heim, þá nýút- skrifuð hjúkrunarkona. Þar bundust okkar fyrstu vináttu- bönd, sem héldust alla tíð eftir það. Malla var mjög sérstæð kona. Hún var ákaflega viljaföst, skyldurækin og ósérhlífin. Mér skildist það betur og betur með árunum, að það var engin til- viljun, sem réði því, að hún valdi sér hjúkrun sem ævistarf. Kjarkurinn, dugnaðurinn og fórnfýsin voru svo sterkir þætt- ir í fari hennar, að það var I rauninni líf hennar og yndi að létta undir með öðrum, hjúkra þeim sem sjúkir voru, og styðja á alla lund þá, sem á einhvern hátt áttu í erfiðleikum I lífs- baráttunni. Malla var dásamlega trygg- lynd og vinafösrt kona. Hún kynntist móðurforeldrum mín- um, er hún var unglingur, og öll sú stóra fjölskylda naut þess í ríkum mæli alla hennar ævi. Ég minnist þess frá bernskuárum mínum, ef einhver alvarleg veik- indi urðu innan fjölskyldunnar þá var Malla alltaf komin á stað- inn um leið og hún heyrði um veikindin. — Hún hafði ekki eft- ir neinu að bíða, — gærti hún hjálpað var hún mætt. Þungu fargi var strax létt af nánustu aðsitandendum, svo mikið traust báru allir til hennar. Malla var mér og fjölskyldu minni svo mikill vinur, að öll fjölskyldan lítur nú á bak síns bezta vinar. Það var ekki einung is ég og við hjónin, sem nutum hennar, heldur einnig og ekki síður börn okkar og barnabarn. Dótturdóttirin var yngsta vin- kona Möllu. Magdalena valdi sér hjúkrun sem ævistarf, og hún var sann- kölluð hjúkrunarkona. — Hún átti aðeins eitrt áhugamál, það var að hjúkra sjúkum, rétta hjálparhönd og fórna sér fyrir aðra. Mætti okkar fámenna þjóð eignast fleiri slíkar konur. Blessuð sé minning hennar. Geirþrúður Hildur Bemhöft. t í DAG ert þú kvödd eísku Malla mín. Sár er söknuður, margs er að minnast, margt ber að þakka. Þótt ekki séu árin mörg frá fyrstu kynnum okkar, finnst mér ég hafa nortið fylgdar þinn- ar frá því fyrst ég man e'ftir mér, slíkum órofa tryggðar- og vináttuböndum hafðir þú tengzt eiginkonu minni og síðar okkar litlu fjölskyldu. Þungbært mun nú okkur, sem reynt hafa tryggð þína og elsku, að sætta okkur við hina bráðu komu sláttumannsins mikla, en þar eð hann hefur lffdaga allra okkar í hendi sér og allir tímar eru fyrir honum jafnir, þá ber okkur að reyna að beygja höfuð og huggast við það, að þú nýt- ur nú eilífrar hvíldar, hvíldar, sem ekkert fær rofið. Ekki er unnt með þessum fá- tæklegu orðum að lýsa söknuði okkar, svo sár sem hann er, og víst er að sú mikla gæfa, sem okkur féll í skaut, er náðum að fylgja þér, þótt ekki væri nema hluta æviskeiðs þíns, verður seint þökkuð, slík var höfðing- leg lund þín og skapferli allt. 'Hjá þér sameinuðust þeir beztu eiginleikar, sem prýða mega hvern mann, einstök tryggð, eðallyndi, skörungsskapur ásamt óbilandi kjarki, þeir mannkost- ir, sem beztir hafa verið með þjóð vorri. Megi því minningin um þig, elsku Ma'lla mín, verða mági þínum og vinum til huggunar á sorgarstund og gleði er fram ilíða tímar. Blessuð sé minning þín. Þórarinn Sveinsson. t EINN af ókostunium við það að verða fullorðinn hefflur mér ávallt fundizt vera sá, að þá þartf mað- ur sófellrt að honfa á efrtir ástvin- um sínum, sem eldri eru orðnir, yfir móðuna mikliu. — Þótt bönn skilji e.t.v. að einhverju leyti aðskilnaðinn, tekst þeim oft bet- ur að særtta sig við hann, en þeirn sem ful'kim þroska hacfla náð. í dag, er ég fylgi vinkonu minni Magdalenu til hinztu hvíldar er mér þungt um geð. — Ég gert varla hugsað mér Víði- melinn án hennar, en vinátta fjölskyldunnar að Víðimel 68 hefur alila tið verið bæði mér og öl'lu mínu fóliki afar hjartifóligin. Fyrst var hún vinkona móður minnar og síðar, er við flluttumst á Víðimel, Okkar systkinanna og loks bar.na Okkar, sem hún tók alveg sérs'töku ástfóstri við. En allir iiem þekktu Magdalenu vissu hve einsrtaklega barngóð hún var, m.a.s. gekk það srtund- um of langt að mínum dómi, — því allrt villdi hún gera fyrir börnin. Þegar ég var samtóða henni um skeið á Víðimel, eftir að ég hafði sjállf stofnað heimil'i, sóttu dætur mínar tii hennar og ekki voru þau flá heillaráðin sem ég sjálf Siótti til þeirra systranna, Magdalenu og Krisrtínar og til Magdalenu eiftir að hún tók við hússrtjórn hjá mági sínum edtir lát Kristiínar. Veitti hún mér oft hoiM ráð við h'eimilisreksturinn og við áttum saman margar skemmrtiliegar stundir, bæði kvölds og morgna, þótrt aldurs- munurinn væni mikEl. Tryggð Magdalenu við Okkur öll hefur alla tíð verið með ein- dæmum og aldrei borið skugga á, — við eigum henni öLl mikið að þakka. Vonandi gefist tæki- •færi til þess að gera það eins veŒ og það hefði átt að gerast er Leiðir okkar liggja saman aftur, — handan við móðuna miklú. Anna Bjarnason. AUGIVSIH6AR SÍMI SS*4*80 Hemlaviðgerðir Opna hemlaviðgerðarverkstæði að Súðavog 14. Rennum bremsuskálar, límum bremsuborð á, slípum bremsudælur. HEMLASTILLING H.F., Súðavogi 14. Þakpappi Enskur undirpappi, tvær þykktir og sandborinn yfirpappi, rauður og grænn, fyrirliggjandi. Einnig hart og fljótandi asfalt. Sáum um ásetningu pappans með nýjum fullkomnum tækjum eftir fyrirsögn framleiðenda. Eigum einnig fyrirliggjandi venjulegan þakpappa í tveim þykktum. Globus hf. ALÞJÓÐLEGT TÍMARIT LESIÐ í ÞESSARI VIKU: Kosygin á fundi Sameinuðu þjóðanna Fylgist vel með LJÓSPRENTUN Ljósprentum skjöl, bækur, teikningar og margt fleira, allt að stærðinni 22x36 cm, MEÐAN ÞÉR BÍÐIÐ. Verð kr. 10.00 per örk. Skrifstofuvélar hf. Ottó A .Michelsen, Hverfisgötu 33 — sími 20560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.