Morgunblaðið - 23.09.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPT. 1967
13
Ólatur Sigurðsson skrifar um:
KVIKMYNDAHÖSAEIGENDUR
ÞANN fimmta ágúst síðastliðinn
sendi stjórn Félags kvikmynda-
húsaeigenda frá sér grein. Grein
þessi er athyglisverð fyrir það,
að hún lýsir meiri rembingi og
og dónaskap en almennt er um
blaðagreianr.
Grein þeirra er í þrennu lagi.
Fyrst eru almennar skammir
um kvikmyndagagnrýnendur
Morgunblaðsins. Næsti þáttiur er
árás á tvo unga menn, sem hafa
skrifað um kvi'kmyndir í Morg-
unblaðið undir yfirskriftinni
„Hornaugað". Þriðji þátturinn og
sá athyglisverðasti eru ávitur lil
ritstjóra Morgunblaðsins, sem að
dómi kvikmyndahúsaeigenda
eru ekki starfi sínu vaxnir.
Við skulum fyrst athuga þriðja
þáttinn. Þeir segja:
„Ritstjórar dagblaðanna verða
að hafa í huga, að meðan þessir
svonefndu „gagnrýnendur" fá
að stunda iðju sína á þann hátt,
sem þeir hafa gert að undan-
förnu, brjóta þeir frumreglu
þess starfs, sem þeir hafa tekið
að sér" .......,Með sleggju-
dómum sínum gera þeir almenn-
ingi einmitt erfiðara fyrix að
þessu leyti, og um leið slæva
þeir dómgreind almennings og
smekk .... ".
Eftir svo stór orð, skyldi mað-
ur ætla að kvikmyndahúsaeig-
endum væri í mun að slæva
ekki dómgreind og smekk og
gera fólki valið sem léttast. Við
skulium athuga hvað þessir sár-
fræðingar í hlutleysi og smekk-
vísi skrifa sjálfir í auglýsingum
sínum, sem þeir ætla til leið-
beiningar almenningi:
Tónabíó: „Mjög vel gerð og
hörkuspennandi".
Stjörnubió: „Frábær ný am-
erísk úrvalskvikmynd".
Háskólabíó: „Bráðskemmtileg
ný bandarísk litkvikmynd".
Hafnarbíó: „Afbragðs fjörug
og skemmtileg",
Háskólabíó: „Heimsfræg amer-
ísk ævintýramynd".
Austurbæjarbíó: „Hörkuspenn
andi og mjög viðburðarík".
Nýja Bíó: „Bráðskemmtileg
og hörkuspennandi".
Laugarásbíó: „Kvikmyndin
sem alhxr heimurinn talar um í
dag".
Bæjarbíó: „Frönsk úrvals-
kvikmynd".
Kópavogsbíó: „Spennandi og
athyglisverð lýsing á lífinu í
stórborg".
Þannig lýsa kvikmyndahúsa-'
eigendur þeim kvi'kmyndum,
sem þeir eru að sýna núna.
Þetta eru mennirnir, sem ekki
vilja slæva smekk almennings.
Þetta skrifa mennirnir, sem
segja að kvikmyndagagnrýnend-
um „beri skylda til að leiðbeina
lesendum heiðarlega í kvik-
myndavali".
Það er sannarlega erfitt að
velja á milli svo ágætra kvik-
mynda og hér eru á boðstólum.
Er það merkileg tilviljun að
svona margar afburðakvik-
myndir skuli sýndar hér í einu?
Svarið er því miður neikvætt.
Þetta eru aðeins kvikmynda-
húsaeigendur að „leiðbeina heið-
arlega í kvikmyndavali". Þeir
geta svo sjálfir valið um, hvort
þeir vilja heldur afsaka þetta
skrum með því að þeir hafi ekki
vitað betur, eða lýsa sig óheiðar-
lega í leiðbeiningum lesenda.
Ég get fyrir mitt leyti fallizt
á, að auglýsendur fegri vöru
sýna. En hægt er að nefna
hundruð dæma, þegar kvik-
myndahúsaeigendur hafa fegrað
vöru sína umfram það, sem hægt
er að forsvara. Ekki aðeins í
þetta sinn, heldur um áratuga
skeið.
„Enginn ritstjóri mundi vilja
leggja nafn sitt við margt af því,
sem þessir „gagnrýnendur"
birta í blöðum þeirra ....",
segja kvikmyndahúsaeigendur.
Nú vill svo til, að állir eru
þessir menn ritstjórar útgáfu-
starfsemi, sem í daglegu tali
nefnist prógröm. Það verður að
teljast einkennilegt, að þeir
skuli veitast að' ritstjórum, því
að þeir tala ekki úr neinu há-
sæti. Ég vil ráðleggja fólki að
kaupa nokkur prógröm, því að
þar er hægt að fá gott kennslu-
tæki, til að sýna, hvernig skrif-
að orð verður lélegast. Nokkuð
eru þau misjöfn, en flest eru
bæði villandi uim efni kvik-
myndanna og klaufaleg og
óvönduð í máli og framsetningu.
Tvö sláandi dæmi um skilnings-
leysi höfundar prógraniimsins á
efni myndarinnar, eru pró-
grömmin um tvær síðustu mynd-
ir Fellini, sem hér hafa verið
sýndar. Eins og þeir segja sjálfir
í grein sinni „verður vitanlega
hver þeirra að opinbera snilld
sína á sinn sérstæða hátt, eða
ætti kannske að tala um „stíl"?".
Kvikmyndahúsaeigendur segja
ennfremur: „Erlendir gagnrýn-
endur telja yfirleitt að þeir hafi
skyldum að gegna — þeir bera
þá virðiingu fyrir aknenningi, í
blöðum sínum og sjálfum sér, að
þeir leitast við að rita af alvöru
og sanngirni, svo að almenning-
ur geti treyst dómum þeirra".
Um okkur íslenzka gagnrýn-
endur segja þeir:: „Gagnrýnin
hef.ur síðan oft verið með slík-
um endemum, að húxi hefur í
senn verið til skammar fyrir þá,
sem hafa samið hana, og rit-
stjóra þá, er hafa látið rúm heim
ilt til birtingar á slíkum rit-
smíðum".
Finnst ykkur líklegt, lesendur
góðir, að ritstjórarnir séu niður-
dregnir, þegar þeir komast að
því, að eigendur kvikmynda-
húsa telja þá verða sér til
skammar oft í viku?
En yfir hverju hafa kvik-
myndahúsin að kvarta? Ég hef
gert samanburð á gagnrýni í ís-
lenzkum blöðum og erlendu
tímaritumum Saturday Reviw og
Time, sem bæði eru talin hafa
mjög vandaða gagnrýni og í
nokkrum tilfellum hef ég fund-
ið gagnrýni til samanburðar úr
New York Times. Útkoman er
sú að í lang flestum tilfellum
geíum við kvikmyndum svipaða
dóma og þessir erlendu menn.
Þar sem okkur ekki ber saman
við þá, er það venjulega fyrir
það, að við hrósum kvikmynd-
um, sem þeir fordæma. Rétt er
geta þess, að þessi samanburður
nær ekki eingöngu yfir gagn-
rýnendur Morgunblaðsins, held-
ur einnig annarra blaða í Reykja
vík.
Svo ég nefni dæmi um þetta,
skrifaði ég í vetur mikið hrós
um kvikmyndina Triple X (Saga
Eddie Chapman), en fyriir fáum
vikum er gagnrýni um myndina
í Time, þar sem hún er rifin
niður og sögð bæði leiðinleg og
langdregin. Hvor þessara tveggja
greina er líkleg til að gleðja
hjarta kvikmyndahúsaeigenda?
Það er ekki alveg víst að þeir
yrðu eins ánægðir með erlenda
kvikmyndagagnrýni, ef hún væri
birt hér á landL
Kvikmyndahúsaeigendur segja
ennfremur: „Sannleikurinn er
sá, að það er allt of títt, að menn
gerast „gagnrýnendur", til þess
eins að geta fengið aðgöngumiða
að fcvikmyndahúsum endur-
gjaldslaust".
Þeir hafa mikla trú á þeirri
sælu, sem þeir bjóða gestum ef
þeir halda að nokkur maður fari
yfir hundrað sinnum á ári í
kvikmyndahús, af því einu, að
hann þarf ekki að borga miðann.
Þeir halda bersýnilega líka, að
við gagnrýnendur þegjium yfir
þeirri þjónustu, sem stundum er
boðin gestum, af því að við sjá-
um hana ekki. Þá þyrftum við
að vera sviptir minnst fjórum
af fimm skilningarvitum, sjón,
ilman, heyxn og tilfinningu,
Það fer ekki framhjá okkur
gagnrýnendum þegar gólf eru
svo skítug og fuil af rusli, að
varla er hægt að drepa niður
fæti. Við tökum eftir því, þegar
daun leggur úr snyrtiherbergj-
um, svo varla er vært þar inni,
fyrir utan þrengslin, sem þar eru
oft. Við verðum líka varir við
það, þegar allir skjálfa af kulda
eða sitja í svitabaði vegna lé-
legrar loftræstingar. Við tökum
eftir því, þegar við komum út
af sýningum með bakverk,
vegna lélegra sæta. Við sjéum
einnig að verðlag á sælgæti og
gosdrykkjum er oft einkenni-
lega mikið hærra hjá þeim en
öðrum. Við veitum því athygli,
þegar sýningar eru sundiurslitn-
ar. Við heyrum ólætin í ungling-
um á sunnudagssýningum, sem
venjulega er ekki reynt að
stöðva. Við höfum öll skilningar-
vit.
En samt nefnum við þetta
ekki. Hversvegna ek'ki? Vegna
þess, að við viljum ekki bregða
fæti fyrir rekstur kvikmynda-
húsanna. Þessar aðstæður, sem
ég hef nefnt hér að framan, eiga
sem betur fer ekki við alla, og
aldrei allir við þann sama. En
margt af þeim mætti leiðrétta.
Eftir dónaskap kvikmyndahúsa-
eigenda, hvarflar það vafalaust
að öllum kvikmyndagagnirýnend
um hvof t þeir séu ekki að bregð-
ast skyldum sínum, með foví að
vara ekki fólk við þessum hlut-
um.
Kvikmyndahúsin standa nú
frammi fyrir hættu, sem ógnar
tilveru þeirra. Tilkoma sjón-
varps í öðrum löndum hefur leitt
af sér dauða fjölda tovikmynda-
húsa, sumstaðar helmingi
þeirra. Við skulum vona að svo
fari ekki hér. En á meðan hætta
vofir yfir, er skynsamlegra að
leita bandamanna en að stofna
til óvinskapar.
Grein kvikmyndahúsaeigenda
er ekki þannig, að hún geti tal-
izt ádeila. Hún er bein áxás á
tvo hópa manna, sem mest geta
gert 'til að hjálpa kvikmynda-
húsunum á erfiðum tírraum, rit-
stjóra og gagnrýnendur. Eig-
endur kvikmyndahúsa ættu að
vita, að þeir hafa meiri þörf
fyrir blöðin, en blöðin hafa fyrir
þL
Að lokum vil ég minnast lítil-
lega á ýmsa aðra, sem hafa skrif-
að greinar um okkux gagnrýn-
endur að undanförnu. Þeir hafa
yfirleitt verið undrandi á því,
að við skulum hafa aðrar skoð-
anir en þeir sjálfir. Þeim er vel-
komið að hafa sínar skoðanir, en
við viijum líka hafa okkar, og
tel ég ekki ástæðu til að svara
þeim frekar.
Ólafur Sigurðsson.
Hef flutt
lögfræðiskrifstofu mína aS Hafnargötu 57,
Keflavík. Sími 2660.
JÓN EINAR JAKOBSSON, héraðsdómslögmaður.
Bókfærslu og vélritunar-
skólinu
hefst í byrjun október. Kennt í fámennum flokkum.
Innritun fer fram á Vatnsstíg 3, 3. hæð daglega.
Til viðtals einnig í síma 22583, til kl. 7 eftir hádegi
og í síma 18643 eftir kl. 7.
SIGURBERGUR ÁRNASON.
MÍMIR
Skólaskírteini afgreidd í dag kl. 1—4 e.h. að
Brautarholti 4.
Kennsla fullorðinna hefst á mánudag.
Kennsla í barna- og unglingaflokkum hefst
2. október.
Málaskólinn IMímir
Brautarholti 4 — Sími 10004.
nANssisór.r jí
Jífm
INNRITUN ER HAFIN
SÍMI 140 81