Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1967. Tryggvi Ofeigsson útgerðarmaður: Tbgaramól íslendinga Níu skuttogarar til sölu hjá einum skipasála. — Eitt af stærstu fyrirtækjum í Bretlandi vill losna úr samningi, sem það hefur gert um 2 skuttogara. AF 20 togurum Englendinga, sem hæstir eru með sölur á brezkum ísfiskmarkaði 1966 er enginn skuttogari, segir Mbl. 11. febrúar sl. Hæsti togarinn, Som- erset Maugham, er af sömu stærð og íslenzku togararnir. Á þessum 20 togurum eru 400 menn. Á 20 togurum fslendinga eru hátt á 6. hundrað menn. í>etta er margrætt og ritað. Þó “er það aldrei of oft sagt hag- ræðingarmönnum, að hinir 20 brezku og hinir 20 íslenzku tog- arar eru alveg eins hvað sjálf- virkni snertir. Það eru stéttafé- llögin og svo Alþingi fslendinga, sem ákveða mannafjölda á ís- lenzku togurunum, svo og þeir •umframmenn, sem ráða verður vegna vanhalda við brottför úr höfn. Og svo þeir, sem ganga með læknisvottorð í landi á kostnað útgerðarinnar allt upp í 3 mánuði. Þó er það al'varlegasta ótalið, Vélstjórastéttin er kornin í land til þess að gera við bíla og starfa við drykkjablöndu og þess hátt- ar. Það er blettur í stéttafélögum og stjórnvöldum, að svo skuli til ganga og dýrt spaug. Svo hafa bær og ríki yfirboðið mennina. Sjálfvirkni er í stéttafélögun- um og á AUþingi, aðeins að litlu leyti í sikipunum sjálfum. Næt- tækasta dæmið eru hinir 20 brezku togarar. Bóndi, sam aldrei hefur komið á sjó nema sem farþegi á strand- ferðabátum var nú hér á búnað- arþingi. Hann eyddi þó nokkr- um tíma í það að reyna að sann- færa togaraskipstjóra, sem hefur 50 ára reynslu í togarasjó- mennsku og útgerð í áratugi, .um það að skutfogarar væru Lausn- arorðið. Hann sagði, að sitt dag- blað gegndi þar forustuhlut- verki. Þetta er íslenzkt. Enginn sfcuttogari í þessari veröld hefur fiskað meira en togarinn Maí. Allir hafa séð hina snjöliu grein Einars Sigurðssonar 26. 2. ’67 um tap þess togara. Þar hefur enginn í móti mæit. Grundvöll- ur togaraútgerðar á Íslandi er botnlaust fien. íslendingar hafa sVisvar étið togaraflota sinn upp úr skinni. f fyrra skipti á árunum 1930— 1939. f seinna skipti á árunum frá 16/4 1955 til 1967. Þegar það kostaði 10 milljóna króna tap að skrifa sig fyrir ein- um togara. 1959 ál'eit rí'kisstjórn Islands passanlegt að auka skipa stól landsmanna um 5 togara. Eiganda eins þeirra þótti henta að losa sig við hann eftir 1—2 ár, enda þótt það kostaði ofan- nefnda upphæð. Hann var sann- spár. Hin sikipin eru í gangi sem kunnugt er. Eitt af þessum skiþ- um hefur nýlega gengið svo hressilega, að Bretar bjóða hvað sem er til þess að geta fengið af því sikipistjórann. Við þetta verða íslendingar svo æfir, að þeir vilja kaupa ekki færri en 3—4 nýmóðins togara, án þess að at- huga rekstrargrundvöllinn. Ný- lega ákváðu Hafnifirðingar að breyta til, setja saman almenn- ingshLutafélag til kaupa á ný- móðins togara. Þeirra útgerð hafði á sl. ári oltið til baka um milljónir, en þá kom ólánið. Toppskip þeirra og allrar þjóð- arinnar gerði svo stóran túr, að almenningur hélt að skarð mundi nú höggvið í 150 milljóna skuld, sem þeirra togaraútgerð var komiin í. En þegar túrinn er gerður upp 1 Morgunblaðinu 26. febrúar sl., þá er útkoman þjóðarskömm. Reykjavíkurborg getur á þessu ári haldið upp á 20 ára afmæli sinnar bæjarút- gerðar. Mikiar „vonir“ voru tengdar við þessi fyrirtæki af þeirra talsmönnum. Allar götur steinsteyptar í Hafnarfirði. Öll útsvör greidd í Reykjavíkur- borg. Hvort tveggja fyrir gróða bæjarútgerða. Enda þótt allir skattgreiðendur finni þungt til þessara fyrirtækja, þá hafa þau samnað eitt, svo að ekki verður um viMzt, að starfsgrundvöllur fyrir togara er ekki til á íslandi. Það er önnur saga, að þessi að- ferð befur nær drepið af sér alla togaraútgerð á íslandi. Þeg- ar tekið er tillit til þess, sem löggjafarvaldið og stéttarfélögin hafa lagt til þessara mála, þá er pöntun á nýmóðins togurum út í loftið. Telja íslendingar rétt að gera pöntun á nýmóðins togurum, þá verður löggjafinn að ganga svo frá málum, þegar í stað, að nýir togarar lendi ekki í sömu botn- leysu hvað rekstrargrundvöll snertir, sem komið befur svo berlega í lijós með Maí og aðra nýjustu togarana. Þá fyrst fæst almenningur til að leggja fé í nýmóðins togara. Upphróp- anir manna um skuttogara inn- an þings og utan og í blöðum tekur enginn mark á. „Þú skalt leggja peninga í togara, en ég skal leggja á ráðin og stjóma“ — er orðið 'úrelt. Því að það befur kostað miklar fórnir fá- tæfkra bæjarfélaga og mangra annarra. Það hefur komið 1 veg Togararnir eru og hafa alla tíð verið skólaskip tslendinga Frá fyrstu tíð hafa íslenzku togararnir verið skólaskip. Eng- inn síldveiðibátur er vel mennt- ur, ef góðir togaranetamenn eru ekki meðal skipshafnar. Ekkert hafnarafgneiðslufyrirtæki í landi er vel sett án reyndra togara- manna. Ekkert frystihús getur án góðra togaramanna verið. Togararnir eru allra skipa nauðsynlegastir á ófriðartímum Það hefur verið sagt, að tog- aramálim yrðu að ræðast af hreinskilni. Þessi umsögn er hár riétt. Um leið og viðurkenna verður, að togararnir eru íslend- ingum nauðsynlegir, þá vaknar sú spurning, hvort togararnir séu nógu vel menntir. Er ekki búið að ganga of nærri þeim úrvals mannsikap, sem var á tog- urunum? Hvort vantar okkur togara eða togaramenn? Að bíða tímum, dögum og jafn vel vikum saman eftir mönnum er nokkuð þekkt í togaraútgerð á íslandi og að verða að ráða 10—15% fleiri menn en þörf krefur er algengt, ef býðst. Hvaða grundvöllur er fyrir útgerð nýrra togara á fslandi? Níu skuttogarar eru til sölu hjá einum skipasala í Bretlandi, nýir og nýlegir. Nýlega kom hingað sölulisti frá Bretlandi. Þar vor,u ekki færni en 9 — níu — skuittogarar boðnir til sölu af ýmsum stærð- um. Sum þessara skipa eru óaf- hent eigendum, sam þau eru smíðuð fyrir. Gæti hugsazt, að um nokkurn afturkipp væri að ræða? Þetta eru þó myndarleg- ustu skip, eiga að kosta al'lt að 72 millj. Hvort varpan er tekin inn á skut eða síðu breytir engu um rekstrargrundvöllinn. Nýi, norski skuttogarinn Longva II. ca. 1300—1400 brúttó- tonn kom úr fyrsta túr eftir 8 vikur með 430 tonn af frosnum, pökkuðum flökum, en gat ekki selt farminn í Grimsby og varð að landa honum í geymslu. — Á Longva er 55 manna áhöfn, þar af 5 í vél, eins og á íslenzku togurunum, en þyrftu að vera 6. Sá sjötti þyrfti að vera vegna flökunar- vélanna. Þetta er nú öll sjálf- virknin þar um borð og er þó kunnugt, að Norðmenn hafa yfir leitt miMu færri menn á sínum skipum en íslendingar. Fyrir 2 árurn var skipuð tog- aranefnd á íslandi til að fara til Bretlands og vera við flotsetn- ingu nýs skuttogara, annars af tveimur, sem smíðaðir voru. Mér er sagt, að þessir togarar liggi nú aðgerðarlausir í dokk. Sumir hafa llátið sér detta í hug heil- frystingu og fiskurinn væri svo unninn í frystihúsum hér í landi. Þær athuganir, sem gerðar hafa verið af Þjóðverjum í Vestur- Þýzkalandi eru mjög neikvæðar. Sömuleiðis þær athuganir, sem gerðar hafa verið í Ameríku fyr- ir ísliendinga. Fiskurinn virðist ekki þola að vera tvífrystur. Þar að auki er kostnaðurinn fjar- stæða eins og er. Heilfrystimg um borð í togara stendur lágt — og vandræði að losna við hann, eins og kunnugt er íslendingum. Nýlega kom hér Hull-iskutfog- ari, sem hafði fengið 800 tonna afla í 4 veiðiferðum. f síðustu veiðitferðum fengu togararnir Maí 580 tonn og Sigurður 537 tonn á broti af þeim tíma, sem Huiil-togarinm var í sínum veiði- ferðum. Skuttogarar geta sjáltfsagt ver- ið góðir hlutir hjá þjóðum, sem kunna með togara að fara og þurfa að sækja langt. Síðan 1916 hefur á flestu.m þin.gum verið bætt sköttum og kvöðum á tog- arana, sem er nú orðið að dráps- klyfjum fyrir iöngu síðan. Það verður fyrst að afnema dráps- klyfjar togaranna. Svo verða þeir að fá aðstöðu til þess að vera að einhverju leyti á sínum gömliu miðum. Án þess er allit skraf um endurnýjun þeiría markleysa. Ég fullyrði að skut- togararnir eru enn á tilrauna- stigi og síðast en ekki sízt: 1) Menn verða að flást á þá lenigur en rétt á meðan þeir eru nýir. 2) Menn verða að fást tii að losa þá. 3) Menn verða að flást ti'l að vinna úr þeirn aflann o. fl. o. fL Tryggvi Ófeigsson. Þing norrœna verkstjóra sambandsins í Reykjavík NORRÆNA verkstjórasambandið heldur þessa dagana þing sitt í Reykjavík. Á þinginu eru allir stjórnarmenn, 14 talsins. Sam- bandið er stofnað 1922 og þá af Svíþjóð, Danmörku og Noregi, en ísland og Finnland gengu í samtökin nokkru eftir stríð. Þetta er í annað sinni er slíkt þing er haldið hér, en í fyrra skiptið er það var haldið, 1959, mættu ekki allir stjórnarmenn. Að samtökunum standa Faell- esrepraesentationen for danske Arbejdsleder og Teknis'ke Funkt- ionarforeninger í Danmörku, Fin- lands Tekniska Funktionárorgan- isationers Centralförbund í Finn-. landi, Noregs Arbeidslederfor- bund í Noregi, Sveriges Arbetsle- dareförbund í Svíþjóð og Verk- stjórasamband íslands. Eru nú meðlimir samtakanna rúmlega 125 þús. talsins. í Danmörkú, rúml. 31 þús., í Finnlandi um 15 þús., í Noregi um 8.500, í Sví- þjóð rúmlega 54 þús. og á ís- landi vum 650. Á fundi með fréttamönnum skýrðu formenn verkstjórasam- takanna í hverju landi fyrir sig höfuð þætti starfsemi félaga sinna. Kom fram að það er í flestum löndum það sama: Bar- átta fyrir aukinni menntun verkstjóra, staða þeirra í launa- baráttunni og réttarleg staða þeirra. Hefur á Norðurlöndun- um að undanförnu verið lögð mikil áherzla á að bæta mennt- un verkstjóra, sem þeir sögðu að væri mjög þýðingamikil. Atli Ágústsson ritari Verk- stjórasambands íslands skýrði frá starfsemi þeirra samtaka. Sagði hann að það væri þeim nokkur fjötur um fót að ekki hefðu tekizt samningar við alla þá aðila er hefðu verkstjóra í þjónustu sinni. Væri það höfuð- nauðsyn fyrir saimtökin að sam- eina alla undir eitt merki. Þá gat Atli þess, að staða íislenzkra verkstjóra í kjarabaráttunnl væri með nokkrum öðrum hætti heldur en á hinum Norðurlönd- unum, þar sem íslenzkir verk- stjórar hefðu ekki verkfallsrétt. Annars sagði Atli, að áhugamál Verkstjórasambands íslands væri svipuð og hjá hinum Norður- löndunum og bæri þar fyrst að nefna aukna menntun verk- stjóra. Á þingi Norræna verkstjóra- sambandsins munu að þessu sinni verða rædd sameiginleg málefni landanna og mun þing- inu ijúka n.k. mánudag. Á morg- un mun Sigurður Ingimundar- son alþingismaður flytja ræðu á námskeiðinu um menntun og stöðu klenzka verkstjóra fyrr og nú. Sjötíu og níu luku prófi frá Háskólanum í vor HÉR fer á eftir s'krá yfir þá kandídata, sem luku prófum fró Háskóla íslands í vor: Úr guðfræðideild útskrifaðist einn stúdent, úr læknadeild 14, úr tannlæknadeild 8, úr laga- deild 12, úr viðskiptafræðideild 10, úr heimspekideild 2, B.A.- prófi luku 20 og 12 luku fyrri hluta prófi í verkfræði. Fara hér á eftir nöfn hinna nýbökuðu kandídata: Embættispróf í guðfræði: Halldór Gunnarsson. Embættispróf í læknisfræði: Ásgeir Jónsson Einar H. Jónmundsson Eyjólfur Þ. Haraldsson Eyþór H. Stefánsson Guðmundur ELíasson Guðmundur Sigurðsson Guðný Daníelsdóttir Gunnlaugur B. Geirsson Gunnsteinn Gunnarsson Hlöður Freyr Bjarnason Kristján A. Eyjólfsson Magnús Skúlason Þórður Harðarson Þorvarður BrynjóLfsson. Kandidatspróf í tannlækn- ingum: Egill Jaoobsen Guðni M. Óskarsson Gunnar Benediktsison Ingjaldur Bogason Pétur H. Ólafsson Ragnheiður Hansdóttir Sigurður Bjarnason Sigurður L. Viggósson. Embættispróf í lögfræði: Ásgeir Thoroddsen Björn Pálsson Garðar Gíslason Gísli Sigurkarlsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir Jakob R. Möller Jakob Þórir Möller Kristján Torfason Ólafur B. Árnason Ólafur H. Ragnarsson Þorvaldur Reinhold Kristjánss. Sigurður Hafstein. Kandídatspróf í viðskipta fræðum: Árni Ágúst Gunnarsson Baldur Árnason Guðmundur Guðbjarnason Hálfdán O. Guðmundsson Kristján Össur Jónasson Pétur Jónsson Pétur H. Snæland Steinar Höskuldsson Sveinn Gústafsson. Þorbjörn R. Guðjónsson. Kandídatspróf í íslenzkum fræðum: Eysteinn Sigurðsson. Páll Bjarnason. B.A.-próf: Anna Kristjánsdóttir. Björn Þorsteinsson. Eiður S. Guðnason. Einar Hjaltested. Elín Norðdahl Banine. Elísabet S. Guttormsdóttir. Guðmundur M. Oddsson. Guðni Þór Stefánsson. Hrafnhildur K. Jónsdótth Jón Ágústsson. Kristrún Eymundsdóttir. Pálína Jónsdóttir. Páll Ingólfsson. Óskar Ingimarsson. Sigrún Klara Hannesdóttir. Snorri Þór Jóhannesson. Sverrir Hólmarsson. Valdimar Valdimarsson. Þór Valtýsson. Þorsteinn M. Marínósson Fyrri hluti í verkfræði: Gisli Viggósson. Guðbrandur Steinþórsson. Gunnar H. Jóhannesson. Halldór Friðgeirsson. Hreinn Frímannsson. Níels Indriðason. Ólafur Erlingsson. Ragnar Ragnarsson. Sveinn Snæland. Tómas Tómasson. Þóra R. Ásgeirsdóttir, Þórður Ó. Búason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.