Morgunblaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1967
5
Gulrófur eru bragðgóðar og liollar.
ekki gulrófunum
Þetta er gott og blessað, en
ekki má gleytna „sítrónum“
norðlægra landa, gulrófunum
fjörefnaríku og Ijúffengu, sem
þrífast ágætlega á íslandi. Hráar
gulrófur hafa jafnan þótt mesta
sælgæti; börn og unglingar
horfðu löngunarfullum augum
inn í rófnagarðana og báðu oft
um rófur til að naga, iikt og
börn erlendis ásælast epli.
Þetta var ágætt. gulrófur eru
olíkt hollara sælgæti, en súkku-
'aðibitar og brjóstsykur. — Kál
maðkurinn olli því að ræktun
og neyzla gulrófna minnkaði
mjög um Skeið. En nú eru menn
komnir á lag með að verja þær
fyrir maðkinum og er hægt að
framleiða nóg af gulrófum í
landinu. En á mörgum heimil-
um þekkjast þær varla lengur
— og má ekki svo til ganga.
Matneiðslukonur þurfa að
kynna gulrófurnar og mat-
reiðslu þeirra að nýju — og
húsmæður þurfa að hagnýta sér
þennan ágæta mat. Rifnar gul-
rófur ,t.d. blandaðar sítrónu-
safa, eru mesta sælgæti og þær
eru ágætar í ýms hrásalöt. Flest
um þykja soðnar rófur góðar
með kjöti og fiski og í súpur
og búðina. Munið að gulrófur
eru sérlega góðir C fjörefnis-
gjafar. Hið háa C fjörefnisinni-
hald veldur 'þvi, að þær eru
sérlega eftirsóknarverður mat-
ur — og vitað er að gulrófur
halda lengi C fjörefni sínu í
geymslu og það tapast fremur
lítið við suðu. Talið er að 100
gr. af hráum róíum geri meira
en að fullnægja dagskammti
þeim, sem krafist er hér á landi
— svo vel sé fyrir C fjörefnis-
þörfinni séð. — „Éttu tanniburst-
ann þinn“ er kiörorð vestan
hafs. Er þá átt við það, að epli
gulrófur og gulrætur séu holl-
ar og hreinsi tennurnar prýði-
lega ef þeirra er neytt hrérra.
Ingólfur Davíðsson.
r----------------—
IVSálve?kaupp-
boð 12. okt.
Ánægjuleg ferð æskulýösráða
Reykjavíkur og Kópavogs
í ÁGÚSTMÁNITÐI s.l. efndu
æskulýðsráðin í Reykjavík og
Kópavogi til utanlandsferðar
með hóp af ungu fólki, sem á
ýmsan hátt hefur tekið þátt í
starfsemi æskulýðsráðanna und-
anfarin ár.
Flogið var með hinni nýju
þotu Flugfélags íslands til Osló,
og þar dvalizt í tvo daga. Frá
Osló var síðan flogið til Kaup-
mannahafnar með 5 daga við-
dvöl, en síðan farið með járn-
brautarlest til Neibull í
Schleswig-Holstein.
Þar tók á móti hópnum æsku-
lýðssamband Suður Tondern, en
hópur æskufólks frá þeim hafði
á síðasta ári notið fyrirgreiðslu
Æskulýðsráðs Reykjavikur og
Kópavogs hér á landi.
Borgarstjórn Neibull tók op-
inlberlega á móti hópnum í ráð-
húsi borgarinnar, en í Neibull
dvaldi hópurinn í tvo daga, og
fór þaðan í hringferð um norð-
unhluta Schleswig-Holstein.
Frá Neibull var haldið til bað-
strandar eyjunnar Sylt, en síðan
efnt til sameiginlegrar ferðar
með ungu þýzku fólki til Berlín-
ar í boði æskulýðssamibands
Vestur-Berlínar. Tók sú ferð 8
daga, og var hin fróðlegasta.
Komið var bæði í Austur- og
Vestur-Berlín. Frá Berlín var
haldið til baka til Sylt, en þar
var hópurinn kvaddur af bong-
stjórn Westerland og ráðamönn-
um héraðsins.
í þessum utanfarahóp var
mikið af góðum skemmtikröft-
um, og kom.u þeir fram bæði í
Kaupmannahöfn og víða í
Þýzkalandi. Þátttakendur ferð-
arinnar voru alls 26, en farar-
stjórn önnuðust framkvæmda-
stjórar ráðanna, þeir Reynir G.
Karlsson og Sigurjón Ingi Hilar-
íusson, þar að auki Keti.ll Larsen,
form Leikhúss Æskunnar.
Mi.kill áhugi er fyrir þvi hjá
Æskulýðsráði Schleswig-Hol-
stein að koma á föstum árlegum
kynnisferðum - ungs fólks og
æskulýðsleiðtoga milli landanna.
Gleymið
í BÚÐARGLrUGGUM matvöru-
verzlana, sjást jafnan útlendir
ávextir, t.d. epli, appelsínur og
bananar. Tómatar gróðurhús-
anna fást nær allt sumarið og
gúrkur sömuleiðis.
Áttatíu órn
aimælisrit KEA
HINN 19. júni sl. varð Kaupfé-
lag Eyfirðingia 80 ára. í tilefni
þess hefu.r félagið gefið út glæsi-
legit afmaaliisiriiti, 145 síð.ur að
stærð, prýtt fjölda mynida og
Riitið er prentað í Prentverki
Odds Björnssonar.
Efnisyfiriliit ritsins er: Sög.u-
áig.rip, Félagið í bæ og by.ggð,
Þjón.uistudeildir, Söludeildir,
Framileiðsl.udeildir, Ýmsar deild-
i,r, Eiignir féla,g,sinis, Saimeignar-
fyrÍTtæki með SÍS, Útilbú og
sta nfsm annat ail, a uk inngangs-
orða og lokaorða.
Úr vefnaðarvörudeild KEA.
litmynda, ásamt söguágripi, sem
ekiki snertir einasta sög.u féla'gs-
ins, 'heldur og verzlumarháttu á
Mið-Norðurlandi í meira en
hálfa öld.
Texta ritsims hefur Árni Krist-
jánsson séð um, Ijósmyndir
Gunnla.ugiu.r P. Kristinsson og
sikipulaig og útlitsteiknimgar
Kristján Kristjánsson. Mymda.-
mót enu gerð í Kaupmanimaihöfn.
Ritgerðarsam-
keppni um
Sovétríkin
50 ára
KINS og áður hefur verið skýrt
frá efnir félagið MÍR til rit-
gerðasamkeppni meðal mennta-
skólanema um Sovétríkin
fimmtug. Frestur til að skila
ritgerðum var útrunninn 1. októ
ber, en nú hefur verið ákveðið
að framlengja hann til 15. þ.m.
vegna óska þeirra, sem enn hafa
ekki Lokið við ritsmíðar sínar.
Skrifstofa MÍR, Þingholtsstræii
27, gefur allar upplýsingar um
samkeppnina.
(Fná MÍR).
FYRSTA málverkauppboð
Sigurðar Benediktssonar,
listaverka- og bókauppboðs-
haldara, mun fara fram á
Hótel Sögu 12. okt. n.k. Að-
spurður sagði Sigurður í gær,
að hann væri búinn að fá
töluvert af goðum málverk-
um til að selja á uppboði
þessu. — Ekki get ég þó sagt
hvaða málverk verða þarna
seld, sagði Sigurður, — þar
sem fólki gefst enn tækifæri
til að koma með málverk til
að láta selja á þessu upp-
boði, eða til vikuloka.
AUGLYSIHGAR
SÍMI SS*4*8Q
TOYOTA C0R0NA
TOYOTA CORONA er bíll í gæðaflokki, sem hvarvetna hef-
ur .hlotið frábæra dóma fyrir ökuhæfni og traustleika
Byggður á sterkri grind, með 4ra cylindra 74 ha. vél — Við-
bragðsfljótur. — Nær 80 km. hraða á 12 sek.
Hagstætt verð
Innifalið í verði m.a.: Riðstraumsrafall (Alternator). Toyota
ryðvörn, rafmagnsrúðusprautur, fóðrað mælaborð, tvöföld
aðalljós, þykk teppi, kraftmikil tveggja hraða miðstöð, bakk-
ljós, sjálfvirkt innsog, verkfærataska o.fl.
Tryggið yður Toyota
Japanska Bifreiðasalan hf.
Ármúla 7. — Sími 34470 og 82940.