Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1967 “JT: BÓKMENNTIR Dm innblástur og fleira „HUGVITIÐ úthu'gsar og smáð- ar grindina, en vandvirknin hefl ar, fægir og ful'lkomnar", sagði Grímiur Thomsen og kalLaði sér til vitnis brezkan höfund, Jos- eph Addison, sem „réð öllum rit höfundum til að rita fljótt, en hefla ,seint“. Fyrruim var því trúiað, að skáld gáfan væri náðargáfa, sem að- eins fá'Um útvöldum félli í skaut, líkt og því var t.d. trúað, og er kannski trúað enn, að sitöfcu menn séu gæddir hæfileika til að sjá vofur og svipi, sem aðrir sjá ekki; og er kallað að vera skyggn. Fornmenn röktu skáldgáfuna til goðlegs uppruna. f Snonra- Bddu er skemmtileg saiga um upp runa skáldamjaðarins. „Því köll- um vér skáldskapinn“, segir Snorri, „feng Óðins og fund og drykk hans og gjöf 'hans og drykk ásanna“. Lengi síðan var litið svo á, að skáld þægju gáfu sína af æðri máttarvöldum. Og þau máttar- völd höfðu ekki aðeins á valdi sínu að vei'ta gáfuna, þau gátu kippt henni til baka, hvenær sem þeim sjálfum þóknaðist. Skáld- gáfan var því hverfulust allra gáfna. Til eru sagnir um skáld, sem týndu gáfu sinni í lengri eða skemmri tíma t.d. af þeim sök- um, að þau misnotuðu hana. En jafnvel þó sfcáld væri ekki svipt gáfu sinni, sem því hafði eiinu sinni verið gefin, var hún því ekki jafntiltæk öllum stundum. Talað var um anda og innblást- ur. í»ví aðeins gat skáld ort, að andinn kæmi yfir það. Innblást- urinn hreint og beint knúði tii sköpunar. En hann gat orðið Skammvinnur. Þess wegna varð að nota 'hann tii hins ýtrasta, „rita fljótt“ þá stuttu stund, sem hann gafst. Andinn gat horfið jiafnskyndiLega sem hann hafði komið. Þá varð sú grind, sem Grímur talar um, að vera nokk- urn veginn mótuð. Þegar innbLásturinn þraut, va-r skáldinu óhætt að varpa önd- inni og lítia yfir unmið verk. Þá tók við fágun og snyrting. En það var aðeims vinna, sem krafðist ekki goðlegrar andiagiftar, heid- ur aðeims smekks og vandvirkni að ógieymdri fagþekkingu. Þegar brezki rithöfundurinn Carlyle haifði Lokið við rit sitt um frönsfcu stjórnarbyiting’Una og falið það John Stuart MiLi til yf- iriestrar, gerðist það óhapp, að handritið brann hjá Miil; vinnu- kona notaði það til uppkveikju. CarlyLe hlaut að hefja verkið að nýju. Þá þótti 'honum verst, að andinn var farinn veg allrar ver aidar — ,,the spirit it was writt- en with was past“. Meðan veröldin var fábreytt og fastskorðuð og trúað var á forsjón og heppni, voru skáld öf umduð af sérgáfu sinni. Hvort sem gengi þeirra var meira eða minna á veraldarvísu, voru orð þeirra fleyig og varanleg. Og þar eð skáldskapurinn var náðar- gjöf, fylgdi honum lí'ka duLar- fullur kynngimáttur, samanber kraftaskáldin, sem margar þjóð- sögur herma frá. SkáLdin skáru sig úr fjöldan- um. Þau voru „frægt fólk“. Ung ir menn iitu upp til þeirra og langaði að vera einis. Ungar stúlfc ur sváfu með ijóð undir kodd- anum og dreymdi lýriska drauma. Þannig var það í gamla daga. Nú er veröidim orðin hvers- dagsieg og óformleg, ef miðað er við hátíðleika fyrri tíðar. Líf ið er á hinn bóginn margbrotið, leiðirnar óteljiandi. Maðurinn trú ir á mátt sinm og magin frem- ur en á náð og forsjón. Verður þó að viðhafa hugtakdð trú með varfærni, þegar borin er saman nútíð og fortíð, því brýnt er fyr- ir nútímamanninum, að trúa ekki, fyrr en hann hefur skiLið, gagnstætt því sem áður tíðkað- ist. Gömul stéttaskipting, sem lemgi virtist óhagganleg eins og foldgnótt fjall, hefur gersam- lega riðlazt. Enginn maður er Lengur borinn til einhvers ör- uggs hLutskiptis í lífinu. Sér- hver ■einistaklingur getur í raun- inni orðið hvað, s.em er, sé hann aðeins hæfileika gæddur. Hvað sem viðvífcur raunverulegu jafn ræði, þætti nú tæpast tilhlýði- iegt að kenna það, sem stendur í HeLgakveri, að „í þjóðféLagLnu eru sumir yfirmenn, en sumir undirmenn“. Það er svo vait að dæma um, hver er yfir hverj- um, og forysituhlutverk gerast fallvöLt. Menntun, sem áður taldist tdl sérréttinda, er orðin almenn. „Skítt með aLLa skynsemi, en gáfur eru gull“, var eimu sinni. kveðið. Þau orð áttu vel við á tíð bóhemismans, þegar orð- heppnir slæpingjar voru partur af memningunni. Þá var tími heppninnar. Jafn- vel ættlausir fátæklingar lifðiu sælir i þeirri fáránlegu von, að einn góðan veðurdag mundi þeim tæmast arfur. Maupa'SS'ant lýsir því grátbroslega í sögunni Mon oncLe JuLes. Nú verða fátækir ríkir án þess þeim tæmist arfur, og meira þyk ir koma tii þess, sem aflað er fyrir eigið frumkvæði og verð- leika, 'heldur en hins, sem feng- ið er mieð heppni og sLembilukku. HæfiLeiikar manna eru að sönnu firniamisjafnir. Samt muniu nú fá ir trúa, • að sumir einsta'kiLingar öðrum fremur séu t.d. fæddir og af forsjóninmi útvaldir tiL að skapa fagrar bókmenntir. Inn- biástur og andaigift er að vísu í gildi. En þess konar sveiflur í huganum einskorðast ekki við iistsköpun. Menn eru misjafn- lega 'uppLagðir til aLlra starfa. Sú S'taðreynd á sér eflaust máttúr- Legar orsiakir. Sennilega má skýra skáldlegan innblástur með líffræðiLegri formúLu. Samt er ekki neinum vafa undirorpið, að flestir sæmiLega 'greindir menn gætu orðið iið- tækir ijóða- eða sögusmiðir eða LeikritaskáLd, ef tiLhneigingin væri nógu sterk og ekki brysti úthald. En afreksmenn gerast að sjálfsögðu jaifmfáir á þeim svið- um sem öðrum. Og margir vekja efcki svo mikLa athygii með ævi- iöngu sitriti, að nafn þeirra sé nokkru sinni hent á lofti manna á meðai. Ef stétt rithöfunda er borin sarnam við stéttir annaTra lista- manna, virðist rithöfundas'tétt- in vera sundurieitari en nokkur hinna. í öllum stærri ménningariönd- um úir og grúir .af skóLum og akadiemíum fyrir myndlistair- menn, tónLLstarmenn og ieikara. Næstum aLLir, sem hyiggjast gera þær iistgreinar að starfi, nema þær í iskóLum. Og sú menntun er oft kostnaðarsöm. Því fremur er iíka List þeirra viðurkennd sem fúllgilt starf -eða staða í þjóðfélaginu. Öðru máii gegnir um rithöf- unda. Þeir eru ekki starfsstétt í venjuLagum skiLningi, heldur á víð og dreif innan um aillar stétt- ir, sem nöfmum tjáir að nefna. Starfsuindirbúningur þeirra er eins marglháttaður og mennirnir eru margir. Og séu þeir sþurðir, hvernig ungir menn eigi að búa sig undir ritstörf, verða svörin Líka jafnmörg og mennirnir. Sumir gefa í skyn, að ven.juleg skólaganga sé óþörf, því skáld eða ritíhöfundur þurfi fyrst og frems't að „stúdera lífið“, og það verði ekki stúderað í neinum skóla nema skóla Lífsins. Vera má, að þeir hafi rétt að mæia um notagiidi þess skóla, út af fyrir sig. Hitt er staðreynd, að fæstir rithöfiundar hafa látið sér nægja þá stúderingu, þeir sem annars áttu kost. Ekki verður heldur um það deilt, að brjóstvitið er nú — á tímum hinna óskoruðu fagrétt- inda — haria LítiLs metið. Próf og réttindi eru eins og iyklar. Sá sem engain hefur Lykiiinn, hann má standa úti. Honum 'g.agnar ekki að segjast kunn.a þetta eða hitt, ef hann h,efur eklkí bréf upp á það. Þess vegna verður rithöfundur að margisanna hæfi- leika sína í verki, áður en sam félaigið tekur að launa honurn erfiðið. Það þætti að gjaida Verð aðgöngnmiða: Bikarkeppni Evrópuliða í KVÖLD (miðvikudag), kl. 18.30 LEIKA KR. - ABERDEEIM Á LAUGARDALSVELLINUM. Sala aðgöngumiða í dag við Útvegsbankann. — Við Laugardalsvöllinn frá kl. 5.00. Forðizt biðraðir — Notið forsöluna. Stúlka kr. 100.— Stæði — 75.— Börn — 25.— Knattspyrnufélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.