Morgunblaðið - 13.09.1967, Page 18

Morgunblaðið - 13.09.1967, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 13. SEPT. 19G7 Brúargeröirnar hér á átta árum heyra til stúrvirkjunar — Rœða Jónasar Péturssonar, alþm. við vígslu Jökulsárbrúar á Breiðamerkursandi í DAG er sigurdagur í Austur Skaítafellssýslu. En þa,ð er þó miklu meira. Það er sigurdagur í lífi íslendinga allra, hinnar íslenzku þjóðar. Svo mikilvæg eru samgönguimálin, vega- og brúargerðir, sem temgja byggð við fayggð, sem gera greiðfarn- ara um landið. Bf við lítum aðeins til baka, örfá ár, eins og til 1960, þegar verið var að byggj-a brúna á Hornafjarðarfljót, þá hafa á þessum 8 árum stórir atburðir gerst í brúarbyggingum í þess- ari sýslu. Frá því að brúin á Hornafjarðarfljót var byggð haifa komið 3 brýr í Lóni, Fjall árbrúin. brúin á Steinavötn og, 3 brýr eru í öræfasveit, áufe smærri brúa. Og svo nú þetta mikla brúarmannvirki. Ég man það frá mínum fyrstu kynnum aif samgöngumálum, hér, sem eru aðeins 8 ára, að brúin við Steinavötn, sem oikik- svo að taki tali, ég man að hún var óskadraumur þeirra, fyrir vestan s>and eða sunnan. Næsta ár verður, jökuieflan Hrútá brúuð og Felisá og má þá heita að allar vatnaforynj- ur Austur Skaftaf. hafi verið yfirstignar. Brúargerðirnar hér á 8 áum heyra til stórvirkj- anna, sem unnin hafa verið í samgöngumálum á íslandi síð- ustu árin. Engir finna þetta bet ur en Skaftfellingar sjálfir- En það er víða þörf mifcilla samgöngubóta í kjördæmi okk- ar. Ég nefni t.d. Fjarðarheiði, veg og göng í Oddsikarð. E.t.v. hefur þessi brú kostað næst- um eins og þær samgöngubæt- ur. Oft er erfitt að velja hvað vinna skal. En enga gagnrýni hefi ég heyrt á þá ráðstöfun að byggja einmitt þessa brú. En vafalaust er þá einnig mun- að að stefnt er að opnun hrinlg vegar um landið, stefnt að því að brúa og byggja veg um Skeiðarársand. Og þegar við lítum til baka og sjáum sigr- ana og stórvirkin, sem hafa Jónas Pétursson skeð, þá verðum við bjartsýnni lífca á þetta óskamál — þetta þjóðþrifamál, að opna hringveg um landið. Því að samgöngu- mólin, að byggja brýr og vegi um iandið eru þjóðmál’ í þess orðs dýpsta skilningi- Einn þýð ingarmesti þáttur viðskipta þjóðfélagsins, sem við lifum í í dag er einmitt samgöngurnar, á landi, sjó og lofti. Eg held að flestir íandsmenn séu lika farn- ir að sfeilja það að samgöngu- zæturnar, hvar sem þær eru. eru jafnt fyrir þig sem mig. Um leið og við minnkum fjar- lægðirnar í óbeinum skilningi, erum við að stælklka ísland. Éig samfagna öræfingum sér staklega á þessum sigurdegi. Ég samfagna Austur Skaftfell ingum öllum, sem nú hafa á næsta leiti skilyrði til hindrun- arlausra samskipta alla leiðina milli Lónsheiðar og Skeiðarár- sands, sem jafnar hina fjárhags legu aðstöðu ag lífsbaráttu í heild. Ég ósfca íslenzku þjóðinni til hamingju með brúna yfir Jöfculsá á Breiðamerkursandi og bið þess að guð og gæfan verndi ætíð þetta trausta mann virfci. Heill og heiður öl'lum þeim sem að hafa unnið. íbúð til leigu 3ja herb., eldhús og bað. Sjálfvirkar þvottavélar, teppi á gólfum. Sími og ísskápur geta fylgt. Fyr- irframgreiðsla. Laus strax. Uppl. í síma 13861 eftir kl. 7 á kvöldin. Ungling pilt eða stúlku vantar til sendiferða. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli. býður viðskiptavinum sínum að notfæra sér að kostnaðarlausu þjónustu DANIELLA DE BISSY snyrtisérfræðings frá ORLANE, París Verður til viðtals og ráðleggingar í verzlun vorri í dag 13/9 og fimmtudag 14/9. ORLANE PAR.IS Gurmar Jónasson. forstjóri - GUNNAR Jónasson, forstjóri fyrirtæfcisins Stálihúsgögn er sextugur í daig. Það er nokkur vandi að drepa niður penna í ■ tilefni þessara tímamóta í æfi hans, þannig að ekki hafi á sér blæ eftirmæla, því ekkert lát sé ég á vini mín- um Gunnari, sem síungur og frjór stjórnar sínu ágæta fyrir- tæki, sem landsfrægt er orðið fyrir vandvirkni, og íslenzkum iðnaði til mikils sóma. Gunnar er Eyrbefckingur, en leggur snemma land undir fót, í þess orðs merkingu, því hann gengur frá Eyrarbakka til Reykjavíkur til þess að nema járnsmíði hjá Þorsteini Jónssyni, (á Vesturgötunni). Kynni okkar Gunnars hefjast reyndar ekki fyrr en árið 1928, en þá er hann ásamt Birni heitn um Olsen og Jóhanni Þorláks- syni valinn úr hópi manna til þess að nema flugvélavirkjun í Þýzkalandi, en þá um sumarið voru fyrstu raunhæfu tilraun- irnar gerðar til þess að koma á farþegaflugi á íslandi. Gunnar er því virkur þátttakandi í flug sögu okkar íslendinga, og það er mjög skemmtilegt að geta sagt frá því, að Gunnar ásamt Birni heitnum Olsen smíðuðu fyrstu íslenzku flugvélina, TF- Ögn, sem flaug árið 1941. Þegar flugfélag íslands (hið annað), varð áð leggja niður starfsemi sína árið 1931 um haustið hefst nýr þáttur á starfs ferli Gunnars. Hann stofnar ásamt félaga sínum Birni Ol- sen fyrirtækið Stálhúsgögn, sem hann rekur nú einn ásamt syni sínum Jóni eftir fráfall Björns árið 1942. Gunnar sagði mér einu sinni, að líkt hefði orðið um stofnun fyrirtækisins Stálhúsgögn og þeim er fyrstir byrjuðu smíði á stálhúsgögnum í Þýzkalandi. Flugvélaverksmiðjan varð að hætta störfum en átti magn stál röra, en flugvélar voru í fyrstu oft smíðaðar úr rörum klæddar dúk. Verksmiðjan hóf að smíða húsgögn úr rörunum, og allir þekkja nú hinar ýmsu gerðir þessara hluta. Flugfélagið hætti, og upp reis Stálhúsgögn sem er brautryðjandi á þessu sviði hér lendis, frægt fyrir vandvirkni og smekkvísi, enda framleiðsla fyrirtækisins þekkt í ýmsum stærri byggingum svo sem Há- skólabíói og Loftleiðahótelinu. Gunnar vinur minn er hagur um margt, og hafa honum ver- ið falin ýmis trúnaðarstörf. Hann h-efur átt sæti í stjórn félags íslenzkra iðnrekenda, og í stjórn stangaveiðifélagsins svo eitt- hvað sé nefnt, en Gunnar er mjög laginn laxveiðimaður. Fyrir nokkru bauð Gunnar mér í hóf í tilefni þess að nýr áfangi var hafinn í sambandi við fyrirtæki hans. Blaðamað- ur kunningi minn spurði mig þá: Hvað mikið átt þú í þessu fyrirtæki Siggi? Ég svaraði: — ekkert aðeins góðan vin, engan betri. Til hamingju Gunnar ég þakka þér og þinni elskulegu konu, og fjölskyldunni allri fyr- ir alla vinsemd í minn garð og minna. Sigurður Jónsson. Kennara vantar að Barna- og unglingaskóla Hólmavíkur, Ódýrt húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 17601 milli kl. 5 og 7 og eftir fimmtudag í síma 23 Hólma- vík. SKÓLANEFND. Frú Claude Petitjean frá Lancome leiðbeinir viðskiptavinum um val og notkun snyrtivöru í verzlun skólans frá 13.—16. þessa mánaðar. Tízkuskóli ANDREU, Miðstræti 7. Steypurannsóknarmaður óskast til starfa við ste/pustöðina í Straumsvík. Þarf helzt að hafa unnið við steyputogamót og stærðarflokkun á steypumöl. Upplýsingar í síma 52485.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.