Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967 21 — Menntunar- og íélagsnðstaðn verði bætt í dreiibýlinu — Víðtæbar skólarannsóhnir hefjist nú þegar Á AÐALFUNDT sínum óskar Heimdallur að koma eftirfarandi samþykktum um stjórnmálaviðhorfið á framfæri, en vísar að öðru leyti til stefnuskrár félagsins. Það sem virðist brýnast í þjóðmálum er að treysta efna- hagsgrundvöll útflutningsatvinnuveganna með aukinni tækni og fjölbreyttari framleiðsluvörum, öruggari markaðsaðstöðu og myndun varasjóða í góðæri til þess að jafna afkomuna frá ári til árs. Þótt sjávarútvegurinn muni framvegis vera lang- þýðingarmesta framleiðslugreinin, þá er mikil áhætta fólgin í því að treysta svo að segja eingöngu á sjávarafla til gjald- eyrisöflunar, vegna örðugrar markaðsaðstöðu, óstöðugs verð- lags og misjafnra aflabragða. Nauðsynlegt er því að halda áfram að vinna að stofnun nýrra útflutningsframleiðslu- greina og er ítrekaður stuðningur við nýtingu náttúruauð- linda, stóriðju og erlenda fjárfestingu hérlendis með þeim kjörum, sem eru aðgengileg fyrir íslendinga. Utanríkis- þjónustan verði endurskipulögð og verði megináherzla lögð á markaðsöflun og aðstoð við utanríkisverzlunina. Lýst er stuðningi við þá alhliða uppbyggingu atvinnulífs og þjónustu úti um landið, sem átt hefur sér stað s.l. tæpan áratug, sérstaklega er bent á þjóðhagslegt og félagslegt gildi greiðra samgangna um allt landið. Nauðsynlegt er að landið geti framleitt sem flestar landbúnaðarafurðir fyrir innan- landsmarkað, en útflutningur landbúnaðarafurða orkar tví- mælis og offramleiðsla og skortur skipulagningar er bæði landbúnaðinum og þjóðinni í heild til tjóns. Nauðsynlegt er að allir atvinnuvegir standi fjárhagslega á eigin fótum, enda geta opinberir styrkir til atvinnuvega til sjávar og sveita ekki verið nema til skamms tíma og miðast við óeðlilegt ástand, sem leitast er við að breyta. Bent er á nauðsyn þess að minnka verulega þann mun, sem er á menntunar- og félagsaðstöðu fólks, eftir því hvar það býr á landinu. Mikil breyting hefur átt sér stað í búsetu fólks um landið samfara breyttum atvinnuháttum. Fólk hefur flutt úr dreif- býli í þéttbýli, einkum hefur átt sér stað þéttbýlismyndun á Reykjavíkursvæðinu. Af þessari þróun hafa leitt mörg vanda- mál, ekki aðeins þar sem byggðin hefur gisnað, heldur miklu fremur, þar sem byggðin hefur þétzt. Þessu síðarnefnda — Tryggja verður Húsnæðismóla- stofnun ríkisins nægílegt fé — Útflutningur landbúnaðorafurða orknr tvímælis vandamáli, sem er nýtt hérlendis, hefur ríkisvaldið ekki sinnt sem skyldi, t d. húsnæðismálum og ýmsum félagslegum vandamálum, sem geta ekki talizt einangruð sveitarstjómar- vandamál í ljósi þessarar þróunar. Bent er á, að nú búa tæp- lega 70 af hundraði íslendinga í kaupstöðum, en rúmlega 60 af hundraði 1950. Þessi samanburður verður mun gleggri, ef teknar eru eldri tölur. Bent er á það mikla ósamræmi, sem er í tölu alþingis- manna Reykjavíkur og nágrannabyggðanna miðað við aðra landshluta. Á meðan ekki er úr bætt, er ekki hægt að segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins njóti lýðræðis á borð við aðra landsmenn. Úr þessu verður að bæta hið fyrsta og virðast ein- menningskjördæmi um allt land bezta lausnin á þessu máli. Áherzla er lögð á, að húsnæðismálin eru brýnustu hags- munamál unga. fólksins. í þeim málum er þörf stórátaks ,og vitnar félagið í fyrri samþykktir sínar um þau mál. En meðan skipulag þessara mála er með þeim hætti, er nú tíðkast, verður að tryggja að Húsnæðismálastofun ríkisins fái til með- ferðar nægilegt fé til þess að sinna öllum réttmætum um- sóknum. Endurskoða verður og efla skólakerfið og auka um mun fjárstuðning við háskólann, vísindi og tækni. Rannsóknir og ákvörðun um framtíðarskipan þessara mála má ekki dragast lengur, enda hefur seinagangur í þessum efnum þegar valdið þjóðhagslegu tjóni. Lögð er á það áherzla, að efnaleg velmegun er lítils virði, ef hér á landi er ekki fjölbreytt og þróttmikið nienningarlíf og starfsemi, sem allir geti notið sér til þroska og ánægju. Sjálfstæði og fullveldi íslands verður ekki trvggt, nema með vörnum með einhverjum hætti. Fyrirkomulag og styrk- leiki varnanna er hinsvegar matsatriði á hverjum tíma. Sam- eiginlegar varnir með vinaþjóð eða þjóðum er það fyrirkomu- lag, sem bezt hentar íslendingum, enda erum vi<* ekki sjálf- um okkur nógir á þessu sviði, vegna fjárskorts og mannfæðar. Óskhyggja ístöðulítilla aðila, sem halda öðru fram, er öryggis- lega hættuleg og fjárhagslega ábyrgðarlaus. íslendingum ber því eftir megni að stuðla að varnarsamvinnu lýðræðisþjóða við Norður Atlantshaf og vera hlekkur í slíku varnarsam- starfi. HEIMDALLUR er félag UNGA FÚLKSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.