Morgunblaðið - 14.10.1967, Page 10

Morgunblaðið - 14.10.1967, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967 Tyge Dahlgaard í viðtali: Fæstir munuU leika hetjur ef þaö kostaði þá peningaveskið BEETHOYEN á fullum krafti úr stereofóni. Ekta teppi. Málverk eftir Mo- gens Andersen. Flygill til yndis og afnota fyrir hús- bóndann sjálfan. Silfur frá Georg Jensen, einstakir hlutir sem sýndir eru með virðingu smekkmannsins. Bréf, símskeyti. Klapp á öxlina. „O, skítt með þá.“ Síminn hringir, enginn tek ur upp tólið. Ráðherrann fyrrverandi, en áfram núverandi sendiherra, rólegur, aflappaður, í kné- sokkum og innislopp, rauð- birkinn og kringluleitur og að því er virðist friðsemdar mað- ur. Þannig hitti danskur blaða- maður Thyge Dahlgaard fyrir á heimili hans á dögunum, er hann fór þangað og lagði fyrir hann nokkrar spurningar í tilefni þess, áð Jens Otto Krag, forsætisráðherra hafði vikið honum úr embætti. Við- talið fer hér á eftir lauslega þýtt. — Hvernig líður yður með sjálfum yður og pólitiskri sam vizku yðar eftir það sem gerzt hefur? — Ég hef frið í samvizku minni. Orsökín til að varð að reka mig var einfaldlega ótti Krags við vantrauststillögu. Þar af leiðandi hefðu komið kosningar — og ósigur. Eg tel þetta alrangt pólitískt mat. En það skiptir raunar ekki máli nú. — I yfirlýsingu yðar farið þér hörðum orðum um Per Hækkerup? — Per Hækkerup hefur tæp ast haft nokkur áhrif á brott- vikningu mína. Það var póli- tísk skoðun Krags, sem þar lá að baki. Ég hef nefnt Per Hækkerup í þessu sambandi til að varpa Ijósi á ákveðin grundvallaratriði í dönskum stjórnmálum, Hækkerup er gáfaður stjórnmálamaður, en hann svífst einskis — þetta er ekki níð, en kannski ekki fjarri því. Ég býst ekki við málshöfðun — og athugíð sömuleiðis, að Hækkerup hef- ur ekkert látið hafa eftir sér viðvíkiandi þessu máli. Þögn Hækkerups er áhrifamesta að- ferðin til að draga hulu gleymsk'unnar yfir leiðinlega hluti. — Hið kristna blóð, sem átti að úthella, var likast til blóð Hækkerups? — Kristið blóð er víst ekki sá blóðflokkur sem rennur í æðum Per Hækkerups. Ég vil ekki áð stjórnmál séu rekin með persónulegum svívirð- ingum. En ég legg áherzlu á að sú stjórnmálalega rudda- mennska, sem Hækkerup er fulltrúi fyrir, ætti að hverfa úr dönskum stjórnmóluim. Mér er hún að minnsta kosti framandi og óviðfelldin. Um nokkurra ára skeið hef ég haft tækifæri til að fvlgiast allnáið með amerískum stiórnmálum. Þau einkennast af málefna- leysi og miskunnarlausri valdabaráttu. Það er óæski- legt og varasamt að þessi stefna hefur öðlazt nokkuð fylgi hiá okkur. — Vel mætti líta á þessi orð yðar sem persónulegt níð. — A‘ð mínu viti alls ekki. Þetta er harður dómur um stjómmálamann. En ekki níð. — Lá meðvituð andúð yðar á ofannefndu að baki orðum yðar hjá Herning. og stúdent- unum? — Við getum víst látið það liggja milli hluta, sem ég sagði hjá Herning. Þar sagði ég ekki annað en það, að þegar vi‘ð viljum íhuga möguleika á að breyta stjórnmálaástandi í öðrum löndum en jafnframt gæta viðskiptalegra hagsmuna okkar sjálfra, verður að sýna ýtrustu varkárni. Ég hygg, að samstarfsmenn mínir í utan- ríkisráðuneytinu, sem við- staddir voru, gætu staðfest að ég ræddi utanríkisstefnu okk- ar af gætni og hófsemd. Um rökræður mínar og stúdent- anna gegnir öðru máli. Því að þær fóru fram í dagstofu. Og þá vildi ég sparka frá mér. — Og svo var yður sjálfum sparkað? — Já. Það, sem mér finnst óttalegast, er að hægt var a'ð víkja mér frá sem ráðherra fyrir að ræða við nokkra stúd enta. I því sambandi harma ég ejnnig, að stúdentarnir skyldu ekki óðar hafa brugðið við og fordæmt þær pólitísku afleið- ingar, sem þetta hafði fyrir mig. Stúdentar eiga að vernda rétt sinn til að deila við ábyrga stjórnmálamenn. Það var augljóst, a‘ð flestir stú- dentanna á fundinum voru mér ósammála um, hversu langt við getum gengið í að mótmæla ofríki og einræði úti í heiminum. En mér var ekki síður ljóst, að stúdentarnir höfðu ánægju af viðræðum okkar, vegna þess að þarna voru raunhæf vandamál rædd opinskátt og hreinskilnislega. — Og nú eruð þér beizkur? — Beizkutilfinning á ekki við skaplyndi mitt. Það skyn- samlegasta, sem ég hef heyrt varðandi brottrekstur minn, heyrði ég hjá góðum vini mín- um og sósíaldemókrata, hátt- settum embættismanni me‘ð mikla lífsvizku. Hann skrifaði mér og sagði: „Sagði ég ekki, að þú ætt- ir að vara þig á að spila kúlu- spil við strákana frá Isted- götu? Stjórnmál eru blóðugt fyrirtæki þú hefur verið of langt í burtu og hefur þess vegna gleymt: I. Öfundinni og þórðargleðinni, sem eiga jöfn ítök í þjóðarsál okkar. II Fúsleikanum til að reka tafarlaust hníf í nágrannann til að hagnýta sér hinar viður kenndu þarfir þjóðare'ðlis okk ar. Ég ætla að gefa þér ráð sem vitur móðir mín gaf mér: teldu upp að tíu áður en þú ferð að kasta óþverra í augu hinna óverðugu, því að hvað sagði ekki Hörup: Hvaða gagn er að því? Ég er sammála þessum vini mínum. — Finnst yður það ekki óþverri, sem þér kastfð í aug- un á Hækkerup? — Því fer mjög fjarri. Ég þekki Hækkerup mætavel. Með honum hef ég átt margar góðar stundir. Og ég geri ráð fyrir að eiga áfram með hon- um ánægjulegar stundir — hann býr reyndar héma í næsta stigahúsi. En það breyt- ir ekki því, að ég tel hann dæmigerðan fulltrúa þeirrar stjórnmálalegu ófyrirleitni, sem ég er andsnúinn. — Er það ekki talsverð ein- feldni að ætla, að þér og Hækkerup munið geta notið saman góðra stunda eftir það sem þér hafi’ð sagt? — Ég tek efasemdir -yðar til athugunar. — Haldið þér að þér eigið afturkvæmt í danska utanrík- isþjónustu? — Sem kunnugt er þá er ég starfandi í utanríkisþjónust- unni. Hef aðeins leyfi um stundarsakir. Ég er sannfærð- ur um að ég mun hefja þar aftur störf af fullum krafti. — Og kannski í samvinnu við Per Hækkerup sem hugs- anlegan utanríkisráðherra? — Þar sem ég hef hvorki dregið mér fé úr ríkiskassan- um né heldur laumað leyni- legum skjölum til Rússanna, geri ég ráð fyrir að jafnvel undir stjórn Per Hækkerups væri pláss fyrir mig. En ekk- ert liggur á. — Þér vantreystið lýðræð- inu í dönskum stjórnmálum? — Lý’ðræði okkar er harla gott, þegar notaður er alþjóð- legur samanburður. En af margra ára reynslu hef ég lært að það er mjög takmark- að hvað stjórnmálamaður — ráðherra — má segja. Það er keppzt við að steypa alla í eitt og sama mótið. Því hef ég komizt á þá eindregnu skoðun að munurinn milli lýðræ’ðis og einræðis sé ekki ýkja mikill. Hvað viðkemur tjáningar- frelsinu er mismunurinn á Vestur- og Austur-Evrópu hverfandi. Þegar ég tala við stjórnmálamenn frá Austur- Evrópu verð ég oft afar undr- andi yfir því hversu opinskátt þeir fjalla um viðkvæm póli— tísk vandamál í þeirra eigin landi. Ef ég tala við stjórn- málamenn danska undrast ég yfir því að pólitískur vísdóm- ur felst í rauninni í því að Þegja. — Eru einhver tengsl milli þessara orða yðar og núver- andi ríkisstjórnar og flokks- aga þar? — Ég meina þetta almennt. En hitt liggur í augum uppi að stór flokkur heimtar meira í því tilliti en lítill flokkur. Ef út í það er farið mundi ég leyfa mér a’ð segja að lýð- ræði okkar — hvað viðvíkur málfrelsi er yfirskinslýðræði. frjálsri skoðanamyndun, og — Það er skoðun yðar á utanríkisstefnunni, sem varð yður að fótakefli? — Þess er að gæta aSL við síðustu kosningar fjölgaði þingmönnum SF úr 10 í 20. Það byggðist að nokkru leyti á því að flokkur unga fólks- ins læzt berjast fyrir svo- kölluðum lýðræðislegum sjón armiðum í utanríkismálunum. Þetta hefur áhrif á stefnu Sósíaldemókrata til Grikk- landsmálsins, styrjaldarinnar í Víetnam og kynþáttabar- áttunnar í Suður-Afríku. Eg hef djúpa fyrirlitningu á þeirri stefnu í dönskum utan- ríkismálum, sem byggist á undirgefni við unga uppreisn- argjarna fylgismenn SF — sem flestir hugsa um pop- músík og að safna sem mestu hári og óhreinindum. Það er óraunhæft. Þetta unga fólk hefur í mörg ár haft tölu- verð áhrif á mótun utanríkis- stefnu okkar, en þeir eru engir krossfarar. Það hefur hreinlega of margar tóm- stundir til að koma sér upp heilbrigðum áhugamálum. Svo vikfð sé sérstaklega að Grikklandi, vil ég taka þetta Tyge Dahlgaard. fram: Ég er ekki hlynntur núverandi valdhöfum í Grikk landi. En það veldur mér gremju í því sambandi, að hin mikla vanþóknun, sem við sýnum vegna stjórnarinnar þar í landi, er ekki í neinu samræmi við þekkingu al- mennings á stjórnmálaástand inu í landinu. Hið sama má segja um Víetnam og Suður- Afríku. Frá okkar lýðræðislegu sjónarhornum var sú stjórn sem gríska herstjórnin setti af, hreint ekki gallalaus. Kannski var ekki vandamálið að velja milli lýðræðis og herstjórnar heldur milli ó- líkra stiga einveldis. En þetta skilur ekki unga fólkið með síða hárið. — Margir hafa grun um að utainríkisviðskipti okkar kæmust í sjálfheldu. — í Vestur-Evrópu hefur fjöldi þjóða gagnrýnt her- stjórnina grísku og fordæmt hana, en ekki eins skilyrðis- laust og ekki útskúfað henni svo gersamlega og við. Ég er þeirrar skoðunar, að við eig- um að fordæma. En vafamál hvort það er okkar — þess- arar örsmáu þjóðar að leiða þá herferð. — Eigum við þá ekki að láta uppi pólitískar skoðanir okkar? — Jú, en vi’ð eigum að sýna varkárni og skynsemd. Við getum engu áorkað gagnvart grísku stjórninni. En mátt- leysisleg mótmæli okkar geta hinsvegar skaðað efnahag okkar. Ég minni á símskeyti, sem fóru á milli norska for- sætisráðherrans Christian Michelsen og Björnstjerne Björnson í hinni erfiðu sænsk norsku deilu árið 1905. Björn- son sendi þá skeyti til Michel sen: Nú ríður á að vera fastur fyrir, og Michelsen svaraði: Nú ríður á að halda kjafti. — Það geta orðið þær að- stæ’ður að okkur finnst betra að vera fastur fyrir en halda kjafti. — Það hleypir illu blóði í mig, að þessi náungakærleik- ur kemur sjaldan fram í dag- legu lífi og hversdagslegri umgengni manna á meðal. Fæstir okkar myndu leika hetjur, ef það kostaði okkur peningaveskið. Við erum hvorki spámenn né trúboðar. Þess vegna verðum við að hegða okkur í samræmi við, að vfð erum það ekki. Við sitjum í notalegri stofunni okkar og hrópum hátt um lýðræði, en mér er ekki kunn ugt um, að hjálp okkar við þróunarlöndin sé meiri en við komumst af með. Ég er fylgj- andi því að „berjast fyrir því, sem þér er kæfrt en deyja ella“ eins og þar stendur. En ekki einum einasta af þessum gasprandi „uppreisnarkrökk- um“ og mótmælurum, sem fara í mótmælagöngur og skrifa undir harðorð mót- mælaskjöl mundi til hugar koma að leggja líf sitt í söl- urnar fyrir þann málstað, sem þeir þykjast berjast fyrir. Og þá er þetta allt orðið býsna hlægilegt og lítilmannlegt. Það sem ég berst eindregið á móti er þessi sýndarmikil- mennska, uppger’ðarhugprýði, — og afleiðingar hennar. Og svo hitt að vilja ekki viður- kenna raunveruleikann. — Hversu róttækur er sósí- aldemókratinn Tyge Dahl- gaard? — Hann er mjög róttækur í þeim skilningi, að hann álitur málfrelsi, virðingar- leysi gagnvart föstum kredd um, mál sem miklu skipta. Það eina sem ég hef á móti sósíaldemókrataflokknum er að hann hefur tilhneigingu til að skipa öllum á einn bás og heimtar algera undirgefni, samstöðu, hlýðni, — Hvers vegna urðuð þér annars sósíaldemókrati — og svona seint? — Ég hef sjálfsagt verið sósíaldemókrati frá því ég byrjaði að hugsa um stjórn- mál. — Hvenær byrjuðuð þér á því? — Þegar ég var í mennta- skóla. I þau fáu skipti, sem ég hef haft a’ðstæður til að kjósa — ég hef verið búsett- ur erlendis hef ég kosið rót- tæka, Það hefur fyrst og fremst verið af virðingu við föður minn, sem ég met um- fram aðra menn. En sósíal- demókrati er ég í þeim skiln- ingi, að ég er all vinstrisinn- aður og væri SF ekki slikt samansafn af ringluðu og sundurþykku fólki mundi mér ef til vill hafa dottið í hug að styðja þá. — Hvað leggið þér í hug- takið pólitík? — Fyrir mér er pólitík sam bandi’ð milli manna í þjóðfé- lagi. Það er að segja, ég tel stjórnmál hafa úrslitaþýð- ingu fyrir líf og starf hvers einstaklings. Það fólk se.m ekki hefur áhuga á stjóm- málum er sljótt. — Sem þér umgangist ekki? — Fyrir utan fjölskylduna umgengst ég fáa eina — nokkra vini — og svo tónlist og skáldskap. Ég er þeirrar skoðunar að farsælt heimilis- líf sé bezta meðal við hóflaus lausri metorðagirnd. Ég er al- inn upp við að virða og meta heimilislífið. — Og vinirnir? Framhald á bls. 20. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.