Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1967 - DE GAULLE Framhald af bls. 1 hefði búizt við því a'ð Pólverj- ar skiptu um skoðun varðandi V- Þýzkaland á örfáum dögum. Ocab, Póllandsforseti, Gomul- ka og Cyrankiewicz, forsætisráð- herra, þágu allir boð um a'ð koma í heimsókn til Frakklands innan tíðar. ef til vill að vori. I yfirlýsingunni, sem áður gat og. gefin var út í lok þessarar sögulegu sex-daga heimsóknar Frakklandsforseta til Póllands, var ekki minnst einu orði á áframhaldandi pólsk yfirráð yfir Oder-Neisse-héraðinu, sem Þjóð- verjar réðu áður og féil í hlut Póllands í lok heimsstyrialdarinn ar síðari. De Gaulle hefur lýst yfir stuðningi sínum vi'ð pólsk yfirráð héraðsins allt síðan 1959 og gerði það aftur nú í ræðum er hann flutti í Póllandi, en hvergi var þess getið í riti og þótti sumum að vonum, svo mjög sem pólskir ráðamenn og þá miklu mest Gomulka, tóku fálega tilmælum forsetans um sjálf- stæðari utanríkismálastefnu, þátt töku í sameinaðri Evrópu og sættir við V-Þýzkaland. í yfirlýsingunni var rætt um Víetnam og sagði þar, að bæði ríkin væru sammála um að strfð- ið þar væri mestur þröskuldur á vegi minnkandi spennu í al- þjóðamálum. Fordæmdu ríkin bæði styrjöldina og sögðu sí- auknar hernaðaraðgerðir austur þarna ógna tilveru víetnömsku þjóðarinnar og stofna í hættu öryggi nágrannaríkja Víetnam, og töldu einu hugsanlegu lausn mála þá, að bundinn yrði endi á alla erlenda íhlutun í landinu og horfið aftur til ákvæða Genf- arsáttmálans frá 1954. Gomulka, aðalritari pólska kommúnistaflokksins, sagði í svarræðu sinni við ræ'ðu Frakk- landsforseta í pólska þjóðþing- inu, að V-Þjóðverjar yrðu að byggja utanríkisstefnu sína á raunsærri sjónarmiðum en verið hefði ef þeir vildu eðhleg sam- skipti við Pólland og sagði að bandalag Pólverja við Sovétrík- V1' ''i' , V- Bandaríski rithöfundurinn Henry Miller sést hér með nýjustu eiginkonu sinni, þeirri fimmtu, sem hann giftist í Hollywood á sunnudag. Miller er 75 ára, en brúðurin 39 ára. Hún heitir Hoki Tokuda, er japönsk og hefur starfað sem söngvari og píanóleikari í japönsku veitingahúsi í L,os Angeles. Brúð- hjónin fara í brúðkaupsferð til Svíþjóðar og Parísar um miðj- an mánuðinn en setjast síðan að í Kalifomíu. Miller hefur skrifað fjölda skáldsagna, sem náð hafa miklum vinsældum, og má þar til dæmis nefna sögurnar „Tropic of Cancer“, „Sexus“, „Plexus" og „Nexus“, og Ieikritið „Just Wild About Harry“. in og sambandið við önnur komm únistaríki væru hornsteinn pólskrar utanríkismálastefnu og mest og bezt trygging fyrir ör- yggi landsins. Þótti mörgum Frökkum í Varsjá sem Gomulka væri þarna óþarflega illskeyttur, ekki sízt me'ð tilliti til yfirlýsts stuðnings Frakklandsforseta við áframhaldandi pólsk yfirráð yfir Oder-Neisse-héruðunum eins og áður sagði. Ocab, Póllandsforseti, kvaddi de Gaulle í lok heimsóknarinnar og sagði, að heimsókn hans til Póllands hefði verið árangurs- ríkar. en menn hefðu vonað og hún hefði markað þáttaskil í LCKAÐ Skrifstofur embættisins verða lokaðar í dag frá kl. 14.30 vegna jarðarfarar. LÖGREGLUSTJÓRINN f REYKJAVÍK. Peysur — ullarfatnaður Peysur á börn og fullorðna. Ullarnærfatnaður á kvenfólk, karlmenn og börn. Uliarsokkar þykkir og þunnir. Band — lopi. Póstsendum. Ullarvöruverzlunin Framtíðin, Laugavegi 45. — Sími 13061. BUOBURDARFOLK ÓSKAST samskiptum Pólverja og Frakka, í föruneyti Frakklandsforseta voru margir þessu sammála og þótti súrt í broti, að Pólverjar hefðu allan hag af heimsókninni en áhugamál Frakka hefðu aftur á móti hloti'ð lítinn eða engan hljómgrunn með Pólverjum. - VOPNAHLE Framhald af bls. 1 varnir Sikkim og Assam-héraðs- ins. Er bardagar hófust á mánu- dag kenndu aðilar hvor öðrum um og í mótmælaskeyti Ind- landsstjórnar til Pekimg sagði, að Kína hefði í hyggju að skapa spenmu á landamærasvæði, sem aldrei hefði verið umdeilt. Hafa Kímverjiar viðurkennt landa- mærin milli Siik'kim og Tíbet, sem og hafa verið viðurkemnd á alþjóðavettvamgi. Sikkim er lítið konungsríki með landamæri að Nepal, Ind- landi, Bhutan og Tíbet. Það nýtur verndar Indlands, sem einnig fer með utamríkismál þess. Þúsundir indverskra her- man.na gæta landamæra þess og BÍLAR í eftirtalin hverfi Laugaveg frá 114—171 — Skúlagata — Laufásveg- ur I — Tómasarhagi — Skúlagata — Hraunbær frá 102 — Eskihlíð I. Ta//ð v/ð afgreiðsluna i sima /0/00 •••••••••••••••••••• Bílaskipti- Bílasala Mikið úrval af góðum not- uðum bifreiðum. Bíll dagsins Plymouth árg ’64. Verð 185 þús. Útb. 50 þús. Eftir- stöðvar 5 þús. pr. mán. Simca 1300 árg. ’64 Rambler American árg. ’66 Classic, árg. ’63, ’64, ’65 Simca árg. ’63 Volvo Amazon árg. ’64 Volga árg. ’58 Taunus 12M árg. ’64 D.K.W. árg. ’63, ’65 Chevrolet Impala árg. ’66 Plymouth, árg. ’64 Cortina árg. ’66 Opel Record, árg. ’62, ’65 Rambler Marlin, árg. ’65 Verð og greíðsluskilmálar við allra hæfi. Skólar í New York hefja kennslu — að fjarverandi flestum kennurum og fjölda nemenda New York, 12. september, Skólar áttu að hefja störf sín í New York í gær og gerðu það reyndar formlega, þótt víða væru flestir kennara fjarverandi og slæmar heimtur á nemendum. Þúsundir kennara mættu ekki til vinnu í .gærmorgun til að leggja áherzlu á kaup- og kjara- kröfur sínar og það þótt dómur hefði verið upp kve'ðinn í máli þeirra og þeim fyrirskipað að mæta til vinnu, hvað sem launa- kröfum liði. í kennarasamtökum borgarinn- ar eru 50.000 félagar og talsmað- ur samtakanna taldi í gær að 90% félaganna hefðu tekið þátt í aðgerðum þessum og ekki mætt til vinnu í morgun. Nemendur þeir sem kennararnir áttu að kenna töldust 1.1 milljón, en ekki er vitað hversu margir úr þeirra hópi sátu heima. Skólayfirvöld í borginni reyndu að annast kennslu i gær og fengu til foreldra barnanna sums staðar að li'ðsinna sér, en allt gekk þar næsta skrykkjótt, sem von var og úti fyrir skólun- um fóru kennarar kröfugöngur og heimtuðu hærri laun og ’oetri kj ör. Á sunnudag vísuðu kennara- samtökin á bug tveggja ára launasamningi við yfirvöld New Yorkborgar, sem buðu þeim launagreiðslur og bætt starfs- skilyrði og var metið hvort- tveggja saman til allt að 125 milljóna dala. Segja kennarar það hvergi nærri nóg, því engu minni þörf sé að fækka nemend- um í hverjum bekk, bæta mennt- unarskilyrði barna úr fátækra- hverfunum o. fl. og neita að semja. Ekki segjast kennararnir þó vera í verkfalli, enda bannað það me'ð lögum, en hafa sagt upp starfi í hrönnum í mótmælaskyní eða, eins og einn þeirra komst að orði, þar sem hann gekk fram og aftur úti fyrir skóla einum í gærmorgun, „til þess að vekja athygli manna á vandræðaástand inu í skólamálum borgarinnar". Samningar höfðu staðið síðan í sumar um kaup og kjör kennara og lauk svo að kennarasamtökin vísuðu tilboði borgaryfirvalda á bug á sunnudag eins og áður sagði. Tíbets, en frá þeim gerðu Kín- verjar innrás í Indland árið 1962, sem hrundið var eftir blóð- ugia ba.rdaga. Kínverjar þurfa einungis að komast 55 km suð- ur á bóginn yfir Sikkim til að treysta sambandið við A-Pakist- an og einanigra Assam-hénaðið frá I-ndla.ndi, en sú var ætlun þeirra í innrásinni 1962. Ra.uðir varðlíðar hófu í dag mótmælaaðgerðir fyrir utan indverska sendiráðið í Peking, en höfðu sig óvenjulega lítið í frammi og þykir sýn.t að Pek- ingstjórnin ósiki ekki eftiæ öfl- ugum mótmælaaðg.erðu.m við sendiráðið. Kom þetta m.a. fram í því, að hsrflutnin,gaibifreiðiar hlaðna.r vopnuðum hermönnum voru tiil taks við sendiráðið í Pekirag. Farþegaflug að ári með vélum sem fara hraðar en hljóðið Stokkhólmi, 12. sept. NTB. SOVÉTRÍKIN áforma a» hefja farþegaflug næsta ár með vélum sem fara hraðar en hljóðið, að því er aðstoðarflugmálaráð- herra Sovétríkjanna Boris Bugajev, sagði í Stokkhólmi í dag. Bugajev kom til Arlandaflug- vallar með fyrstu reglulegu áætlunarferð vélar af gerðinni Tu-134 milli Moskvu og Stokk- hólrns og sagði við það tæki- færi að farþegavélar sem flygju hraðar en hljóðið, yrðu senniiega teknar í notkun að ári. Bugajev sagði þær af gerðinni Tupolev- 144, rúma 120 farþega, fljúga með 2,300 km. hraða á klst, og hafa 6.500 km. flugþol. Quebec, 12. sept. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Que- bec í Kanada, tóku í sína vörzlu á sunnudag 11 ára gamlan dreng, sem á síðustu tveimur árum hefur gerzt sekur um 34 íkveikjur og valdið yfir milijón dala tjóni. Þessi ungi brennu- vargur stundaði íkveikjur, einn síns liðs, þangað til í síðasta [ mánuði að hann fékk í lið með sér annan dreng níu ára gamlan. | - SÚEZ Framhald af bls. 1 ræðna um einhverja þá tilhög- un er verndi alþjóðlega hags- muni innan gamla borgarhlutans. Upplýsingar þessar er að finna í skýrslu U Thants, aðal- ritara SÞ., til Allsherjarþingsins, en skýrsla sú byggist á skýrslu ful'ltrúa U Thants, Ernesto Thalmann, sem dvaldist í Jerú- salem 2. ágúst sl. til 3. september til viðræðna við ráðamenn í borg inni um framtíð hennar. U Thant gat einnig bréfs frá Abba Eban, uíanrí'kisráðherra ísraels, til sín, þar sem sagði, að það væri ekki í þágu alþjóða hagsmuna að Jerúsalem væri skipt borg, slíkt myndi aðeins au'ka á spennuna þar og verða tilefni til misréttis, Eban sagði einnig í bréfinu að ísraelsmenn væru fúsir til við- ræðna um einhverja þá tilhögun er verndaði hagsmuni kristinna manna, Múhameðstrúarmanna og Gyðinga í þessari helgu borg þeirra allra. - MINNING Framhald af bls. 23 manns. Við. félagar hans og vinir, vildum vera þess um- komnir að bera með ykkur þá byrði, sem ykkur :í nú lögð á herðar, við fráfall hans. En við vitum að þar nær mannlegur má'tur skammt. — Við munum saml reyna. — Þ ð getið með sloltum huga iitið yfir hans við- dvö! hér. svo flekVlaus var hún. Þið getið a' fullr -eisn. lotið höfði við gröf hati? og þakkað 'yrir sannan og g ðar. dreng. — Tómas Hinltasor hafði hér þann slarfa á hent að greiða götu vegfarandans, — Nú er hann vegfarandinn á ókunnum ie’ðum. Við, sem á..um hann að fé- laga og vini. Askum þess og biðj- um. að nú verði nans vegferð, sem áfallaminnst. á hinum nýju leiðum og telium við. að þannig verði honnrn bezt laun- að. háttvís' hans og drengskap- ur, i leik og við siörf, sem við þökkum af alúð. H. S. S. HSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.