Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1&67 MAYSIE GREIG: 6 Læknirinn og dansmærin Ágætis herbergi með útsýni út á sjóinn. Við höfum fleiri gesta- herbergi en við þurfum nokk- urntíma að nota. Maðurinn minn er ekkert hrifinn að af hafa gesti í húsinu. — Nei, ég vil hafa mitt hús fyrir sjálfan mig, sagði hann gremjulega. Ekki allt fullt af snýkjudýrum. Grace sagði ekkert en sneri til dyranna. — Komið þér, ungfrú Jason, sagði hún. — Viljið þér ekki kalla mig Yvonne? sagði Yvonne í annað sinn. Frú Hennesy virtist eitthvað hikandi. — Gott og vel Yvonne. Komdu þá með mér. hún sem hafði reynf að koma sér vel við alla! — Sellier læknir kemur að vitja mín í fyrramálið, sagði hús móðir hennar. — Þú ættir að láta hann líta á fótinn á þér um leið. Ég sá, að þú áttir dálítið bágt með stigann. — Ég er bara dálítið stirð í fætinum, sagði Yvonne. — En það er ekki neitt, frú Hennesy. Grace yppti öxlum. — Eins og þér viljið. En úr því að Sellier læknir kemur hingað hvort sem er, getur hann eins litið á alla í húsinu. Ágætis maður, Seilier læknir. Og einhleypur. Hvers- vegna skyldi það vera? Flest hjónaböndin í Frakklandi eru ákveðin af foreldrunum. Kannski 4. kafli. Hún fór með hana um breiðan stiga og svo etftir löngum gangi. Herbergið var hreint og vel búið húsgögnum. Gluggarnir voru opnir, og þaðan var yndislegt út- sýni. — Dickies herbergi er þarna við hliðina á þér, sagði Grace við hana. — Og handan við það er leikhergið hans, en hann vill heldur kalla það setustofuna sína. — Gæti ég ekki borað hérna uppi með Dickie? spurði Yvonne. Henni var h'álfilla við að borða alein með hr. Hennsey. — Dickie er ekki svo lengi á fótum, sagði Grace. — Hann borð ar klukkan sex. Og maðurinn minn er þegar búinn að bjóða yður að borða með sér. Hann yrði vonsvikinn ef þér brygðust honum. f>að kenndi ofurlitillar illkvittni í röddinni. Þetta kom hálfilla við Yvonne. Hafði upphaf veru hennar hérna orðið eitthvað misheppnað? Og hafa foreldrar hans ekki fundið neina nógu efnaða handa hon- um? — Þyrfti hún endilega að vera vel efnuð? spurði Yvonne. — Nú, vitanlega. Aðeins Eng- lendingar og Ameríkumenn eru að gifta sig af eintómri ást. Og í níu skipti af hverjum tíu sjá þeir eftir ö'llu saman. Kannski eingöngu Ameríkumenn. Eng- lendingar leggja venjulega eitt- hvað til hliðar. — Því trúi ég ekki, sagði Yv- onne. — Ég held, að flestir Eng- lendingar gifti sig af ást. — Ég gitfti mig sjálf, af því að maðurinn minn var þegar orð- inn ríkur maður, sagði Grace. Ég hafði ekki etfni á að sleppa honum. Hún hreytti þessu út úr sér, ögrandi. — Og ég ætla að halda í hann .... sem eiginmann bætti hún við. — Mér fannst hr. Hennesy mjög aðlaðandi maður, sagði Yvonne. — Þér má ekki þykja hann of aðlaðandi, því að þá er mér að mæta, aðvaraði Grace hana. En hún sagði það brosandi. — Ég kann að eiga kunningja, eins og hann Bonneau greifa, en bara að gamni mínu. Aron er svo tregur á að skemmta sér. En mig langar til þess. — Ég skil það alveg, svaraði Yvonne í hálfum hljóðum. — Gerirðu það? sagði Grace og starði fast á stúlkuna. — Mér fannst þú fremur verða hneyksl- uð, þegar ég var að tala um að fara út með greifanum í kvöld. En annars gætirðu nú varla ver- ið dansmær og tepra samtímis, eða hvað? — Ég vona, að ég sé engin tepra, sagði Yvonne, — en þar fyrir get ég haft mínar siðaregl- ur. Grace hló. — Og þar undir heyrir, að þú viljir ekki, að gift- ar konur fari út án þess, að eig- inmaðurinn sé með í ferðinni? Þú átt mikið eftir að læra. Mann inum mínum er alveg sama, hver fer með mér út. Sjálfum leiðist honum allt samkvæmislíf, eins og hann sagði En .... hún laut fram og klappaði Yvonne á öxl- ina .... vertu nú samt væn og farðu ekki að hlaupa á eftir hon- um. Yvonne roðnaði. — Hvað fær þig til að halda, að ég ætli að fara að hlaupa á eftir honum? — Jæja, hann er nú miiljón- ari; hann á margar milljónir, og það getur ruglað fyrir sum- um stúlkum. Hann er eikki nema rétt hál'ffertugur, og hann er lögulegur maður — eða það segja sumar vinkonux mínar, að minnsta kosti. Hún setti upp skakkt bros. — Hann kann að vera áhugalaus um samkvæmi, en hann hefur áhuga á konum. Þessvegna hikaði ég þegar Sell- ier læknir statók upp á, að ég tæki þig fyrir barnfóstru handa honum Dickie. Dansmær verður að vera löguleg til þess að geta hafit ofan atf fyrir sér. En reiðstu mér ekki, Yvonne, flýtti hún sér að bæta við. — Ég segi ekki annað við þig en það, sem ég meina. — Það get ég vel metið, sagði Yvonne. — En þú þarft engar áhyggjur að hafa af mér. Grace leit á hana, fast og glettn islega. — Ég hel'd, að ég hafi þekkt þig rétt. Þú getur orðið erfið viðureignar. En ertu ónæm fyrir karlmönnum? Ábtu engan kunningja? — Jú, það á ég. Hann heitir Timothy Atwater og er sonur Donwater lávarðs. Grace varð sýnilega hrifin. — Ég held, að ég hafi hitt hann einu sinni eða tvisvar í sam- kvæmum hérna. Er hann ljós- hærður og laglegur? Yvonne kinkaði koilli. — Stend ur heima. Grace gekk út að glugganum. — Einhver sagði mér, að hann væri ekki sérlega efnaður og berðist í bökkum, eftir því sem bezt gengi. Hann er fjárhættu- spilari. — Já, hann spilar fjárhættu- spil, játaði Yvonne. — En hann er nú ágætis maður samt. — Og þú ert ástfangin af hon- um? -— Það er ég sennilega. Yvonne bandaði hendi með uppgjafar- svip. — En hvaða möguleikar eru á því, að þú getir nokkurntíma gifzt honum? spurði Grace. — Hann á ekkert tiil. Og sama virð- ist vera um þig að segja. Vegna fjölskyldu sinnar, verður hann að ná sér i ríka stúlku. Það skilst mér vera eina vonin fyrir hann. — Ég held, að Tim færi aldrei að giftast ríkri stúlku — vegna auðæfanna einna saman. — En hvað getur hann annað gert? Ég komst að því fyrir eitthvert slúður í samfcvæmi, sem ég var í, að hann eigi ekk- ert til. Þá hefur hann ekki ann- að en fjöLskyldusamböndin að selja. En ég skal játa, að hann hefur mikla persónutöfra og að- dxáttarafl. Svo bætti hún við og röddin varð vingjarnlegri: — Ég held, að þér væri fyrir beztu að gleyma honum. Yvonne reiddist. — Ég sé enga ástæðu til þess að gera það. Ég get haldið áfram að dansa, eftir að við erum gift — ef við þá giftumst nokkurn- tíma. Ég hef alveg nógar tekjur handa okkur báðum. Grace leit á hana með með- aumkunarsvip. — En ef hann nú er fjárhættuspilari, hvaða von getið þið þá haft um afkomuna? Yvonne yppti öxlum og leit undan, því að nú var hún í döpru skapi, en vildi ekki láta á því bera. — Ég veif ekki. En lífið er nú einusinni skrítið. Það er aldrei að vita, hvað gerzt getur. — Jæja, ég verð að yfirgefa þig, sagði Grace. — Ég þarf að fara að búa mig fyrir samkvæm- ið í kvöld. Svo virðist sem mað- urinn minn heimti að borða með yður, og það er allt í lagi í kvöld, hvað mig snertir. En ann- ars verðið þér að borða í 'lestrar- stofunni eða þá í leikstofunni hans Dickie. En hádegiisveirð borð ið þið Dickie með okkur, og morgunverðurinn verður yður færður í herbergið yðaa-. — Það er vissulega allt í lagi af minni hálfu, frú Hennesy. Ef þér viljið siður, að ég borði með manninum yðar, gæti ég sent boð og sagzt vera þreytt. —Nei, sagði Grace. — Þá færi hann að gruna mig. Og svo vill hann hafa einhvern félagsskap við kvöldverðinn. En á eftir fer hann inn í bókaherbergið sitt og rey.kiir sterkan vindii. Svo bætiti hún við í léttum tón: — Þetta ætiti ekki að vera neitt erfiði, og Aron hefur ánægju af því. Þegar þögn var, spurði Yvonne: — Hvaða dag á ég frí? Grace hló. — Þú átt við, að ef hann vinur þinn, Atwater kem- ur aftur til Nice, hvaða kvöld hefiurðu þá til að fara út með honum? Ég skal gefa þér tvö kvöld í viku — annað föistudag, en hitt kvöldið verður að koma heim við minar þarfir ----- eftir því hvenær ég er upptekin sjálf. — Það getur verið ágæitt, frú Hennesy. Og ég er viss um, að ég hef bara gaman af að líta eft- ir honum Dickie litla. Grace hleypti brúnum. — Það er nú hægara sagt en gert. Ég hef orðið að reka tvær kennslu- konur, síðustu tvo mánuðina. Hann kunni e’kki við þær, og þeg ar svo er, ætlar • allt vitlaust að verða. En hann virðist hafa hænzt að þér, Yvonne. — Því er ég fegin. Mér fannst hann vera indælis barn, frjáls- legur og fjörugur, — Já, það er hann, sagði Graee. — En nú verð ég að fara. Vantar þig nokkuð? Ef eitthvað er, get ég sent það upp í her- bergið þitt. Yvonne hristi höfuðið. — Nei, þakka þér fyrir. — Þú skalt ekkert hika við að skipa mannskapnum fyrir, héli Grace áfram. Allir hér eru svo góðu vanir. Ég fékk þetta fólk gegn um skrifstofu, sem útvegar þjónustufólk í stór hús. Þetta fólk hefur unnið hjá milljónur- um, mestalla ævina, og maður Mestseldu fólksbíladekkin Þessa heimsþekktu gæðavöru fáið þér hjá okkur. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Viðgerðarverkstæði vort er opið alla daga kl. 7.30 til 22.00. Önnumst alls konar hjólbarða- viðgerðir — Sjóðum í hjólbarða — Skerum munstur í hjólbarða — Höfum sérstaka vél til að skrúfa hjól undan langferða og vörubílum. Gúmmívinnustofan hf. Skipholti 35. — Reykjavík — Sími 31055. Skólafólk Vanti yður ritvél þá munið að hinar sænsku FACIT FERÐARITVÉLAR eru í flokki beztu véla á markaðnum. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. Sisli c7. ©lofínsen 14 UMBORS- OG HE ILDVERZLUN SÍMAR: 12747 - 16G47 VtSIUMIU 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.