Morgunblaðið - 06.10.1967, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.10.1967, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1987 Útgefandi: Hf. Arvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði blnanlands. SAMEINUÐU ÞJÓÐ- IRNAR OG FRAM- í KVÆMDA VALDIÐ Dæða Emils Jónssonar, ut- anríkisráðherra, á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í fyrradag verðskuldar fyllstu athygli. Utanríkisráð- herra setti fram í ræðu þess- „ ari á afdráttarlausan og glögg an hátt afstöðu íslands til helztu deilumála á alþjóða- vettvangi um þessar mundir og er vissulega fengur að því, að afstaða íslands til hinna erfiðustu deilumála hefur verið rakin svo glögglega. Sérstaka athygli vekur sá kafli í ræðu Emils Jónssonar, þar sem rætt er um skort Sameinuðu þjóðanna á fram- kvæmdavaldi og samlíking hans við fyrstu ár íslands- byggðar. Utanríkisráðherra sagði m. a.: „Það virðist jafnan fara svo, bæði hjá samtökum og jafnvel einnig hjá þjóðum, að því aðeins eiga þau fyrir sér lífvænlega framtíð, að fram- kvæmdavaldið sé í lagi. «, Ég minnist í því sambandi míns eigin lands. Þar var lýð- ræðisríki stofnað fyrir 1000 árum rúmum, árið 930. Þjóð- þingið hafði löggjafarvald og dómsvald, en ekkert fram- kvæmdavald á vegum ríkis- ins var til. Gallarnir við þetta fyrir- • komulag sögðu fljótt til sín. Ættarhöfðingjar söfnuðu um sig liði, og sættu sig ekki við lýðræðislega uppkveðna dóma, heldur gripu til sinna ráða í skjóli þess valds, sem þeir höfðu á bak við sig, hver og einn. Framkvæmdavald skorti til þess að fylgja eftir löglegum samþykktum þings- ins. Niðurstaðan varð svo sú, að þetta þjóðskipulag leystist tiltölulega fljótt upp vegna innbyrðis deilna, og lokin urðu þau, að sjálfstæði þjóð- arinnar var að engu gert, og hún varð öðrum þjóðum háð um aldir. Sjálfsagt hefði saga þjóðar minnar orðið önnur, ef vald hefði verið til í land- inu, sem hefði getað komið í veg fyrir innbyrðis deilur og fylgt fram löglegum, lýðræð- islegum samþykktum þings- ’ ins. Ekki skorti þó fullkomna laga og dómaskipan. En því kemur mér þetta í hug, að mér virðist ástandið hjá Sameinuðu þjóðunum vera ekki ósvipað að þessu leyti, því sem var á íslandi fyrir 800—900 árum. Samein- uðu þjóðirnar gera ályktanir og framkvæmdastjórn þeirra ber fram tillögur, sem deilu- aðilar hafa að engu, og gæti því eins farið og ég hef nú lýst, að gerðist í fyrndinni á okkar landi.“ Það hefur komið æ betur í ljós í starfi Sameinuðu þjóð- anna, á undanförnum árum, að skortur þeirra á nauðsyn- legu valdi til þess að fylgja fram samþykktum sínum og ákvörðUnum, hefur orðið til þess að áhrifa hinna Samein- uðu þjóða gætir ekki sem skyldi við lausn alþjóðlegra deilumála. Óneitanlega eiga stórveldin hér töluverða sök, þau hafa einungis virt ákvarðanir og vilja Sameinuðu þjóðanna, ef það hefur verið þeim í hag, annars ekki. En frammi fyrir hinum alvarlegustu átökum hafa Sameinuðu þjóðirnar staðið áhrifalausar og mátt- lausar vegna þess, að þær hafa ekki haft aðstöðu til þess að fylgja vilja sínum fram. Þess vegna eru orð utanríkis- ráðherra íslands um þetta mál vissulega tímabær, og samlíking hans við atburði úr okkar eigin sögu mjög athygl- isverð. SMÁÞJÓÐIR OG FRIÐARGÆZLA TjU til vill eiga engar þjóðir heims jafn mikið undir því komið, að völd og áhrif Sameinuðu þjóðanna í al- þjóðadeilum aukist, og smá- þjóðirnar víðsvegar um heim. Stórþjóðirnar geta farið sínu fram, ef þeim bíður svo við að horfa en smáþjóðirnar ekki. í framhaldi af ummælum utanríkisráðherra íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, um skort á fram- kvæmdavaldi samtakanna hlýtur að vakna sú spurn- ing, hvort smáþjóðirnar eigi að leggja fram aukið fjár- magn til friðargæzlu á vegum þessara alþjóðasamtaka. Við íslendingar höfum t.d engin útgjöld af vörnum land ins eða öðrum herbúnaði og spurning er, hvort við eigum að bjóða fram aukna þátttöku í kostnaði við friðargæzlu Sameinuðu þjóðanna, að því tilskyldu, að aðrar smáþjóðir um heim allan geri slíkt hið sama og taki saman höndum um að efla framkvæmdavald þessara samtaka. Jafnframt er hugsanlegt, að slíkar frið- UTAN ÚR HEIMI Kemst Japan í röö vold- ugustu störveldanna? HVENÆR sem er getur þriðja stórveldið komið fram. Það er ekki víst að það verði sameinuð Vest- ur-Evrópa eða Kína, held- ur Japan. Þetta land, sem hefur um 100 mlHj. íbúa, vinnur þegar meira stál á hvem íbúa hlutfallslega en Bretland. Þar eru not- aðir fleiri rafeindaheilar en í nokkru öðru landi nema Bandaríkjunum. í Japan er smíðaður helm- ingur þeirra skipa, sem smiðuð eru í heiminum. Fjárfesting þar er helm- ingi meiri miðað við þjóð- arframleiðslu en í Bret- landi eða Bandaríkjunum og þjóðartekjur þess vaxa um fjórum sinnum hraðar. Herafli landsins er lítill og áhrif þess í heimsmál- um frá 1945 hafa verið næstum engin — þar til nú fyrir skömmu. Það er þessi undarlegi mun- ur efnahagslegs og pólitíisks mikilvægis, sem er orsök ferðalags japanska forsætis- ráðherrans, Eisaku Satos, um Asíu. Hann hóf ferð sína með því að fara til Fonmósu í byrj- un september og hann er bú- inn að heimsækja Burma, Malasíu, Singapore, Thailand og Laos. Nú í október mun hann fara til Indónesíu, Ástra líu, Nýja-Sjálands, Filipseyja og Suður-Víetnam. í nóvem- ber fer hann til Bandaríkj- anna. Enginn japanskur ieiðtogi hefur farið í jafn umfangs- mikil ferðalög til svo margra landa eftir styrjöldina eða reyndar nokkru sinni fyrr. Enda þótt það sé látið í ljós á allan hátt, að tilgangurinn með ferðalagi Satos sé í fyllsta máta vinsamlegur, þá beinir ferðalag hans engu að síður atíhygli manna að þeirri stað- reynd, að Japan stendur á mörkum þess að verða öflugt stórveldi. Þetta kann að skapa ótta á meðal nágranna Japans í Asíu með tilliti til þess, að saga Japans í hálfa öld fyrir 194!5 greinir frá slíkri árásar- tilhneigingu, að vel má jafna við feril Þjóðverja í Evrópu fram til 1945. Eftir heim- styrjöldina síðari hafa ríkis- stjórnir Japans verið næstum óeðlilega hikandi við að sýna Eisaku Sato, forsætisráðherra Japans. getu lands síns á alþjóðavett- vangi. Það hefur einnig verið þeim styrkur, að árið 1947, áð- ur en Bandaríkjamenn fóru að líta á Japan sem virki gegn kommúnismanum, sviptu þeir landið rétti til þess að hafa eigin her. Þetta hefur haft það í för með sér, að nú hefur Japan her, sem er um 250.000 mannis, og get- ur það ekki talizt mikið mið- að við svo fjölmenna þjóð. Það sem aftur á móti skap- ar ótta á meðal nágranna- ríkja Japans — einkum í hínni gömllu nýlendu þess, Suður-Kóreu — eru efna- hagslegir yfirburðir þess. Minni lönd Asíu hafa brýna þörf fyrir japanskt fjármagn, en óttast uim leið afleiðingarn- ar af því að fá það. Helzta ástæðan fyrir þessu á rót sína að rekja til tveggja þátta í efnahagsmálum Jap- ans heima fyrir. Hinn fyrri er sá, að með hverju ári eykst sá hluti þjóðartekna Japans, sem hinn fjármagnsfreki stóriðnaður þeirra aflar. Eins og sakir standa byggist þessi iðnaður að nokkru leyti á minni fyrirtækjum, sem fram leiða hluti, sem notaðir eru í stórframleiðslu stærri fyrir- fyrir þau að halda því áfram. Japönsku stórfyrirtækin hafa því hug á því nú að fá þessa smærri ihluti í framleiðslu sína frá öðrum löndum Suðaustur- Asíu og kunna því að stofna fyrirtæki þar í þessum til- gangi, sem verði í tengslum við móðurfyrirtæki sín. Með þessu kann hins vegar að fara svo, að Japanir verði ásakaðir um nýlendustefnu. Hin orsökin er sú, að Suð- austur-Asía er að verða mikil vægari útflutningsmarkaður fyrir hinar nýrri framleiðslu- vörur Japans en hinar eldri. Hvað snertir ýmsar tækni- vörur, er framleiðsla Japans enn á þroskastigi. Það er vit- að, að gæðiþessa varnings eru ekki hin sömu og sams konar varnings frá Bandaríkjunum og að hann er því ekki seljan- legur þar. Framleiðsla þessa varnings í Japans þarfnast nokkurs uppvaxtartíma og uppvaxtarmarkaða, og það er einmitt í þessu sambandi, sem möguleikarnir eru helzt fyrir hendi í Suðaustur-Asíu. Þetta allt hefur í för með sér nýja möguleika fyrir Japani, en einnig nýjar hætt- ur. Hingað til hafa þeir farið að líktog maður, sem forðast að falla niður úr ísnum, með því að stíga ekki út á hann. Japanir verða að geta sýnt fram á, að þegar þeir tala um samvinnu Asíuríkja, þá eigi þeir við annað en það, sem kom í ljós, að varð úr hinni svonéfndu „sameiginlegu vel- ferð“ Asíuríkja 1942,. „Sólin hons Kidds míns“ Eiginkonn hons komin frarn? argæzlusveitir yrðu að veru- legu leyti byggðar upp af þegnum smáþjóða, sem ekki eiga jafnmikilla og víðtækra hagsmuna að gæta og stór- þjóðirnar. Þessi hugmynd er vissu- lega þess verð, að hún verði athuguð gaumgæfrlega, því að ábyrgð smáþjóðanna er sízt minni á alþjóðavettvangi en hinna stærri og raunar eru smáþjóðirnar líklegri til þess að stuðla að friðsamlegu ástandi í heiminum en að minnsta kosti sumar stórþjóð- anna. Phioeni, Arizona, 4. okt., Ap. KONA nokkur, Elslie Demon- tollin að nafni, kom í dag fram í Kidð-réttarhöldunum írægu. Kidd hafði ánafnað' þeim, er sannað gæti ttlveiru sálarinnar 250.000 dölum. Dem ontollin kveðsít veiria eigin- kona Kidds, og á þar af leið- andi allan rétt á erfðafénu. Jaimeis Kidd var sérvitur námaimaður. sem hvarf fyrir 18 áruim upp í fjölluin, en þangað fór hann oft í gutlleit, að eigin sögn. DefnontoHim segir, að hún hafi átt barn með Kidd árið 1937 og þegar eftir fæðíngiu barnsins hafi Kidd yfirgefið sig, en komið til hennar á mánaðarfresti. f erfðaskrá sinini sagði Kidd, að hanm hefði aldrei verið kvæntur né ætti neina erf- ingja. Demontollin sagði fyrir réttinum, að Kidd hefði aldrei reynt neitt til að fá skilnað. Sagði hún, að hann hefði stundum sent henni peningia, en aldrei meira en 100 dali í einu. Rétturinn í Fhtaemix miuin gera út um þetta eim- kenniileiga erfðafjármál núna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.