Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 21. JÚNÍ 1967. Verða Grímseyingar kýrlausir? MTTA Grímseyjarbréí sendi Einar djákni Einarsson undir- rituðum í byrjun sauðburð- ar, þegar frost og kólga og naprir norðanvindar herjuðu þessa nyrstu byggð íslands og raunar landið allt. — En Grímseyingar voru bjartsýn- ir og trúðu því að úr myndi rætast fyrr en síðar. — Og varð þeim að trú sinni. G. Br. Landbúnaður mun hafa verið hér í langan tíma svipaður frá áxi til áns, að hverfandi litlu munar. Verða því einkum beztu og verstu árin þau einu, •em frásag.narverð geta talist. Gífurleg harðindi og graslieysi hafa sbundum komið hér, (sjálf- *agt meiri og fleiri en sagnir eru til um), eins og t.d. sumarið eftir frostaveturinn 1918. Þá var hér grasleysi svo mikið, að meiri hluti trúmanna var lítt eða ekki sláandi. Það, sem ég set hér, er eftir frásögn Magnúsar Símonarson- *r hreppstjóra, en hann hefur ekýrslur um búnað hér um nokkuð langt árabil. Eins og að líkum Tætur, eru fiskiveiðar aðalatvinna eyjar- skeggja. Þó hefur landbúnaður alltaf verið nokkur og stundum verulegur, með tilliti til að- stæðna og íbúatölu. Þannig var árið 1938 heyfengur 1000 hestar, en þá voru á eynni 24 mjólk- andi kýr, eitt naut, 5 hross, 359 kindur og 16 hænsni. En árið 1941 mun þó vera metár í bún- aðarsögu Grímseyinga. Þá var heyfengur 1100 hestar og þá voru á fóðrum 449 kindur, 27 nautgripir 3 hestar og 120 hænsni. Það ár voru einnig ræktaðar 63 iunnur af kartöflum og 10 tunn- ur af gulrófum, hefir aldrei ver- ið hér slíkt matjurtauppskera, fyrr né síðar, svo kunnugt sé. Bftir það fer landbúnaður heldur minnkandi og ber þar sitthvað til, einkum það, að á stríðsárunum og eftir þau fer fiskverð hækikandi og því eðli- lega lögð megináherzla á að afla sem mest. Ýmsir verzlunarhætt- ir o.fl. breyttist einniig og nálg- uðust það horf, sem nú er um fl’est það, er að verzlun1 lýtur. Nú í ár mun búskapur vera Frá ráðstefnu norr- ænna æskulýðsleiðtoga DAGANA 9.—12. maí sl. var haldin í Kaupmannahöfn ráð- stefna norrænna æskulýðsleið- toga (Den nordiske ungdoms- lederkonference). Til ráðstefn- unnar bauð borgarstjórn Kaup- mannahafnar um 140 fulltrúum ailra stærstu borga Norðurlanda, en fulltrúar Reykjavíkur voru þau Kristín Gústavsdóttir fé- lagsráðsgjafi og Gunnar Bjarna- ®on leiktjaldamálari en þau eiga bæði sæti í Æskulýðsráði, og IReynir G. Karlsson framkvæmda Btjóri Æskulýðsráðs. Ráðstefnan Var haldin í tilefni 800 ára af- mælis Kaupmannahafnar. Verk- efni ráð.stefnunnar voru einkum aeskulýðsmál stórborga Norður- landa, aðstaða aeskufólks í nýj- um borgarhlutum, álhrií fjöl- imiðlunartækja á unga fólkið og spurningin um það, hvernig unnt er að ná til hinna ungu. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á ráðstefnunni: ,,Á ráð- Btefnu norrænna æskulýðsleið- toga í Kaupmannahöfn dagana 9.—12. maí 1967 urðu menn um það sammála, að æskulýðsleið- togar stórborganna þörfnuðust nauðsynlega nákvæmari og skipulagðari þeklkingar á hug- sjónum, þörfum og óskum unga fólksins. Nauðsynlegt er, að þeir sem fást við æskulýðsmál fái stöðugt upplýsingar um árangur rannsókna og kannana á þessu sviði. Einnig að sérfræðingar í æskulýðsmálum og leiðbeinend- ur og leiðtogar er vinna með unga fólkinu komi saman og ræði um þær niðurstöður, er með rannsóknunum fást, og þörf nýrra rannsókna, Vafalaust yrði það hagkvæmast, að starf þetta yrði unnið á samnorrænum grundivelli. Auk þess væri æski- legt að stofnsetja nefnd eða ráð norrænna sérfræðinga á þessu sviði, svo sem félagsfrœðinga, félagsráðgjaifa, sálfræðinga o. fl. Gaetu þeir þannig veitt hver öðr- um mjög greiðlega upplýsingar um hinar fjölbreytilegu rann- 'sóknir og kannanir í æskulýðs málum, og ráðgast um nýjar. Ráðstefna norrænna æskulýðs- leiðtoga vOl beina því til Norð- urlandaráðs að það taki frum' kvæðið í þessu máli og komi því í framkvæmd“. með allra minnsta móti, svo að helzt er útlit fyrir að t.d. naut- peningsrækt leggist með öllu niður. Ber þar til, að nú er hægt að fá mjólk frá Afcureyri, hraðkælda — að vísu nokkuð dýra, — en ekki svo sem nemur fyrirhöfn og kostnaði við kúa- hald. Nú eru hér 6 kýr, einn vetrungur (naut), 386 kindur, 78 hænsni og 3 hross. Heyskapur var hér s.l. sumar 10—1100 hiestar. En svo var veturinn harður og vorið, það sem af er, að hey- laust er nú að kalla og gengur illa að fá hey úr landi. Er því einkum á kjarnfóður að treysta, og þá litlu nurtu af súrheyi, sem enn er til. Sauðburðux er byrj- aður á öllum bæjum og hefur gengið eftir atvikum vel. En gróðurlaust má heita með öllu og verður að gefa lambám, þótt geldfé sé látið naga sinu frá vetrinum. Mikill snjór er hér ennþá og oft frost á nóttum eða við frostmark. Fiskafli er hér neesbum enginn núna, en það lagast nú vonandi. Margir óttast að grassprefta verði lítil í sumar, þótt frost sé ekki mikið í jörðu, því að haf- ísinn, sem hér er á naesbu grös- um, veldur sólarleyisi og kulda- næðingur, sem hefta gróður. Þokur og ísing eru tíðir gestir. En þrátt fyrir þetta held ég að svartsýni gæti ekki að ráði hjá fólkinu hér og það er ég viss um að hvenær sem sólin brýzt gegn um kuldaskýin munum við gleyma þokunni og ísingunni og sogja með Stefáni frá Hvítadal: . . Það er ekki þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín**. Og ailir vona að sólin komi og bræði klakann. Við byggjum trú okkar á þeirri von og v ism, að ljósið sigri myrkrið, hér sem annarsstaðar, að lokum. Ýmsar framkvæmdir hafa ver- ið gerðar hér á seinustu árum einfcum í byggingum. Fiskimjöls- verksmiðja hefur verið byggð og stórt félagsheimili er í smíðum og nú er Kaupfélag Eyfirðing*, K.E.A., að láta gera hér frystá- geymslu fyrir fisk, sem sefjast á til neyzlu á Akureyri. 125 nemendur í Héraðs- skolanum á Laugarvatni HÉRAÐSSKÓLANUM á Laugar vatni var slitið að kvöldi 29. maí síðastl. t skólaræðu sinni minntist Benedikt Sigvaldason skólastjóri skólanefndarmanna, er látizt höfðu á skólaárinu, þeirra Böðvars Magnússonar á Laugarvatni og Skúla Gunn- laugssonar i Bræðratungu. Einnig hafa á síðasta ári látizt Teitur Eyjólfsson frá Eyvindar- tungu, er lengi var annar aðal- endurskoðandi skólans. For- mannaskipti höfðu einnig orðið í skólanefnd héraðsskólans á síðasta vetri. Sigurður Ó. Ólafs- son lét af starfi formanns, en í hans stað var skipaður formaður Guðmundur Daníelsson rithöf- undur og skólastjóri á Eyrar- bakka. Nemendur skólans voru í vet- ur 125 í 5 bekkjardeildum. Próf- um í I. og II. bekk lauk 5. maí. Hæstu aðaleinkunn í I. bekk hlaut Erlingur Brynjólfsson frá Galtastöðum í Gaulverjabæjar- hreppi: 8.02, en í II. varð hæst- ur Hallgrímur Guðjónsson frá Ytri-Njarðvík. 8,30. Undir gagnfræðapróf gengu 27 nemendur, og stóðust það al’l- ir. Hæstu aðaleinkunn á gagn- fræðaprófi hlaut Helga Jónsdótt ir frá Akureyri, 8.73. — Undir landspróf miðskóla gekk 21 nemandi, og fengu 20 þeirra framhaldselnkunn í landsprófs- gfeinum. Hæstu meðaleinkunn í landsprófsdeild h'laut Haukur Halldórsson frá Dýrastóðum í Norðurárdal, 8,18. Auk verðlauna frá skólanum fyrir hæstu aðaleinkunnir á gagnfræðaprófi og landsprófi afhenti skólastjóri verðlauna- bækur frá danska sendiráðinu í Reykjavík til nemenda, er sýnt höfðu sérlega góða kunnáttu í dönsku. Þau verðlaun hlutu Helga Jónsdóttir frá Akureyri og Borgþór Arngrímsson frá Höfn í Hornafirði. Heilsufar var gott 5 skólan- um síðasta vetur. Guðný Jónsd. hjúkrunarkona starfaði enn sem fyrr hjá öllum skóilum Laugar- vatns sameiginlega. — Árs- hátíð héraðsskólans var haldin 11. marz. Fór hún vel fram, en var ekki sérlega fjölsótt vegna slæms tíðarfars um þær mund- ir. Nemendur fóru að vanda t svokaldaða leikhúsferð til Reykj* víkur. Ýmsir leikflokkar sóttu Laugarvatn heim á skólaárinu. Hinn 21. maí fékk skólinn heim- sókn 20 ára gagnfræðinga. Þor- kell Bjarnason á Laugarvatni hafði orð fyrir þeim og skýrði því, að í tilefni af gagnfræða- afmæli sínu hyggðust þeir gefa skólanum rismynd af Þórði Krist leifssyni, er í 33 ár var mikils metinn kennari við skólann. Skólastjóri fór að lokum sér- stökum viðurkenningarorðum um nemendur þá, sem voru að kveðja skólann að loknum loka- prófum þar fyrir sakir óvenju- legrar háttvísi og l'júfmennsku í alíri framkomu þeirra. Öðrum skólum á Laugarvatni og öllu samstarfsfólki þakkaði hana gott og farsælt samstarf á liðnu skólaári. Að skólaslitum loknum héldu nemendur af stað í skólaferðalag til Norðurlands undir fararstjórn Ósfcars ólafssonar og Helga „ Geirssonar kennara. íbúð í Hlíðunum til sölu Efri hæð og ris ásamt bílskúr til sölu, sameigin- lega eða í tvennu lagi. Útsýni yfir Miklatún. Upplýsingar í síma 12388 kl. 5—8. ■ NYTT frá NOXZEMA TropicTai? sólarolía og lotion gerir yður eðlilega brúna á styttri tíma en nokkur önnur sólarolía. Tropic Tan sólaráburður er seldur og notaður um allan heim við geysi- legar vinsældir. Sannfærizt og kaupið Tropic Tan sólarolíu strax í dag. Tropic Tan fæst í öllum lyfja- og snyrtivöruverzlunum um land allt. Heildsölubirgðir: Friðrik BerteBsen Laufásvegi 12, sími 36620.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.