Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. SEPT. 1967 jS||k n m S' - -V ./ ^5$ ?V |ÉÉ - v - > í&kj&fy " * $$ i IfJlfS . tMmgM Jimmy Smith, leiknasti maður í Iiði Aberdeen skorar hér fyrsta mark liðs sáns á móti Evrópu meisturunum Celtic. Takið eft’ir að fremsti maður í sókn A berdeen er bakvörðurinn. Aber- deenmenn bera merki baeði á b’rjósti og á baki. þess að sjálfsögðu að vel til takist og allir ættu að nota það tækifæri að sjá ágæt ■evrópsk lið leika hér. Til þess igefast fá . tækifæri utan Evrópubikarleikjanna. KR-ingum á áhorfendapöll- um leizt mjög ve.l á skozka Aiðið enda hefur því tekizt ibetur en flestum öðrum lið- ium að nó hinu „fljótandi" ispili, að allir séu með og iskeður því í leik þess að bak verðirnir eru upp við mark mótherjanna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. — í keppni áhugamanna við í KVÖLD kl. hálf sjö hefst tölu. Engu liði heims hefur í Laugardalnum síðari leikur tekizt það gegn KR. KR og Aberdeen í Evrópu- Við rákumst á nokkra keppni bikarmeistara. Þá þeirra blaðamanna, sem hing gefst annað hvort tækifæri að fylgja Aberdeenliðinu, til að sjá KR-inga margfald- eins og sönum Skotum bar. ast í gömlum og nær horfn- Þeir sögðu með alvörusvip, um Vesturbæjarstíl eða þá að að þeim hefði ekki litist illa horfa á þessa „maskínu“ sem á KR-inga í fyrri leiknum. Aberdeen-liðið hlýtur að iSumir leikmannanna virtust vera, ef það ' endurtekur þeim hættulegir, en hið rétta fyrri afrek — að vinna KR- ,,team-work“ hefði aldrei inga aftur með tveggja stafa náðst upp. atvinnumenn Þeir bættu þvi við, að eig- inlega mætti alltaf búast við svona úrslitum þegar atvinnu lið þaulæft og í fullri þjálf- un mættu áhugamannaliði með takmarkaða tækniþjálf- un að baki. Hið óvænta gæti alltaf skeð en 10—0 væri ekki óvæntara en jafn leik- ,ur þegar svo stæði á. Og með þessi orð að hugg- un, hvetjum við fólk til að sjá leikinn í kvöld. Allir óska Undankeppni UMFf í knattspyrnu lokið UNDANKEPPNI í knattspymu fyrir landsmót ungmennasam- bands íslands er nú lokið, en hún hefur staðið frá 1. júní til 7. september s.l. Keppninni er þannig háttað að keppt er í þrem riðlum og eru 4 héraðssambönd í hverjum riðli eða 12 héraðsambönd, sem þátt tóku í undankeppninni. Úrslit í riðlakeppninni urðu þau að í 1. riðli sigraði Ung- mennasamb. Skagafjarðar hlaut 5 stig, nr. 2, varð Héraðssam- band Þingeyinga hlaut 3 stig, nr. 3 Ungmenna og íþróttasam- band Austurlands hlaut 2 stig, og nr. 4 Ungmennasamband Eyjafjarðar hlaut 1 stig. Úrslit í 2. riðli urðu þau að nr. 1 varð Héraðssamband Snæ- fells- og Hnappadalssýslu hlaut 5 stig, nr. 2 Ungmennasamb. Húnvetninga hlaut 5 stig, nr. 3 Héraðssamband Strandamanna hlaut 2 stig og nr. 4 Ungmenna- samb. Vestur-Húnvetninga er hlaut ekkert stig. Úrslit í 3ja riðli urðu þau að nr. 1 varð Ungmennasamb. Kjalarnesþings hlaut 3 stig, nr. 2 Ungmennasamb. Borgarfjarð- ar hlaut 2 stig og nr. 3 Héraðs- sambandið Skarphéðinn er hlaut 1 stig. í 3ja riðli átti Ungmennafélag Keflavíkur að vera þátttakandi, en 7. sept. þegar lokafrestur til að hafa lokið undankeppni var útrunnin, hafði það ekki leikið neinn leik svo það var þar með úr keppninni. í undanúrslit komust 2 efstu lið í hverjum riðli og hefir verið dregið um hvaða lið leika eiga saman. En því er þannig háttað að þau 3 lið, sem sigra í undan- úrslitum, leika síðan til úrslita á Landsmóti ungmennafélag- anna, sem fer fram að Eiðum á næsta sumri. Þeir sem leika saman í undan- úrslitum eru þessir: 1. leik. U.M.S.B x U.S.A.H. 2. — H.S.H. x U.M.S.S. 3. — U.M.S.K. x H.S.Þ. Leikirnir munu að öllum lfk- indum fara fram að Reykja- skóla í Hrútafirði laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. septem- ber n.k. Molar REAL Madrid var eina liS- ið sem vann sigur á útivelli þá er fyrsta umferð í spönsku deildarkeppninnj var leikin um helgina. Liðið vann Se- villa 2—0 og telst mjög góð- ur árangur. INGER Becker V-Þýzkalandi setti nýtt landsmet er hún vann fimmtarþraut kvenna á sunnudaginn með 4935 stigum — 293 sftigum frá heimsmeti Irenu Press. Einstök afrek voru 11,2 (grind) 12.57 (kúlu varp) 1.60 (hást.) 6.26 (lang- stökk) og 23.7 í 200 m. Nálega 2000 manns á auka OL-leikjum UM fjörutíu þjóðir senda kepp- endur til „Litlu Olympíuleik- anna’ sem háðir verða í Mexico City 14,—29. okt. n.k. Þrjú land- anna senda hvort um sig um eða yfir 200 manna lið til keppn innar þ.e. Sovét, Japan og '’Mexico. Bandarikin hafa tilkynnt 65 íþróttamenn og konur muni sendir til þessara leika í æfinga- og reynslus'kyni. Leikarnir eru nú haldnir á sama tíma að ári. Er þetta í annað sinn sem slík- ir „æfinga-leikir“ eru haldnir. Akureyringar Vestmannaeyinga Akureyri, 12. s eptember. KNATTSPYRNULIÐ frá íþrótta handalagi Vestmannaeyja kom hingað um helgina í boði tBA or endurgalt með því heimsókn Ak ureyringa til Vestmannaeyja fyrr 5 sumar. Liðið lék tvo leiki hér nyrðra. Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn og þá sigraði ÍBA !með sex mörkum gegn fjórum. 1 hálfleik var staðan fimm gegn einu. Dómari var Rafn Hjalta- lín. Síðari leikurinn fór fram á sunnudag og þá sigruðu Akur- eyringar aftur með sex mörk- um gegn tveimur. Eftir fyrri hálfleik var staðan jöfn, tvö mörk gegn tveimur. Dómari í þessum leik var Páll Emilsson. Fyrirhugað er að árlega verði 16 ÁRA skólastrákur, Per Erling Eide frá Larvík í Nor- egi stökk 1.96 í hástökki á sunudaginn. Annar 18 ára varð annar með 1.91. háð bæjakeppni milli Akureyr- ar og Vestmannaeyja, með sama sniði. — Sv. P. þar sem 3 tóku þátt ÍR-ingar á móti heimsmeistarar — íslendingar sigursœlir í Noregi en gekk illa í Svíþjóð ÍR-ingar og gestir þeirra, sem eru á keppnisferðalagi í Skandi navíu. þéldu heim frá Osló 2. sept. til Kongsunger, bæjar um 100 km frá höfuðborginni. Þar var keppt 3. sept. í nokkrum greinum og urðu íslendingar sigursælir. Veðrið var hing veg ar mjög óhagstætt, ausandj rign ing og völlurinn eitt svað. Jón Þ. Ólafsson sigraði í há- stökki, stökk 1.95. Reyndi hann síðan að stökkva 2,02, en það hefði verið vallarmet, en hon- um mistókst. Norðmaður var annar. Valbjörn Þorláksson vann 200 m hlaup á 22,9 sek, en varð annar í langstökki 6,58 m. Erlendur Valdimarsson varð annar í kúluvarpi 15.18. Sigurveg arinn varpaði 15,82. Þórarinn Arnórsson fékk inn- flúenzu eftir dvölina í Osló og óvíst að hann geti keppt frek- ar í ferðinni. Jón H. Magnússon varð eftir í Osló um þessa helgi og tók þátt í æfingum með flestum beztu sleggjukösturum Norð- manna undir leiðsögn Sverris Strandlis, fyrrum heimsmethafa. Keppti Jón báða dagana, varð þriðji fyrri daginn kastaði um 51 m en á sunnudaginn vann hann og kastaði tæplega 53 m. Hópurinn hélt svo til Gauta- borgar aðfaranótt mánudags og kepptu þegar sama dag. Var lít- il bjartsýni í hópnum, sem var þreyttur eftir næturlanga ferð og keppti kvöldið áður. Fór það og svo, að aðeins einn komst á verðlaunapallinn. Var það Valbjörn, sem varð þriðji í stangarstökki með 4.40 m. Svíi sigraði og stökk 4,75 m. Jón Þ. Ólafsson varð 4. í há- stökki með 1,93 m, en Svíi sigr- aði á 2.03. Hástökkið varð mönn um mikil vonbrigði, því flestir beztu stökkvararnir höfðu stokk ið áður um 2.15 m. Sigraði Jón einmitt nokkra silíka, sem nokkru áður höfðu stokkið 2.14 m eða meir m.a. v-þýzka meist- arinn. Hann náði líka „aðeins“ 1,93. Erl. Valdimarsson hafði við ramman reip að draga því 4 beztu menn í kringlukasti köst- uðu yfir 55 m. Erlendur varð 7. og vann m.a. kunnan banda- rískan kastara Ed Burke. Sigur- vegari í kringlukasti varð heims methafinn í kúluvarpi, Randy Mattsson. Hann sigraði einnig í sinni heimsmetsgrein, varpaði 19.50 m. Þetta mót varð sérstaklega skemmtilegt og áhorfendur geysimargir. Þarna kepptu m.a. þrír heimsmethafar, langstökkv- arinn Ralph Boston, Randy Mattsson og síðast en ekki sízt methafinn í 300 m hindrunar- hlaupi, Belgíumaðurinn Roel- ants. Hljóp hann þarna í fyrsta sinn á sumrinu í keppni en vann á frábærum tima 8:31 mín. Einnig var frábært hlaup Svi- ans Forsanders i 110 m grind 13.9 sek. á móti dálitlum vindi. ÍR-ingar héldu svo til Kaup- mannahafnar 6. sept., þar sem þeir keppa 8. sept. Karl Hólm sendir beztu kveðj ur heim fyrir þeirra hönd. Badminton ÍÞRÓTTAHÖLLIN í Laugardal mun verða tilbúin til badmin- tonæfinga um miðjan þennan mánuð og íþróttasalir skólanna litlu síðar. Tennis- og badmintonfélagið hefur skrifstofu í húsi ÍBR. í Laugardal. Verður hún opin næstu vikur kl. 5—7 daglega. Sími hennar er 35850. Allir, sem æfðu á vegum TBR. sl. vetur, og ætla að halda sömu tímum áfram, þurfa að gefa sig fram við skrifstofuna hið allra fyrsta. Þá geta aðrir þeir, sem hug hafa á að æfa badminton í vet- ur, snúið sér til skrifstofu fé- lagsins og lagt inn umsókn um æfingatíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.