Morgunblaðið - 28.07.1967, Page 10

Morgunblaðið - 28.07.1967, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Eins og frá hefur verið skýrt í fréttum, urðu geysilegir jarðskjáVftar í Tyrklandi fyrir nokkrum dögum og oilu miklu tjóni, bæði á mönnum og munum. — Hér sjáum við tyrkneska hermenn í Asapazari grafa í rústunum og leita fórnarlamba hamfaranna. Lögreglumenn fara mcð búðarþjófa í iögreglunstöðina í Detroit. Þýfið, sem mennirnir höfðu náð, sjónvarp og gítar, er í hönd- um lögreglunnar. FRÉTTAMYNDIR r r UR YMSUM ATTUM Gripdeildir hafa verið miklar í verzlunum í Detroit, samfara kynþáttaóeirðunum þar. Hér sjáum við konu og börn burðast með stól, sem tekinn hefur verið í húsgagnaverzlun og karlmaður stendur við búðargluggann og tekur á móti húsgögnunum, er kunningi hans réttir út úr verzlun- inni. — Hér sjáum við málarann Juan Miro leggja síðustu hönd á myndastyttu sína, „Sjávargyðjuna", sem 1. ágúst nk. verður komið fyrir í geysistórum neðansjávarhelli í Saint Laurent du Var, skammt frá baðstaðnum Juan-les-Pins við strönd Mið- jarðarhafsins. Hellirinn, sem styttan verður í, er svipaður kirkju að lögun og er ætlazt til þess, að ferðamenn syndi þangað niður til að sjá myndina. Hún er tveir metrar að hæð. Kanadaför de Gaulle, forseta Frakkliands, hefur verið eitt aðalefni heimsfréttanna síðustu daga. Þessi mynd var tekin á einum viðkomustaða forsetans á leiðinni milli Quebec City og Montrcal. Þar var honum hvarvetna ákaflega vel fagnað, eins og sjá má á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.