Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1»67 23 -Éiuk prófi í þeirri grein árið 1&60. Tómas varð ungur skáti og starfaði mikið í þeirra röðum, og var félagi í Hjálparsveit ákáta. Ennfremur var hann í Björgunarsveitinni Ingólfi og alltaf boðinn og búinn til að veita aðstoð og hjálp, hvar og hvenær sem til hans var leitað. Hann var félagslyndur maður og áhugasamur um velgengni þeirra mála, sem hann helgaði allar sínar tómstundir, slysa- varnir og hjálparstarfsemi. Hann var einn þeirra manna sem nútímaþjóðfélag á mikið að þakka fyrir óeigingjörn störf í þágu almennings. Lögreglu- mannsstarf sitt innti hann af hendi mjög farsællega og var vinsæll jafnt af starfsbræðrum sem horgurum. Tómas lauk prófi frá Lögreglu- skóla rí'kisins, hinn 10. maí s.l Auk þess hafði hann lokið prófi frá skóla dönsku almannavarn- anna. Hinn 15. ágúst 1964, kvæntist hann Guðnýju Maríu Finnsdótt- ur, og áttu þau heimili hjá for- eldrum Tómasar. Við félagar Tómasar í lögregú- unni í Reykjavík, þökkum hon- um samstarfið og samveruna, og eiginkonu hans, foreldrum, syst- kinum og öðrum ættingjum og vinum, sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Bjarki Elíasson. S.l. fimmtudag barst mér sú hörmulega fregn til Stokkhólms, að vinur minn og félagi, Tómas Hjaltason, lögregluþjónn, hefði látizt í umferðarslysi kvöldinu áður. Andlátsfregnin kom yfir mig sem reiðarslag. Það er erfitt að sætta sig við, að svo ungur maður í blóma lffsins skuli vera kallaður brott, þegar framtiðin, björt og fögur, virðist blasa við. Tommi — eins og við félagar hans köilluðum hann, var í hópi okkar 12 félaga, sem mynduð- um með okkur samtök á s.l. vetri um að reisa okkur hús. Margir oikkar voru hikandi við að leggja í svo stóra framkvæmd, en við vorum svo heppnir, að einn félagi okkar hikaði aldrei og lét sér ekki erfiðleikana fyrir brjósti brenna, en það var Tommi. Með dugnaði sínum og óskertu vilja- þreki smitaði hann okkur hina, enda voru framkvæmdir ekki langt komnar, er við völöum ha,nn til forystu. Eftir það þurfti enginn ökikar að efast lengur. Flestir okkar höfðu kynnzt hon- um í skátastarfinu og vissu að Tommi hafði óvenjuilegt starfs- þrek og ó'bilandi kjark. Hann vann braust og vináttu allra^ sem kynntust honum. Fyrir hönd okkar félaganna færi ég honum með þessum fátæklegu orðum þakkir fyrir samvinnu, tryggð og vináttu. Eiginkonu, foreldrum og syst- kinum votta ég mína innileg- ustu samúð. Minningin um góð- an dreng lifir í hugum okkar allra. Pétur Sveinbjarnarson. Fæddur 12. mar* 1938 Dáinn 6. sept. 1967 Ó, þá náð að eiga Jesúm einkavin í hverri þraut .... Tómas Hjaltason lögregluþjónn iézt hér í Reykjavík s.l. mið- vikudag. Við félagar hans í um- ferðardeildinni eigum erfitt með að trúa því, að hann Tómas komi aldrei til starfa með okkur oftar. Við eigum erfitt með að trúa því, að hann, með sitt ljúfa geð, með sína hlýlegu og glað- legu framkomu, hann, sem allt vildi fyrir alla gera, við eigum erfitt með að trúa því að hann sé horfinn úr ok'kar hópi. Það skarð verður aildrei fyllt. Þessi fáu og fátæklegu orð eiga eklki að vera nein ævisaga, til þess brestur okkur þek’kingu. Þetta eiga að vera fáein kveðju- orð til horfins vinar og félaga. Tómas fæddist hér í Reykja- vík 12. marz 1938, sonur hjón- anna Hjalta Gunnlaugssonar og Valnýjar Tómasdóttur. Hann hóf nám í bifvélavirkjun á verk- stæði Egils Vilhjálmssonar og lauk því námi. Að því loknu hóf hann störf hjá Landssíma fs- lands og vann þar við uppsetn- ingu loftneta og eftirlit með þeim. f febrúarmánuði árið 1964 hótf svo Tómas störf hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Lengist af síðan hef-ur hann svo unnið hjá umferðar- deildinni, á bifhjóli og við þau skyldustörf sín lézt hann. Þann 16. ágúst 1964 kvæntist Tómas eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Maríu Finnsdótt- ur og er að henni og öllum hans ættmennum og vinum, kveðinn sár harmur við fráfall hans. Tómas var ákaflega vinmarg- ur maður, enda einstakt ljúf- menni í aillri framkomu. Sem lögreglumaður átti hann mjög gott með að umgangast fólk, það gerði hans létta geð og glað- lega framkoma og hjálpfýsi, sem Tómasi var svo ríkt í blóð bor- in. í skátahreyfingunni var Tóm- as mjög vi-rkur þátttakandi, enda framarlega í þeirri starfsemi allri. Einnig var hann félagi í Björgunarsveitinni Ingólfi og varaformaður þar og sýnir það glöggt hversu mikið tiraust fé- lagar hans þar báru til hans. Það má með sanni segja, að Tóm- as hafi tileinkað sér orðin „ávallt viðbúinn“. Hann var ætíð boðinn og búinn til hvers sem var og hvenær sem var. Hann taldi ékki eftir sér að vinna hin erfiðustu störf hjá lögreglunni, sem oft verður að vinna sín störf við slæmar að- stæður. Öll þau störf voru unn- in með söm-u glaðlegu og prúð- mann-legu framkomu, sem hon- um var svo eiginleg, alltaf. Tommi minn, við félagar þínir í umferðardeildinni söknum þín sárt. Við eiguim á bak að sjá traustum vini og félaga, sem hverfur oktkur í blóma lífsins og á svo margt ógert. Eitt eigum við þó, sem aldrei verður frá okkur tekið, en það er minn- ingin um þig og á hana mun aldrei nokkur skuggi falila. Konunni þinni, foreldrum og systkinum, Nínu og Dossa, vott- um við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð almáttugan að veita þeim styrk í þeirra djúpu sorg. Fa-r þú í friði, friður Guðs þig blessi. Félagar í umferðardeild. Einn af félögum okkar og skátabræðrum, Tómas Guðberg Hjaltason, lögregluþjónn lézt af slysförum 6. þ.m., aðeins 29 ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn af okkar beztu og traustust-u vinum. Fréttin um lát hans var vin- um hans og kunningjium mikið reiðarslag og fáir hefðu getað orðið okkur meiri harmdauði. En svona er lífið því miður otft óréttlátt. Skyndilega verðum við þess visari, að einn af okkar beztu vinum er horfinn. Lífi han-s er loki-ð, — hann er farinn heim. Við verðum að viður- kenna að hann er horfinn ásjón- um okkar og að við sjáum hann ekki aftu-r, fyrr en fundum okk- ar ber saman hinum megin, en þá vitum við, að tekið verður á móti oikkur af gamalkunnum hressileik og glaðværð. En -minn- ingin um hinn horfna vin mun aldrei líða úr hugum okkar. Slí'kir menn, sem Tómas heit- inn var, eru ekki á hverju strái. Tómas gekk snemma í skáta- hreyfinguna og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir Skáta- fðlag Reykjavifcur allt fram til síðu-stu stundar. Voru störtf hans jafnan unnin af óeigingirni, dugnaði og elju. Tómas heitinn var með allra vinsælustu mönn- -um, svo vinsæll, að allir sóttust eftir vináttu hans og félagsskap. Hann var, eins og sagt er, hvers manns hugljúfi. Tómas var félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík, og lengi einn af for- ystumönnum þar. Átti hann sæti í sveitarráði svei-tarinnar um árabil og þek-ktu han-n allir, sem að björgunarmálum vinna. Hann var traustur maður, harðdug- legur og baráttuglaðu-r. Þrek- maður var hann mikill og einn af þeim mönnum, s-em lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, ef hann vissi, að einhver þurfti hjálpar m-eð. Var h-ann þó ávallt rósemin sjálf, og sást honum aldrei bregða, hversu sllæmar, sem horf-ur og aðstæður voru. Þeir menn -eiga gott, sem búa yf- ir ja-fn mikilli hugarró og Tóm- as h-eitinn bjó yifir. Enda var svo, að jafnan var lei-t-að til Tómasar er gera þuríti út leið- angra til björgunarstarfa. Var þá sama hvort beiðnin kom á virkum degi eða rúmhelgum, að nóttu til eða degi, Tómas var ávallt viðbúinn. Það eru vafa- laust fáir, sem hafa -tekið jafn virkan þátt í björg-unairstörfum og Tómas heitinn gerði, þar var hann á-vallt framarlega í flokki. Á síðari áru-m var Tómas einnig félagi í Björgunarsveit Ingólfs og gegndi þa-r stöðu varafor- manns. Tómas heitinn lézt í starfi, því starfi, sem hann m-a-t svo mikils, lögreglu- og hjálparstarfinu. Hann var einn af reyndustu mönnum í umferðardeild lög- reglunnar. Hann var réttsýnn maður, góður maður. Skarð hans verður seint fyllt. Svo er sagt, að þeir sem guðirnir elska, deyi ungir. Á það ekki einmitt við um Tómas Guðberg Hjaltason? Er ekki einmitt dæmigert fyrir mann eins og Tómas að deyja í blóma lífs síns og fullu starfi, sem hann unni sér sjaldan hvíld- ar í? Það er ástkær vinur okkar og félagi, sem við fylgjum til grafar í dag. Eftirlifandi eigi-nkonu hans, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum, færum við okkar innilegustu samúðar- kveðj-ur. f vissu um endurfundi síðar, kveðjum við þig, kæri vinur, og þökkum þér samveruna og fá- dæma góð kynni. Vertu sælll, Guð varðveiti þig, kæri félagi og skátabróðir. Félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Kveðja frá Hjálparsjóði skáta Við vitum að mannlífið er hverfult. — Við vitum hversu skammt er milli lífs og da-uð,a. — Eigi að síður brestur okkur skilning á því, hversvegna gróskumkilili sál, er fyrirvara- laust, kippt upp með rótum úr mannlífin-u, mitt í g'róanda þess. Við, eins og flestir aðrir, horf- um í þögulli spurn, þegar við missu-m félaga og vin, svo af- dráttarlaust. En því að-eins get- um við misst, að við höfum eiitt- hvað átt. Það er 'býsna njikið -um það, að fólk lætur innritast í hin ýmsu félagasamtök. Greiðir gf til vilil -tilskilin gjöld og ef til vill ekki, án þess að ha-fast tfrek- ar að. Það er heldur ekki óalgengt, að fólk telur sig í vin- fengi við þennan eða hinn, með- an allt leikur þar í lyndi, en fyrirfinnst svo ekki þegar eitt- hvað bjátar á, eða erfiðleikar steðja að. Þega-r því er þannig varið, er missirinn ekki mikilll. Tómas Hjaltason, okkar fallni félagi í Hjálparsjóði Skáta, þekkti ekki slík vinnubrögð. Hann gaf sig allan og óskiptan að hverju því, sem hann lét. til sín taka. Hann reyndist því hinn trausti félagi og sanni vinur, hvar sem á reyndi, og var olkkur því að honum hinn mesti liðsauki. Þessvegna höfum við mikið misst. Þessvegna höfum við honum mikið að þakka. Hann var h-ugprúður ung-ur maðuir, sem tók æðrulaust og djarfmannilega á hinum sunduir- lei-tustu málefnum. Hann gerði sér jafnan far um að færa til betri vegar mistök samferða- mannanna og fara mildum hönd- um um viðkvæm málefni þeirra. Kæru foreldrar, eiginkona og aðrir ættingjar þessa mæta Framhald á bls. 24 FYRSTA SENÐINGIN AF RAMBLER AMERICAN 440 árgerð 1968 er væntanleg um miðjan október. Vegna aukins, lögskipaðs öryggisútbúnaðar í amer- ískum bifreiðum verður almennt um að ræða einhverja hækkun á verði þeirra. Rambler Amerlcan 440 4-Door Sadaa ÁRGERÐ 1967 er að verða uppseld. Eigum örfáar bifreiðir til afgreiðslu strax. MJÖG HAGSTÆÐIR GREIÐSL USKILMÁLAR. JÓM LOFTSSOM HF. HRIMGBRAUT121 --------—a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.