Morgunblaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1967
Eiríkur Jónsson
Íárnsmiður 85 ára
í DAG er 85 ára Eiríkur Jóns-
son járnsmiður, Starfiaga 14. Þar
sem málið er mér að nokkru
skylt ákvað ég að rita nokkur orð
um þenn^n aldraða heiðurs-
mann.
Eiríkur Jónsson fæddist að
Kekkmúpi í V-Skaftafellssýslu
5. október 1882. Var hann einka-
barn hjónanna Jóns Páilssonar
búanda að Keldunúpi og Helgu
Eiríksdóttur. Eiríkur ólst upp í
föðurhúsum, en snemma stefndi
hugur hans til náms og árið
1908 kom hann til Reykjavíkur
og 'hóf nám í járnsmíði hjá Krist
Rolsýn hl.
Njálsgötu 22 - Sími 21766
fslendingar, ef því er að skipta.
Eiríkur er trúr skoðunum sínum
og hugsjónum, þótt eigi vilji
hann þröngva þeim upp á aðra.
Þótt elli kerling hafi lagt
mörk sín á Eirík Jónsson, á hann
gnótt af góðu skapi og hjarta-
gæðin eru ávallt söm. Heyrn
hans hefur hrakað nokkuð hin
síðari ár svo og sjóninni, en
ávallt er Eiríkur sama prúð-
mennið og góðmennið.
Hann á nú að baki langan
vinnudag, lengri en flestir aðrir
er náð hafa hans aldri, og dvel-
ur hann nú við ástúð og um-
byggju fjölskyildu sinnar að
Starhaga 14.
Ég á Eiríki að þakka margar
bjartar og fagrar endurminning-
ar úr æsku minni og uppvaxtar-
árum og á ég því enga ósk heit-
ari honum til handa en að elli
’hans megi verða björt og laus
við krankleika og kvöl.
Eiríkur minn, ég óska þér
hjartanlega til hamingju með
daginn.
Lifðu heill.
Villi.
jáni Kristjánssyini þáverandi
járnsmið hér í bæ. Er hann hafði
íokið iðnnáminu vann hann um
skeið hjá meistara sínum en þar
eftir var hann um tíma við brú-
arsmíðar. Er brúarsmíðum hans
lauk réðst hann til Hafnar-
smiðjunnar í Reykjavík. Ber það
glöggt vitni elju og þrautseigju
Eiríks að hjá Hafnarsmiðjunni
starfaði hann um hálfrar aldar
skeið og l'ét af störfum fyrir
u.þ.b. tveim árum, þá kominn
yfir áttrætt.
21. nóv. 1914 kvæntist Eiríkur
Maríu Bjarnadóttur frá Mosum
í Síðu, góðri konu og gegnri og
öðlaðist Eiríkiur þá tryggan og
verðugan lífsförunaut. María
lézt 16. sept. 1964 ag sá Eiríkur
þá á bak eiginkonu sinni eftir
fimmtíu ára sambúð. Þau eign-
uðust 3 börn: Helgu Sigríði,
Rannveigu sem dó barnung og
Jón. Helga er gift Guðmundi
Jónssyni starfsmanni Rafmangs-
veitu Reykjavíkur og hefur Ei-
ríkur ávallt átt með þeim sam-
eiginlegt heimili og hefur sú sam
búð ávallt einkennzt af einstakri
samheldni og skilningi á báða
bóga. Hin síðari ár hefur sonur
Éiriks, Jón, einnig dvalizt hjá
þeim. Eiríkur á þrjár barna-
dætur: Maríu og Ingiibjörgu
Rannveigu dætur Helgu og Ás-
laugu dóttur Jóns.
Forlögin hög.uðu því þannig til
að um 18 ára skeið hef ég verið
náinn ný'býlingur Eiríks og
fjölskyldu hans. Þekki ég því
gjörLa hvern mann Eiríkur hef-
ur að geyma. Eiríkur Jónsson er
mikið ljúfmenni í umgengni og
kynnum og hjarta hans stórt og
gott. Hitt veit ég einnig að betra
mun að hafa hann með sér en
móti því hann getur verið harð-
ur í horn að taka, sem og allir
Kona óskast
til afgreiðslustarfa. Morgunvakt.
Upplýsingar á staðnum.
KJÖRBARINN, Lækjargötu 8.
Röskan og ábyggilegan
sendisvein vantar
okkur hálfan eða allan daginn.
Guðm. Guðmundsson & Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 14430.
Ungur piltur
með prófi frá Verzlunarskóla ísalnds óskar eftir
vel launuðu starfi. Margt kemur til greina. Tilboð
sendist Morgunblaðinu merkt: „5954“.
Síldarsöltunarstúlkur
Stöltunarstöðin Sólbrekka, Mjóafirði óskar eftir
söltunarstúlkum strax. Yfirbyggt söltunarplan,
fríar ferðir. Upplýsingar í síma 1976 Akranesi og
í síma 16391 Reykjavík.
Rösk og áreiðanleg
unglingsstúlka
óskast til starfa hjá útgáfufyrirtæki.
Upplýsingar í síma 18950.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs fer fram
nauðungaruppboð við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar
fimmtudaginn 12. október 1967 kl. 14.00. Verða
þar seldar eftirtaldar bifreiðar: G-3196, G-3807,
G-1800, G-1829, og G-2878.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Sigurður Hallur Stefánsson, ftr.
Síldarsöltun, mikil vinna
Söltunarstöðina Borgir vantar strax nokkrar góðar
síldarstúlkur til Raufarhafnar og síðar Seyðisfjarð-
ar, einnig unga reglusama pilta, til að salta.
Öll söltun fer fram í húsi. Fríar ferðir.
Nánari uppýsingar í símum 32799 og 22643.
JÓN Þ. ÁRNASON.
Söngfólk
Kór Hallgrímskirkju óskar eftir söngfólki. Uppl.
hjá söngstjóra í síma 17007 kl. 8—9 síðdegis.
Húshjálp
Kona óskast til heimilisstarfa hálfan daginn 2 daga
í viku. Upplýsingar Hvassaleiti 53 milli kl. 6 og 7
eftir hádegi.
Iðnaðarhúsnæði
Vantar 150 ferm. húsnæði fyrir léttan iðnað.
Tilboð sendist merkt: 3„6955 — 644“ Mbl.
Atvinna
Stór bókaútgáfa óskar eftir manni, karli eða konu
til skrifstofustarfa. Framtíðarmöguleikar. Góð ís-
lenzku- og bókhaldskunnátta æskileg. Nokkur
starfsreynsia æskileg, en ungur og áhugasamur
piltur kemur einnig til greina. Tilboð, með upp-
lýsingum, merkt: „5957“ sendist Mbl fyrir 17/10
eða sem fyrst.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu skattheimtumanns ríkissjóðs í Keflavík,
verða bifreiðarnar Ö-731, Ö-839, 0-1018, Ö-1097
seldar á opinberu uppboði sem haldið verður á
Vatnsnesvegi 33, Keflavík þriðjudaginn 10. októ-
ber næstkomandi kl. 14 eftir hádegi.
Keflavík, 3. október 1967.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Hjúkrunarkonur
Nokkrar hjúkrunarkonur óskast að lyflækninga-
deild Borgarspítalans í Fossvogi frá 15. nóv. n.k.
eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um stöðurnar
veitir forstöðukona spítalans í síma 41520.
Umsóknir um nám og fyrri störf sendist Sjúkra-
húsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni fyrir
15. október n.k.
Reykjavík, 3/10 1967.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Auglýsing
um lausar lögregluþjónsstöður
í Reykjavík
Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru
lausar til umsóknar.
Byrjunarlaun samkvæmt 13. flokki launakerfis
opinberra starfsmanna, auk 33% álags á nætur- og
helgidagavaktir.
Upplýsingar um starfið gefa yfirlögregluþjónar.
Umsóknarfrestur er til 15. október 1967.
Lögreglustjórinn í Reykjavík 3. október 1967.