Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1967 MAGINIÚSAR skipholti 21 símar 21190 eBirlokun simi 40381 S,M11-44-44 mUF/Blfí Hverfisgötu 103. Síml eftir tokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstaett leigugjalð. Bensin innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. — W IAWH fYHfflBHI * ,—-—'mnjurrsrAB IMÍLmær RAUOARARSTiG 31 SlMI 23022 Hest tii raflagna: Rafmagnsvöror tltvarps- og sjónvarpstaeki fiafmagnsviinibúðin sf Suðuriandsbraut 12. Slmi 81670 (næg bílastaeði). SAMKOMUR Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins að Hörgshlíð 12 í kvöld, miðviku- dag kl. 3,10. VEIZLU MATUR Heitur og kaldur SMURTBRAUÐ OGSNIHUR Sent hvert sem ðskað er,slmi 24447 ig Steingrímur og Benedikt um sjón- varpið Velvakanda þykir nú ískyggilegt, hve mörg bréf ber ast um sama mál, þ.e. sjón- varpið. Það þýðir, að ekki er hægt að birta nema sum þeirra bréfa, sem hann fær um það. Hér fara á eftir þrjú bréf um sjónvarpsmálið sem lágu ofar- lega í bréfahlaðanum og fyrst birtist bréf frá Steingrími Dav- íðssyni sem átti hér bréf um sama mál á dögunum en því bréfi var svarað með óvenju- legum hætti; þ.e. ekki á þess- um vettvangi heldur í leið- sagnarskrifum annars blaðs. Steingrímur segir: ,J>ann 26. ágúst sl. birtist grein í Morgunblaðinu, — Vel- vakandaþættinum um íslenzka sjónvarpið, dagskrár þess og fjölgun sjónvarpsdaga. For- maður útvarpsráðs hafði þá fyrir skömmu boðað, að sýn- ingardögum yrði fjölgað 1. september úr fjórum í sex, og svo varð. Ég undirritaður skrií aðd þessa grein og setti fullt nafn mitt undir hana. Hver stafur i greininni því birtur á mina eigin ábyrgð. Hvorki Morgunblaðið né aðrir verða þvi að réttu sakfelldir fyrir neitt það, er í greininni stend- ur. Hitt má vera, að Alþýðu- blaðið telji það serna sök að birta slíka grein. Ég hefi fyrr vitt sjónvarpið, eða dagskrárstjórn þess fyrir sýningar glæpamynda sem oft- ast eru meginefni dagskrármn ar en einnig hefi ég þakkað aðra þætti sem samboðnir eru menningarþjóðfélagi. Og nota ég nú tæklfærið og lýsi þakk- læti fyrir fræðslumyndirnar sl. þriðjudagskvöld 5. septem- ber. Þá ber að þakka frétta- þulunum fyrir ágæta framsögu og þeim stúlkum, er tilkynna dagskrárþættina. „Svona ætti að vera hvert einasta kvöld“, sogðum við á þriðjudagskvöld- ið. En nefndar sýningar gótu eins verið á mánudegi i stað óhroðans, svo að ekki þurfti þess vegna að fjölga sjónvarps dögunum. Ég endurtek ekki að sinni það, sem ég hefi fyrr skrifað um sýningar sjónvarps ins, en undirstrika alla mina fyrr birtu gagnrýni um dag- skrárefnið. Þó má bæta við: Vegna langrar starfsreynslu hlýt ég að bera nokkurt skyn.- á, hvað mótun og þroska ung- menna er holtt, eða hið gagn- stæða. Orð og athafnir til eft- irbreylni eru jákvæðar aðferð ir uppeldisins en viðvörunar- dæmin eru tvíeggjuð, og ekki öllum fært að beita þeim, svo að árangurinn verði ekki nei- kvæður. Að nota slík dæmi sem skemmtiþætti er fráleitt. Mál mun að hætta, að sá góðu gresi með hinni. f rammagrein á fremstu síðu Alþýðublaðsins þ. 27. ágúst sL er borinn skjöldur fyrir meinta persónulega árás á Benedikt Gröndal, formann útvarpsráðs. Höfundur rammagreinarinnar, sem sennilega er ritstjóri því að enginn annar leiðari er í blaðinu telur Morgunblaðið aðalárásaraðilann. Ég hlýt þó að eiga bróðurpartinn því að ramma-maður vitnar beint í grein mina í Morgunfolaðinu þann 26. ágúst sl. En í grein- inni birti ég þá ályktun mína, og styðst við nokkra skoðana- könnun, að um 80% Islendinga muni vera móti því að fjölga sýningardögum sjónvarpsins úr fjórum í sex. Slíkt væri því brot gegn vilja þjóðarinn- ar og jaðraði við einræði. Þessi sögn m,.n virðist hafa komið við kviku. Þó er tæplega hægt að viðhafa vægari orð um þessa ákvörðun útvarpsráðs. Að „jaðra við einræði", er nr. 1, ekki sama sem einræði. Það er hættulegra að fara veginn en ganga „götuna meðfram honum.“ Ég minnist ekki að hafa les- ið i Morgunblaðinu neinar per sónulegar ádeilur á Benedikt Gröndal, alþingismann. í minni grein er ekkert slíkt að finna. En ég snrara hér eingöngu fyr- ir mig. Ég ritaði fultt nafn undir greinina eins og fyrr seg ir, og ber þvi einn ábyrgð & hverjum stafkrók í greininni, og ég hefi ekki i hyggju að draga neitt til baka, sem þar er sagt Benedikt Gröndal verSar aS skllja þau einföldu sannindi, að hann er forsvarsmaSnr út- varpsráðs, og sem slikur verð- ur hann að þola heilbrigða gagnrýni á gjörðir ráðsins, ekki síður, þegar þær „jaðra vlð elnræði." Ég þykist vita, að allir þessi sjö ráðsmenn megi teljast nefndarmenn, hver f sinni sveit, en misvitr- ir, eins og Njáll. Og vilja þjóð- arinnar verða þeir að virða. Þá getur „ráðið“ ekki beðið um hrós fyrir forsjálni í fjár- málum. Að ætla okkar litla þjóðfélagi að fjárfesta á 2—3 árum tvo milljarða króna i stofnun, sem að mestu þjónar munaði manna. Mátti skað- laust byrja seinna og dreifa svo stofnkostnaði á mörg ár. Þá skal ekki spara rekstursfé, sbr. sem fýrr segir um fjölgun sýningardaga, og mannahald. Svo kemur litmyndasjónvarp, vonandi innan tíðar, og hefst þá fjárfrekur þéttux. Allt þetta flaustur „jarðar" vlð barnaskap. Þjóðfélagsheildin borgar kostn aðinn, hvernig sem innheimt- unni er háttað. Ríkisstjórnin hefur að hygg- inna manna háttum safnað á góðu árunum stórum gjaldeyr- bjarghringurinn, þegar afli bregzt og verðfall ógnar fjár- hag þjóðarbúsins. Vonandi tekst stjórnarflokkunum að forða þjóðinni frá alvarleg- um vandræðum, en til þess er stuðningur almennings nauð- synlegur. Stofnanir þjóðfélags- ins verða að rifa seglin áður en fárviðrið skellur yfir. Það sýnist bera nauðsyn til að rík- isstjórnin sjálf grípi um stjórn- völ þeirra stofnana, sem stýrt er af ógætnum bjartsýnismönn um. Höfum holl ráð, hvaðan sem þau koma. Steingrímur Davíðsson.“ ig Hvort er samkeppni skaðlegri fyrir neytendur eða veit- endur? Ein sem vill fá að velja“, Skrifar: „Kæri Velvakandi! Hver dj. , . . er þetta eigin- lega- Hver stendur fyrir tak- mörkun á útsendingum Kefla- víkursjónvarpsins? Ég fer að efast stórlega um að við bú- um við lýðræði hér. Hvers vegna að vera að eyða pening- um i skoðanakannanir, þegar ekkert er eftir þeirr, farið? Ef mál og menning er i þessari óskaplegu hættu, þá legg ég til, að sjónvarpið, það hið islenzka komi i veg fyir, að nokkurt hljóð heyrist úr barka Dýrl- ingsins, og að eingöngu verði íslenzkur texti til skýringar á atburðarásinni. Þar að auki ætti íslenzka sjónvarpið að hætta að sýna Denna dæmalausa. sem er ljót fýrirmynd fyrir lítiL saklaus og elskuleg íslenzk börn en Denni er kominn frá henni vondu vondu og ljótu Grýlu- Ameríku. Hins vegar mætti sýna myndir úr lífi rétttrúeiðra skólabarna i Járntjaldslöndun- um, þar sem allt er svo yndis- legt undir einvaldshælum al- góðra stjórnarherra, sem allt vita bezt. Það er auðvitað eng- in tilviljun, að um leið og okkur er bannað með konungs bréfi að horfa á Keflavíkur- sjónvarpið, skuli Kremlstjórn- in bjóða æðstu mönnum ís- lenzka sjónvarpsins heiim til sín að skoða allar dásemdirnar, enda hafa þeir lýst yfir þvi við heimkomuna i öllum blöðum, að við megum eiga von á „ágætu sjónvarpsefni" þaðan að austan. Við skulum endi- lega útiloka allt sjónvarpsefni að vestan, þar sem sjónvarpið var fundið upp því að Vest- menn drepa litil böm í Víet- nam, en Austmenn hafa, eins og kunnugt er, aldrei gert neitt ljótt ,hvorki í Eystrasalts- löndum, Póllandi, Ungverja- landi, Tíbet, Kóreu né Víetnam. Það er einhver munur. Annars hef ég ekki heyrt um það enn, að samkeppni sé skað leg fyrir neytendur, — en kannske hún sé það fyrir veit- endur? Ein sem vill fá að velja“. Fræðslumiðill líka „Ein smámunasöm!" skrifar: „Öæri Velvakandi! Ég hef mjög gaman af að lesa þau bréf, sem birtast i dálki þínum og finnst mér þau oft athyglisverð, eins og bréfið, sem birtist í þriðjttdagsblað- inu þann 5. sept. s.l. og bar fyrirsögnina „Á móti Kefla- víkursjónvarpinu“. Skrifandi bréfsins var sýnilega að gagn- rýna bréf, sem einhver frú hafði skrifað í blaðið þann 26. ágúst s.l. Segir bréfritari meðal annars (Setningin, sem hér fer á eftir, var orsök þess, að þetta bréf, varð til), að Kefla- víkursjónvarpið sé ekki fræðslumiðill, eins og frúin vill láta í skína, heldur ein- göngu skemmtimiðill o. s. frv. Þessi sami maður segist vera á móti Keflavíkurjónvarpinu, en horfi þó stundum á það. Ekkert á ég sjónvarpið og horfi því ekki oft á það; samt virðist ég hafa séð meira en þessi áðurgreindi bréfritari, því að ég hef oftar en einu sinni séð þátt í Keflavíkursjón- varpinu sem nefnist „This is the life‘, eða á íslenzku „Þetta er lífið“, og álít ég, að fólk, sem hefur séð þennan þátt, sé mér sammála um, að hann sé til fræðslu og gagns en til skemmtunar. Að endingu langar mig til að skýra frá því að ég tilgreindi þennan þátt vegna þess hve bréfritari var ákveðinn í þeirri skoðun sinni, að Keflavíkur- sjónvarpið væri „eingöngu" skemmtimiðill og það af lé- legra tagi. Ein smámunasöm!'1. ★ Til bréfritara Nokkuð er um það, að fólk, sem sendir Velvakanda bréf, skrifi aftur innan fárra daga, hafi bréfið þá ekki birzt, og reki á eftir. Sumir gefa 1 skyn að segja berum orðum, að til séu fleiri dagblöð en Morgunblaðið: aðrir segja sár- móðgaðir með grátstafinn I kverkunum að þar sem brétf þeirra hafi „greinilega ekki þótt nógu gott til þess að prent- ast i dálkum Velvakanda“ (svo að vitnað sé í nýlegt bréf) ,sé Velvakandi beðinn um að senda það aftur tál bréfritara. Við þessu er einungis það a8 segja, að Velvakanda berast fleiri bréf en svo á degi hverj- um, að unnt sé að birta þau jafnharðan. Mörg bréf verðe að bíða birtingar um nokkurn tíma, — og sum birtast aldrei. Eru það einkum bréf um máJ, sem útrædd verða að teljast I dálkum Velvakanda, því að eðll slíkra dálka sem hans er ein- mitt það að staðna ekki í eilíf- um umræðum urr. eitt og sama máL Að öðru leyti skal enn einu sinni tekið iram, að Velvak- andi endursendir ekki bréf sem honum berast þótt þau séu ekki birt, og hann áskilur sér rétt til þess að stytta og breyta bréfum, án þess að meiningu bréfritara sé brenglað. í sams konar dálkum I erlendum blöð- um er þetta venjulega tekiB fram í „föstum heus“, en hér hefur enn ekki þótt ástæða til slí'ks, heddur hefur annað veif- ið verið á þetta minnt, um leið og Velvakandi fer fram á, að bréf séu skrifuð í aðra hverja línu, hafi ríflega spássíu; að- aðeins sé skrifað öðrum meg- in á blaðið og helzt á ritvél. -jár Leiðréttingar í dálkum Velvakanda 1 gær er tvívegis sagt að bréf hafi borizt frá Þorsteini Jóns- syni á Úlfljótsstöðum, en á að vera Úlfsstöðum. Á öðrum stað er tvívegis sagt „að skopa seiðið“, en á að vera að skopa skeiðið. ;ði með annarri hendi, en ill- issjóðL sem nú er eini tiltæki íbúöir óskast Tvær 2ja—4ra herb. íbúðir óskast, helzt í Vest- urbænum. Önnur aðeins til 14. maí ’68. Uppl. 1 síma 16655 eftir kl. 7 í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.