Morgunblaðið - 06.10.1967, Page 14

Morgunblaðið - 06.10.1967, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1987 í 14 VID KVIKMYNDATÖKU Á MEÐALLANDSSANDI ÞAÐ var seint í ágústmánuði, sem ég rakst á Inga Hrafn Hauksson í miðbænum. Eins og kurteis maður spurði hann mig, hvað ég væri að gera um þær mundir. í>ví var fljótsvarað, og síðan innti ég eftir hans högum. „Ég er að vinna að kvikmynid", svaraði hann, og áður en hann gat sagt svo mikið sem „svei þér“, var ég búinn að draga hann inn í kaffihús og veiða upp úr honum alla sólarsöguna. Það kom upp úr kcifinu, að hann var að vinna að undirbún- ingi að auglýsingamynd fyrir Herradeild P&Ó. Kvikmyndatak an átti að fara fram á Meðal- landssandi einhvern tíma snemma í september. Þyrilvæng- ur, leikarar, bifreiðir og flugvél- ar áttu að vera með í spilinu svo að ég sagði: „Heyrðu, sennilega er bezt, að ég komi með til að allt fari skikkanlega fram“. Hann horfði á mig og sá, að ekki þýddi að malda í móinn, en sagði þó með vonarhreim: „Það verður farið af stað fyr- ir hádegi“. En ég sagðist ekkert hafa á móti gulli í mund, svo að hann lofaði því upp á æru og trú að láta mig vita daginn áður en lagt yrði af stað. Og fyrsta laugardaginn í septembermánuði kom kallið. Ingi sagðist mundu sækja mig um 8 leytið næsta morgun. Veðrið hefði ekki getað verið betra. Þegar ég leit út um glugg- ann um morguninn lá við, að ég hætti að sjá eftir að hafa ákveð- ið að slást í hópinn. Sólin skein glatt eins og ekkert væri hvers- dagslegra og hvergi sást ský- hnoðri á lofti, en ég hrökk fljót- lega upp úr þessum morg.un- þönkum, því að ég heyrði ekki betur en einhver væri byrjaður að brjóta upp útidyrnar. Grunur minn reyndist réttur, það var Ingi, sem hlakkaði yfir því, að hafa tækifæri til að svifta mig morgunsvefni. Ekki gafst mér tími til að brjóta föstuna, svo að ég fylgdist með honum út í leigu bifreið og settist inn. Þar hitti ég fyrir unga stúlku, Aðalbeiði Jóhannsdóttur, sem átti að gegna því hlutverki að vera ritari Inga í leiðangrinum, það er að segja, skrifa niður ýmis atriði varðandi myndatökuna. Ég bauð náttúrulega gúmorin og svo var ekið í loftinu vestur í bæ til að sækja aðalmanninn, Arnar Jóns- son leikara. Hann stóð á tröppunum og horfði til himins, þegar við stað- næmdumst við garðshliðið hjá honum. Hann settist inn í við hliðina á bílstjóranum og síðan var rætt um veðrið meðan ekið var til flugskýlis Andra Heið- bergs á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir utan 'skýlið stóð þyrlan og verið var að dæla benzíni í geyma hennar. Andfi Heiðberg skildi aðstoðarmenn sína tvo eftir við vélina og kom til móts við okkur. Þeir Ingi ræddust eitt hvað við en ég vappaði í kring- um furðufuglinn. „Andskota kornið, að ég láti narra mig upp í þetta apparat", hugsaði ég og var skapi næst að snúa heim á leið. „Sennilega er samt bezt, að ég láti kylfu ráða kasti og fari með, ef hitt fólkið er ennþá ákveðið“. Og eftir að við höfðum verið vigtuð, bað Andri okkur að setjast inn í þyrilvængjuna. Ingi, daman og undirritaður aft- ur í, og Arnar og Andri frammí. Við vorum öll kappklædd í peysum og úlpum, svo að í bak- sætinu var álíka rúmt um okk- ur eins og fíla í Volkswagen. Vélin var ræst og við spennt- um öryggisbeltin. Hávaðinn óx og það leið ekki á löngu, unz mér var ljóst, að ég var kominn hátt upp. Fyrir neðan sást yfir flugvöllinn og sjóinn og brá*t vorum við yfir Kópavogi. Þar var breytt um stefnu og flogið í austurátt. Ég gleymdi allri taugaveiklun og tók að njóta útsýnisins, þar sem landið lá fyrir neðan eins og útbreitt kort, að vísu án staðarnafna og lengdar- og breiddarbauga. Við flugum yfir Elliðavatn, sem endurkastaði sólargeislunum í allar áttir, yfir Lækjarbotna og Sandskeið og innan skamms vorum við komin upp að Hellisheiði, að Bolavöll- um fyrir neðan Kolviðarhól, þar sem sagt er að mannskæð orusta eigi að standa í framtíðinni. A leiðinni yfir heiðina var ég að velta því fyrir mér hvílíkt þarfaþing þessar þyrlur eru, það ætti að vera ein á hverju heim- ili. Eini ókosturinn fannst mér, hversu mikill vélargnýrinn er, en hann útilokar samræður að mestu leyti. Það var stórkostlegt, að fljúga fram af Kambabrún og sjá yfir Flóann og Ölvesið, sem Æri- Tobbi orti svo fallega um í eina tíð. Og áfram var haldið, unz við sáum yfir Hvolsvöll, en þar kvaðst Andri þurfa að lenda til að bæta benzíni á tanka vélar- innar, og í þeim töluðum orðum tók hann að lækka flugið, og við stefndum á grasflöt fyrir ut- an þjóðveginn. Þegar lent hafði verið var Andri skilinn eftir til að sjá um þyrluna, en við hin fórum í sjoppuna til að fá okk- ur morgunverð,- kók og prins- póló. Fólkið í plássinu virtist ekki gefa þyrilvængjunni mikinn gaum, enda var þetta ekki í fyrsta sinn, sem henni hafði ver- ið lent þarna. Eftir skamma viðdvöl vorum við aftur komin á loft og nú var stefnt inn yfir jökla. Sólin var komin hátt á loft, og það stirndi á snjóbreiðurnar og jökulsprung utnar voru barmafullar af myrkri. En það leið langur tími unz sandarnir opnuðust fyrir fram- an okkur og eins langt og augað eygði var ekkert nema flatn- eskjan, sandar og haf. Við sveimuðum dálitla stund yfir Meðallandssandi, og Ingi ákvað stað til myndatökunnar og setti á sig kennileiti. Næst var stefna tekin í norð- urátt að Kirkjubæjarklaustri, en þangað höfðu leiktjöld verið send með flutningabifreið. A Klaustri var snæddur há- degisverður, eftir að Ingi hafði komið leiktjöldunum á bíl og sent þau áleiðis niður á sand- inn. Eftir að hafa gætt okkur á lambasteik og sveskjugraut geng um við um staðinn og flatmög- uðum í sólskininu litla stund, því að okkur lá ekkert sérstak- lega á, bíllinn með tjöldin þurfti tíu sinnum lengri tíma en við til að komast á áfangastað. En nokkru eftir kl. 2 vorum við lent á Meðallandssandi og búið var að koma öllum útbún- aði fyrir. Þá hófst myndatakan. Fyrst þurfti Ingi að taka nokkur atr- iði úr þyrilvængjunni. Hurðin vinstra megin var tekin af og Ingi bundinn rammlega niður í sætið til þess að koma í veg fyr- ir slys. Og nú var komið að Arn- ari að vinna fyrir kaupinu sínu, og það gerði hann svo sannar- lega, því að þeir hafa verið ófáir kílómetrarnir, sem hann þurfti að hlaupa eða ganga á Meðallandssandi þann daginn. Þegar þessum fyrsta þætti myndat.ökunar var lokið og þyrlan setzt með þá Inga og Andra, kvaddi Andri okkur inn- virðulega, því að hann þurfti að snúa aftur til Reykjavíkur um daginn, og lofaði að senda aðra flugvél eftir okkur til Kirkju- Ingi Hrafn undirbýr næstu töku. Arnar Jónsson og Andri Heiðberg horfa úr þyrlunni yfir Með- allandssand í átt að Kirkjubæjarklaustri. Eftir hamskiptin. bæjarklausturs þá um kvöldið. En Arnar Jónsson hafði ekki aldeilis lo'kið ’hlutverki ysínu. Hann var á þönum fram og aft- ur, skipti um föt, andlitsfarðaði sig, greiddi sér og skipti um föt aftur. Sama hlutinn varð hann að gera hvað eftir annað, því að Ingi vildi vera öruggur um, að allt yrði eins og bezt gæti orðið. Það var nóg að gera allan dag- inn. Það hvessti þegar á leið og leiktjöldin áttu til að fjúka um koll, svo að það varð að setja þau upp oftar en einu sinni. Aðial'heiður skrifaði í belg og biðu ýmsar upplýsingar um tökur, sem Ingi kallaði til henn- ar og jafnvel undirritaður var á þönum sem aðstoðarmaður. En um síðir, þegar birtu var farið að bregða og orðið kalt í veðri, tilkynnti Ingi að mynda- tökunni væri lokið, og það þurfti ekki að segja okkur það tvísvar að taka saman dótið og setja það í sendiferðabílinn, sem hafði beðið okkar allan daginn. Arnari gafst nú tækifæri til að fara í sín eigin föt og kasta mæðinni. En ekki var allt búið enn. Á leiðinni til baka yfir sandinn varð Inga litið út um bílgluggann og hann kom auga á nokkra sandhóla vaxna mel- grasskúfum. Það var ekikert und- anfæri, Arnar varð að skipta um föt einu sinni enn og fara út í rokið. „Þetta er einmitt það, sem mig vantaði", tautaði Ingi um leið og hann setti upp myndavélina fyr- ir framan sandhólana. En allt tekur enda, og eftir stundarkorn vorum við aftur á leið að Klaustri, þar sem flug- vél frá Þyt beið okkar. Arnar lék við hvern s;nn fingur og kvað við rausit gamlar vísur á leiðinni. Það var orðið næstum al- dimmt, þegar við komum aftur að Kirkjubæjarklaustri og 2 dagar eftir af rýmingarsölunni. VERZLUNIN VERA, Laugavegi 48. höfðum komið okkur fyrir í vélinni, sem hafði beðið þar tals- verðan tíma. Á leiðinni til Reykjavíkur horfðum við á bláar útlínur hrikalegs landslags og á stöku stað sáust Ijós, þar sem bæir kúra undir fjöllum, en yfir höf- uðborginni var bjarmi af ótal rafljósum. Þegar ég kvaddi Inga og Ekki á Mallorku — á Meðallandssandi þakkaði honurn fyrir daginn, spurði ég hann, hvenær maður mætti búast við að sjá myndina. ,,Ég býst við, að hún verði fyrst sýnd í októberbyrjun í sjónvarpinu". „Hvað verður hún löng?“ „Hún verður innan við þrjátíu sekúndur". Það virðist ekki vera tekið út með sældinni, að búa til kvik- mynd. — Þráinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.