Morgunblaðið - 13.09.1967, Page 19

Morgunblaðið - 13.09.1967, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MH)VTKUDAGUR 13. SEPT. 1967 19 Aðalfundarfulltrúar Prestafélags Suffurlands ásams tveimur þingmónnum Suffurlandskjordæmis Aðalfundur Prestafélags Suöur- lands vill aukinn embættiskostnað í G Æ R var haldinn á Sel- fossi aðalfundur Prestafélags Suðurlands, en félagssvæði þess nær frá Núpsvötnum og í Hvalfjarðarbotn. Fundur- inn hófst kl. tæpl. 10 f.h. með venjulegum aðalfundarstörf- um, þar sem skýrslur voru gefnar og r^kningar lagðir fram, svo og stjórnarkjör. Formaður var kjörinn séra Ingólfur Astmarsson. Kl. 11 f.h. hófst fundur að nýju og flutti þá sér Grímur Grím.sson erindi um embættis- kostnað presta. Til fundarins hafði þingmönnum verið boðið og sátu hann Ágúst Þorvalds- son og Steinþór Gestsson. Séra Grímur hóf ræðu sína með því að segja, að hryggilega hefði verið haldið á málefnum er vörðuðu embættiskostnað presta, bæði af hálfu presta- stéttarinnar sjálfrar og ríkis- valdsins. Hagsmunarmálum presta miðaði aftur á sama tíma og nær allar aðrar stéttir hefðu fengið stórbætt kjör. Prestar hefðu gert um mál þessi sam- þykktir og borið fram óskir, en án alls árangurs. Laun þeirra væru ákveðin með lögum og einnig aukatekjur. Embættis- kostnaðurinn næmi nú 11.868,00 og 3000 kr. auka til þeirra, sem ekki hefðu embættisbústað. Þá væru þeir á skattframtali leyfð- ar 10 þús. kr. frádráttur vegna bifreiðakostnaðar, en hinsvegar enginn slíkur kostnaður greidd- ur. Hann kvaðst hafa kynnt sér nokkuð þessi mál m. a. hjá Reykjavíkurborg og þar væri greiddur bifreiðakostnaður allt frá fremur lágri upphæð og upp í 50 þús. kr., en sú upphæð teldist hæfilegt ársviðíhald og rekstur á um 200 þús. kr. bíl. Nokkuð frekar ræddi hann um bílastyrki á vegum ríkisins. Þá kvað séra Grímur Grímsson ekki vita hvaða stétt manna prestar gætu miðað sig við í kröfum sínum, svo sérstætt, sem starf þeirra væri. Þar kæmu héraðslæknar t. d. ekki til greina, þar sem þeir hefðu föst laun fyrir að vera á staðnum en síðan öll sín störf greidd. Prestarnir yrðu því að reka embætti sín af launum fyrir ríkið. Það væri ýmislegt, sem hamlaði gegn því að prestar 'tækju laun fyrir ýmis aukaverk sín, sem þó útheimtu ferðalög og tíma. Þar kæmu til ýmsar orsakir. Auk þess hefðu prestar ekki starfsrekstur. Kirkjurisnan væri einar 1700 kr. á ári. Skyldu ýmir opinberir aðilar, sem að dýrum veizlum standa ekki þykja lítið á borð borið? Hann kvað einn prest hafa tjáð sér, að sig vantaði 7000 kr. á mánuði til að geta lifað af tekjum sín- um. Þá væri prestum ekki greidd ur ýmis kostnaður, sem aðrir. embættismenn hefðu, svo sem sími, blöð, bækur, húsgögn o. fl. Það ætti ekki við um neina aðra embættismcnn í landinu. — Ábyrgir menn vita, að kirkjan er nauðsyn og að prest- ar eru menn, sem verða að bera reisn, og ættu því ekki að þola eymd fátæktar. Þeim væri nauð syn bílastyrks, það væru van- efndir á byggingu prestsbústaða og það væru jafnvel stofnsettar heilar sóknir, þar sem hvorki væri til hús til kirkjuíhalds né bústaður fyrir prestinn. Þegar til sparnaðar kæmi væri byrjað á kirkjunni. Það er farið svo með kirkjuna að jaðrar við mis- þyrmingu. Og nú hefir heyrzt að leggja ætti niður prestsbú- staði og byrja í þéttbýlinu. Það er sýnd fyrirlitning og barna- legt vanmat á starfi kirkjunnar í þjóðfélaginu, sagði séra Grím- ur. Hann lauk máli sínu með því að segja: — I heild þarf prestastéttin að taka höndum saman innbyrð- is og síðan við beztu menn þjóðarinnar til úrbóta. Næstur talaði yngsti prestur þjóðkirkjunnar, Halldór Gunn- arsson, sem fyrir aðeins tveim- ur vikum var settur inn í em- bætti að Holti undir Eyjafjöll- um. Hann kvaðst bera hér fram rödd byrjandans. Þó kvaðst hann raunar ekki hafa getað séð hvernig hann gæti byrjað. Hann dáði rómar.tíkina og feg- urðina undir Eyjafjöllum, fall- egar kirkjur og gott fólk, en bústaður hans er lekur bæði að ofan og neðan, og bússur þarf til að fara um kjallarann. Gólf- teppi og búnaður var ónýtt. Hann tók það ráð að byrja að kaupa allt gamalt. Hann gat fengið lán með víxlum, næg lán. En hann vissi að koma myndi að skuldadögunum. Gamlan jeppa og gamalt innbú í stofu keypti hann fyrir 250 þús og var sagð- ur hafa gert góð kaup. Hann kvaðst verða að líta á starf sitt sem aukabúskap. Kannski yrði hann að fara að temja hesta eða fara í byggingarvinnu sér til lífsviðurværis. Þá minntist Halldór á bíla- styrki og bar saman við ráðu- nauta, ennfremur risnu bústjóra hins opinbera. Þetta væru þeirra laun. Halldór kvað vanda að leita ti'l um kröfur, en sér kæmi til hugar sú leið, að prestar neituðu að taka við því kaupi, sem að þeim væri rétt, héldu áfram þar til þeir flosnuðu upp, ef ekkert yrði að gert. Séra Sigurður Pálsson, vígslu- biskup, talaði fyrir hönd hinna eldiri í starfinu. Þegar hann byrjaði gátu prestar sezt niður með ekki neitt eins og aðrir. Þá lifðu prestar á krepputímum og voru ekkert verr settir en hinir, en nú er þetta orðið öfug- snúið. Þeir eru verr settir en hinir. Það er ekki hægt að setja menn til forystu nema að þeim séu æíluð einhver lífsskilyrði, sem forystumanni hæfa. Áður voru prestar atvinnulega séð settir á beztu bú hverrar sveitar og gátu búið stórbúum og gerðu margir. En nú hefir þeim stofni verið undan kippt. Séra Sigurður, vígslubiskup, kvaðst hafa farið að athuga hag sinn síðustu 3 árin og komist að þeirri niðurstöðu, að hann hefði versnað um 150 þúsund. Ef hann entist út sitt embættis- tímabil yrði hann með sama áframhaldi orðinn svo fátækur, að hann hefði ekki efni á að búa í eigin húsi. Séra Sigurður sagði ennfrem- ur, að prestar ættu raunar ekki að fara fram á hærri laun, en embættisreksturinn yrði að kost- ast af öðru en beinum launum prestsins sjálfs. Hann benti á, að presturinn hefði ótakmarkaðan starfstíma, sem ekki gilti um aðrar stéttir. Þá kvað hann gleði- legt á marga lund, að félags- heimili risu um sveitir landsins, en þær drægju á eftir sér t. d. aukinn lögreglukostnað, einmitt kostnað, sem prestar með auknu starfi gætu dregið niður. Enn kom hann að bílastyrkj- um starfsmanna og húsbúnaði fýrir presta. Ekki kæmi svo vegavinnuflokkur, að ekki væri komin heil lest húsa með mötu- neyti og öliu saman, en þess væru mörg dæmi, áð prestar hefðu ekki haft svo mikið sem herbergi til afnota í eigin sókn. Haldi svo fram fækkar í presta- stétt, þeir gefast upp- og fyrir þessu verða forsvarsmenn að gera sér fulla grein. Séra Sigurður kvaðst vera á móti verkföllum, en hann sagði, að það hlyti að koma verkfall í einhverri mynd af svona héldi áfram, hvort sem þeir gerðu verkfall, hættu, gæfust upp eða hættu að taka við launum sín- um. Hann sagði að lokum. — Skipulag hins opinbera á kirkjumálum er alls ómögulegt, kirkjan hefir verið féflett og hún hefir sett niður í þjóðfélag- inu. Að síðustu tóku þingmenn- irnir báðir til máls og viður- kenndu kröfur prestanna, en sögðu að þær yrðu að koma rök- studdar frá þeim sjáifum, því af öðrum yrði málið ekki tekið upp. Fundinum lauk kl. 17.00. „EKKIMÍN STJÚRN" SEGIR KONSTANTÍN Melina Mereouri spáir borgarastyrjöld í Crikklandi Washington, 12. sept. NTB. KONSTANTÍN Grikkjakon- ungur, sem nú dvelst í Banda- ríkjunum, hefur látiff upp- skátt ósamkomulag sitt og herforingjastjórnarinnar í Grikklandi á einkafundi meff bandarískum öldungadeildar- þingmönnum, aff því er blaff- iff Washington Post skýrir frá í dag. Blaðið hafði það eft- ir öldungadeildarþingmönn- unum, sem fundinn sátu, að konungur hefði tekið það ósitinnt upp er einn þing- mannanna talaði um herfor- ingjastjórnina og sagði „stjórn yðar“ og sögðu konung hafa anzað því til og verið stuttur í spuna, að stjórn sú er nú sæti að völdum í Grik'klandi væri hreint ekki „sín stjórn“. Washington Post sagði enn- fremur, að þingmenn úr utan- ríkismálanefnd þingsins, sem hittu konung að máli, hefðu hrilfizt af eindregnum tilmæl- um hans um að höfð yrði 'bið- lund með tilraunum hans til að koma aftur á þingræðis- stjórn í Grikklandi. Gríska leikkonan Melina Mercouri, sem um þessar mundir leikur á Broadway, varði til þess stundarfjórðungi í dag, að syngja gríska þjóð- sönginn úti fyrir Hvíta hús- inu til að mótmæla hvoru- tveggja ikomu Konstantíns konungs til Bandaríkjanna og herforingjastjórninni í Grikk- landi, sem 12. júlí sl. svipti leikkonuna grískum ríkis- borgararétti. Leikkonan sagði við frétta- menn, að 90% grísku þjóðar- innar væru andvíg herfor- ingjastjórninni og spáði borg- arastyrjöld i landinu ef ekki yrði bráður bugur undinn að því að koma aftur á lýðræði í Grikklandi. Melina bar Konstantín konung þeim sök- um, að hann hefði ekki beitt sem s'kyldi áhrifum sínum til þess að fella herforingja- stjórnina. Málaliðar til um rœðu hjá OAU Zambia miðlar málum milli Kenya og Sómalíu Kinshasa, 12. sept., NTB Einingarráffstefna Afríku (OAU), sem nú stendur yfir í Kinshasa, höfuffborg Kongó, á- j kvaff í dag aff beiðni fulltrúa 'Súdans á ráffstefnunni, að ræða um erlenda málaliða utan dag- skrár. Umræðurnar fóru fram 'fyrir luktum dyrum í morgun 'og stóffu í þrjá klukkutíma. Hvítir málaliðar hafa mjög komið við sögu óeirðanna í 'Kongó og sagt er, að þeir taki einnig þátt í borgarastyrjöldinni í Nigeríu. Samtíimis því, að r áðstefnan breytti til um fyrirhugaða dag- skrá, hófust umræður að tjalda- 'baki um hvernig leysa mætti sum þeirra vandamála, sem steðja að Afríkuríkjunum inn- 'byrðis. Áreiðanlegar heimildir frá ráðstefnunni herima, að ful’l- Koþólska kirkjan sker upp herör gegn guðleysi Páifagarði, 12. sept. NTB. KAÞÓLSKA kirkjan tilkynniti í dag, að hún hyggðist skera upp herörg gegn guðleysi nútímans. Pólski biskupinn Wladislaw Rúbin, sem frá þessu skýrði, sagði, að guðileysi nútímans, „væri mesti meinvættur vorra tíma“, eins og hann komsit að orði, og yrði aðal-umræðuefnið á biskupastefnunni, sem sett verður í Páfagarði 29. septem- ber n.k. Rubin biskup, sem er ritari stefnunnar, sagði að kirkj- an og kristið samifélag yrðu að leggja sig fram um að ráða bót á guðleysi nútímans. trúar Zambiu muni reyna að miðla málum í landamæradeil- um Kenya og Somalíu. Málamiðlunarumræður hefjast líklega í árslok i Lusaka. Til umræðu verða norðurlandamæra 'hérað Kenya, sem margir Soma- líumenn vilja innlima í Somalíu. í ráði er, að utanríkisráðherra Zambíu, Simon Kapwepwe, hitti að máli forsætisráðherra Soma- líu, Mohammed Ibrahim Egal, á ráðstefnunni í Kinshasa. Áður en Egal héslt til Kinshasa tjáði hann fréttamönnum, að hann hefði í 'hyggj.u að ræða við stjórnmála- menn frá Kenya og Eþiópíu varð andi landamærin. Kóraninn gefinn út í Moskvu Biblían ótáanleg í Sovétríkjunum Moskvu, 12. september. NTB. HIN helga bók Múhameffstrúar- manna, Kóraninn, verffur innan skamms gefin út í Moskvu. Þyk- ir Vesturlandabúum mörgum sem þessi ákvörffun lýsi betur en margt annaff, vinarhug Sovét- ríkjanna í garð Araba um þessar mundir, því meff útgáfu Kórans- ins standa Múhameffstrúarmenn í Sovétríkjunum, sem þar eru næst-stærsti trúflokkurinn, bet- ur aff vígi en flestir trúflokkar affrir. Biblían hefur til dæmis veriff ófáanleg í Sovétrikjunum um árabil og ekkert hefur heyrzt um aff hana eigri aff gefa út á næstunni. Útgáfa þessi af Kóran- inum sem von er á, verður aff öllu leyti söm og sú sem síðast var gefin út i Sovétrikjunum, þremur árum fyrir byltinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.