Morgunblaðið - 13.09.1967, Side 3

Morgunblaðið - 13.09.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1867 3 íshendingar í Svíþjóð: Hvað segja þeir um hægri umferð Umferðarsálfræðingurinn Kare Rumar frá Uppsölum lét hafa það eftir sér í blaða- viðtali, þegar brey tingin í hægri akstur var framkvæmd, að Svíar myndu ekki losna al- gjörlega við „vinstri villu“ fyrr en árið 2020. Alltaf þang- að til mættu menn eiga von á því að meðal Svía leyndust menn sem vfð skyndilega hættu brigðu við sem væru þeir í vinstri umferð. Þá sagði Anders Englund, sem stjórnar rannsóknum sænsku hægri nefndarinnar, að þeir sem vendust vinstri umferð frá blautu barnsbeini, yrðu aldrei fyllilega trausts verðir í hægri umferð. Bæði vegna þessara um- mæla og fyrir forvitni sakir, þar eð slík breyting sem í Svíþjóð er nú á næsta leiti hjá íslendingum, eða hinn 26. maí 1968, hringdi Mbl. til nokkurra íslendinga, sem bú- settir eru í Svíþjóð og spurði þá álits á breytingunni. Fara viðtöl við þá hér á eftir. Jón Karlsson, arkitekt í Stokkhólmi, sag'öi er við hringdum til hans og spurð- um hann um álit hans á H- umferðinni í Svíþjóð, sam- kvæmt þeirri reynslu, sem fengizt hefur nú í um það vil viku: — Breytingin hefur gengið mjög vel og betur en fólk bjóst við. Lítið hefur verið um slys og minna en gert hafði verið ráð fyrir. Það rík- ir því mikil ánægja hér í Sví- þjóð með framkvæmd breyt- ingarinnar. — Mér finnst þetta ekkert óþægilegt. Að mörgu leyti finnst mér mikið betra a'ð aka í hægri umferð, enda van- ur að aka í löndum sem hafa slíka umferð. Hins vegar eru götur Stokkhólmsborgar allt öðru vísi en þær voru fyrir breytinguna og veldur það nokkrum örðugleikum. — Mikið og gott starf hefur verið unnið til þess að búa göturnar undir þessa umferð. Fyrir um 4—5 árum var þeg- ar hafizt handa um það og mætti t. d. nefna umferðar- mannvirki eins og Essingen- leden, sem tekin var í notkun einmitt í sambandi við breyt- inguna. — Ég held að almenningur sé mjög hlynntur H-umfer’ð- inni. Hinn geysimikli undir- búningur hefur haft sín áhrif. Hætta er þó á að margt aldr- að fólk eigi í erfiðleikum. Umferðin er miklum mun hægari vegna hraðatakmark- ana og er eigi leyfilegt að aka hraðar en 40 km á klukku stund hér í borginni, 60 km á venjulegum akvegum og 90 km á hraðbrautum. Verður þeim eitthvað haldið áfram eftir því sem þörf krefur. — Jú, dálítið er erfitt að átta sig á sumum breytingun- um, sem hér hafa orðið í borg- inni, en götur eru svo vel merktar að þetta gengur allt saman. Þetta mun lagast, er búfð verður að fjarlægja gömlu sporvagnastæðin, en sporvögnunum var öllum lagt hér við breytinguna. Munu götur oft og tíðum verða um helmingi breiðari, er það hef- ur verið gert. fram smágallar, sem verður kippt í lag, en í heild hefur .breytingin tekizt mjög vel, sagði Jón Karlsson að lokum. Þá hringdum við til Vigdís- ar Þormóðsdóttur, eiginkonu Sveins Skorra Höskuldssonar, lektors í Uppsölum. Frú Vig- dís sagði, að hún hefði að vísu ekki ekið svo mikið í bifreið eftir áð breytingin gekk um garð, en sér virtist allt ganga hægt og eðlilega. sem kemur beint á móti manni á rangri vegarbrún, en það kemur ekki að sök vegna hraðatakmarkananria. Það, sem reynst hefur erfiðast vfð- fangs er hraðinn. Baráttan við hann er ströng og margir vilja gleyma sér á beygjum. Ekki tjóar að beygja samkvæmt gömlu reglunum. — Nei, mér sem manni, sem alinn er upp við vinstri um- ferð hefur alls ekki fundizt breytingin erfið, enda eru all- — Lögreglan er mjög ströng og tegur þá er brjóta hraða- takmörkin. Hafa þúsundir bif- reiðastjóra verið teknir fyrir of hraðan akstur. Eftirlit er strangt, enda tvöfalt lögreglu- lið í borginni. Hermenn að- stoða við löggæzlustörf. — Hver er að y'ðar áliti ástæðan fyrir því að breyting- in heppnaðist svo vel? — Það er sjálfsagt af mörg- um samverkandi ástæðum, en mér finnst lögregla, útvarp og sjónvarp hljóta að eiga geysi- legan þátt í því. Breytingin hefur verið undirbúin á rétt- an hátt. Að vísu er ávallt eitt- hvað, sem betur hefði mátt fara af smáatriðum. Það hef- ur t. d. komið í ljós, að fólk kvartar yfir því að útblást- ursrör strætisvagna eru hægra megin og blása þeir því upp á gangstéttir, en nú mun eiga áð leggja fram frumvarp til laga, þar sem allir eru skyld- aðir til þess að setja á bif- reiðir sínar áhald, sem eyðir eiturloftinu. Þannig koma Hægri umferð í Svíþjóð. — Sem fótgangandi vegfar- andi — sagði frú Vigdís — finnst mér umferðin hafa breytzt til batnaðar, umferðar menning m. a. aukizt til muna. Menn aka nú mun hægar, enda í gildi hraðatakmarkan- ir. — Nei, annars er breyting- in ekki mjög mikil fyrir gang- andi fólk. Auðvitað gilda nú mun nákvæmari reglur, víða hafa verið sett upp umferðar- ljós, þar sem þau ekki voru áður og allir virðast sýna sér- staka aðgát og má þakka því, hve vel hefur gengi'ð og slys- um fækkað. Margir eru einn- ig hræddir og fara varlegar en ella af þeim sökum — sagði frú Vigdís að lokum. Einar Grétar Sveinbjörns- son, konsertmeistari í Malmö, sagði er við spurðum hann, hvernig honum hefði fundizt breytingin: — Þetta hefur allt gengið sérstaklega vel. Umferðin er nú miklu rólegri, en einstöku sinnum mætir maður bifreið, Cóð frammistaða íslenzku bridgesveitarinnar: Eygir möguleika á 3. sæti 1 12. UMFERÐ á Evrópumótinu í bridge spilaði íslenzka sveitin við þá svissnesku. Leikurinn var spennandi, í hálfleik var staðan 43:24 fyrir ísland, en í síðari hálfleik tókst svissnesku spilur- unum að jafna leikinn og urðu ’okatölurnar 71:70 eða jafntefli 4 sug gegn 4. í 12. umferð urðu úrslit þessi: Spánn vann Pólland 7—1 Bretland vann Noreg 6—2 Líbanon vann írland 7—1 ítalía vann ísrael 8—0 Finnland vann Svíþjóð 5—3 Holland vann Danmörku 6—2 Portúgal vann Frakkland 6—2 Grikkl. vann Tékkóslóvakíu 8—0 Þýzkaland vann Belgíu 7—1 ísland jafnt gegn Sviss 4—4 í 13. umferð spilaði íslenzka sveitin við þá finnsku og vann yfirburðasigur 8—0. Stigin voru 113—57 (í hálfleik 50:20). íslenzka sveitin er nú í 7. sæti með 63 stig, en ítalska sveitín er í 1. sæti með 83 stig. í 13. umferð urðu úrslit þessi: Noregur vann Spán 8—0 Bretland vann írland 8—0 Ítalía vann Líbanon 8—0 ísland vann Finnland 8—0 Svíþjóð vann ísrael 8—0 Sviss vann Danmörku 5—3 Holland vann Frakkland 5—3 Portúgal — vann Grikkland 7—1 Pólland vann Þýzkaland 8—0 Tékkóslóvakía jafnt Belgíu 4—4 Að 13. umferðum loknum er staðan þessi: 1. ftalía 83 stig 2. Bretland 72 ■— 3. Svíþjóð 67 4. Frakkland 66 5. Noregur 65 6. Sviss 65 7. ísland 63 8. Holland 59 9. Belgía 53 10. Spánn 53 11. Tékkóslóvakía 47 12. ísrael 45 13. írland 44 14. Danmörk 41 15. Þýzkaland 41 16. Líbanon 40 17. Pólland 40 18. Portúgal 36 19. Grikkland 30 20. Finnland 24 ar merkingar um alla vegi svo skýrar, að ekki þarf að villast hafi maður athyglina í lagi. Ég hef áður ekið við hægri umferð og verð að segja, a’ð mér finnst sá akst- ursmáti ekki verri. — Hjálparsveitir æskufólks hafa verið hér á förnum vegi ailt fram til dagsins í gær, en þeirra hlutverk var að leið- beina vegfarendum, lentu þeir í vandræðum. Hins vegar hef- ur áróður verið gífurlegur fyr ir breytingunni og upplýsing- ar um það hvernig beri að haga sér í umferðinni rignt yfir fólk og má eflaust telja, að það hafi haft mjög góð áhrif. T. d. hafa krakkamir fengið mjög mikla fræðslu í skólanum, útvarpi, sjónvarpi og blöðum. — Nei, erfiðleikarnir eru yfirstíganlegir og heyrt hef ég álit manna, sem segja áð H-umferð sé þægilegri, en hve mikið er til í því, veit ég ekki, sagði Einar Gretar að lokum. í kvennaflokki er staðan þessi hjá efstu sveitunum. 1. Ítalía 49 stig 2. Frakkland 45 — 3. Svíþjóð 43 — 4. Bretland 39 — STAKSTEINAR Geigvænlegt ástand Ástandið í skólamálum okkar íslendinga er að sumu leyti geigvænlegt. Talið er að um 12% af hyerjum árgangi íslenzks æskufólks hefji nú menntaskóla- nám og að um 10% ljúki stúd- entsprófi. Verulegur hluti þeirra, sem ljúka stúdentsprófi hefja aldrei háskólanám eða ljúka þvi ekki. Til samanburðar má geta þess, að 35% af hverjum árgangi sænsks æskufólks ljúka stúd- entsprófi og skv. áætlunum sem gerðar hafa verið munum við ná þvi marki í skólasókn unglinga á aldrinum 16—18 ára 1980, sem Svíar ná 1970. Þetta er stóral- varlegt mál og sýnir að hættu- leg veila er í skólakerfi okkar. Á sama tíma og aðrar þjóðir leggja sig fram um að auka menntun æskufólks, einfaldlega vegna þess, að nútímaþjóðfélag byggist fyrst og fremst á mennt- uðu fólki, er augljóst að við ís- lendingar beinlínis vinnum gegn því að íslenzkt æskufólk leggi fyrir sig langskólanám. Ef til vill vinnum við ekki vísvitandi gegn því, en greinilegt er að kerfið er slíkt að það er hemill á skólagöngu æskufólks hér á landi. Landsprófið Enginn vafi er á því, að landsprófið er stærsti þröskuld- ur í vegi fyrir langskólanámi æskufólks hérlendis. Það skal hiklaust fullyrt, að landsprófið er enginn mælikvarði á það hvort ung stúlka eða ungur pilt- ur hefur hæfileika tU að bera til þess að ljúka stúdentsprófi eða háskólaprófi. Á þeim aldri, sem landsprófið er tekið, er margt sem glepur hugann og áhugamálin mörg önnur en nám ið sjálft. Margir munu þekkja af eigin raun, þau vonbrigði, sem af því eru síðar á ævinni að viðkomandi lauk ekki lands- prófi en i okkar skólakerfi er það landsprófið, sem yfirleitt sker úr um það hvort nemandi þykir hæfur tU menntaskóla- náms og síðar háskólanáms. Sá grunur læðist einnig að, að hús- næðisskortur menntaskóla okk- ar hafi ef til vill haft einhver áhrif í þá átt að þyngja lands- prófið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því nú þegar, að sú skammsýni, sem fram kemur í vali þess takmarkaða hóps æskufólks, sem nú á kost á Iangskólanámi í okkar landi á eftir að valda okkur veruleg- um erfiðleikum á næstu áratug- um, einfaldlega vegna þess að við munum ekki eiga á að skipa nægilega velmenntuðu fólki tii þess að halda uppi Ufskjörum til jafns við aðrar þjóðir, sem nú Ieggja áherzlu á að mennta sína æsku, meðan við setjum hina ótrúlegustu hemla á menntun okkar æsku. Róttæk breyting Hér verður að koma til rót- tæk breyting þegar í stað. Landsprófið — hemillinn á menntun íslenzks æskufólks verður að hverfa. f stað þess að loka dyrum æðri menntastofn- anna fyrir æsku fslands eigum við að opna þær upp á gátt, stuðla að því að íslenzk æska hljóti þá menntun, sem fsland framtíðarinnar þarf á að halda, leggja áherzlu á, að sem allra flestir íslenzkir æskumenn leggi stund á menntaskólanám, og háskólanám. Við teljum okk- ur með bezt menntuðu þjóðum í heimi. Það er hættulegur mis- skilningur. Við erum að dragast aftur úr. Æskufólk annarra landa er að mörgu leyti betur menntað en okkar æska. Hér duga engin vettlingatök. Burt með hömlurnar á menntunar- I þörf íslenzku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.