Morgunblaðið - 05.10.1967, Side 26

Morgunblaðið - 05.10.1967, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1967 Söfnuðu 135 jbús. kr. til skíðalyftunncn ENIS og margir aðrir en Akur- eyringar munu kannast við efndi Lionsklúbburinn Huginn á Akureyri til 100 kr. veltu til styrktar hinni glæsilegu skíða- lyftubyggingu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Veltunni er nýlokið og af- Einmennings- keppni Bridge- iélngsins Einmenningskeppni Bridgefé: lags Reykjavíkur er nýlokið, en alls tóku 48 manns þátt í henni. Sigurvegari varð Jón Þorleifs- son með 1120 stig, 2. Magnús Ingimarsson með 1116 stig og 3. Ingi Eyvinds með 1111 stig. IMorðmenn stóðu sig TVÖ norsk lið voru í eldlín- unni í keppninni um Evrópu bikarana í gær. Sped tekur þátt í keppni meistaraliða og lék síðari leikinn við Sparta Prag. Jafntefli varð 1-1. Sparta heldur áfram með samanlagt 2-1 í báðum leikj- unum. Frammistaða Sparta þykir mjög góð, en þess skal þó getið, að nokkrir liðs- menn Sparta hafa verið lengi frá vegna meiðsla og eru æf- ingalitlir. Þá lék Lyn og Bologna (ítalska atvinnumannaliðið) i borgarkeppm Evrópu. Þar varð jafntefli 0-0. Leikurinn fór fram í Noregi. Lyn held- ur áfram með 2-0 sigur í fyrri leiknum. Vígt var nýtt flóðlýsinga- kerfi í sambendi við síðar- nefnda leikinn og frammi- staða Lyn manna er mjög lof uð. hentu Lionsmenn ágóðann af veltunni kr. 135 þúsund. Að því er íslendingar á Ak- ureyri segir mun þetta fram- lag verða til þess, að gera má ráð fyrir því, að skíðalyftan verði fullgerð í næsta mánuði og ,verði því til afnota fyrir skíðaiðkendur á komandi vetri. Sannarlega er þetta myndar- legt átak hjá áhugamönnum og mættu fleiri taka sér það til fyr lí myndar. Fleiii topa illo en íslendingnr LEEDS Uníted keppir í borgar- keppni Evrópu af Englands hálfu. Liðið lék fyrri leik sinn í 1. umferð keppninnar gegn Spora frá Luxemburg og fór ieikurinn fram í Luxemburg á þriðjudagskvöld. Enska liðið sigraði með 9 mörkum gegn engu. í hálfleik var staðan 4-0. Þrjú heimsmet í - en Bretar komu á óvart i keppninni við Bandaríkjamenn BANDARÍKJAMENN hafa löngum að undanförnu haft yfirburði yfir aðrar þjóðir í sundi og þar í landi komið fram á sjónarsviðið hver hóp urinn af öðrum af ungu fólki, sem rutt hefur metiflh fyrirrennara sinna. Yfirleitt hafa þessar stjörnur ekki „enzt“ í sundinu nema fjög- urra ára tímabil — eða yfir eitt Olympiutímabil, þó vissu lega séu undantekningar. Nú er hafin sóknin að met unum fyrir næstu Olympiu- leika og bandarískt sundfólk rutt heimsmetum svo tugum skiptir. Hér er mynd af ein- um í hópnum, M. Spitz sem á heimsmetið í 200 m. flug- sundi. Hann sigraði örugg- lega í „sinni grein“ í lands- keppni við Englendinga sem fór fram 1. og 2. okt. Tími hans var 2:09.6 mín. í 220 yarda flugsundi. Þrjú heimsmet voru sett fyrri dag landskeppninnar, öll af bandarísku sundfólki. Catie Ball setti met í 220 yarda bringsundi 2.46.9 mín. Debbie Mayer í 880 yarda skriðsundi, 9:44.1 mín. og bandarísk sveit í 4x110 yarda fjórsundi 4:37.4. Það sem einna mest kom þó á óvart í keppninni var frammistaða brezka sund- fólksins. Eftir fyrri daginn var munurinn á lanidsliðun- um aðeins 10 stig — en loka- tölurnar höfum við ekki enn- þá. Svo lítill munur er ó- venjulegur í keppni þar sem bandarískt landslið er á ferð nú. Hraðmót ÍR í hand- bolta í í KVÖLD kl. 8.15 hefst hraðkeppnismót ÍR í hand- knattleik í I.augardalshöll- inni. Sjö félög taka þátt i keppninni og liefst mótið með Ieik milli Fram og ÍR, en önnur félög er þátt taka eru Haukar, Valur, FH, KR og Víkingur. Mótinu lýkur í kvöld en leiktími í hverjum leik er 2x10 mínútur. Mótið er haidið í tilefni af 60 ára afmæli ÍR fyrr á þessu ári. Sú nýjung er nú reynd hér að tveir dómarar verða í hverjum leik, en það dóm- arakerfi ryður sér nú til I rúms. Hafa ísl. dómarar kynnt sér það erlendis og skýrt það í sínum félags- Tvrkir hætta við þátttöku í knattspyrnu OL TYRKIR hafa ákveðið að draga lið sitt til baka úr Olympiu- keppninni í knattspymu 1968. Með því fellur leikurinn miili Tyrkja og Búlgora sem vera átti í Istanbul 11 október nið- ur. Tyrkir eru annað landið sem dregur lið sitt úr keppnmnt. ítalir urðu fyrstir til þess — áður en keppni hófst. Vill útherjaleikaðferðina aftur hjá enska landsliðinu - Telur 4-3-3 ekki nœgilega árangursríkt Enska knattspyrnan í GREIN sem birtist nýlega í enska dagblaðinu „Daily Ex- press" eftir hinn þekkta íþrótta gagnrýnanda Desmond Hackett, ritar hann um kerfið 4-3-3, sem Sir Alf Ramsey stjórnandi enska landsliðsins í knattspyrnu beitti með góðum órangri í heimsmeistarakeppninni 1966. Hackett segir að Ramsey hafi Tékkóslóvakfa slgraði Spán í -fandsleik í knatt spyrnu sl. sunnudag með 1 marki gegn engu. Leikurinn sem fór fram i Prag var lið- ur í Evrópukeppni landsliða. Löndin eru í 1. riðli ásamt frlandi og Tyrklandi. Tékkar og Spánverjar hafa hlotið 6 stig, en sá er munurinn að Tékkar hafa leikið þrjá leiki og unnið alla en Spánverjar hafa Ieikið 5 leiki. Tyrkir og frara hafa 3 stig úr 5 leikjum. ekki verið hrifinn af leik enska úrvalsliðsins úr deildakeppn- inni gegn belgísku deildaúrvali á dögunum. Leiknum, sem fram fór í Brússel lyktaði með jafn- tefli 2 mörk gegn 2. Hackett segir að jafnvel Ramsey hafi — aldrei þessu vant — ekki varið sína ensku ieikmenn en sagt að þeir hefðu mátt þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Hackett heldur áfram: „Það er allt í lagi að reyna þrjá mið- herja í framlínunni, en í þeim stöðum voru leikmenn eins og Geoff Hurst (West Ham), Frank Wignal (Nottm. Forest) og All- an Clarke (Fulham), en þessir þrír ungu menn virtust ekki fá nógu mikið að gera í framlín- unni og leit oft á tíðum út fyr- ir að þeir væru að furða sig á hvað befði orðið af hinum félög- unum.“ Hackett heldur áfnam og seg- ir: „ að eina hættan fyrir belg- íska úrvaisliðið hafi stafað af leik Len Barger (Sheffield Utd) upp kantinn, en Badger þessi leikur bakvörð og ef að bak- vörður getur skapað sóknarspil, en aðrir ekki, þó er eitthvað að kerfinu." Þá segir Hackett að „gömlu kantmennirnir" hljóti að koma aftur og vitnar í Liverpoolút- herjana Peter Txiompson og Ian Callaghan (léku báðir hér 1964 gegn KR), sem hann kallar „orthodox" kantmenn ásamt þeim George Armstrong (Arsen al), Roger Morgan (Q.P.R.), Don Rogers (Swindon) og Les Barrett (Fulham). ríackett segir ennfremur: „að England ætti að breyta til og hætta þessu leikkerfi þar sem leíkurinn berst fram og aftur um miðjuna eins og harmonika og oft sjáist markið ekki fyrir leikmönnum. og taka upp út- herja-leikaðferðina aftur og nota hana í næsta landsleik gegn meginlandsiiði, en það er 13. des n.k. gegr Sovétríkjun- um.“ Svo mörg eru þau orð. Staðan í ensku deildarkeppn- inni í knattspyrr.u eftir leikina si. laugardag: 1. deild Liverpool 10 7 1 2 17:5 15 Sheffield W. 10 6 2 2 18:14 14 Arsenal 10 6 1 3 18:10 13 Tottenham 10 6 1 3 19:18 13 Manchester U. 9 6 4 1 15:11 12 Nottm, Forest 10 5 1 4 20:12 11 Manchester C 10 5 1 4 19:13 11 Southampton 10 : i 4 10:8 11 Burnley 10 4 2 4 23:18 10 Stoke City 10 3 4 3 14:13 10 Wolverhampt. 10 4 2 4 19:22 10 Newcastle 10 4 2 4 16:20 10 Everton 10 4 1 5 13:10 9 West Ham 10 3 2 5 20:21 8 Coventry 10 2 4 4 17:21 8 West Br. 10 3 2 5 16:20 8 Sunderland 10 3 2 5 11:18 8 Cheisea 10 2 4 4 14:24 8 Fulham 10 3 1 6 11:21 7 Sheffield Utd. 10 2 1 7 15:19 5 Leicester 10 2 1 7 15:19 5 2. deild Crystal Palace 10 7 2 1 19: 6 16 Blackpool 10 7 2 1 17: 8 16 Q.P.R. 10 7 1 2 18: 6 15 Portsmouth 9 6 3 0 19: 8 15 Derby County 10 7 0 3 22:11 14 Blacburn 10 6 2 2 13: 7 14 Ipswich 10 4 5 1 17: 6 13 Birmingham 10 4 4 2 24:12 12 Millwall 10 3 5 2 13:10 11 rPeston 10 4 2 4 10: 9 10 Carlisle 10 4 2 4 14:13 10 Bolton 10 4 1 5 12:15 9 Norwich 10 4 1 5 12:15 9 Huddersfield 10 3 2 5 14:20 8 Cardiff 10 2 3 5 15:22 7 Charlton 9 2 3 4 8:13 7 Middlesbr. 10 1 5 4 7:10 7 Aston Villa 10 2 1 7 7:16 5 Rotherham 10 2 1 7 11:26 5 Bristol C. 10 1 3 6 10:23 5 Hull City 10 1 3 6 10:24 5 Plymouth 10 2 1 7 6:10 5 3. deild (Efstu og neðstu liðin). Torquay 9 5 4 0 11: 5 14 Petersborough 10 6 2 2 20:13 14 Reading 9 5 2 2 17:11 12 Walsall 9 5 2 2 17:11 12 Colchester 10 4 4 2 15:15 12 Northampton 9 2 3 4 11:14 7 Bristol Rovers 10 2 3 5 10:18 7 Orient 9 1 3 5 7:17 5 Oldham 9 1 2 6 9:15 4 í Skotlandi eru Rangers efst- ir í 1. deild á markahlutfalli yfir Hibernian. Bæði liðin hafa hlotið 7 stig í 4 leikjum. Airdrie og Kílmarnock hafa 6 stig hvort. Neðst eru Motherwell með 1 stig og Patrick ekkert. í 2. deild er St. Mirren efst með 1 3stig í 8 leikjum. Queen of the South hefur 11 og Ar- broath 10 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.