Morgunblaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDÁGUR 5. OKT. 1967
MAYSIE CREIG:
Læknirinn
og
dansmærin
eitt glas, sagði hún lokkandi —
Við vöktuim lengi frameftir í
nótt. Bonneau greifi og Timothy
Atwater voru hérna gestkam-
andi. Mér finns ég þurfi að fá
mér ofurlítinn strammara.
— Farðu- varlega í það, sagði
hann. — Það er einmitt morgun-
strammarinn, sem getur orðið
þér til falls. Nú ta!a ég eins og
læknir. Ef þér er sama, ætla ég
að fara upp fyrst og líta á hann
Dickíe.
Hún setti upp stút, en garði
það fallega. — Þú ert ekki sér-
lega altilegur. Þú gætir þó að
minnsta kosti séð af tímanum
fyrir eitt glas og skraf.
Hann forðaðist að líta á hana.
— Ég hef alltaf mikið að gera
á morgnana, frú Hennesy.
Hún yppti öxlum. — Þá verð
ég víst að vera góða barníð og
láta undan. Ég skal fara með
þér upp í leikstofua.
Þegar Marcel gekk inn í stof-
una, sá Yvonne, að hann leit á
hana rannsóknaraugum, og hjart
að í henni tók að slá örar.
— Þér eruð hress, ungfrú Jas-
on? sgaði hann kurteislega.
— Já, ágæt, Sellier læknir.
Fóturinn bagar mig ekkert leng-
ur.
— Ég verð al líta á hann áður
en ég fer. Það er að segja, ef frú
Hennesy hefur ekkert við það að
athuga.
Grace rak upp einhvern hræsni
hlátur, sem bar þess vott, að
henni væri ekkert um þetta.
— Um það hef ég ekkert at-
kvæði. Þér eruð læknirinn henn-
ar. Og þér mæltuð með henni
hingað.
— Víst gerði ég það, sagði
Marcel, — og ég vona, að þér
hafið ekki orðið fyrir neinum
vonbrigðum.
— Nei, ekki neinum vonbrigð-
um, saði Grace, en tónninn var
eitthvað rellulegur.
— Ég skal atJhuga yður, þegar
ég hef lokið við Dickie, ungfrú
Jason, sagði Marcel.
Grave var inni allan tímann
sem Marcel var að skoða Dickie.
Hann sagði, að hann væri stál-
hraustur, og ekkert væri að at-
huga við hálskirtlana í honum.
Grace virtist gröm og vonsvik-
in.
— Ég hef sjálf ekki verið vel
hress í seinfii tíð, sagði hún. —
Ég er hrædd um, að það sé
þetta gamla fyrir hjartanu. Vild
uð þér líta á mig líka?
Hún fór með hann inn í her-
bergið sitt. Hann athugaði hana
og sagði, að hún þyrfti ekkert að
hræðast í bili. — En þér megið
bara ekki oftaka yður á of-
mörgum samkvæmum. Það er
ekkert að yður núna, en það get-
ur orðið það, ef þér farið ekki
varlega.
— Ég lofa að vera sikilkkan-
leg. En ég hefði gott af því, ef
þér vilduð líta hingað til mín
öðru hvoru, Marcel — sem vinur.
— Ég hef nú takmarkaðan
tima, sagði hann. — Og auk þess
er unnustan mín, hún Alise, í
heimsókn eins og stendur.
Hún leit á hann glettnislega.
— Og eruð þér mjög skotinn í
henni.
— Vitanlega er ég það, svar-
aði hann.
Hún trúði honum ekki' en
hafði samt ekki orð á því.
— Þið frakkar giftist sjaldn-
ast af ást, er það? Venjulega er
það ákveðið af fjölskyldunni. 7g
svo síðar eruð þið konum ykkar
HiFi stereo sett
nýkomin
Verð kr. 11.840.-
HLJÓMUR
Skipholti 9 — Sími 10278.
Sími
21240
Lougavegi
170-172
HEIIDVIIIZLUNIN
HEKLA hf
árgerð 1968
Hann er ódýrastur allra gerða af Volks-
wagen — en jafnframt einhver só bezti,
sem hefur verið framleiddur.
Hann er búinn hinni viðurkenndu, niarg-
reyndu og næstum „ódrepandi" 1,2 lítra,
41.5 h.a. vél. I VW 1200 er: Endurbættur
afturós, sem er með meiri sporvídd — Al-
samhraðastilltur fjögurra hraða girkassi —
Vökva-bremsur.
Hann er búinn stillanlegum framsætum og
bökum — Sætin eru klædd þvottekta leð-
urliki — Piastklæðning í lofti — Gúmmí-
mottur á gólfum — Klæðning ó hliðum fót-
rýmis að framan — Rúðusprauta — Hita-
blóstur ó framrúðu á þrem stöðum — Tvær
hitalokur í fótarými að framan og tvær
aftur í — Festingar fyrir öryggisbelti.
Hann er með krómlista ó hliðum — Króm-
aða hjólkoppo, stuðara og dyrahandföng.
Með öllum þessum búnaði kostar hann að-
eins kr. 136.800,—.
Eins og við tókum fram
í upphafi, þó höfum við
aldrei fyrr getað boðið
jafn góðan Volkswagen,
fyrir jafn hagstætt verð.
KOMIÐ, SKOÐIÐ OG REYNSLUAKIÐ
Verð 136.800,— krónur
Við höfum aldrei fyrr getað boðið jafn
góðan Volkswagen fyrir jafn hagstætt verð
ótrúir. En kannski er það bezt
þannig.
Marcel svaraði þessu engu.
Þessi kona var of veraldarvön,
hún vissi ofmikið og hanna grun
aði ofmikið .
— Jæja, ég ætla þá að fara að
athuga fótinn á henni ungfrú
Jason, sagði hann.
Hún hneigði sig, háðslega. —
Ég vona, að henni verði meira
ágengt víð yður en mér hefur
orðið. En hvað takið þér annars
fyrir þessa rannsókn á mér?
— Hann nefndi upphæðina.
Hún tók upp budduna sína og
fleygði peningunum á borðið,
næstum hranalega. — Hérna eru
þá peningarnir yðar. Þér þurfið
ekki að setja þetta á reikning-
inn m.annsins míns.
Dökku augun í honum leiftr-
uðu. Hann var sýnilega reiður.
En hann rétti aðeins úr sér og
sagði: — Eins og þér óskið, frú
Hennesy. Svo tók hann pening-
ana á borðinu og bögglaði þeim
niður í vasa sinn. Sneri sér síð-
an við og sagði: — Sælir, frú
Hennesy. Síðan gekk hann út.
Hún beit á vörina og var næst
um að gráti komin. Hún vissi,
að hún hafði hagað sér ófyrir-
gefanlega, og að hann mundi
sennilega aldrei koma þarna
aftur. En þetta kæruleysi hans
hafði reynt svo mjög á taugarnar
í henni. Og afskiptaleysi gat hún
aldrei fyrirgefið nokkrum karl-
manni.
Marcei gekk eftir ganginum
og barði að dyrum í leikstof-
unni. Yvonne opnaði fyrir hon-
um. Hún gat strax séð, að hann
hafði eitihvað skipt skapi.
— Hvað er að, Marcel, spurði
hún hvasst.
— Ég býst ekki við að koma
hingað oftar, sagði hann. — En
úr því að ég er hérna, vildi ég
gjarna líta á fótinn á þér og sjá,
hvort hann er orðinn betri.
Hún sagði Dickie að fara að
leika sér úti í garði, en síðan
lagðist hún á legubekkinn og
sýndi honum fótinn.
— Hann er næsíurn orðinn góð
ur, sagði hann. — Eftir fáeinar
vikur geturðu farið að dansa
aftur. Og þá ætla ég að koma í
ilefni dagsins.
— Ætlarðu þá að koma með
Alise Dupont? spurði hún.
Hann sneri sér snöggt frá
henni. — Alise kemur ekki, sagði
hann. — Hún fer til Parísar eftir
fáa daga.
Röddin í henni var hikandi er
hún spurði: — Er allt óbreytt
hjá ykkur Alise? Ég á við: eruð
þið ennþá trúlofuð:
— Já, við Alise erum enn trú-
lofuð, sagði hann og var óþarf-
lega fljótiur að svara. En allt í
einu var eins og hann félli sam-
an, og sagði: — Þetta hefur verið
hábölvaður tími hjá mér, Yv-
onne.
Stúlka óskast
til skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta æskileg.
Tilboð merkt: „Vélritun — 665“ sendist Mbl.
sem fyrst.
3 dagar
eftir af rýmingarsölunni.
Verzlunin VERA
Laugavegi 48.
AÐALFUNDUR
,FJÖLNIS' FUS
Rangárvallasýslu verður haldinn í Hellu-
bíói laugardaginn 7. okt. nk. og hefst kl. 15.
D a g s k r á :
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kjör fulltrúa á 19. þing S.U.S.
STJÓRNIN.