Morgunblaðið - 28.09.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.09.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1967 > % * IMAGIMÚSAR SKtPHGlTI 21 5ÍMAR 21190 efttrlokun ttmí 40381 » SIM' H4-44 mfílF/Ð/R Hverffegötn 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið < leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir Inkun 34936 og 36217. FYBlRHðFN ..... J0/IA IffGA M RAUOARÁRSTiG 31 S(MI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki tltvarps- og sjónvarpstæki Kafmagnsvftnibúðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). Fjaffrir fjaffrablöff bljóffkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerffir bifreiffa Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 Sími 24180 |lll ll:| :| |il| I I I liil l. l l l. I 11:1 I.J.lllJ. l I I.J t l il l lJ LEIKFIMI JAZZ-BALLETT Fri DANSKIN Búningar Sokkabuxur Netbuxur Dansbettl •Jt Margir litir ■fc Allar stærðir Frá GAMBA Æfingaskór Svartlr, bleikir, bvltlr Táskór Ballet-töskur Uáallettíú ðin kBBBSBBBB SÍMI 1-30-76 innwwmwm 111iiiiiinurii ★ Því lenti þotan í Reykjavík? Kristján Pétursson í Keflavík, skrifar: Hinn 11 þ.m. skýrði Ríkis- útvarpið og sjónvarpið frá því, að Boeing-þota Flugfél. ísL hefði lent á Reykjavíkurflug- velli, þar sem Keflavíkurflug- völlur væri lokaður vegna veð urs. Þar sem mér var kunnugt um, að Keflavíkurflugvöllur var opinn fyrir flugumferð umræddan dag, og allt flug gekk samkvæmt áætlun, með einni undantekningu, þ.e. iend ingu Boeing-þotunnar á Reykjavíkurflugvelli, tel ég fróðiegt að vita, hvaðan út- varpið og sjónvarpið fengu þær upplýsingar, að Keflavik- urflugvöllur væri lokaður fyr- ir ílugumferð. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita, hvaðan dag- blöðin fengu sömu upplýsing- ar. Ég hef fengið staðfest, að ekki var leitað frá Ríkisútvarp inu né dagblöðunum til ábyrgra aðila á Keflavíkurflug velli um upplýsingar, hvort völlurinn væri lokaður eða ekki umræddan dag. Því fór sem fór, að allir framan- greindir aðilar sögðu ósatt .til um lokun flugvallarins, og tel ég því sjálfsagt, að þeir hinir sömu uplýsi, hvernig slík mistök á fréttaflutningi gátu orðið hjá öllum þessum aðilum nær sam tímis. Hvaða hlutverki gegnir slik- ur íréttaflutningui, og hvaða áhrif getur hann haft í för með sér? risið um flutning Flugfélags- ins til Keflavíkurflugvallar á starfsemi sinni og málið virzt hið mesta tilfinningamáL tel ég enn brýnni nauðsyn fyrir fréttastofnanir að halda sig við sannleikann. Jafnframt or- sakar fréttaflutningur af þessu tagi nokkurn kvíða, hjá þeim farþegum og aðstandendum þeirra, sem ferðast með öðrum lfugfélögum en Flugfélagi ís- lands, að þeir skuli lenda á lok uffum flugvellL en ekki á vara velli. Það væri því ekki óeðlilegt, þótt t.d. Loftleiðir gerðu al- varlega athugasemd við slíka fréttaþjónustu, sem hæglega getur fjárhagslega ska.ðaið fé- lagið gagnvart slíkum við- skiptavinum. Annars hafa öll þessi enda- lausu skrif vaTðandi útgerð þdtunnar frá Keflavíkurflug- velli farið út fyrir öll eðlileg takmörk. Hins vegar vil ég benda þeim mönnum á, sem halda að framtíff millilanda- flugs hyggist fyrst og fremst á tilveru Reykjavíkurflugvall- ar að kynna sér rækilega hvað nútíma millilandaflugvöllur eins og Keflavíkurflugvöllur kostar, svo og rekstur og við- hald hans og öryggisþjónusta. Ég tel það skyldu þeirra penna lipru manna, sem um mál þetta hafa skrifað, að kynna séT þessi viðhorf fyrst, en skýra síðan hlutlaust frá nið- urstöðu þeirra athugana. Men.n verða að skilja það, enda þótt þeir séu húsettir á Reykjavíkursvæðinu, að til eru þeir staðir úti á lands- byggðinni, sem uppfylla oft og tíðum betur kröfur tímans en þeirra eigin staður. Kristján Pétursson, Keflavík. — Velvakandi ijær fúslega rúm í dálkum sínum undir skýringar á þessu málL ÍC Öskuhaugarnir í Njarðvíkum í stað Látrabjargs „Hafgúa“ skrifar og kveðst hafa tekið þátt í ynd- islegri sjóferð á skemmtiferða skipi sl .laugardag. Auglýst hafi verið, að skipið sigldi til Breiffafjarðar og Látrabjarg m.a. séð frá hafi, en menn hafi orðið „fyrir dálitlum vonbrigð um, þegar út var litið, og við blöstu öskuhaugar Njarðvík- ur. Við bjuggumst við, að aug- lýstri ferðaáaetlun yrði haldið, og konuT og börn yrðu aff njót- andi þeirrar ánægju, sem boð- iS var upp á. Þjónustan um borð mátti heita éaðfinnanleg. Hins veg- ar þótti oss „skítt“ að geta ekki notað 1000-kalla. (Þeir voru ekki gjaldgengir). Það fylgdi ferðaáætluni.nni, að lagt yrði að Ægisgarði kl. 19.00 en kl. 17.15 mun hafa ver- ið kallað í kallkerfi kspis, að það ýrði kl. 18.00. Það var svo sem ágætt miðað við aðstæður, og Breiðafjörður er ennþá til. En það, að selja farþegum 10 tíma ferðalag fyrir ísl. kr. 1000.— og reka þá svo í land eftir 9 klst. án boðs um end- urgreiðslu eða afslátt, jaðrar við dónaskap. Auk þess fannst oss, að gen.g isútreikningur hefði mátt vera hreinni. _ it Hús Thors Jens- ens „Reykvíkingur“ skrifar: „Herra Velvakandi! Því má hið trausta og fall- ega hús Thors Jensens við Tjörnina ekki fá að vera í friði? Ég skil veL að Seðla- banka íslands langi til þess að reisa hús á þessari góðu lóð, en við verðum nú að hugsa um sitthvað fieira en hina praktísku hiutina. í mínum augum er þetta hús fyrir löngu orðinn hluti af Tjörninni og umhverfi henn- ar. Það er gaman að þessum stóru og stæðilegu timbúrhús- um, þar sem embaettismenn landsins bjuggu flestir í gamla daga, og þau eiga helzt ekki að hverfa. Deila má um hið svo kallaffa „fegurðargildi" þeirra, þótt flestum fiimi víst, aff hús Thors Jensens beri af, en öll hafa þau mikið minn- ingargildi fyrir okkur Reyk- víkinga og raunar landsmenn alla. Einhvers staðar las ég á dögunum, að emfcver sérfræð- ingur (?) hefði látið það áiit í ljós, að þetta hús hefði ekk- ert gi’ldi fyrir byggingarsögu okkar o.s.frv. Mér er bara aiveg sama. Þetta hús hefur sitt ákveðna gildi fyrir okkur íslendinga. Þar bjó sá maður, sem framar flestum öðrum sannaði mátt einsaklingsframtaks<ns fyrir okkur íslendingum á þeim tíma, þegar slíkt var afar nauð synlegt, og dugnaffur hans og drengskapur lýsir okkur enn fram á veginn. Nei, góðir herrar. Látið þetta hús í friði og reisið ykk- ar hús annars staðar. Reykvíkingur." ir Hamingjubörn og ógæfubörn J. Jn. skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Þegar ég sá myndir í blöð- unum af hinum glaðværa barnahópi, sem unnið hefur í Skólagörðunum, skuggalausa gleði þeirra, yfir eftirtekjunni, þar sem þau standa með kart- öflupokana sína og kálhöfuð- in o.fl., hlýnar mér um hjarta ræturnar og segi við sjálfan mig: Þetta er framtíðin, að láta börnin vinna við nyfja- störf úti i guffsgrænni nátt- úrunni, þar læra þau svo margt, sem ekki er hægt að kienna þeim til hlítar á skóla- bekkjunum. Já, þetta er fram- tíðarlausnm, að láta börnin hatfa starf við þeirra hæfi. Hóf leg vinna er sú drottning og dís, sem gert hefur mennina að mönnu.m „Sjáðu um, að drengurinn hafi alltaf nóg að starfa“, sagði afi Jóns Sigurðssonar, þegar hann sendi hann heim til föð- urhúsanna. Það er öllum ljóst, að það kostar rlki og kaupstaði mikið fé að halda uppi starfi fyrir bornin yfir sumarmánuðina, en min skoðun er sú, að það fé skili hundraðföldum ágóða fyrir þjóðfélagig í heild. . Það, sem hið opinbera hefur vel gert í þessum efnum, skal það hafa þakkir fyrir, en það er að mínum dóm: aðeins upp- hafið að því, sem koma skal. Þegar við gleðjumst nú yfir þessum starfandi barnahópi og óskum foreldrum þeirra til hamingju með þau, getur ekki hjá því farið, að okkur verði hugsað til þeirra óhamingju- sömu barna og unglinga, sem villzt hafa af vegi og lent á glapstigum. Við að lesa í blöðunum frétt ir af innbrotum og þjófnaði barna á aldrinum frá 7—12 ára, vaknar þessi spurning hjá mér; Hvernig geta börnin framkvæmt allt þetta, án þess að foreldrarnir verði þess var ir? Hvernig geta þau komið öllum þessum peningum í lóg, án þess að foreldrarnir verði varir við óeðlilega fjárgetu þeirra? Og hvað með alls kon- ar varning, sem þau stela? Að mínum dómi er ekki nægilegf að yfirheyra börnin, sem frömdu þjófnaðinn, þar koma fleiri til greina. Hvað hafa þau gert við þýfið? Hver hefur tekið við því, án þess að gruna að þau voru hér á ferð með ránsfé? Hverjir kaupa heilar lengjur af sígarettum o.s.frv. af svo ungum börnum? Hverj- ir aka með þau í bílum fyrir stórfé? Þannig mætti lengi spyrja. Er ekki sjálfsagt að láta þessi ógæfubörn gera grein fyrir þvg hverjir það eru, sem hafi auðgazt á ráns- feng þeirra? Það er fólk, sem ætti að hljóta harðari refsingu en nokkru sinni börnin. Börn eru börn, sem í þessu tilfelli kunna ekki fótum sínum for- ráð, og hið opinbera verður að taka upp á arma sína, eftir að foreldrarnir hafa missf taum- hald á þeim. — Þar kemur margt til greina, sem ég vil ekki dæma, — en þessi ógæfu börn verða að komast undir góðra manna hendur og al- ast upp í heilbrigðu umhverfL Munum það — „að oft verður góður hestur úr göldum fola.“ J. Jn. Þar sem nokkur deila hefur Húsgögn Klæðum gömul húsgögn. Nýkomið pius í fjórum litum. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2 — Sími 16807. Sendisvemn Óskum eftir að ráða röskan sendisvein nú þegar. Vinnutími hálfan daginn, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar ekki veittar í síma. ORKA HJF., Laugavegi 178. Sendisveinn óskast strax Remediahf Sírai 16515 (16510). %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.