Morgunblaðið - 28.07.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1967
Ólöf Sigurðardóttir
— Minning
F. 30. nóv. 1886. D. 23. júlí 1967
Reykjavík var ekki stór, þeg-
©r Lóa og Nilli, en svo kölluðnm
við vinir þeirra þau, settu sam-
am bú, fyrir tæpum 52 árum. Þá
var Reykjavík aðeins fámennur
bær, með smáum fátæklegum
Ihúsum og skrautlausu umhverfi
með malargötum og víða aðeins
stígum milli húsa og bæjarhluta.
Ekkert rafmagn og öll nútíma
þægindi af mjög skornum
skammti. Atvinnuleysi var mjög
tilfinnanlegt og erfiðleikar miklir
í því sambandi. En Lóa og Nilli
létu þetta ekki hafa áhrif á
ákvarðanir sínar. Þau gengu lífs-
glöð út í baráttuna búin hinum
góðu kostum, manndómi, mann-
kærleika og drengskap. Þau að-
löguðu sig umhverfi og stað-hátt-
um, börðust hlið við hlið og
gættu þess, umfram allt, að
missa ekki sjónar á gildi lífs-
ins og hinni sönnu lífshamingju.
í litla húsinu á Vesturgötu
26C, hafa þau búið clla sína hjú-
skapartíð, að undanskildu fyrsta
árinu. Þetta litla hús hafa þau
annazt. Endurbætt það á ýmsa
vegu. Hlúð að því inni og úti og
gert það stöðugt vistlegra og
skemmtilegra. En þau hafa líka
ræktað þar þann anda, kærleika
og samúðar, sem vel mætti end-
ast mörgum ættliðum til geng-
is og blessunar.
Nú er Reykjavík orðin stór-
borg og allar breytingar með
siíkum hætti, að byltingu líkist
meira en eðlilegri þróun. í gegn
um þessar byltingar, hefir Vest-
urgata 26C staðið af sér alla
storma, enda hafa alltaf búið
þar, sömu heiðarlegu, ungu hjón
in, fyrirmyndar borgararnir, sem
höndluðu lífshamingjuna einmitt
fyrir sína miklu og góðu mann-
kosti.
Nú er Lóa horfin á brautu,
þrotin að kröfíum. Hún var líka
búin að vinna mikið og gott starf
innan húss og utan. Hún hefir
verið sívinnandi.og stöðugt hugs
að, fyrst og fremst um heimili
sitt og hamingju manns síns,
barna og barnabarna. Auk þess
hefir hún verið hjálparhella
fjölda margra sem bágt hafa átt,
og ég held að hægt sé að segja,
að Vesturgata 26C hafi alltaf
staðið opin, öllum sem þiggja
vildu hjálp og leiðbeiningar góðs
fólks. Litla húsið gat rúmað
furðu margt fólk, án þess að
vart yrði þrengsla. Gestrisni og
alúð húsbænda og barna þeirra,
var með slíkum hætti, að engra
þrengsla varð vart. Þvert á móti
virtist alltaf vera hægt að bæta
fleirum og fleirum við hópinn
og láta öllum líða vel.
Lóa var vel af Guði gerð. Hún
var félagsiynd og tók mikinn
!tÍov£unliíaMfr
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA
síivii no*ioa
þátt í íþróttum á sínum yngri
árum. Þótti hún góður liðsmað-
ur, þar sem hún lagði fram
krafta sína. Hún var glaðvær
og léttlynd í vinahópi, en mjög
einbeitt og ákveðin ef því var
að skipta og sagði þá skoðun
sína afdráttarlaust. Um Lóu má
með sanni segja, að hún var
drengur góður.
Það eru nú 35 ár síðan ég og
fjölskylda mín bundumst vina-
og tryggðaböndum við heimilið
á Vesturgötu 26C, og hefir sú vin
átta farið vaxandi með árunum,
jafnframt vaxandi virðingu fyrir
51 árs brúðhjónunum á Vestur-
götu 26C.
Það er sjónarsviptir við fráfall
Lóu. En enginn má sköpum
renna og eitt sinn skal hver
deyja. Minningarnar lifa þó mað
urinn falli, og minningarnar um
góðan vin eru mikils virði.
Við hjónin og börn okkar þökk
um nú fyrir ágæta kynningu og
biðjum Guð að blessa alla afkom
endur Lóu og manninn hennar
trygglynda og sanna félaga. Lóu
óskum við góðrar ferðar til lands
lifenda, þar sem við trúum að
hún fái góðar og verðskuldaar
móttökur.
Vertu í Guðs friði. Friður Guðs
þig blessi.
Kristján Karlsson frá Ak.
Ingibjörg Helga-
dóttir — Minning
f DAG, föstudaginn 28. júlí, verð
ur til moldar borin Ingibjörg
Helgadóttir.
Ingibjörg var fædd 11. sept.
1904 í Reykjavík og lézt í Borg-
arspítalanum 24. júlí sl. Hún var
dóttir hjónanna Helga Björns-
sonar og Guðríðar Hannesdótt-
ur. Föður sinn missti Ingibjörg
ung að árum, sem var þungur
harmur fyrir óharnaðan ungling.
f þá daga var lífsbaráttan hörð
og fór Ingibjörg snemma að
vinna ásamt systkinum sínum.
Samheldni og einstakur vilja-
styrkur móður hennar og syst-
kina, gerði þeim kleift að halda
heimilinu saman.
Ingibjörg heitin var ástrík og
nærgætin að eðlisfari og var
það alla tíð hennar leiðarljós.
Barngóð var hún og ástkær móð
ir sem amma og voru barna-
börn hennar henni sérstaklega
ástkær, og þegar við lítum til
baka yfir farinn veg mun sú
minning aldrei líða úr hugum
okkur, sem áttum þeirrar gæfu að
njóta að eiga hana sem ástrík-
an vin í blíðu og stríðu.
Ingibjörg giftist eftirlifandi
manni sínum, Björgvin V. Magn-
ússyni frá Kirkjubóli, 7. júlí
1928, og átti með houm ástríkt
heimili alla tíð. Þau eignuðust
4 börn, en misstu eitt þeirra að-
eins ellefu mánaða gamalt. Börn
þeirra eru: Só'lveig, Guðríður og
Helgi.
Ingibjörg átti við mikla van-
heilsu að stríða síðastliðin fimm
ár og var rúmliggjandi á spítöl-
um meira og minna síðustu tvö
árin, þar sem hún naut beztu að
hlynningar.
i $ -
Ingibjörg reyndist Björgvin
góður lífsförunautur, og bjó hon
um og börnum þeirra hamingju
ríkt heimili. Hún var einstaklega
góð heim að sækja og nutu þess
ekki sízt hennar elskulegu
barnaibörn, sem hún gaf ávailt
sína beztu hjartahlýju.
Við þökkum henni af heilum
hug allar samverustundirnar og
biðjum þess, að hún megi njóta
þess sama á nýjaum slóðum.
Tengdasonur.
Bókin um örninn
Leiðrétting
f MORGUNBLAÐINU 19. þ. m.
(159 tbl.) er fréttagrein þar sem
frá því er skýrt, að dr. Finnur
Guðmundsson, fuglafræðingur,
Birgir Kjaran, hagfræðingur og
fleiri séu að vinna að bók um
íslenzka haförninn, sem Bókfells-
útgáfan muni gefa út.
Þar sem mín er getið fyrst í
þessari fréttaklausu og þar sem
nafn mitt er auk þess eitt prent-
að með upphafsstöfum munu
flestir, sem ekki eru kunnugir
málavöxtum, halda að ég sé aðal-
höfundur hins fyrirhugaða rits.
Svo er þó ekki því að ég hef að-
eins lofað að skrifa stuttan kafla
í bókina. Að öðru leyti er hún
mér óviðkomandi. Það er því
augljóst mál, að hlutur minn í
samningu hinnar væntanlegu
bókar um íslenzka örninn verður
harla lítill og allur annar en um-
rædd fréttagrein gefur tilefni til
að ætla.
Hrísey, 21. júlí 1967.
Finnur Guðmundsson.
Ritstjórn Morgunblaðsins hef-
ur sýnt mér þá vinsemd að leyfa
mér að líta á ofanritaða athuga-
semd dr. Finns Guðmundssonar
varðandi fréttaklausu um fyrir-
hugaða útgáfu bókar um íslenzka
haföminn var það gert með leyfi
dr. Finns.
Ég hef sáralitlu við það að
bæta, sem í fyrrgreindri frétt
stóð. Helzt væri þó það, að um-
rædd bók er að verulegu leyti
hugsuð, sem falleg myndabók og
svo frásagnir kunugra af lifnað-
arháttum arnarins. Til dr. Finns
Guðmundssonar leitaði ég aðeins
eftir grein náttúrufræðilegs efn-
is um örninn, sem hann góðfús-
lega varð við. Um lengd greinar-
innar voru engin skilyrði sett og
auðvitað ber hann ekki ábyrgð
á öðru efni bókarinnar, en því,
sem hann skrifar. Veit ég að góð-
ur fengur verður í grein hans,
hvort sem hún verður stutt eða
löng. — En úr því að tækifæri
gefst leyfi ég mér að árétta þá
ósk mína, að þeir sem frá örn-
um kunna að segja eða eiga af
þeim myndir, sendi mér línu eða
myndir. Með þökk fyrir birting-
una.
Birgir Kjaran.
Utsvör í Garðahreppi
LOKIÐ er niðurjöfnun útsvara
íGarðahreppi. Alls var jafnað
niður útsvörum að upphæð
17.394. 700 kr. á 534 einstakl-
ingar og 29 félög samtals kr.
1.888.100. Jafnað var niður sam
kvæmt lögboðnum útsvarsstiga.
Ekki er lagt á ellilaun, örorku-
bætur eða mæðralaun.
Af einstaklingum bera þess-
ir hæst útsvör: 1. Ragnar Ó. Ar-
inbjarnar, læknir, 196.700 kr., 2.
Einar Sigurðsson, skipstjóri
149.200 kr., 3. Sæmundur Jó-
Mólverko- og
bókamorkaður
KRISTJÁN Guðmundsson, mál-
verkasali, Týsgötu 3, heldur um
þessar mundir Tnálverkamarkað
í Góðtemplarahúsinu í Hafnar-
firði. Eru þar bæði ti1 sölu mál
verk og eftirprentanir. Jafn-
framt er það bókamarkaður,
sem Kári Helgason stendur fyr
ir. Markaðurinn er opinn dag-
lega frá kl. 10—10.
B-52 þotur aftur að verki.
Saigon, 26. júli. NTB.
Hinar risastóru sprengjuþotur
Bandaríkjamanna af gerðinni
B-5<2 hófu að nýju loftárásir á
skotmörg í Norður-Vietnam eftir
þriggja mánaða hlé.
Gasárásir Egypta fordæmdar.
London, 26. júlí. AP.
Rúmlega 200 þingmenn úr öll-
urn flokkum báru í dag fram
ályktun, þar sem eiturgashern-
aður Egypta í Jemen er for-
dæmdur, og skorað er á stjórn
Verkamannaflokksins að mót-
mæla honum á vettvangi SÞ.
JAMES BOND - * -
— -K —
IAN FLEMING
James Bond
BY IAN FLEMIN6
BMWINE BY JOHN McLUSKY
Bonp TBNSBP
AS goldfinger
TEED UP FOR
THE EIGHTEENTU.
SURELY NE
HIUST NOTICE
THE BALL MIASNT
HtS OWN. THEN
DOWN CAME
TNE DRIVEP-
CRACK.. .
Jsrrr—
HE /TLLOWED
GOLDFINGER TO
W/N THE HOLE
ANP MATCH. HE
WANTED TO
ROAST H/M, SlOWLY.
EXQUlSITéLY.
. WELL, THANKS
FOR THÉ GAME.
SEEMS I WAS JUST
T00 GOOD FOR
YOU, AFTER ALL
Bond beið spenntur meðan Goldfinger
bjó sig undir að slá átjándu holuna. Hann
hlaut að taka eftir því, að skipt hefði
verið um kúlu. En Goldfinger reiddi kylf-
nna og . . . sló.
— Þarna komstu upp um þig, þrjótur-
inn þinn.
Bond leyfði Goldfinger að vinna hol-
una og leikinn. Hann ætlaði sér að fletta
ofan af honum, hægt og bítandi ...
— Hamingjan sanna, ég hitti ekki.
— Jæja, takk fyrir leikinn. Svo virðist
sem ég sé þér fremri eftir allt saman.
— Já, þú ert góður á velli, sem þessum.
Heyrðu, ég hélt að þú notaðir Dunlop
númer eitt . . . ?
— Já, víst geri ég það. Hvað er að? Um
hvað ertu að tala?
hannsson, múrarameistari,
149.000 kr., 4. Alfreð Elíasson,
framkvæmdastjóri, 148.100 kr.
5. Helgi Ingvarsson, yfirlæknir,
136.100 kr., 6. Guðjón Lárusson,
Iæknir, 134.200 kr., 7. Sveinn
torfi Sveinsson, verkfræðingur
131.600.
Af félögum eru þessi hæst:
Stálvík h.f., útsvar4.300, aðstöðu
gjald 252.600 kr. samtals 266.900
kr., 2. Sápugerðin Frigg: að-
stöðugjald 170.800 kr., 3. Reginn
hf.: útsvar 72.900 kr., aðstöðu-
gjald 60 þús., samtals 132.900
kr„ 4. Skeggi hf.: 72.000 kr. í
útsvar, 60 þús. í aðstöðugjald,
samtais 132.900 kr„ 5. Skipa-
smíðastöðin Nökkvi: útsvar
70.600 kr„ aðstöðugjald 29.300,
samtals 99.800 kr.
- DANMORK
Framhald af bls. 17
flýjanlegur, og því verður að
taka til atlhugunar, hvað hægt sé
að gera fyrir þá, sem hingað til
hafa starfað í nýbyggingadeild-
inni.
Komið hetfur til tals í sam-
bandi við þetta mál, að verka-
mennirnir sjálfir taki við stöð-
inni eða taki hana á leigu.
Land'samband stéttafélaga styð-
ur ekki þá lausn málsins.
Landssaimlbandinu er það ljóst
að skipasmíðastöðin mun í fram-
tíðinni eiga í harðri samkeppni
á heimsmarkaðinum vagma þess
að meðal annarra þjóða njóta
skipasmíðastöðvar styrks frá því
opinbera í mjög ríkum mæli. í
Englandi nemur sá styrkur frá
25 upp í 40 prósent.
Fjármálanetfndin er auk þess
þeirrar skoðunar að eigi um-
rædd skipasmíðastöð að njóta
opinbers styrks, beri því opin-
bera einnig að styrkja allan
skipasmíðaiðnaðinn og enginn
fjármálagrundvöllur sé til þess
eins og er.
P.S.
Síðan þetta er ritað, hefur rík-
isstjórnin boðað til fundar við
verkamenn hjá Burmeister og
Wain. Þar mættu m.a. fjármála-
ráðlherrann, Henry Grunbaum,
og Erling Dinesen, atvinnumála-
ráðlherra, og kom þá í ljós að
ríkisstjórnin væri fús til að at-
huga nánar möguleika á ríkis-
styrk, ekki aðeins til Burmeiister
og Wain heldur og til annarra
skipasm'iðastöðva. Ástæðan er
sú að fjárhagsörðugleikar
danskra ekipasmiðastöðva fara
mjög í vöxt vegna þess hve þessd
iðngrein nýtur hárra rikisstyrkja
meðal annarra þjóða. Málið er
því enn til athugunar.
— Rytgaard.