Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 21. JÚNt 1967. — Borgarstjóri Farmhald af bls. 28. viStöfaur. Hann talaði ekki að- eins fyrir höiwl höfuðborga á Norðurlönduim, heldur fyrir hönd allna þeir.ra fulltrúa er- lendra borga, sextíu talsins, sem tóku þátt í ve izluhöldu num. Hann fLutti einnig ávarp í danska útvarpið í tilefni aÆmæl- is Kaupmannahafnar. (Það var ávarpið, sem birtist í heild í Mongunblaðinu sL föstudag). Geir Hallgríms&on og kona hans fóru frá Kaupmannahöfn á mánudag. Ætluðu þau að drvelij- ast erlendis í vikutíma í orloifL áður en þau héldu aÆtur heim til Reykjavikur. Hér fer á eftir ræða sú, er Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, helt í Ráðhúsveizlunni í Kaup- mannaihöfin, fyrir hönd erlendu gestanna, sem tóku þátt í hátíða höldunuim. Ræða borgarstjóra Yðar hiátignir, háttvirta sam- koma. Það er mér milkill heiður og gleði að þakfaa, fyrir hönd allra fuMitrúa erlendna borga, borgar- stjórn Kaupmannahafnar fyrir að okkur skyldi boðið að tafaa þátt í hátíðahöldunuim í tilefni átta hundruð ára afimælis borg- arinnar — og fyrir þær stórfeng legu móttökur, sem við hafuim ílengið. Við hiöfum lesið um það, er stofnandi borgarinnar, Absalon, biisfaup, bauð til veizlu mikillar, þar sem Bugislaw, hinn sigraði, glieymdi við bikar sinn bæði tign og niðurláegingu, varð sæll og glaður og drakfa, meðan hann fékk séð svo mikið sem flugu á vegg. Þegar veizlunni var lokið ló Bugislaw undir borði. Absa- lon lét færa hann í land og setti fjörutíu manna vörð um tjaldið til þess að Bugislaw gæti ótrufl'- aður sofið úr sér vímuna; því að — eins og segir í hinni 800 ára gömLu frásögn: „Það er gam all siður í Danmörfcu að sinna um gasti sína sem sjáKan sig.“ Við erlendu gestirnir höfum þegar reynt, að Kaupmannahafn arbúar halda enn í heiðri gest- risni og halda við lýði þeim gamla sið, er forfaðir borgar- innar fylgdi á sínunn tíma — og við Iítum með mikilli ánægju til kiomandi daga í Kaupmanna- höfn. Saxo sagði um stofnanda Kaup mannahafnar: „Honurn mega aMir Danir þakka, að þeir gieta byggt í friði og búið jafnt við strendur sem handan skóga.“ Borg Absalons hefur um aldir haft tvöföldu hlutverki að gegna í sögu lands síns. Hún hef ur verið landisins vörn og jafn- framt vettvangur daglegs lífs og framfara kynslóðanna. Hún hefur á liðnum öldum verið þrætuepli biskupa og konunga; hún hefur verið umsetin óvin- um; þar hafa geisað stórbrun- ar; — allt þetta og svo margt annað hefur gert Kaupmanna- höfn að þeirri borg. sem íbúar og gestir hylla í dag. Vdð, sem komuim um langan veg, eigum okkar eigin borg, okkar eigin heimkynni, naer eða fjær — en við erum samt tengd Kaupmannahöfn af ástæðum, sem eiga sér rætur í því lífi sem í daig er lifað í Kaupmanna höfn, sérkennum borgarinnar og því andrúmsloftL sem hér ríkir. Borg er annað og meira en skógur stoorteina, langar húsa- raðir og götur; annað og meira en minnismerki og skemmtigarð ar, hversu fallegir. sem þeir eru Borg er fyrst og frernst fólk ið, íbúarnir. sem eiga sína gleði og sínar sorgir; sem standast freistingar eða falla fyrir þeim, sem berjast sinni lífsbaráttu og ala upp börn sín, svo að þau geti sífelHt náð lengra. Við vitum, að sömu vandamál krefjast úrlausnar í öllum borg- um. Hinar ýmsu vísindagreinar fjalla um það. hvernig eigi að byggja hús eða hvort eigi að rífa þau, hvernig eigi að fá rými fyrir bifreiðar og fliugvélar og hvernig hægt sé að láta lífshjól ið snúast hraðar og hraðar. En við gerum okkur ljóet, að allt er þetta til einskis ef sál og saga kynslóðanna birtist ekki í borgarmyndinni og borgarlíf- inu. Eins og einstaldingurinn verð ur að verjast mannfjöldanum, láta til sín taka og þroska sfcap- gerð sína, til þess að hann verði ekki einhæfingunni að bráð, eiga borgirnar sífellt á hættu að l'íkiast svo hver annarri, að svo viröist, sem þær hafi verið steyptar í sama mót. Eflaust hefur ýmislegt í 800 ára byggingarsögu Kaupmanna- hafnar þróast á annan hátt en núlifandi íbúar borgarinnar hefðu kosið, — en við erlendu gestirnir óskum íbúum Kaup- mannahafnar til hamingju í dag, þvi að í borginni hefur tekizt að varðveita séreinkenni, sem eru táknræn fyrir hugarfar og beztu eiginleika dönsku þjóðar- innar. Andrúmsloft borgarinnar hefur því í augum gestsins aðlað andi aðdráttarafl og hlýtiur að vera eins góður staður til bú- setu sem heimsókna. Fyrir þetta þökfcum við fbú- um Kaupmannahafnar, sem hafa 'bysgt og varið þessa borg um aldaraðir. En við þökfaum ekki sízt núlifandi íbúium Kaup- mannahafnar. Okkur virðist þeir hafa þann sjaldgæfa hæfileika að Ikunna jafnt að meta hin smáu ánægiuefnin sem hin stóru og hafa skilning á þvi, að þeir eru hlufi af heild. Við dáurnst að glaðværð Kaupmannahafnarbú- ang og því, hvernig hann sam- tvinnar hana alvöru starfsdags- ins. Ég verð að fá að bæta við sérstakri kveðju til Kaupmanna hafnar frá borg minni, Reykja- vík. Kaunmannahöfn var hötf- uðborg fslands í um það bil íimm hundruð ár, en hefur þó aldreí staðið okfeur nær en nú sem vinur og fordæmi. Ég tjáj svipaðar tilfinningar fyrir hönd allra norrænna borga, sem að vísu elduðu oft og tiðum grátt siffur á döeum Absalons, en hafa síðan látið draum mannanna um vináttu og frið rætast á Norðurlöndum. Frá Nairohi og Góðvon, frá Moskvu og Los Angeles — frá sextóu borgum viðsvegar um ver öldina — hafa komdð fulltrúar til þess að hylla Kaupmanna- höfn og óska fbúum hennar til hamingju á þessuim hátíðisdegi ’borgarinnar. Við hyllum Kaupmannahöfn, sem hefur — vegna landfræði- legrar legu sinnar, menningar og framkvæmdasemi, — haft mikil áhrif á bæjarfélög víða um heim og byggt brýr milli hinna ýmsu þjóða. Við látum I ljós von og viissu um, að Kaup- mannahöfn muni um alla fram- tíð varðveita sína aðlaðandi eig inleika og mannlegiu gild-i; að Kaupmannahöfn muni alltaf verða sú borg, er stendur vörð um frelsi Danmertour og fram- farir — borg, er gegnir því hlut- verki, sem hún hefur hatft í 800 ár, svo að „allir Danir geti með friði búið jatfnt við strendur sem handan skóga“. — Gengu af fundi Farmhald af bls. 1. stæðL oig drepa íbúa landsins með hver.jum þeim réðum, sem tiitæk hafa verið .„AUir, sem hér eru staddir, vita að þetta er stetfna Sýrlendinga", saigði hann. Eban sagði að sýrlenzka út- varpið hefði ásafaað þau Araba- ríkL sem ekki áttu í ófriði við Gyðinga, um að vera handbendi heimsvaldasinna. Hann bætti því við að þrátt fyrir þetta allt vildu ísraelsmenn enn samja um frið við Sýrlendinga, ef Sameinuðu þjóðirnar fengju því til ieiðar komið. Fyrir hádegi í dag etftir stað- artíma hótfst fundur AJIsherjar- þingsins og var þá halldið áfram þar sem frá var horfið í gær. TILGANGSLÍTIÐ SLÖKKVILIÐ U Thant vair fyrstur á mæl- endaskná og réðst hann harðlega á Abba Eban, utanríkisaróðherra fsraels ag uimmæli ráðherrans frá í gær. Eban fluitti ræðu á fundinum í gær þar sem hann gagnrýradi aðgerðir Sameinuðu þjóðanna áður en styrjöld Araba og Gyð- inga hófst. Sagði Eban að U Thant hefði verið „hættulega fljótur" að fallast á að kalla á brott gæzliulið SÞ frá landamær- um ísraeis og Egyptalands, og árangurinn orðið sá að Sinai- skagi opnaðist sem ófriðarsvæðL „Til hivers er slökkvilið, sem hverfur á brott strax og fynsti reýkuriran eða fyrstu eldturagum ar birtast?" sagði Bban. U Thant, sem venjulega er mildur í skapL virtist ætfur atf reiði er hann sité í ræðustól Alls- herjarþingsins í dag til áð svara Abba Eban. Sagði hann að frá- sögn Ebans af atburðunum hefði ekiki við nein rök að styðjast, og sakaði fsraelsmenn uim ítrekaðar ögranir við landamæri Gasa-svæðisins undanfarin tíu ár. Hann netfndi sérstafalega um- mæli Ebans um slökkviliðið, „þessa myndrænu líkingu“, og sagði að jafravel Eban yrði að viðurtoenna að „í rúmlega tíu ár tókst gæzluliði SÞ ótrúlega vel að koma í veg fyrir aJvarlega árekstra." Kvaðst U Thant vilja að þetta kæmi fram vegna þess að sér finndist frásögn Ebans skaðleg Sameinuðu þjóðunum. Frambvœmdastjórinn sagði að frá því gæzluliðið va*r sent á vettvang árið 1956 hafi því verið neitað að dvelja ísraels- megin þrátt fyrir óskir SÞ um að það væri bóðum megin larada mæranna. „Áður en mér barst ósik Arabistoa sambaradslýðveld- isins um brottrflutning gæzluliðs- ins, og áð-ur en ég svaraði þeirrd beiðnL datt mér í hug að unnt yrði að staðsetja gæziliu- liðið á ísTaelstou landL Var mér þá tjáð að ísaelsxraenn geetu ekki tfallizt á þá hugmynd," sagði U Thant. „Það sem meira er, í ÖJI þessi tíu ár gættu ísraels menn sjólfir landamæra sinna, og stotfnuðu þar oft til árekstra. Arabiska sambandelýðveldið fóilst aldrei á skerðingiu sjáltf- stæðis sins þótt það tæki við gæzluliðinu. Vissulega hetfur herra Eban ektoi meirat það, sem hann virtist getfa í skyn, þ.e. að gæzluliðið hatfi verið komið á egypzt landavæði til að dvelja þar eins leragi og Samein- uðu þjóðuraum þóknaðisit, og til að berjast við egypzkar her- sveitir ef þörf krtefði til að hindra þær í að halda til landa- mæra sáns eigin lands.“ Var móli U Thamts átoaft fagn að er bann lauík ræðu sinraL SKYLDA SÞ AÐ FINNA GRUNDVÖLL Arthur Goldlberg aðalfulltrúi Bandaríkjanna, neitaði í ræðu sinni að fallast á tillögu Sovét- ríkjanna um að Sameinuðu þjóð iirnar vittu ísrael sem árásarað- 'ifla og krefðust þess að ísraelis- menn skiluðu aftur landisvæði 'því og vistum, sem þeir her- 'tóku. Lagði hann þ'»is í stað tMJögu í fimm liðum, sem bygg ist á því að Arabar og Gyðing- ar setjisit að samningaborði „með viðhMtandi aðstoð þriðja aðila“, eiins og Goldtoerg komst að orði. Ekfei gaf hann nánari skýr ingu á því hvað hann ætti við með aðstoð þriðja aðila. í bandarístou tillögunni er gert ráð fyrir því að sammingarnir byggist á gagnkvæmri viður- kenningu á sjálifistæði allra að- ildarríkjanna, frjálsum sigling- um á alþjóða siglingaleiðum og takmörkunum á vopnaflutning- um til laradanna við botn Mið- jarðarhafsins. Jatfnframt er það tekið fram að finna verði var- anlega lausn á vandamáli flótta- manna á þessum slóðum og tryggja þjóðunum tilverurétt í friði og öryggi. í hei.ld er tillaga Goldtoergs byggð á ummœluirra Johnisons forseta í útvarps- og sjónvarpsræðu þeirrL sem hann fLutti í gær. Goldberg var mjög mMdur í máli í ræðu sinnL sem var all- frábrugðin skammarræðu þeirri og ásökunuim, sem Koeygin for- sætisráðherra Sovétríkjanna flutti í gær. Ræddi Goldberg um að leysa bæri vanda beggja istyrjaldaraðila, sem báðir hefðu eitthvað tiil síns máls, en ásak- aði hvorugan. Hann sagði að finna bœri nýjan grundvöll fyr- ir friði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafisins og væri það ekki auðvelt. „En Sameinuðu þjóðunum ber skylda tiL að finna þann grundvöll“, sagði Goldtoerg, „og ég vona að eng- inn segi að það sé útilokað". Goidberg notaði þetta tæki- tfæri til að bera enn einu sinnl 'tiil baka sögusagndr um virka aðl ■stoð Bandaritojamanna við ísra- el í styrjölriinni. „Ég ítreka það í dag“, sagði hann, ,4 fudlu uim- tooði bandarísku stjórnarinnar, að enginn baradarískur hermað- ux, sjóliði, flugmaður, Skip eða hernaiðartæki“ tók þátt í styrj- öldinni. Bætti hann því við að þesisar ósönnu æsifregnir og á- sakanir hatfi veriið fram bornar til að afsatoa það, sem gerðist — og etf til vill í hættulegri til- gangL sem sé þeim að etja stór- veldunum saman til átaka. Lauk Goldberg máli sínu með því að vísa tillögu Sovétríkj- anna á bug á ný og skora á Sam- einuðu þjóðirnar og Sovétríkin að reyna að sameinast um að koma á friði við botn Miðjarðar hafsins. Á eftir Goldberg tók til máls Jozef Lenart forseti Tékkósló- vakíu, og endurtók að mestu ummæli Kosygins frá deginum áður. Sakaði hann ísrael um „hryðjuverk" og sagði að fsra- elsmenn hafi ráðizt gegn Aröb- um af yfirlögðu ráði og með stuðningi „heimsvaldasinna". Einnig tók til máls Nureddin al-Atassi, forseti Sýrlands, sem lýsti yfir fullum stuðningi við tillögu Sovétríkjanna. Kom það engum á óvart. Sagði Atassi að Gyðingar hafL með stuðningi heimsvaldasinna, ætlað að út- rýma Aröbum. Gert var hlé á fundi Allsherj- arþingsins þegar hér var komið, og átti hann að hefjast að nýju í kvöld (eftir ísl. tíma). JOHNSON — KOSYGIN Ekki virðist neitt ætla að verða úr viðræðum þeirra Johra sons og Kosygins að þessu sinnL Johnson forseti sendi Kosygin orð skömmu eftir komu hans til Bandaríkjanna, og bauð honum að heimsækja sig í Washington eða einhversstaðar þar nálægt eftir því sem bezt hentaði. Seint í gærkvöldi afþakkaði Kosygin boðið og kvaðst vera kominn til New York ti'l að sitja Allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna, en ekki til að heimsækja Bandarík- in. í dag sagði George Christian, blaðafulltrúi Johnsons forseta, að engar ráðstafanir hefðu ver- ið gerðar til þess að leiðtogarn- ir gætu ræðst við. Las hann upp svohljóðandi ytfirlýsingu á fundi með fréttamönnum í Hvíta hús- inu í dag: „Forsetinn hefur tek- ið það skýrt fram að herra Kosy gin væri velkominn hingað eða til Camp David (í Marýland, skammt frá Washington) eða einhvers annars heppilegs stað- ar, annað hvort til veizlu eða ítarlegra viðræðna. Engar ráð- stafanir hafa verið gerðar." Aðspurður hvort mætti túlka yfirlýsinguna þannig að boð Johnsons stæði áfram, svaraði Christian: „Ég hetf ekkert meira til málanna að leggja.“ Seinna í dag ræddi Kosygin stuttlega við fréttamenn í New York á leið sinni til hád&gisverð ar. Sagði hann þá að ekki væri enn ákveðið hvort honum gæfist tækifæri til að ræða við John- son forseta. Og aðspurður hve lengi hann yrði í New York að þessu sinni sagði hann það óráð- ið. Talið er hins vegar að Kosy- gin dvelji um viku til tíu daga í Bandaríkjunum. — Willy Brandt Farmtoald af bls. 28. Klukkan 11 mun varakanzl- arinn ræða við formann Fram- sóknarflokksins Eystein Jónsson og kl. 11.30 menntamálaráðherra dr. Gylfa Þ. Gíslason. Klukkan 13 situr Willy Brandt hádegis- verðarboð að Bessastöðum. Áætlað er að varakanzlarinn verði komlnn aftur tfl Reykja- víkur kl. 15, en kL 18 á hann fund með Menzkum blaðamönn um 1 þýzka sendiráðinu og kL 20 verður kvöldverðttr þar. Varakanzlari Vestur-þýzka sambandslýðveldisins mun fara af landi brott fri Keflavík kL 8.30 á sunnudagsmorgun. JAMES BOND James Bond BY IAN FLEMINE MAWINS IY JOHN McLBSXY IAN FLEMING Bond var skemmt. Vanðræði Dn Pont blutu að stafa af fjárkúgun, glæpa- mönnum eða konum — einkennandi ▼andræði fyrir ríka menn. Ég á hótel hér á staðnum, sem heitir The Fontainbleau. Þér mnnnð fá beztu íbúðina þar ____ Mjög hugulsamt, en ég fæ ekki séð, hvernig ég get hjálpað yður ...... Þér munuð svo sannarlega komast að raun um það, hr. Bond. Ég hef séð leikni yðar i spilum en hafið þér annars nokkurn tímann spilað tveggja manna Canasta? _____ Já, það hef ég en mér finnst spilið ekki sérlega skemmtiiegt. Tveir jafngóð- ir spilamenn hljóta alltaf að skilja jafnir. Þér halðið það. Jæja, ég er nú ekkert mjög slæmur í Canasta en samt hef ég tapað 25 þúsunð ðollurum í hunðrað spilum þessa vikuna ..... Ómögulegt! Ef þér hafið alltaf spilað við sama manninn, hljóta að vera ein- hver svlk í taflL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.