Morgunblaðið - 13.09.1967, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.09.1967, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1967 25 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Nýja Bíó: RÚSSAR OG BANDARÍKJA- MENN Á TUNGLINU. (Way . . . Way out) Framleiðandi: Malcolm Stuart Leikstjóri: Gordon Douglas Helztu hlutverk: Jerry Lewis Robert Morley Connie Stevens ÞETTA er fyirsta kvikmyndin, sem ég hefi séð, er gerist að mesturn. hluta utan gufuhvodfs jarðar, nánar tiltekið á tungl- inu. Höíundur hugsar sér, að myndin gerist laust fyrir alda- mótin næstu og um það leyti verða bæði Bandaríkjamenn og Rússar búnir að korna sér upp bækistöðvum þar ytra. Þrátt fyrir það, þótt við séum borin cirka aldarfjórðung fram í tím- ann, virðist margt enn vera á tilraunastigi í samlbandi við tunglferðir. Til dæmis hafa Bandaríkjamenn enn ekki kom- izt að hreinni niðurstöðu um það, hversu lengi geimfarar geti aífborið kvenmannsleysi. í byrjun myndarinnar sýnist þó rofa nokkuð til í þeim efn- um. Bandarískur geimfari af kyni karla gerist nærgönguíil við rússneskan kvengeimfara á tunglinu. Er því ákveðið að senda næst hjón til tunglsins, til að reyna að bomia í veg fyrir Svipaða árekstra í framtíðinni, sem kynnu að reynast háskalegir heimsfriðnum. En svo illa vill til, að næsti útvaldi tunglfari er ógiftur, og verður því að útvega honum kvonfang. Það heppnast eftir nokkra vafninga, og svífa þau hjón til tunglsins. Svo tímatæp voru þau þó með giftinguna, að hún varð fram að fara í lyftu, er flutti þau upp í geimfarið. Mörg ævintýri bíða þeirra á tunglinu. Þar hitta þau rússneskt „par“ í könnunarleiðangri. Svo æxlast til, að úr þessu verður eitt allsherjarfyllirí, því sá rússnes'ki var svo fombýll að eiga noklkur vodkahylki, sem þurfti ekki annað en bregða undir vatnskrana, svo að úr yrði hið Ijúfasta vín. Um stund verða þeir þó saupsáttir sá rúss- neski og sá bandaríski, og kem- uir til handalögmáls þeirra S milli. En þyngdaraflið, sem ekki er eins kröftugt i geim- hýsum þeirra á tunglinu og á jörð niðri, dregur úr höggþunga þeirra, að minnsta kosti um einn þyngdarflokk. Verða því engin meirihiuttar slys af vílðuraign þeirra, en hins vegar spretta af henni ýmis spaugileg atvik .... Mynd þessari er sjálfsagt fyrst og fremst ætlað að vera gamanmynd. Ekki mundi ég telja, að hún væri sérstaklega vel heppnuð í því tilliti, en þótt húmor hennar sé heldur grunn- ristur, þá er hann léttur og meinlaus, og má telja áhættu- laust að senda börn og unglinga tii að skoða mynd þessa. Gæti ég trúað, að lægri aldurflokkuinum þætti hún ekki slök né óskemmti leg. Geimtæknilfræðingar verða að dæma um það, hversu sannferð- uglega hin tæknilegu atriði eru sviðsett eða, hversu sennilegt sé, að sú tækni þróist á þann veg, sem þarna er sýnt. Við, sem telj- um okkur of fína húmorista til að hlæja nofckuð að marki að hinum skrípilegu tilburðum tunglfaranna, kynnum að hafa nokfcurn áhuga á því. — Sjálf- sagt er ek-ki loku fyrir það skot- ið, að bæði Bandaríkjamenn og Rússar verði búnir að koma sér upp einhvers konar bækistöðv- um á tunglinu fyrir næstu alda- mót, eftir þeim áætiunum að dæma, sem hvor þjóðin um sig mun nú hafa gert. Eftir nýjum fregnum að dæma mun meira að segja ekki útilokað, að þjóðir þessar hefji samvinnu uni geim- rann9Óknir, ef þær koma sér saman um fundarsköp til að ræða málið. En slík samvinna mundi sjálfsagt flýta fyrir framvindu árangursríkra geimrannsókna og tunglferða. Af leiknum í þessari mynd er Robert Morley einna minnisstæð astur, en hann annast skipulagn- ingu tunglferðanna á jörðu niðri og annast það starf af röggsemi og samvizkusemi. Verð ur þó ekki sagt, að jafnan leiki allt í 'lyndi fyrir honum. En það kemur sér vel, að hann er radd- sterkur og ókvalráður fram- kvæmdamaður, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Við Reynimel Til sölu er 2ja herbergja kjallaraíbúð í sambýlis- húsi við Reynimel. Er ekkert niðurgrafin. íbúðin afhendist nú þegar. máluð með hurðum og sól- bekkjum, en skápa vantar. Sameign úti og inni frágengin þar á meðal lóð. Suður-lóð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL, Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Húsgagnasmiðir óskast Viijum ráða nokkra húsgagnasmiði strax. Húsgagnavinnustofu Ingvars og Gylfa, Grensásvegi 3, sími 33530. Við Laugarnesveg Til sölu eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir í húsi, sem verið er að byrja að reisa, sunnarlega við Laugar- nesveg. Seljast tilbúnar undir tréverk og sameign úti og úti fullgerð. Teikning til sýnis á skrif- stofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Til sölu er 120 ferm. einbýlishús í Kópavogi. Lóð frágeng- in. Vönduð innrétting. Hagstætt verð ef samið er strax. Allar nánari upplýsingar gefur ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON, HRL., Þórsgötu 1. — Sími 16345. Áhugasöm stúlka með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun ósk- ast til að annast bókhald. Þarf að geta unnið sjálf- stætt. Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf óskast sendar Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt: „2726.“ MASCHINCKPABRIK AUGSBURG-NORNBERG A.G. Það er engin tilviliun... . . . . að hið nýja síldarleitarskip íslendinga, „Árni Friðriksson“ RE 100, er útbúið tveimur M»A»N aðalvélum. Þessi framvörður íslenzka síldarflotans er byggður samkvæmt ströngustu kröfum um öryggi og tæknibúnað. M *JX.* Nl vélarnar eru þýðgengar, vandaðar og gangvissar. dieselvél gerð G6V 23.5/33 m.a. 18» 1997 Brautryðjendur í framleiðslu dieselvéla. „Árni Friðriksson RE 100. Aðalvélar M.A.N. gerð 23.5/33 m.a. Ljósavél M.A.N. gerð 17.5/22 a. WERK AUGSBURG MASCHIN EN.FAB Rl K AUGSBURG-NÖRNBERG AKTI EN G ES E LLS CHAFT Einkaumboðsmenn á íslandi: Ólafur Gislason & Co. hf. Ingólfsstræti la. — Sími 18370.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.