Morgunblaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1967 MAGIMÚSAR SKIPHOLTi 21 5ÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötu 103. Simi eftir (okun 31160. LBTLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætl teigugjald. Bensín innifalið - leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. LPÆlL/lffmF RAUÐARARSTÍG 31 SlMI 22022 flesl til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Ctvarps- og sjónvarpstæki Hatmagnsvlruhúððn sf Suðuriandsbraut 12. Simi 81670 «.næg bílastæði) AU-ÐVITAÐ ALLTAF Foreldrar! Þið berið ábyrgðina! G. G. J. skrifar undir cnfangreindri fyrirsögn ,og hann hefur einnig sett millifyrir- sagnirnar í bréf sitt: „Venj'ulega er það tvisvar á ári, sem drengir í Reykjavík fara að „leika“ sér að bogum og örvum. Ég hef „leika“ inn- an tilvitnunarmerkja, því að þessi leikur hefur valdið svo mörgum börnuim kvalafullum slysum og jafnvel blindu alla ævi. Ég skil ekki þá foreldra, sem láta afskiptalaus, að börn þeirra séu að skjóta örvum af boga. Nú undanfarna daga hef ég séð unga drengi (allt niður í óvita) í altfjölmennum hóp- um skjóta örvum hver að öðnum; stundum er skotið blint inn í barnahópinn. Vítið þið ekki, reykvísku foreldrar, gð þið eruð lagalega ábyrg fyrir þeim hræðilegu slysum, sern þessi bogaskot geta valdið? Fyrir utan slys og óhamingju ,sem bogaskot bama ykkar hafa haft í för með sér, verðið þið að greiða skaðabætur og örkumlabætur um langan eða allan aldur til þeirra ,sem slasast. Örvar og bogar óleyfileg „leikföng“ Bannað er í lögreglusam þykktinni að leika sér með boga og örvar. Samt má sjá stóra drengjahópa ganga um með þessi hættulegu „leik- föng“, flest heimatilbúin ,en sum virðast keypt (líklega er- lendis?). Drengirnir vita aldrei með vissu, hvar örina ber niður, og því verða hin sorglegu slys. Ævilöng blinda Ég skrifa þessi viðvörunar- orð, af því að ég var einu sinni fyrir mörgum árum vitni að því, hvernig lítil og „sak- leysisleg“ píla lenti í auga lítils drengs. Hann missti strax sjónina á því auga, og nokkru síðar missti hann sjónina á hinu auganu. Hann hefur ekki séð blessað dagsljósið, síðan hann var sex ára gamall. Hvaða faðir og hvaða móðir vill bera ábyrgð á því, að son- ur þeirra valdi öðru barni slíkri óhamingju? Góðir foreldrar, takið bog- ana og örvarnar af börnum ykkar, um leið og þið leiðið þeim fyrir sjónir, hve háska- leg verkfæri eða réttara sagt vopn þetta eru. Lögreglan í Reykjavík mætti líka vera röggsamari við að gera þessa hluti upptæka. — Grjótkast barna er svo önnur saga, en einkennilegt er að sjá mæður og feður láta það afskiptalaust, þegar börn þeirra kasta grjóti á milli sín. - G. G. J.“. Húsvitjanir barnalækna „Þrúða“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Hvernig skyldi standa á því, að ekki er nokkur leið til þess að fá barnalækna í heimahús? Fyrir nokkru veiktist barn hér á heimilinu (á öðru ári). Á öðrum eða þriðja degi var fyrst hringt til læknis. Aldrei tókst að ná sambandi við hann persónulega, en símastúlka tók niður skilaboð (lauslega sjúk- dómslýsingu). Hún skilaði því svo til baka ,að við skyldum fylgjast með hitanum í barn- inu. Næsta dag hringdum við aftur, og var þá sagt, að barna- læknar mættu yfirleitt ekki vera að því að fara í húsvitj- anir, en velkomið væri að koma með barnið í lækninga- stofu á auglýstum tíma. Þriðja daginn hringdum við til tveggja barnalækna, en hvor- ugur vildi koma, enda var hit- inn í barninu ekki mjög hár. Fjórða daginn fórum við loks með barnið í leigubíl til lækn- ingastofunnar og settumst þar inn með það. Læknirinn þurfti ekki að líta nema lauslega á barnið, sem orðið var fársjúkt, áður en hann sagði: „Það þarf að fá pláss á sjúkrahúsi strax“. Læknirinn reynd'ist okkur síðan vel við að útvega plássið og lækna barnið. Hef ég ekkert undan því að kvarta. En hvernig stendur á því í þessu mikla velmegunarríki okkar, að ekki virðist hægt að fá lækna til að húsvita? Það gengur nærri manni að þurfa að fara með mikið veikt barn í leigubíl og setjast með það inn í þéttsetna biðstofu. Ég er ekki gömul, en þó raan ég það frá bernskuárum mínum, að um leið og eittbvað amaði að okkur krökkunum, kom barna læ'knir heimilisins í heimsókn. — Heimilislækr.irinn var svo handa fullorðna fólkinu, og hann var e.k. heimilisvinur (þótt ekki væri meira um sjúk dóma á mínu fjölmenna bernskuheimili en gengur og gerist), sem kom jafnan um leið og hans var þörf. Nú skilst mér, að sama sagan sé orðin með þá og barnalæknana: Þeir fáist alls ekki til þess að hús- vitja. Hvernig stendur á þessu, og er ekki einhvern veginn hægt að kippa þessu í lag? Þrúða“. ■jc Góðgæti í matstofu náttúrulækninga- manna Borgari i Reykjavík skrifar: „Það er nokkurt vandamál fyrir æði marga, sem neyta að jafnaði matar á heimilum sín- um, ef þeir þurfa að bregða þar út af einstaka sinnum, og fá góðan, lystugan mat og hæfi lega ódýran í veitingahúsum borgarinnar. Þetta hlýtur að vera stöðugt vandamál fyrir fjölda einhleypra manna. f fyrra stóð svo á, að ég þurfti að ljúka skjótt ákveðnu verki með húsbónda mínum, og við gátum ekki eytt mikl- um tíma til snæðings. Stakk hann þá upp á þvi, að við fær- um í matsölu Náttúmlækninga- fél. fslands í Hotel Skjaldbreið, en þar var hann áður kunnug- ur, en ég vissi naumast, að staðurinn væri til. Mér varð um og ó að fara í „Grasið“, en lét til leiðast. Er þar skemmst af að segja, að ég varð í senn undrandi og ánægður með máltíðina. Hún var fjölbreýtt, afbragðsgóð og hræódýr. Öll framreiðsla var þægileg og fábrotin og fljót, og staðurinn sjálfur unaðslega hljóðlátur og hreinlátup; þar er ekkert útvarp og reykingar bannaðar. (Ég er sjálfur mikill reykingamaður.) Við höfum síðan farið á stað inn oftar saman, og í s-umar, er við hjónin vorum tvö í kot- inu fáeina daga, neyttum við máltíða annað veifið á þess- um ágæta stað með mi'killi ánægju. ÍC Fordómar og öfga- áróður spilla fyrir En það hefir vakið athygli mína, að staðurinn er engan veginn fjölsóttur. Ég get vart undrazt það, þar sem ég vissi naumast um tilvist hans til skamms tíma. Stafar það vafa- laust af því að nokkru, að hann virðist ekki vera auglýst ur, a.m.k. ekki á áberandi hátt. Einnig er mér ekki grunlaust um, að fordómum megi um kenna og einnig því, hvernig þeir N.L.F.f.-menn hafa hagað áróðri sínu-m fyrir grænmetis- áti og áti annars matar, sem þeir telja öðrum fremur holl- an. Hefir mér oft virzt vera á honum nokkur öfgablær, eins og vill verða hjá t.d. góðtempl urum, þeirra stefna sé hin eina rétt og hrein sáluhjálparat- riði. Slíkt orkar oft illa á fjölda manna og vekur andúð þeirra á málefninu, þctt það annars hafi á sér margar ágætar hlið- ar. Nú ætla ég ekki að taka neina afstöðu til hollustu grænmetis og annarra rétta, sem N.L.F.Í.-menn leggja áherzlu á að menn neyti, enda er ég rammasta fisk- og kjöt- æta. En ég vil ekki láta hjá líða að vekja athygli manna á þessum fágæta ágætisstað. Þar geta menn við góðar aðstæður neytt ótrúlega fjölbreyttra og góðra máltíða, sem eru svo ódýrar, að ég undrast verðið miðað við magn og gæði og fæ vart skilið, að þarna sé um annað en góðgerðastarfsemi að ræða. Jafnframt undrast ég, að starfsemin skuli ekki fyrir löngu vera búin að sprengja utan af sér hið litla húsnæði, sem hún hefir til umráða. Ég vil sem sagt aðeins benda þeim mönnum, sem eins stendur á fyrir og mér, eins og áður er rakið, að reyna þennan prýðilega stað, og hinu sama beini ég til lausamanna, sem ekki hafa fiölskyldu og heimili til að halla sér að. Þetta er hér sagt alveg án mats á hollustu þess matar, sem við neytum að jafnaði og er alls engin hvatning til ákveðins mataræðis. Þótt ég efist ekki um hollustu þess matar, sem fram er reiddur í matstofu N.L.F.f. Hér er aðeins ábend- ing til fólks um að neyta góðr- ar ódýrrar roáltíðar. Þegar því hentar." AUGIYSIHGAR SÍIVII 22.4.80 Borðstofusett Eik — tekk — palisander Einnig stakir skápar stök borð og margar gerðir af stólum. Húsgögn á 1000 ferm. Útstilling á 2. hæð. r>a Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.