Morgunblaðið - 05.10.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.10.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1967 3 ,Við urðum öskaple segir Irtgibjörg Gunnarsdóttir, nýsloppin úr stórstormi og stórflóðum í Texas 1 „AUÐVITAÐ vorum við öll hrædd, voðalcga hrædd, og þó reyndi ég að bera mig vel, en þegar Jerry, maður- inn minn, fór að verða hrædd ur, þá þyrmdi yfir mig, o'g það eina, sem ég gat hugs- að um, var að komast aftur til fslands, til foreldra minna og systkina. Mér varð hugsað til litlu dóttur minnar, henn- ar Lindu, sem mamma hafði komið að sækja þá fyrir skömmu. Ég held ég fari aldrei aftur til Texas, en ég get samt vel hugsað mér að búa í Bandaríkjunum, en þarna suðurfrá virðist him- inn og jörð geta snúist við á svipstundu." Það er Ingibjörg Gunnars- dóttir, tvítugur Reykvíking- ur, sem þannig mælir víð blaðamann Morgunblaðsins, þegar við heimsóttum hana i gær ,til að spyrja hana um ástandið í Texas, en þar dvaldist hún, þegar öll flóð- in voru þar fyrir nokkrum dögum. Ingibjörg er dóttir hjón- anna Báru Jóhannsdóttur og Gunnars Eggertssonar (Kristjánssonar). Hún er gift Jerry Meadherry, en for eldrar hans búa í Iowa, og sagði Ingibjörg okkur, að þau væru mesta indælisfólk og dásamlegir tengdaforeldr- ar, „og þar í Iowa giftum við okkur“, sagði Ingibjörg. Tengdafaðir hennar er um- boðsmaður fyrir Chrysler, en kona hans er matreiðslu- kennari. Linda er barnið h.ennar, sam hafði mest gam- an af „ljósunum" hjá Sveini Þormóðssyni, þegar hann myndaði þær mæðgur í gær. Jerry, maðux Ingibjargar er stúdent frá bandarískum menntaskóla, og lærði síðan flugvirkjun, og undanfarið hafa þau verið í Texas ,og hafa átt heima við flugvöll- inn í Beeville, en það er 15.000 manna bær, miðja vegu milli Corpus Christi og San Antonio, er. fyrrnefndi bærinn varð einmitt mjög hart úti í hvirfilbylnum Beulah, eins og kunnugt er. Þess má geta, að Ingibjörgu hafa nýlega borizt fréttir frá Jerry, að hann muni nú halda til Vietnam, og á hann að gegna herþjónustu í 7 mánuði ,sem fiugvirki á flug vél am óðurskipi. „En mig langaði að koma heim á meðan“, sagði Ingi- björg. „Við bjuggum rétt við flugvöllinn í Beeville. Lands lagið er þarna arA flatt og yfirleitt skrælnað. Við urð- um að koma okkur upp kæli- kerfi vegna hitans, sem var svo m.ikill, að ég l&gðist fyrst í stað á sjúkrahús hans vegna. Ég kom heim á mánu daginn síðasta, og þakkað: góð'um guði að losna frá þessu víti, þarna suður í Tex as.“ „Segðu okkur nú, hvernig þið fréttuð af þessum mÍKla stormsveip, Bf-ulah?“ „Við vorum, viissuiiega undirbúin undir það, sem gerðist. Vissum, að stormur- inn var að nálgast okkur, og raunar held ég, að enginn hafi með vissu vitað, nema að hann kynni að lenda með fullum krafti á okkar bæ. Þeir útbýttu biöðum til okk- ar með leiðbeiningum hvern- ig v-ið skyldu.m haga okikur. — í sjónvarpinu voru á hálftíma fresti lesin og sýnd aðvörunarorð. Okk- ur var ráðlagt að setja stóra límpappíra á kross á allar rúður og flytja gólfteppin eitthvað hærra. Þegar byrj- aði að rigna, og það gerði það viku fyrir storminn, flæddi um allt húsið hjá mér, og þó stóð það á % m staur um eða stólpum. Okkur var strax í upphafi sagt, að við myndum þurfa að yfirgefa húsið og leita hælis á tveim klúbbhúsum, sem stóðu að- eins hærra óg voru ramm- byg.gilegri en önnur hús. Okk ur var sagt að hafa með okk ur sængurföt og matarforða til 3—4 daga. Flestöllum öðr um en þeim, sem voru á vöktum, var gefið frí, og þess vegna fvlgdumst við hjónin að. Fjölskyldur gengu fyrir. Okkur var sýnt í sjónvarpi marg.víslegar varúðarráðstaf- anir, sýndar myndir af síð- asta ofsastormi, og hvaða hús hefðu þá staðið af sér hrin- una, Og þegar sírenurnar færu af stað, yrði það merk- ið til okkar að forða okkur á öruggari staði. Það var bú- ið að rigna í heila viku, áður en sá stórastormur skall á.“ Maður var alltaf að horfa á sjónvarpið, festi varla svefn, þeir létu okkur fylgjast með Ingibjörg J. Gunnarsdóttir með dóttur sína, Lindu. (Myndin var tekin í gær á heimili foreldra hennar, Kvisthaga 27, af Sveini Þormóðssyni). því, hvernig hvirfilvindur- inn nálgaðist heimili okkar. Við gátum ekkert sofið nótt- ina á undan. Þó blundaði ég eitthvað. Klukkan 10 á mið- vikudagsmorgun 22. sept. Ingibjörg og Jerry við hlið bílsins, sem þau óku á í skjóli ó- heillamorguninn. Þarna er sumar og sól, í Beeville. Heimili Ingibjargar og Jerrys stéð á Vi metra háum stólp- um, og samt flæddi inn um dyrnar. vakti ég Jerry, og klukku- tima síðar vorum við lögð af stað frá heimili okkar. Hús okkar var byggt á stólpum, eins og annarra þar, en það flæddi óspart inn um dyrn- ar. Við fórum bæði í stutt- buxur, en vatnið náði mér í mitti, en á veginum var heid ur minna vatn, því að það flæddi mestmegnis inn í húsa ga' ðana. 30 mílum frá björg- uðu þeir fólki með bátum. Við komumst í bílinn okk- ar. sem er Piymotuh Barra- cuda 1967, og þá voru öll hjól í kafi. Við brutumst síð an af stað til klúbbhússins, sem X)kkur hafði verið ætlað að dveljast í, meðan stóri- stormur ætti fiemhjá ,en þar reyndust vera 300 manns, og allt yfirfullt, og við héldum því til hins minna hússins, en þar voru samankomnir 70 manns. Þegar ég opnaði hurð ina á bílnum, fauk hún strax út í loftið, aí hjörunum, en ég óð út í vatnselginn, sem náði mér í mitti, en sámt sem áður feykti stormurinn mér 2—3 metra. Ýið illan leik komumst við inn í hús- ið, en á því höfðu allir glugg ar verið byrgðir. Gólfið þar var allt sjóbiautt af fólkinu. Á hálftíma fresti sáum við sjónvarpað aðvörunum til fólks ,hvert það skyldi halda Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn, ásamt hern-um, gerði sitt ýtrasta til að bjarga því, sem bjargað varð, hjálpa þeim, sem voru hjálparþurfi. Þetta heyrðum við og heyrð um á hálftímafresti. Okkur var sýnt, hverjum tökum stormurinn tók Brownsville, þar rétt hjá. Ég hringdi í tengdaforeldra mína í Iowa, og bað þá að vera rólega, ekkert amaði að okkur, við værum komin í skjól. Fyrir ulan geisaði ofviðrið, reif upp stóra pálma með rótum, öll önnur tré, og búféð galt ægileg afhroð. Fyrst sagði Jerry, maðurinn minn ,að ég skyldi ekki hafa miklar áhyggjur, en svo varð hann hræddur sjálfur, og þá varð mér allri lokið. Corpus Christi ,sem var aðeins í 63 milna fjarlægð, galt mesta af hroðsins. Við sáum marga hvirfilbylji. Þeir eru hræði- legir. Það er eins og allt fari af stað. 40 slíkir hvirfilbyljir sveifluðust í kringum okkur, og þó var okkur sagt, að við hefðum aðeins fengið í kring um 30%af vindstyrknum, þarna hjá okkur. Ég kom til Corpus Christi laugardaginn 30. sept. Þar blasti við mér voðaleg sjón. Eldamaskínur og ísskápar, bátar og alls kyns aðrir hl\Ur, lágu þar út um allar jarðir eins og hrá- viði.“ „Hvsrnig bar nú fólkið sig í klúbbnum, msðan þessi ó- sköp gengu yfir?“ ispyrjum við. ..Yfirleitt var það rólegt, hljótt, reyndi að sofa, en í r&uninni var það aJlt an.nað en ról'egt.-Þairna var fuillt af börnum, óg við konurnar, sem þarna vorum barnlausa-r, reypdum að aðstoðia hinar. Við hit.uð'Um kaffi og smurð- um br.auðsnei-ðar, Klukkan 4 um nóttina lék aillt á reiði- skjállfi, húsið nötraði, það lak í gegnum hurðina, og vatns- hæðin úti fyrir var meiri en metri, og á þassu gekk fram Framihald á bls: 27 STAKSTtlMAR Almannavarnir AI.ÞBL. segir í forustugrein í gær: „Jarðhræringar og nýir hverir á Reykjanesi hafa verið mjög í fréttum undanfarna daga. Þessar fréttir minna okkur á þá stað- reynd, að við byggjum eldfjalla- land, þar sem enn er mikið af virkum gosstöðvum. Síðastliðin tuttugu ár hafa orðið hér þrjú meiriháttar eldgos, en svo er fyr- ir að þakka, að þau hafa átt sér stað á óbyggðum svæðum og tjón því ekki orðið, nema í Hekiu gosinu 1947 þegar bændur þar í grennd urðu fyrir nokkrum búsifjum af völdum náttúruham- faranna. Að sögn jarðfræðinga er ekki ástæða til að óttast, að eldgos sé í aðsigi á Reykjanesskaga; breytingar á hverasvæðunum þurfa ekki að boða slíkt, þótt þær geti verið undanfari meiri tíðinda. Svo verður þó vonandi ekki þessu sinni“. Náttúruhamfarir „Vert er að minna á í þessu sambandi, að sennilega erum við fslendingar verr búnir en flestar aðrar þjóðir til að mæta náttúruhamförum. Við höfum ekki skipulagðar sveitir manna, sem komið gætu til aðstoð- ar, ef illa færi. Aðrar þjóðir, sem hafa á að skipa þjálfuðu herliði, nota það undir sJíkum kringumstæðum, en sliku er ekki, og verður væntanlega ekkl fyrir að fara hér. Á undanförnum árum hefur margt verið ritað og rætt um nauðsyn almannavarna,, og hefur þar sýnzt sitt hverjum. Þetta hefur verið gert að pólitísku bit- beini, og hafa andstæðingar rík- isstjórnarinnar á nær hverju þingi mælt gegn fjárveitingum til þessara mála. Vel kann að vera, að þessum málum hafi ekki verið sinnt sem skyldi og ýmislegt mætti betur fara í þeirri skipulagningu, sem þegar er komin á laggirnar. Það er að sjálfsögðu nauðsyn- synlegt að eiga birgðir af ýmiss konar neyðarvarningi og öðrum gögnum, sem grípa mætti til, en hitt virðist þó engu síður nauð- synlegt að skipuleggja sveitir, sem væru sérhæfðar í hvers kyns björgunarstörfum. Eins og nú háttar erum við illa undir það búnir að mæta náttúruhamförum og væri ráð að hefja skipulagningu almanna- varnasveita, eins og raunar mun tíðkast í flestum löndum". Þáttur í slYsavarnarkerfi „Það sakar aldrei að vera við- búin þvi, að illa kunni að fara, og í rauninni ættu almannavarn- ir að vera einn þáttur slysa- varnakerfisins sem hér hefur lengi verið við lýði og látið margt gott af sér leiða. Það er illa farið, að þetta mál skuli hafa orðið að pólitísku þrætuepli, en vonandi verður þess ekki langt að bíða, að and- stæðingar þess skilji, að málið i er alls ekki þannig vaxið“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.