Morgunblaðið - 05.10.1967, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKT. 1967
13
herra Rús'sa í Bonn, kom nýlega
frá Sovétríkjunum úr tveggja
mánaða orlofi án þess að hafa
meðferðis ný fyrirmseli frá
Moskvu þannig að viðræður
milli Vestur-Þjóðverja og Rússa
gætu hafizt, en við því hafði
fastlega verið búizt. Áður en
Zarapkin hélt í orlof sitt hafði
Brandt utanriikisTáðíherra af-
hent honum álitsgerð í 14 lið-
um, þar sem gerð var grein fyr
ir þeim málum, sem Bonn-
stjórnin hefði áhuga á að samið
yrði um. Vonbrigði Bonnstjórn-
ar voru því mikil, þegar Zarap-
kin sneri tómhentur til baka.
Jafnframt þessu hafa árásir
sovézkra blaða á stefnu Bonn-
stjórnarinnar aukizt um allan
helming, og á Allsherjarþing-
inu hefur Gromyko utanríkis-
ráðherra endurtekið allar
göihlu ásakanirnar í garð Vest-
ur-t>jóðverja, auk þess sem
hann hefur lagt til, að bæði
Austur- og Vestur-Þýzkaland
fái upptöku í SÞ.
Engu að síður bendir allt til
þess, að Kiesinger og Brandt
muni ótrauðir halda áfram
hinni sáttfúsu stefnu, sem þeir
hafa fylgt í garð Austur-Evrópu
ríikjanna. Um helgina var frá
því sikýrt, að Kiesingeir hefði
sagt í bréfi til Willy Stoph, for
sætisráðherra Austur-Þýzka-
lands að stjórn hans væri fús
að hefja beinar viðræður við
austuir-þýzku stjórnina til að
draga úr hinni mannlegu þján-
ingu er sikipting Þýzkalands
hefði í för með sér. Kiesinger
leggur til, að háttsettir fulltrú-
ar landanna ræðist við, annað
hvort í Bonn eða Austur-Berlín,
en Bonnstjórnin telur sig full-
trúa allrar þýzku þjóðarinnar
og hefúr aldrei áður stu.ngið
upp á viðræðum milli háttsettra
fulltrúa landanna og jafnve]
neitað að fallast á að lægra sett
ir fuiltrúar ræddust við.
Borgarsljórinn
í Vestur Beriín
segir af sér
HEINRICH Albertz, borgar-
stjóri í Vestur-Berlín, hefur
sagt af sér.i Albertz tóik við em-
bættinu fyrir aðeins tíu mán7
uðum, þegar Willy Brandt varð
utanríkisráðherra í Bonn-stjórn
inni. En þessi stutti tími hefur
verið stormasamur, ekki sízt
vegna þe,ss að Albertz hefur
þótt ráðríkur og éinþykikur.
Með lagni en um leið festu
tókst Brandt jafnan að brúa all
an ágreining í flokki jafnaðar-
manna í Vestur-Berlín. Síðan
Albertz tók yið hefur ágrein-
ingur vinstri og hægri manna i
flokknum komið æ betur í ljós
og stöðugt aukizt. Að lokum
varð hann að segja af sér, þar
sem báðir armar flokksins sner
ust gegn honum.
Erfiðleikar Albertz hófust fyr
ir alvöru í marz, þegar jafnað-
armenn biðu ósigur í börgar-
stjórnarkosningunum, sem þá
voru haldnar. Albertz átti í
mi'klum erfiðleikum með að
mynda nýja borgarstjórn og
varð að tryggja sér stuðning
frjálsra demókrata, en flokkur
hanis gat ekki sætt sig við þann
mann, sem Albertz vildi að val
inn yrði staðgengill sinn. Á
fiokksþinigi jafnaðarmanna í
Vestu.r-Berlín í maí sameinuð-
ust vin.stri og hægri armurinn
gegn Al'bertz, og síðan hefur
hann verið á stöðugu undan-
haldi.
Alvarlegar deilur risu síðan
upp vegna óerrða, sem brutust
út þegar Persakeisari kom í
heim.sókn til Vestur-Berlínar í
júníbyrjun. Einn maður beið
bana í átöikum stúdenta og lög-
reglu, og harðhent framkoma
Iögregluinnar sætti gagnrýni, en
Albertz varði hana. Þingnefnd,
sem sikipuð var til að ran.nsaka
málið, tók undir gagnrýni þá,
sem lögreglan hafði sætt, og
þess var krafizt, að „innanrík-
isráðherra" Vestur-Berlinar,
Wolfgang Biisch, segði af sér.
Fyrir hálfum mánuði sagði
Biisch síðan af sér, og lögreglu
stjórinn hefur einnig beðizt
lausnar. Albertz reyndd árang-
ur-slaust að ná samkomulagi um
nýjan innanrikisráðherra, en
þegar það tófcst ekki, varð hann
áð segja af sér.
Hin raunverulega orsöfc deil-
unnar er dýpri og á rót sína að
rekja tii ólíikra skoðana um hlut
verk Vestur-Berlínair í framtáð-
inni. Ýmsir vinstrisinnar vilja,
að Veistur-Berlín fylgi sjálfstæð-
ari stefnu, taki upp samvinnu
við Ulbricht-stjórnina í Austhr-
Þýzkala-ndi og geri sig óháðari
s'tjórninni i Bonn. Þes.sir menn
vilja, að Vestur-Berlín viður-
kenni í orði ef ekki á borði þá
kenningu kommúnista, að til
séu þrjú þýzk ríki — Austur-
Þýzkaland, Vestur-Þýzkaland
og Berlín, sem sé undiir vernd
bandamanna.
Við þetta bætast alvarlee
efnahagsleig vandamái. Síða-n
Berlínarmúrinn var reistur
1961 hefur verkamönnum í Vest
ur-Berlín fækkað um 80.000.
og ekki hefur tekizt sem skyldi
að laða ungt fólk til borgarinn
ar þrátt fyrir ákafar tilraunir.
Stöðnunin, í vestur-þýzkum
efnahagsmálum hefur dregið úr
eftirspurn eftir vörum frá Vest
ur-Berlín. Þriðji hve-r íbúi Vest
ur-Berlínar er á eftirlaunum,
en aðeins fimmti hver í sam-
bandslýðveldinu,
Rilhöfundum
úlskúfað í
T ékkóslóvakíu
STJÓRNIN í Tékikósl'óvakíiu hef
ur látið til skara-r skríða gegn
ndbkru.m helztú rithöfundum
landsins. Þrír rithöfundax hafa
verið reknir úr kommúnista-
flokknum fyrir „pólitísk mis-
tök“. Athygli vekur, að þeir enu
allir Slóvakar, en Slóvakar
hafa verið háværastir í kröfun-
um um frjálsari stjórnarhætti.
Fjórði rithöfundurinn, Jan Pro-
hazka, hefu.r verið rekinn úr
flokknum, en virðist þó fá að
halda flokksskírteininu.
Þá hefur málga.gn frelsishreyf
ingar menntamanna í Slóvak-
íu, bókmenntatímaritið „Litter-
ary Noviny“ í Bratislava, verið
sett beint undir stjórn menn-
ingar- og upplýsinigamálaráðu-
n-ey t i s i n s (á ró ð ursmál ar á ðu n ey t
isins) í Prag. ítrekaðar ti'lraun-
ir stjórnarvalda 'til að fá rit-
stjóra tímaritsin.s til þess að
breyta . um stefnu og styðja
stjórnina eða að minnsta kosti
hallmæla henni ekki hafa farið
út um þúfu-r. Ritstjórarnir hafa
setið fastir við sinn keip, þótt
ýmsir áhrifamiklir menn hafi
neyðzt til að hætta að sikrifa
greinar í blaðið „Litterary Nov-
iny“ er eina læsilega og opin-
skáa ritið sem gefið er út í
Tékkóslóvakíu. Áhrifa þess gæt
ir um allt landið og langt út
fyrir þann þrönga hóp manna,
sem eru áskrifendur að tímarit
inu.
Leiðtogar tékknesku stjómar
innar, Antonin Novotny forseti,
sem jafnfremt ©r aðalritari
kommúnistaflokksinis, og Josef
Lenart forsætisráðherra hafa
aldrei sýnt minnsta skilning á
kröfium menntamanna um auk-
ið skoðanafrelsi, jafnivel þótt
kommúnistar hafi átt í hlut.
í síðasta mánuði fór tékkneski
rithöfundurinn og kommúnist-
inn Mnacko til ísrael og ákvað
að halda þar kyrru fyrir til að
leggja áherzlu á cánægju sína
með stefnu kommúnistaríkjanna
gagnvart fsrael. Þessi ákvörðun
Mnackos var í raun og veru af-
leiðing átburða sem gerðust á
þingi, sem tékkneskir rit'höf-
undar héldu í sumar. Þar urðu
hinir kommúnistisku validhafar
að þola hörðustu gagnrýni, sem
fram hefur komið á opinberum
vettvangi í Austur-Evrópu. Rit-
höfundarnir gagnrýndu ekki að-
eins aðferðir stjórnarinnar held-
ur einnig yfirþyrmandi skort á
andlegu frelsi. Allir þessir gagni-
rýnendur stjórnarfarsins hafa
verið meðlimir kommúnista-
flokksins í fjölda ára og hingað
til samþykkt gerðir stjórnarinn-
ar. Þegar rithöfundarnir létu
ekki þar við sitja heldur tó-ku að
gagnrýna fordæmingar tékkn-
esku stjórnarinnar í garð ísra-
elsmanna fannst stjórninni að
mælirinn væri fullur.
Hárgreiðslustofa Kópavogs
tekur til starfa föstudaginn 6. október,
að Hrauntungu 31.
Pöntunum veitt móttaka í síma 41401.
VERIÐ VELKOMNAR.
HÚSBYGGJENDUR
Meiri tœkni - lœgra verð
Vegna tilkomu fullkomnustu véla, getum vér boðið lægra verð á
fataskápum. Lengdarmeter kostar nú kr. 6.500.— en kostaði
áður kr. 8.000.—. Einnig sólbekki frá kr. 230.00 lengdarmeter.
Ennfremur bjóðum vér fullakkaðar viðarþiljur tilbúnar til
uppsetningar frá kr. 420.— ferm.
MÍÐ ASTÖFAhf
RAGNARSSGN
OPIMUIVI Í DAG
nýja verziun á þremur hæðum ■ Austurstræti 10
H er raf ata verzlu n
Kvenna- og barnafatnaður, alls konar
Skófatnaður
IHikið vöruúrval
Góð þjónusta
.^•IÐUNN
--------
^ÁSTRÆTI